Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 14
FLUG
Framhald af bls. 3.
stefnu vélarinnar í flugtaki miSju, þar
sem áhorfendur höfðu í fáfræði sinni og
forvitni þust út á flugbrautina til að sjá
betur, þrátt fyrir varnaðarorð nærstadora
eftirlitsmanna, er ekki tókst að hafa hern-
il á manngrúanum. Flugvélin rann skáhallt
yfir túnið, yfir skurð, sem þar var, á gadda-
vírsgirðingu á barmi hans — og stað-
næmdist loks, er hún hafði slitið girðing-
una. ( slóð vélarinnar lágu tvö lítil bör,:,
systkinin frá Reykholti, annað látið, hitt
naumlega lífs. Litla telpan var látin, þegar
að var komið, en drengurinn milli heims
og helju; tókst að vísu að bjarga lífi hans
og lifir hann enn, en hefur aldrei komizt
fil fullrar heilsu.
,»MÁ EKKI ÓKLÖKKVANDÍ
Á ÞETTA MINNAST . . .“
Ekki var við flugmanninn að sakast ná
eftiriitsmennina, — einna helzt forvitínn
og fáfróðan múginn, sem þarna ruddist
f'em skipulagslaus og hreif með sér litlu
börnin. Auðvitað orkaði þetta sem reiðar-
slag, gamanið var úti og fólk flykktist
heim til sín, hrrípið og hryggt. En sárust
var þó sorgin í litla bænum að Reykholti,
þar sem foreldrarnir syrgðu dóttur sína
og biðu þess í ólýsanlegu ofvæni, hversu
syni þeirra mundi reiða af. Þeirri hugar-
kvöl verður ekki lýst, nema einna helzt
með þeim orðum, er aldraður faðir þeirra
lét falla, er Árni Öla, blaðamaður og rit-
höfundur átti við hann viðtal fyrir allmörg-
um árum og innti hann eftir slysinu: „Þótt
langt sé nú um liðið, má ég aldrei óklökkv-
andi á þetta minnast," svaraði gamli mað-
urinn.
HVERS VERÐUR FRAM-
TÍÐIN MEGNUG?
Síðan fyrsta flugslysið á íslandi átti
sér staðar, hafa mörg vötn til sjávar runn-
ið. Og illu heilli hafa mörg og alvarleg
flugslys fylgt í kjölfarið, og þeir eru orðn-
ir æði margir, íslendingarnir, sem farizt
hafa í þessari óhugnanlegu tegund slysa.
Flugvélum og öðrum nútíma samgöngu-
tækjum hafa frá upphafi fylgt næsta vá-
leg siys og líklega líður ekki sú vika nú
orðið, að við fréttum ekki af flugslysum,
ei.au eða fleirum, einhvers staðar í heim-
inum. Við þetta verðum við að sætta okk-
ur enn, sem komið er, en vonandi verður
fram'Jðin þess megnug í hrikamætti sín-
um og ægitækni, að afstýra sem flestum
slysum, hvar og hvenær sem er. Því fyrr
því betra.
G. A.
BAULA
frémhald af bls. 5
nútímafólk láti sér kannski fátt un: finn-
ast.
Það fylgir hins vegar ekki sögunni, hvort
hreppstjórinn gerði þessa ferð sína á
fjallið á Jónsmessunótt í þeim tilgang;
að komast yfir gullkistuna góðu eða höndla
sjálfan óskasteininn í tjörninni á Baulu-
tindi. Hitt er víst, að hann fann þar enoa
tjörnina aukin heldur gullkistu eða óska-
stein né aðra sérkennilega náttúr-s
steina. Aftur á móti hefur hann að líkind
um notið mikils og fagurs útsýnis, en af
Baulu sést vítt, m.a. alla leið norður til
Mælifellshrrúks í Skagafirði. Er vafalanst
óhætt að fullyrða, að hann hefur fengið
laun erfiðis síns ríkulega goldin og snú'ð
ánægður heim í Litlugröf að fjallgöngu
lokinni.
Síðarr hafa margir gengið á Baulu. Það
er ósköp létt og auðveld ganga, grjófið
að vísu dálítið losaralegt ofan til og skríð-
ur gjarnan undan fæti, en engar teljan-
legar torfærur neins staðar á leiðinni. Og
uppi á fjallstoppnum rekst maður á mynd-
arlegt grjótbyrgi í stað tjarnar, kanrrski
hefur Halldór Bjarnason hreppstjóri í
Litlugröf lagt þar stein í hleðslu f Baulu-
reisu sinni; ég veit það ekki.
Á síðustu áratugum hafa ís-
lenzkir jarðfræðingar rannsakað Baulu og
svipt leyndardómshulunni af náttúrustein-
um fjallsins. Þetta er líparítfjall, þeirrar
tegundar, sem á máli fræðimanna er nefnt
hraungúll. Vegna seigju sinnar hefur lípar.
ítkvikan hlaðizt upp, í stað þess að flæða
yfir umhverfið, eins og á sér stað í basalt-
gosum, Reykvíkingar hafa fjall þessarar
tegundar daglega fyrir augum, þar sem
eru Móskarðshnúkarnir austur af Esju, að
vísu ekki í sinni upphaflegu mynd, heldur
leifar af slíkum hraungúl.
Baula er mikið uppáhaldsfjall í Borgar
firði og nefna héraðsbúar hana „fjalla-
drottningu," þegar þeir vilja mikið við hafa
og votta henni virðingu sína, og skáldin
fella lofið í stuðla. Baula er líka skáld á
sinn hátt og fellir grjótið í stuðla er svo
ber undir áttstrent sem hlýtur að vera dýrt
kveðið. Og þegar héraðsbúar vilja heiðra
minningu látinna vina og varrdamanna, þá
leiía þeir til Baulu um bautasteininn.
—GG.
Vitið þér
að höfuðborgin : Jemen heitir Sana.
að Charles de Gaulle, fyrrum forseti
Frakka, er nú 78 ára að aldri.
að Þorsteinn Thoraunsen, rithöfundur, hef
ur skrifað ævisögu hans á íslenzku.
að Gunnar Gunnarsson, skáld átti áttræð-
isnfmæli nú tyrir skömmu.
að höfuðborgin í Súdan heitir Khartoum.
að franskar skipasmíðastöðvar framleiddu
alls 47 kaupför árið 1968 með 665.340
tonna burðarþoli.
að Hverfisfljót rennur á takmörkum Síðu
og Fljótshverfis.
að Henrik Sv. Björnsson er fastafulltrúi ís-
lands hjá Evrópuráðinu.
að kvikmyndaleikarinrr Leslie Howard
samdi leikrit.
að byrjað var að veita Öskars-verðlaunin
árið 1927.
14 Alþýðublaðið — Helgarblað