Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 7
jafnvel um göturnar. Þessar hirrdranir urðu Dutilleuil þó aðeins hvatning. Daginn eftir mætti hann stúlkunni aftur, veitti henni eftir- för inn í mjólkurbúð eina og sagði henrii allt, sem hann vissi um hagi henrrar, á meðan hún beið eftir afgreiðslu- kvaðst hann mundu heimsækja hana þetta sama kvöld og, vænta góðrar viðtöku. Stúlkan roðnaði við og titringur fór um líkama hennar, svo að mjólkurflöskurnar hrist ust. — Því miður, stamaði hún, — er það alveg ómögulegt. En Dutilleuil var nú ekki aldeilis á þeirri skoðun. Um kvöldið hélt hann til heimilis hennar og beið þess, að eigin- maðurinn héldi til vinnu sinnar. Þegar hann var horfinn úr augsýn, beið Du tilleuil ekki lengur boðanna, heldur stökk sem leið lá í gegnum alla þá veggi, sem á vegi hans urðu — alveg þarrgað til hann var kominn í dyngju hinnar fögru frúar. Þar lét hann loks staðar numið, og undu 'þau sér viö ástaleiki langt fram eftir nóttu. Daginn eftir var Dutilleuil svo óhepp- inn að vera haldinn slæmum höfuðverk. Hann rakst á duft í dós, sem hann hafði lengi geymt ósnerta, og tók það reglulega inn um skeið. En á kvöldin var höfuðverkurinn gleymdur og graí- inn; vinkona hans sá um það! Eitt kvöld- ið hafði hann verið venju fremur lengi hjá stúlkunni og hugðist því flýta sér út í gegnum næsta vegg. En viti menm hann fann til einhverrar óvenjulegrar mótstöðu, og þegar hann var kominn inn í útvegginn miðjan, fann hann, aö hann komst ekki lengra, ekki hænuíeti lengra. Hann gat hvorki hreyft sig aftur á bak né áfram! Hann gat raunar hvorki hreyft legg né lið. Og hann minntist duftsins, sem hann hafði tekið inn við höfuðverknum: hann hafði óvart lent á meðalinu, sem hann hafði fengið hjá lækninum forðum! Dutilleuil sat fastur þarna í múrnum — og þar situr hann fastur enn þarm dag í dag, þ.e.a.s. það sem eftir er af honum. Vegfarendur, sem eiga leið um strætið eftir að dimma tekur, þykjasr stundum heyra þar ókennilega rödd, sem er eins og úr ríki dauðra. Þeir slá þvi auðvitað föstu, að þetta sé bara ý'fur vindsins í þakskeggjunum, en þar skjátl- ast þeim: Það er nefnilega „Varúlfurinn" sem er að gráta örlög sín og ást. Og stundum fer einn eftirlifandi vina hans, sem kunnugt var um hina skammvinnu ástarsælu Dutilleuils, að húsi vinkonu hans og kyrjar þar hjartnæma söngva, og tónarnir, sem hann seiðir úr strengj- um hljóðfærisins, falla á hjarta steins ins, eirrs og dropar af tunglsljósi. Alþýðublaðið — Helgarblað 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.