Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 9
Hvaða tvær myndir eru eins ÞiS sjáið veiðimanninn og Ijónið, sem hann er nýbúinn að skjóta. Athugið nú myndirnar vandlega, því að það eru að- eins tvær þeirra nákvæmlega eins. Getið þið fundið þær? Hérna sjáið þið prest, skósmið, listmál- ara og hermann ,en dótið þeirra hefur eitthvað ruglazt á myndinni. Þið verðið sjálf að reyna að finna, hver á hvaö. 1. Prófessor Greifingi ætlar að fara að mála mynd og biður Benna að sitja fyrir hjá sér. Það finnst Benna voða spennandi. 2. En það er erfitt að sitja fyrir, þegar maður má alls ekki sitja, heldur verður að standa í óþægilegri stellingu og halda á þungri stöng. 3. Benni leggur sig allan fram ,en á endanum er hann orðinn svo þeyttur, að hann spyr prófessorinn, hvort hann megi hvíla sig dálitla stund. 4. Ekkert svar. Hvílíkt og annað eins! Prófessor Greifingi situr þar bara steinsofandi og er ekki einu sinni byrjaður á myndinni! Jú, þið sjáið það, þegar þið gætið betur að. Til vinstri er zebrahestur, en til hægri gíraffi. En það vantar eitthvað á þá — rendurnar á zebrahestinn og flekkina á gír- affann. Svo að þið verðið að ná í litakass ann ykkar og teikna þá sjálf á. WþýðublaÖið — Hekgartilað 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.