Alþýðublaðið - 26.01.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.01.1970, Blaðsíða 14
14 Mánudagur 26. janúar 1970 I Fred Hoyle: ANDRÓMEDA 19. i okkur undirstöðutoyggingu að lifandi frumu. — Gefa okkur hvað? ; —Það gagnar okkur svo sem etokert, !hélt Dawney áfram. — Það er alltof flókið til, að við getum skilið það til fuMs. — Hvers vegna þa®? — Líttu bara 'á magnið. Við þekkjum sumt, en það tæki okkur mörg ár að komast tfram úr því öllu. — Bf það er þá ætlazt til þess. — Við livað áttu? Eeinhart var hugsi. — Mig langar til að tala við Fleming og Osborne, sagði hann. Hann hitti þá toáða í skrif- ^tofu Ostoornes ráðuneytis- stjóra í Lundúnum. Hann var þá búinn að fá öll gögn í hend ur og vildi hefja aðgerðir. — Fleming virtist hafa elzt og leit illa út. — Lifandi frumu? — Já. — Og gætuð þið þá búið til frumu? .— Ef við getum notað raf- eindaheilann til eftirlits, þá held ég að við getum það. —Vlltu raunverulega búa til lifandi frumu? spurði Fleni ing. — Davvney vill reyna það, sagði Beinhart. — Fleming vill það etoki. Hvað eigum við að gera? — Hvers vegna vilt þú það ekki? spurði Osborne Flem- ing. — Af því að okkur er ýtt út í þetta, svaraði Fleming þreytu lega. — Ég toef haldið því fram síðan við smíðuðum toannsett tækið. Madeleine Dawney held ur, að hún geti notað það eins og áhald í rannsóknarstofu. Hún ætti að vera kyrr í há- skólanum. Láttu hana ekki hota rafeindaheilann. Eða þurrkaðu að minnsta kosti út minnið, ef þú verður að gera 'það. — Reinhart? Osborne sneri kér til prófessorsins. » — Ég veit eikki, sagði Bein- :1iart. — Ég'hreihléga veit ekki. Hann er kominn frá öðrum greindarverum, en .... — Við getum alltaf tekið hann úr sam Ibandi? Fleming hló kuldalega. — Við smíðuðum hann tii að sanna, hvað stæði í merkja- sendingu. Við erum búnir að því. Þá settum við hann af stað til að komast að því, bver væri tilgangurinn. Nú vitum við það líka. —Vitum við? — Ég veit það. Hann hef- ur fólgið í sér líf — og dauða. '— Geturðu byggt þessi um- mæli á nokkru? spurði Os- borne. — Nei. — Hvernig getum við þá . . ? — Jæja, haldið áfram. — Fleming stóð upp og gekk til dyra. — Haldið áfram og sjá- ið, hvað gerist — en komið ekki kveinandi til mín á eftir. Þrátt fyrir þetta fór hann til Tlhorness um vorið. Hann sagð ist tfara þangað til að heim- sækja Judy, en raunverulega gerði hann það af forvitni. — Hann kom ekki í rafeindaheila ibygginguna, en Judy og Brid- ger sögðu honum, hvað gerð- Ist. Nýrri álmu hafði verið toætt við bygginguna og Daw- ney hafði fyllt hana með sér- stökum búnaði. Hún Ihafði auk Kristínar nokkra nemendur sína við starfið og hún hafði allt það fé, sem hún þurfti. —Og hvernig vegnar þér? spurði Fleming Judy. Þau sátu á höfðabrúninni innan við stöðina ofan við lendingarvörina. — Ég kemst af. Hún hrosti til hans. Henni hafði brugðið, er hún sá þá breytingu, sem var orðin á honum, þann upp gjafarsvip sem var komjnn á hann. Hún vildi 'fá hann, en um leið vildi hún halda honum í nokkurri f jarlægð sem gömlum kunningja. Þegarhún frétti að hann væri væntanlegur, hafði hún reynt að segja upp starf- inu, en hafði ekki fengið það. Hún vissi clf mikið, og allt of mikið ti'í að hún gæti sagt Flemihg sannleikann. Bridger hafði haldið kyrru fyrir í búðunum og unnið all- an veturinn og gerði ekkert, sem gat vakið grun. Bifreið Kaufmanns hafði hins vegar sézt nokkrum sinnum. Og bíl- stjórinn Jhávaxni hafði að minnsta kosti einu sinni hringt í Bridger. Eftir það samtal yarð Bridger enn vesældar- legri en áður og f ór nú að taka afrit af útkomunum frá raf- eindaheilanum til einkanota. Judy hafði ekki tekið eftir því, að Quadring majór ytfh-maður öryggislögreglunnar varð bess var. Hvíta skútan háfði ekki komið aftur, enda var tæpast við því að húast að vetrarlagi, þegar illt var í sJó. Judy, sem hafði 'skkert að gera nema fylgjast með, hafði nægan tíma, og Quadring vildi láta gefa Fleming n'ánari gæt- ur. Og þess vegna sat hún nú frammi á brúninni hjá honum sáraóánægð. — Hvenær ætlarðu að halda blaðamannafund? spurði hann. — Ég veit það ekki. — Það hefði átt að skýra frá þessu öllu opinberlega fyrir mörgum mánuðum. — En ef það skyldi vera leyndarrriál? — Það er leyndarmál af því það hentar stjórnmálamönnun- um. Og þess vegna gengur þetta á afturXótunum. Þegar vísindi eru tekin úr höndum vísindamanna og fengin þeim þá er öllu lokið. — Hvað ætlar þú að gera við þessu? spurði hún. Hann leit niður á öldurnar og sneri sér síðan brosandi að henni. — Fara og sigla með þér, sagði hann. Þetta var vorveður eins 'og stundum kem'ur í byrjun marz. Sólin skein í heiði, dálítið kul var í lofti og sjórinn var fagur. Fleming og Judy sigldu á hverj- um degi. Siórinn var kaldur en fjörusandurinn var hlýr og síð- ari hluta dags voru þau vön að fara úr bátnum og leggjast fyrir í sólskininu. Eftir fáeina daga fór Flem- ing að-líta toetur út: ¦ Hann varð kátari. og. virtist ..geta, glsymt 'þeim drunga, sem lá á honum. Einn hlýviðrisdag fóru þau í hendingum ¦> Umsjón: Gestur Guðfinnsson ? Ki-istján Fjallaskáld er sagð ur hafa verið nokkuð mikið fyrir flöskuna. Það kemur einn- ig fram í ljóðum hans. Hér eru nokkrar vísur eftir skáldið, þar sem að þessu er vikið. Þegar leikur lífsins dvín og lýkur sorg og mæSum, ' í svölulíki sálin mín svífur þá að hæðum. Fullur þá af felmtri ég er og fátt mér veit til bjargar. Brot eru stór á baki mér og brennivínssyndir margar. Þótt séu brot til sekta nóg og syndir margháttaðar, í himnaríki held ég þó þeir holi mér einhversstaðar. Ölæðis því afbrot mín öll sá fyrir bætti, í Kana er sneri vatni í vín og veigum lýSi kætti. Eftirfarandi vísa er kveðin af Stefáni Stefánssyni, Siglufirði: Ýmsu að trúa er æSi valt, eins þótt standi í guðspjöllonum: Skaparinn sjálfur ekki er allt, ef að Páll er líkur honum. Látra-Björg kvað þessa vísu á glugga í Kaupangi í Eyjafirði: Æðir fjúk um ýmisbúk, ekki er sjúkra veður, klæðir hnjúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. Jónas Jónasson, Torfmýri, kveSur þessa sumarvísu: Sólin þaggar þokugrát, þerrar saggans úða. Fjólan vaggar kolli kát, klædd úr daggarskrúða. \ Stefán Ste'fánsson kveður um • unga stúlku: Hún var ung og hýr á brá, hafði af mörgum kynni, gat því lengi lifað á litlu fasteigninni. Guðmundur GuSmundsson, bóksali, kveður um óforbetran- legan mána: Máninn fullur orðinn er, þó aðflutnings sé komið bann, tólf á 'ári túra tfer, templari aldrei verður hann. Einar Brynjólfsson sat á þing málafundi eða öðrum mann- fundi, og voru ræðumenn marg- ir og langorðir, og leiddist hon- um á að hlýða. Hann kvað: 111 og köld er ævin mín, eins og fyrr á köflum. Skyldi enginn eiga vín af öllum þessum djöflum. Ólína Jónasdóttir kveður þess ar fallegu vísur um æskuslóðir sínar: Græn er höllin girnileg, gróður á öllum borðum. Hér við f jöllin ótti eg æskuvöllinn forðum. Fossar hlæja, hrönnin kvik hamra fægir þilið. Við skulum æja augnablik upp við Bæjargilið. Klettaskeið og troðin tröð, tæp í heiðarrana. Þessar leiðir gekk ég glöð, gömlu sneiðingana. Melnum háa uppi á ótal lágu sporin. ÞaSan frá um fjöllin blá fjærst má sjá á vorin. Langt frá sænum léttar þar lækjarsprænur falla, og í blænum ilmur var upp um græna hjalla. Káinn er ekki kvartsár yfir- leitt, þó er eitt sem veldur horj- um mæðu og leiðindum: ö ¦'¦¦ . ¦ i„<i Eitt ersem að mæðir mest mig í velgengninni; þáð er að eiga engan prest í ættartðlu minni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.