Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 13
JOLABLAÐ 1969 13 ég er viss um að við erum bún- ir að gera marga vitleysu, t. d. í samskiptum við aðrar þjóðir. Ég tel, ekki rétt að hafa svo til alla samninga við setuliðið í ís- lenzkum krónum. Hér koma gengisfellingar hver af annarri, og sparifjáreigendur tapa miklu af sínu sparifé, en þá græða þær þjóðir sem hafa afnot af íslandi jafnmikið og íslenzkir sparifjár- eigendur tapa. Þetta tel ég al- rangt. Ur því íslenzka krónan er svona mikill ræfill og svona mik ið í lausu lofti þá er ekki hægt að nota hana fyrir mælikvarða. Það er líka mín sannfæring að það eigi ekki að afhenda öðrum afnot af þessu landi fyrir ekki neitt. Ég hef ekki farið dult með þessar skoðanir mínar. Erlénd- is fær maður ekkert gefins, verð ur að borga fyrir að fara á al- menning's klósett. Hvernig í .ósköpunum stendur þá á því að við segjum við þessar þjóðir útí heimi — fimm hudruð milljónir manna — að þær megi nota landi okkar og borga ekkert fyr- ir það? Ég vil samt ekkert selja neitt. Menn tala um landsölu en ég vil ekkert selja, hvorki selja né gefa. Ef ég væri í stjórnmál- um mundi ég róa á þessi mið, ég mundi láta þessar þjóðir vita að þær verða að borga fyrir af- not af landinu. Þetta hefur í för með sér töluverða áhættu fyrir okkur sjálf,- kannski meiri en við gerum okkur í hugarlund, nú en hitt er annað mál, að ef við hefðum ekkert setulið fengjum við kannski annað setulið sem við vildum síður. Kringumstæð urnar í heiminum eru slíkar einsog stendur. Annað mál var þegar við vorum hernumdir 1940. Þá vorum við teknir nauð ungartaki, en nú höfum við samningsaðstöðu, og hvers vegna ekki að nota hana? Þetta er undirstaðan að skoðunum mínum í þessum efnum. En þeg ar ég hugsa til fjármálaráð- -herra get ég ekki að mér gert að vorkenna honum að standa í þessari stöðu, þetta er líklega erfiðasta stjórnarstarfið. — Nú erum við búnir að tala um jólin og útfrá þeim um fjár- mál og pólitík. Þá langar mig til að heyra um trúarskoðanir þínar, trúir þú á guð og hvaða hugmyndir gerir þú þér um ,guð? — Ég er kristinn maður og ekki nóg með það, ég vil segja að ég sé fremur trúhneigður. Það er yfirgripsmikið mál að tala um trú; ef maður, segir frá trú sinni er maður að opna sjálfan sig, en ég lít svo á að það þurfi ekki að vera neitt feimnismál. Og ég held að það sé ákaflega mikið misst ef mað- - , ur tapar sinni trú, sinni barna- trú. í sambandi við það dettur mér í hug atvik sem kom fyrir mig fyrir löngu: Ég bjó hjá for eldrum mínum á efstu hæð i húsi vestur 'á Ránargötu. Á næstu ræð fyrir neðan bjó Jó- hannes Sigurjónsson, bróðir Jó- hanns skálds Sigurjónssonar. Svo vildi til að við vpru.m báðir sjúklingar; ég lá veikur uppá lofti, en hann í herberginu nið- urundan. Ég fór stundum til hans að spjalla við hann og fá lánaðar hjá honum bækur. Hann var gáfumaður, stúdent að menntun, hafði farið til Ame- ríku og verið þar um tíma, en kom svo aftur heim. Og einu sinni fórum við að ræða um trúmál: ' „Ég skal segja þér“, sagði hann, „ég hef stúderað trúmál alla ævi; nú er ég átt- ræður og ég veit að nú ligg ég banaleguna, en það hörmulega við allar stúdíurnar er það að þegar ég dey þá dey ég trúlaus. Hefði ég látið mér nægja þá trú sem mamma mín kenndi mér mundi ég deyja sæll í minni trú, en nú verð ég að deyja í trú- leysi mínu“. Ég hef ekki gleymt þessum orðum gamla mannsins; ég held að það sé mikill sann- leikur í þeim. Þeim mun meira sem menn grufla í trúmálum og slíkum hlutum, þeim mun verra er að komast til botns í þeim. Hitt er annað mál hvað verður um mann, eða hvort verður nokkuð um mann, þegar maður deyr, það finnst mér svo stór- kostlegt mál að ekki er hægt að láta það liggja milli hluta. En það gengur vafalaust illa að rannsaka það, því það er eins- og huliðshjálmur yfir þeim mál- um öllum. — Hvað telur þú um spurn- iriguna um líf eftir dauðann? — Mér þykir ákaflega senni- legt að það sé líf eftir dauðann. Og ég held að það séu einhver hulin rök í öllu lífinu. Ég segi það af því í mfnu lífi hefur það verið tiltölulega fátt sem hefur komið mér algerlega á óvart, mig hefur dreymt fyrir afar mörgu. Og ef mann getur dreymt fyrir því sem kemur fyr ir þá hlýtur vitneskjan að koma einhvers staðar frá! Draumar eru auðvitað ekki frásögn í ber um orðum, heldur koma þeir boðskap sínum á framfæri í symbólum. — Úr því þú ert svona draum spakur, Jtannski. þú segir mér einn draum? — Ég skal þá segja þér draum sem mig dreymdi í sambandi við sameiginlegan vin okkar beggja Vilhjálm S. Vilhjálms- son blaðamann. Við erum báð- ir Eyrbekkingar, á sama rekit hann tveimur árum eldri en ég, við vorum aldir upp á sömu hlöðunum á Eyrarbakka. Vin- átta okkar hélzt meðan við lifð- um báðir. Það var morgun einn að ég gat þess við konuna mina að mig hefði dreymt merkileg- an draum, og ég sagði henni að draumurinn hefði verið fyrir V.S.V. og ég héldi að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Svo sagði ég konunni minni drauminn. Hann var þannig að mig dreym ir að við V.S.V. komum að stóru samkomuhúsi. Það hagar þann- ig til að gólfið er hallandi eins og í bíó, bekkir til beggja hliða og gangur á miðju gólfi milli bekkjanna. Við göngum þarna inn þar til við komum að ég held að þriðja bekk og svo inní bekkinn vinstra megin. Þar sit- ur fólk, en það stendur upp og við göngum innar á bekk- inn og setjumst niður. Þar situr fólk en það stendur upp og við göngum innar í bekkinn og setjumst niður. Þá verður mér litið fram þar sem tjaldið á að vera, því- mér finnst þetta vera bíó, en þá er þar ékkert tjald, en í staðinn eins konar hásæti á miðri senunni. Þar sit ur yndislega glæsileg og falleg kona, en bakvið hana er allur veggurinn sá mesti dýrðarljómi sem ég hef nokkru sinni séð, aðra eins Ijósadýrð og veggur- inn var sjálfur hef ég aldrei séð. Ég horfi á þetta og finnst það furðulegt, síðan lít ég yfir salinn og þá er allt fólkið horf- ið, við bara tveir einir og kon- an. Þá sé ég að konan gefur okkur merki um að koma. Við .stöndum báðir upp, göngum út- Það er þessi skratti í manninum að vilja alltaf eignast eitt- hvað úr bekknum, ég á undan, V.S.V. á eftir, en hún gefur honum sérstaklega merki um að koma. Hann gengur að senunni, ég stend eftir, það eru tröppur upp á senuna og hann gegur þar upp, en kona kemur niður úr hásætinu alla leið til hans, tekur í hendina á honum og leiðir hann inní alla þessa ljósa dýrð sem veggurinn var. Ég horfi á eftir unz þau hverfa sjónum. Mig hefur aldrei dreymt fallegri draum. Ég sagði strax konunni minni að ég þyrði ekki að segja V.S.V. draum- inn, honum félli h'ann kannski illa. En ég gerði það samt eftir eitt ár er-ég þóttist þess viss i að draumurinn ætti sér langan aldur þótt hann táknaði kannski eitthvað. Ég var staddur heima hjá honum og sagði honum þá að hann ætti eiginlega að vera dauður fyrir löngu. Hann spurði hvernig stæði á að ég segði það, og þá sagði ég honum drauminn. Ég bætti því við að ég vissi fyrir víst að hann ætti von á góðum móttökum þegar hann hyrfi á brott. Hann var hugsi yfir þessu og þegjanda- legur allt kvöldið. — Hvað var þetta löngu áður en hann dó? — Það er nú einmitt það. Það var þremur árum áður, og ég man ekki betur en við sætum í þriðja bekk. Bekk- irnir geta hafa þýtt árafjöld- ann sem eftir var hjá honum, en ég stóð eftir á gólfinu. — Eru hugmyndir þínar um guðdóm svipaðar því sem kirkj an kennir eða ert þú með þína eigin útgáfu? —Ég hef myndað mér þá skoðun að höfuðstyrkur kirkj- unnar liggi í því að það kem- ur enginn aftur sem farinn er yfirum. Ef þeir kæmu aftur sem farnir eru og lýstu því sem við tekur, ef líf er eftir dauðann, þá held ég að ekki yrði mikið úr kirkjukenningunni. — Geturðu ekki fallizt á hana? — Nei, það get ég ekki. 1—• Hefurðu tilfinningu fyrir guðdóminum sem einhverju sem í öllu býr. — Við skulum einskorða þetta við mig persónulega. Mér finnst allt mitt líf hafa verið handleiðsla. Ég veit ekki hver leiðir mig áfram gegnum lif- ið, en ég veit að ég er leidd ur. f lífi mínu hafa verið ljós og skuggar. Það sem ég hef sjálfur ætlað mér að gera hef ég kannski ekki gert, og annað sem ætlaði mér ekki, það hef ég gert. Og ýmislegt sem ég hélt í fyrstu að væri böl hef- ur orðið mér til mikils góðs. Ég var til dæmis búinn að læra iðn og vinna í 7 ár hjá sama manninum. Ég hugði að sú iðn yrði lífstarf mitt. Svo veiktist ég ,var veikur í fjögiu’ ár. Ég vil varla segja hvers vegna ég veiktist ,en ég gat ekkert að því gert, það var beinlínis af fátækt og aumingjaskap. Ég bjó í köldu herbergi og vaknaði einn morgun með verk undir síðunni. Það var brjósthimnu- bólga og það sem henni fylgdi í þá daga. Úr þessu fór ég til útlanda, var þar í nokkur ár og kynntist nýju fólki og nýjum lífsviðhorfum. Þá kynntist ég þeim manni sem ég hef haft bezt af að kynnast af öllum sem ég hef kynnzt á ævinni. Það var rússneskur Gyðingur, fluggáf- aður, einn af þessum stóru mönnum. Við vorum ákaflega nánir vinir, hann var kennari minn á þriðja ár. Svo þegar ég fer að hugsa um þetta tímabil ævi minnar eftirá þá er þetta sem mér fannst vera að forsjón ín væri að slá mig alveg niður, ekkert annað en það að ég er að skipta um spor á lífsbraut minni. Ég komst inn í allt ann- að umhverfi, fyrst úti og svo heima. Og nú finnst mér að allt þetta hafi verið mér til góðs, þroskandi og til góðs. — Þá langar mig til að Venda mínu kvæði í kross og spyrja þig hvað þú gerir í frí- stundum þínum? Hvernig fer þú að því að slappa af? —Slappa af, segir þú, það er nú nokkuð sem vert er að svara. Ég skal segja þér að ef maður byrjar á einhverju starfi — sérstaklega ef það er eitt- hvað nýtt og óþekkt, eitthvað sem þarf að skapa alveg frá byrjun, eitthvað sem maður þarf að beita huganum við, þá slappar maður raunverulega aldrei af. Sannleikurinn er sá að ef maður lokar skrifstofunni kl. 5 og fer út og segir við sjálf an sig að nú sé vinnan búin og ekkert meira um að hugsa, þá verður enginn árangur; það verður ekkert úr manni sem þannig hugsar. Það hugarfar sem dugar til að eitthvað tak- ist felur það í sér að maður hugsar um málin þegar maður er kominn heim, þegar maður er háttaður á kvöldin og maður meira að segja vaknar upp við það á nóttunni. Éig minnist þess að í kringum 1950 fór ég til Sviþjóðar að leita læknis, fór til eins af þekktustu lækn- um Svía, og hann sagði við mig: „Þegar þér farið útaf skrif stofunni þá verðið þér að skilja eftir helminginn af yður sjálf- um, og þér megið ekki samein- 'ast sjálfum yður aftur fyrr en þér komið aftur næsta morg- un. “ Þetta er enginn hægðar- leikur. En hvernig ég eyði frí stundum mínum? Á sumrin er ég mikið úti, ég á ágætan sum- arbústað á fögrum stað, og þar eyði ég miklum tíma. Á vet- urna er ég að dútla við smíða- dót. Mér þykir afar þægilegt að gleyma dagsins önn við slíkt. Svo les ég góðar bækur, í seinni tíð hefur maður minni tíma til þess, það gerir sjónvarpið og ýmislegt annað sem glepur. Svo hjálpar það líka að þegar mað- ur er búinn að vera við sama starfið hartnær fjóra áratugi þá er þeta farið að ganga miklu léttar, krefst minni umhugsun- ar. — En til dæmis á jólunum, hvað gerir þú þá? •— Á jólunum lifi ég letilífi. En ég get ekki hugsað mér að missa jólamessuna. Yfirleitt vil ég ekki sleppa guðsþjónustun- um á jólunum. Ég fer ekki í kirkju, en hlusta á þær í sjón- varpi og útvarpi. Að hlusta á sálmasöng, það geri ég alltaf þegar ég get höndum undir komið. Ég geri það vegna þes3 að mér finnst það róandi. Það eru jól að heyra jólasálmana sungna. — Lestu eitthvað sérstakt? — Ég hef gaman af að lesa fornan íslenzkan fróðleik, og ég hef líka gaman af að lesa um dulræn efni, sérstaklega ýmiss konar dulrænar sagnir set ég mig ekki úr færi að lesa slíkt. 414 K.......... S.H.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.