Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 35

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ 1969 35 Jólin, jólin alls staðar er upphaf jólasöngs, sem oft heyrist hljóma í útvarpinu daga desembermánaðar. Víst er, að í desember ríkir sérstök tilfinning í hjörtum manna — tilfinning, sem ekki er auðvelt að skilgreina. Þó ber hsest einhvers konar til- hlökkun, sérstaka stemningu, sem gerir fullorðna að börn- um líka. Það er um jólin, sem svo vel á við að tala um að gleðj ast eins og barn og allir skilja við hvað er átt með því. Að vísu hættir okkur full- orðna íólkinu til að láta ein- hvers konar áhyggjur fylgja með í kjölfar gleðinnar. En það er víst ekki nema mann- legt og tilheyrir því að vera fullorðinn. í jólamánuðinum er farið að brjóta heilann um, hvort takist að láta aurana endast fyrir öllu, sem þarf fyrir há- tíðina, og helzt lengur, ef vel á að fara. . Kannski liggur einhver and vaka vegna þeirrar hugsunar að líklega geti Gunna ekki heldur fengið stóru brúðuna fyrir þessi jól, eða að bíllinn hans Sigga verði að bíða betri tíma. Allt eru þetta eðlilegar hugs anir þeirra, sem langar til að gleðja sína nánustu og eru ekki einmitt jólin hátíð gleði og gjafa, þó að ekki megi gleyma hinum upprunalega tilgangi þeirra. En eru þá jólin alls staðar? Líka, ef einhvers staðar vantar peninga, mat eða gjaf ir? Því verður hver að svara fyrir sjálfan sig. Kannski eru mestu jólin hjá þeim, sem minnst eiga af auðlegð, annarri en þeirri, er býr innra með þeim sjálfum, og þeim, sem gefa af fátækt sinni, minnugir þess, að sælla er að gefa en þiggja. í því sambandi minnist ég löngu liðins atviks, er mér var eitt sinn sagt frá. Það var um konu, sem bjó með börn- ÞETTA jólatré er einkaeign þeirra minnstu í fjölskyldunni. Á því er skraut sem þau mega handfjatla að vild, að ógleymd um pökkunum frá jólalandinu, sem eru eldspýtustokkar fullir af rúsínum og öðru góðgæti, sem fær tímann til að líða með- an beðið er eftir stóra jólatrénu með öllu fína skrautinu sem aðeins þeir fullorðnu mega koma við. um sinum 1 sveit við talsverða fátækt, eins og títt var á þeim tíma. Þessi kona hafði flutt úr höfuðstaðnum til að gerast sveitakona og hún átti í fór- um sínum nokkuð, sem var sjaldgæf sjón fyrir sveita- börn, en það var jólatré og eitthvað af skrauti á það. Næstu nágrannar konunnar voru hjón, sem henni höfðu reynzt vel og einnig áttu barnahóp. ' Þau hjón höfðu aldrei eignazt jólatré, hvað þá heldur gylltar kúlur til að hengja á það. Undrun þeirra og gleði var því ekki lítil, þegar einn ná- grannadrengurinn kom á að- fangadag með böggul frá mömmu sinni. f bögglinum var jólatréð ásamt skrautinu. Ég hef stundum velt því fyrir mér, á hvorum staðnum jólagleðin hafi verið meiri, hjá börnunum, sem fengu fyrsta jólatréð sitt, eða kon- unni, sem gaf það til að gleðja leiksystkini barnanna sinna. Heyrzt hefur stundum, að betra væri að þetta jólagjafa og kortastand væri afnumið með öllu. En ætli fólk myndi nú ekki sakna þe.ss að fá eng an jólapóstinn? Jól og gjafir eru orðin ó- aðskiljanleg heild, og á jólum man maður einmitt betur eft- ir fólki en í annan tíma. Margir eru svo forsjálir að gera lista yí'ir þá, sem senda á jólakveðju, til að koma í veg fyrir, að einhver gleymist. Oft er nægur jólaglaðning- ur að fá langþráða heimsókn eða jólabréf. Það er — gæti ég hugsað — bezta jólagjöf þeirra, er fjarri sínum dvelja um hátíðina. En það er hverjum í sjálfs- vald sett, hve mikið er á sig lagt, til þess að með góðri sam vizku sé hægt að raula með: — Jólin, jólin alls staðar, með jólagleði og gjafirnar.... — Á.Bj. cEinn dagur með cTVIarks & Spencef' Föstudagur: Fastir liðir eins og venjulega. Náttkjóll og-sloppur frá Marks og Spencer. Börnin mega ekki verða of sein í skólann. Morgunkjóll, auðvitað frá Marks og Spencer. Kennslustund I flugskólanum. Sportfatnaður frá Marks og Spencer. Verzlunarferð. Marks og Spencer vörur eru alltaf jafn freistandi. c7Vlarks& Spencer* vörur fást i fataverzlun fjölskyldunnar L j m\ w\ W m AUSTURSTRÆTI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.