Alþýðublaðið - 26.01.1970, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1970, Blaðsíða 2
2 Mánudagur 26. janiúar 1970 TT PIO □ VERKAJLÝÐS9INNI biður mig að koma eftirfarandi á framfæri: „Mig undrar sú þró- un nú sýnist í fullum gangi í latinamálum íslenzku þjóðar- innaþ. Það er skyndilega einsog öllu hafi verið snúið við. Þeir launahæstu eru farnir að iheimta mest. Læknar riðu á vaðið og sprengdu alla skala fyrir nokkr um árum, svo komu flugmenn. Þessar stéttir miða sig við út- lendinga af því menn úr þeim getaj hvenær sem er farið til , starfa í sínu fagi í öðrum lönd- um. Þá hafa háskólamenn í Bandalagi opinberra starfs- manna klofið sig út úr til að heimta hærra en aðrir af því þeir telja sig vera æðri stétt og eiga að bera meira úr být- um. Og nú eru skipstjórar farnir að gera uppsteyt þótt há- setarnir haldi sér á mottunni. í Ég VETT ekki fyrir víst hve skipstjórar eru með mikið kaup, en þeir eru víst anzi háir fyrir. Ég býst við að háskólamenntað- ir menn í opinberum stöðum séu líka þokkalega launaðir, og læknar og flugmenn eru jú ekki beinlínis á nástrái. En á sama tíma eiga verkamenn og , ýmsir óbreyttir starfsmenn að láta sér nægja að vera með kannski 12—17 þúsund á mán- - uði. Ég er ekki að segja að hin- ir lærðu menn eigi ekki skilið gott kaup. En meðan til eru þeir sem naumast hafa þurftartekjur ætti þeim að vera óhætt að doka við. En það virðist eng- in þolinmæði vera til. Og þjóð- félagsleg ábyrgðartilfinning er áreiðanlega mest hjá þeim sem lægst eru launaðir. — Verka- lýðssinni“. BÚI í DAL skrifar mér enn eitt ágætt bréf: Ég hef áður minnzt á að fram hefur komið tillaga um. það að reisa olíuhreinsunarstöð ■ í Hvaifirði, og látið í ljós þá meiningu, og rökstutt nokkuð, að slíkt og annað eins megi ekki henda okkur landsmenn að ráðamenn á Alþingi fái vilja sínum framgengt hvað þetta staðarval snertir. Ég er ekki frá jþví að tímabært sé, og hentugt að mörgu leyti, að reist verði olíuhreinsunarstöð hér á landi. Það mundi sennilega lækka olíu verðj rafimagnsnotkun myndi auki st, dreifing á olíunni gæti orðii hf; hagkvæm.ari að mörgu leyti og sem hliðar-framleiðsla skaphðist sennilega grundvöllur . fyrir plastíhráefnaframleiðslu. ■ EN ÞÁ ER ÞAÐ mál mál- anna: Hvar ætti slík hreins- unarstöð að standa. Eitt er víst að slík stöð á ekki að stand.a við neinn, af okkar fjörðum, þeir eru of dýrmætir, og í of mikilli mengunarhættu frá slikum stöðvum. Ég hefi velt staðar- málinu nokkuð fyrir mér, og komizt að þeirri niðurstöðu að Vestur-Landeyjar, nánar tiltek- ið Skúmstaðavatn, muni hafa marga kosti til að bera. Auðvit- að þarf þar mikið hafnarmann- virki, en það er einmitt það sem Suðurlandsundirlendið van hagar um, og ekki hvað sízt núna þegar hafin er Búrfells- virkjun og vonandi á eftir að aukast. HAFNAlRMANNVrRKI ætla ég að séu ekki frágangsök við Landeyjasand, en staðurinn hef ur geysilega kosti, sem sé: 1. Mengunarhættu er hægð- arleikur að sporna við á þess- um stað, nógir sandar fyrir hendi, og straumar fyrir utan ekki svo litlir. 2. Siglingaleið hentug hvort heldur er frá gamla eða nýja- heimi, og öruggt með að af ís teppist höfnin ekki. 3. I sambandi við hreinsun- arstöðina er ekkert hægara en að koma þar upp fríverzlunar- svæði, og það jafnvel á heims- m.ælikvarða og um leið leysa hafnarvandamál alls suðurlands undirlendisins. 4. Það er engin frágangssök að leiða olíu í plaströrum þvert yfir hálendið til Akureyrar til dæmis. Einnig væri sjálfsagt að leiða olíu til Hafnarfjarðar, og þá um leið Selfoss, Stokks- eyrar, Eyrarbakka og Þorláks- ihafnar með grönnum hliðar- leiðslum. Nú er bryddað hefur verið á þessu máli, væri fróðlegt að heyra aðrar raddir þessu við- víkjandi. — Búi í Dal“. Götu-Gvendur. Smurt brauB Snittur Brauðtfrtur BRAUDHVSIP SNACK BAR Laugavegi 126 Sími 24631. Sólógítar til sölu. Upplýsingar í síma 35927 eftir kl. 8 á kvöldin. IPOP-HEIMURINN I 110 ! ef stu Þannig lítur listi „208 Times“, frá því í gær út. Viff spáffum því fyrir viku aff Bad Finger færi í 1. sæti, sem og varff. Tom Jones hrapaði úr 3. niffúr í 16. sæti meff lag sitt: Without Love. Tracy, lag Cuff Links, hrundi einnig, úr 6. sæti niffur i 11. Viff spáum því aff Bad Finger haldi enn velli eftir viku, nema Arrival komist upp fyrir þá, se.ni þó verður aff teljast meff ó- líkindum. Kinks voru ekki sérlega lieppnir mcð lag sitt, Victoria, en það er nú í 18. sæti og var númer 17 fyrir viku. Þeir eru hddur ekki sjálfir það sem þeir voru fyrrum og varla líklegir til stórafreka á popsviðinu. — 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ( 4) Come and Get lt — Bad Fiuger ( 7) Friends — Arrival ( 5) Someday We’ll be Together — Supremes ( 2) All I Have to Do Is Dream — Glen Campbell & Bobby ( 1) Reflections of My Life — Marmelade (12) l’m a Man — Chicago (—) Love Grows — Chicago ( 9) She Sold Me Magic — Lou Christie (18) Leaving on a Jet Plane — Peter, Paul and Mary (11) Good Morning — Peter, Paul and Mary Gentjl, Hljómsveitin Arrival, sem næstum komst á toppinn. 4000 lestir a saltfiski nar □ Á blaðamannafundi á laug- ardaginn var sagði Gylfi Þ. Gíslason að samningar hefðu tekizt við Spánverja um að heimila innflutning á allt að 4000 lestum af saltfiski frá ís- landi. Muni þessi útflutningur geta hafizt þegar í marz. Að ósk Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda hafði viðskiptamálaráðherra íslands óskað viðx-æðna við Codina, við- skiptamálaráðherra Spánar vegna þess hve innflutningur á saltfiski hefði dregizt saman bæði vegna aukinna veiða Spán verja sjálfra og minnkaðrar neyzlu á fiski þar í landi. í fyrx-a hafði innflutningur á salt fiski frá íslandi fallið úr 5000 tn. á ári í 2000 tn. en árið 1969 hafði innflutningur á salt fiski frá Danmörku fallið nið- ur í 3250 tn. og frá Noregi f 500 tn. Var því auffséff aff áliti SÍF, að mikil hætta var á því að hinn gam.li og mikilvægi salt fiskmax-kaður á 'Spáni brygðist íslendingum algerlega. Viðræðurnar við Spánverja forii fram í Madrid mánud., þriðjud. og miovikuá. í síðustu viku og sátu fundinn af íslands hálfu auk viðskiptamálaráð- herra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, þeir Guðmundur í. Guðmunds- son, sendiherra íslands á Spáni, Tómas Þorvaldsson, formaður SÍF, Helgi Þórðarson, framkv- stj., Þórður Alberfsson ásamt ræðismanni íslands í Madrid en fjölskylda hans hefur verið einn stærsti innflytjandi salt- fisks frá Islandi í um einnap aldar skeið. Að loknum viðræðum héldu þeir Tómas og Helgi til Portú- gal og Ítalíu til viðræðna við innflytjendur þar. — Mtkil aðsókn að bjarndýrinti ★ Sýninguimá á hvítabirn- inum þeirra Húsvíkinga, sem haldin var í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið í 8 daga. — Aðsóknin vair miklu meiri en við bjuggumst við, sagði Benedikt Jónsson í viðtali við Alþýðublaðið í morgun, en hann sá um sýninguná ásamt Birni Friðfinn-ssyni bæjai"stjóra. — En þegar ma'ður fer að hugsa sig um, hél-t hann áfram, -er maður ekkert . hissa á því, þar sem þetta er eina dýri'ð af sinni tegund hér á lándi, og hvítabjörninn- er líka mikið sagnadýr svo fólki lei'kur for- vitni á að sjá hann. ) — Fyrstu tvo dagana komu' 140-0 gestir, hvorn daig, og aff sóknin var drjúg hina daganal líka, en ég hef efeki tölur yfip heildar aðsókniina. Sýni-nigin fór hið bezta frarri, en þó kom upp vandamál vegna þrengsla, -en það leystist allt Saman ve-1. Blaði-nu tókst -ekfei a@ bafa uppi á Biirni Friðfinssyni tiSJ að fá nákvæmar tölur um að- sóknina, en búast má við, s-am- kvæmt upplýsingu-m Benedikfs, að gestimir hafi verið nær tíu þúsund. — ÞG. |J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.