Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 4
k Viðdvöl á Akureyrarflugvelli. aldrei séð flugvél lyfta sér til flugs áour og það hefur einkennileg áhrif á jarð- bundnar verur. Ekki aðeins mennina. Hest- arnir á næsta túni við flugvöllinn gláptu á þetta furðuverk og voru steinhissa. Og einn hundur ætlaði að tryllast." — Óetað verður ekki komizt nær stemmningu stund- arinnar en með þessari skemmtilegu sam- tímafrásögn IVIorgunblaðsins daginn eftir. Og áfram !heldur Moggi: „Kveldstundin 3. september 1919 mun lengi verða mörg- um minnistæð. Fólkið var í einhverri al- veg nýrri „stemning," er það horfði upp í himinblámann og sá nýjasta „galdraverk" nútímans svífa loftsins vegu, laugað geisl- um sólarinnar, sem ekki náðu lengur til þeirra, sem niðri voru." — Já, jafnvel Morgunblaðsmennirnir gleymdu sér um stund í rómantískri hrifningu og fengu snortið tagl skáldfáksins Pegasusar! FYRSTA FLUGSLYSIÐ Tæpu ári síðar — eða nánar tiltekið ' júnímánuði 1920 — varð svo fyrsta flug- slysið á Islandi á svonefndu Briemstúni, sem kennt var við Eggert bónda Briem í Viðey og áður er á minnzt. Bandarískur flug maður af íslenzkum ættum hafði verið fenginn til að stjórna einu flugvélinni, sem til var í landinu, og var raunar leigu- flugvél, 'og þennan fyrrnefnda sunnudag var ætlunin að sýna reykvískum áhorferid- um listflug í fyrsta sinn. Veður var gott, „norðvestan andvari, en skýjað loft," eins og segir í frásögn um atburðinn, og múgur manns, yrrgri sem eldri, þyrptist suður í Vatnsmýri til að horfa á undrið mikla: flug- vél, er hefði sig á loft og léki síðan kúnst- ir í loftinu. Þetta var mikill dagur, spenn- andi tilbreyting í fásinni smáborgarinnar við Faxaflóa! Það var bæði ánægja og á- hugi í andrúmsloftinu — en allt átti þetta eftir að snúast upp í sára sorg. HRAPALLEG MISTÖK Meðal áhorfendanna voru lítil systkin, tíu ára gömul telpa og fjögurra ára snáði börn hjónanna Gísla trésmiðs Gíslasonar og Kristbjargar Helgadóttur, Reykholti við Laufásveg. Er flugmaðurinn var að hefja flugvél sína til flugs öðru ’sinni, vildi svo hrapallega til, að hann varð að breyta hann sér góðn tíma til þess að mða á síð- Famhald á bls. 14. Komið við í Keflavík. 4 Alþýðublaðið — Helgarblað í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.