Alþýðublaðið - 26.01.1970, Side 14

Alþýðublaðið - 26.01.1970, Side 14
14 Mánudagiur 26. janúar 1970 Fred Hoyle: í hendingum____________________________2 Umsjón: Gestur Guðfinnsson ANDRÓMEDA 19. okkur undirstöðubyggingu að lifandi frumu. — Gefa okkur bvað? ; — Það gagnar okkur svo sem ekkert, !hélt Dawney áfram. — Það er alltof flókið til, að við getum skilið það til fulls I — Hvers vegna það? — Líttu toara 'á magnið. Við þekkjum sumt, en það tæki okkur mörg ár að komast Æram ur því öllu. — Bf það er þá ætlazt til þess. — Við livað áttu? Reinhart var hugsi. — Mig langar til að tala við Fléming og Osborne, sagði hann. Hann hitti þá báða í skrif- stofu Osbornes ráðuneytis- stjóra í Lundúnum. Hann var 'þá búinn að fá öll gögn í hend ur og vildi hefja aðgerðir. — Fleming virtist hafa elzt og leit illa út. — Lifandi frumu? — Já. — Og gætuð þið þá búið til frumu? — Ef við getum notað raf- eindaheilann til eftirlits, þá held ég að við getum það. —Viltu raunverulega búa til lifandi frumu? spurði Flem ing. — Dawney vill reyna það, sagði Reinhart. — Fleming vill það ekki. Hvað eigurn við að gera? — Hvers vegna vilt þú það ekki? spurði Osborne Flem- ing. — Af því að okkur er ýtt út í þetta, svaraði Fleming þreytu iiega. — Ég hef ha'ldið því fram síðan við smíðuðum toannsett tækið. Madeleine Dawney held ur, að hún geti notað það eins og áhald í rannsóknarstofu. Hún ætti að vera kyrr í há- skólanum. Láttu hana ekki nota rafeindaheilann. Eða þurrkaðu að minnsta kosti út minnið, ef þú verður að gera það. — Reinhart? Osborne sneri sér til prófessorsins. > — Ég veit ekki, sagði Rein- hart. — Éghreihlega veit ekki. Hann er kominn frá öðrum greindarverum, en .... — Við getum alltaf tekið hann úr sam toandi? Fleming hló kuldalega. — Við smíðuðum hann til að sanna, hvað stæði í merkja- sendingu. Við erum búnir að því. Þá settum við hann af stað til að komast að því, hver væri tilgangurinn. Nú vit.um við það líka. —Vitum við? — Ég veit það. Hann hef- ur fólgið í sér líf — og dauða. Geturðu byggt þessi um- mæli á nokkru? spurði Os- borne. - Nei. — Hvernig getum við þá . . ? — Jæja, haldið áfram. — Fleming stóð upp og gekk til dyra. — Háldið áfram og sjá- ið, hvað gerist — en komið ekki kveinandi til mín á eíftir. Þrátt fyrir þetta fór hann til 'Ihorness um vorið. Hann sagð ist tfara þangað til að heim- sækja Judy, en raunverulega gerði hann það af forvitni. — Hann kom ekki í rafeindaheila ibygginguna, ien Judy og Brid- ■ger sögðu honum, hvað gerð- ist. Nýrri álmu hafði verið toætt við bygginguna og Daw- ney hafði fyllt hana með sér- stökum búnaði. (Hún Ihafði auk Kristínar nokkra nemendur sína við starfið og hún hafði allt það fé, sem hún þurfti. —Og hvernig vegnar þér? spurði Fleming Judy. Þau sátu á höfðabrúninni innan við stöðina ofan við lendingarvörina. — Ég kemst af. Hún torosti til hans. Henni hafði brugðið, er hún sá þá breytingu, sem var orðin á honum, þann upp gjafarsvip sem var kominn á hann. Hún vildi 'fá ihann, en um leið vildi hún halda honum í nokkurri fjarlægð sem gömlum kunningja. Þegar hún frétti að hann væri væntanlegur, hafði hún reynt að segja upp starf- inu, en hafði ekki fengið það. Hún vissi clf mikið, og allt of mikið ti'l að hún gæti sagt Fíemíng sannleikann. Bridger hafði haldið kyrru fyi’ir í búðunum og unnið all- an veturinn og gerði ekkert, sem gat vakið grun. Bifreið Kaufmanns hafði hins vegar sézt nokkrum isinnum. Og bíl- stjórinn hávaxni hafði að minnsta kosti einu sinni hringt í Bridger. Eftir það samtal Yarð Bridger enn vesældar- legri en áður og fór nú að taka afrit af útkomunum frá raf- eindaheilanum til einkanota. Judy hafði ekki tekið eftir því, að Quadring majór ýfirmaður öryggislögreglunnar varð bess var. Hvíta skútan hafði ekki komið aftur, enda var tæpast við því að toúast að vetrarlagi, þegar illt var í s.ió. Judy, sem hafði 'skkert að gera nema fylgjast með, hafði nægan tíma, og Quadring vildi láta gefa Fleming n'ánari gæt- ur. Og iþess vegna sat hún nú frammi á brúninni hjá honum sáraóánægð. — Hvenær ætlarðu að halda blaðamannafund? spui’ðihann. — Ég veit það ekki. — Það hefði átt að skýra frá þessu öllu opintoerlega fyrir mörgum mánuðum. — En >ef það skyldi vera leyndarmál? — Það er l'eyndarmál af því það hentar stjórnmálamönnun- um. Og þess vegna gengur þetta á aftunfótunum. Þegar vísindi eru tekin úr höndum vísindamanna og fengin þeim þá er öllu lokið. — Hvað æt'lar þú að gera við þessu? spurði hún. Hann leit niður á öldurnar og sneri sér síðan brosandi a'ð henni. — Fara og sigla með þér, sagði hann. Þetta var voi-veður eins og stundum kemur í byrjun marz. Sólin skein í heiði, dálítið kul var í lofti og sjórinn var fagur. Fleming og Judy sigldu á hverj- um degi. Siórinn var kaldur en fjörusandurinn var hlýr <og síð- ari hluta dags voru þau vön að fara úr bátnum og leggjast fyrir í sólskininu. Eftir fáeina daga fór Flem- ing að-líta ibetur út: Hann varð kátari og.virtist ,geta gleymt ‘þeim drunga, sem lá á honum. Einn hlýviðrisdag fóru þau □ Kristján Fjallaskáld er sagð ur hafa verið nokkuð mikið fyrir flöskuna. Það kemur einn- ig fram í ljóðum hans. Hér eru nokkrar vísur eftir skáldið, þar sem að þessu er vikið. Þegar leikur lífsins dvín og lýkur sorg og mæðum, í svölulíki sálin mín svífur þá að hæðum. Fullur þá af felmtri ég er og fátt mér veit til bjargar. Brot eru stór á baki mér og brennivínssyndir margar. Þótt séu brot til sekta nóg og syndir margháttaðar, í himnaríki held ég þó þeir holi mér einhversstaðar. Ölæðis því afbrot ,mín öll sá fyrir bætti, í Kana er sneri vatni í vín og veigum lýði kætti. ★ Eftirfarandi vísa er kveðin af Stefáni Stefánssyni, Siglufirði: Ýmsu að trúa er æði valt, eins þótt standi í guðspjöllonum: Skaparinn sjálfur ekki er allt, ef að Páll er líkur honum. Látra-Björg kvað þessa vísu á glugga í Kaupangi í Eyjafirði: Æðir fjúk um ýmisbúk, ekki er sjúkra veður, klæðir hnjúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. ★ Jónas Jónasson, Torfmýri, kveður þessa sumarvísu: Sólin þaggar þokugrát, þerrar saggans úða. Fjólan vaggar kolli kát, klædd úr daggarskrúða. Stefán Ste'fónsson kveður um unga slúlku: Hún var ung og' hýr á br.á, hafði af mörgum kynni, gat því lengi lifað á litlu fasteigninni. ★ Guðmundur Guðmundsson, bóksali, kveður um óforbetran- legan mána: Máninn fullur orðinn er, þó aðflutnings sé komið bann, tólf á lári túra 'fer, templari aldrei verður hann. ★ Einar Brynjólfsson sat á þing málafundi eða öðrum mann- fundi, og voru ræðumenn marg- ir og langorðir, og leiddist hon- um á að hlýða. Hann kvað: 111 og köld er ævin mín, eins og fyrr á köflum. Skyldi enginn eiga vín af öllum þessum djöflum. ★ Ólína Jónasdóttir kveður þess ar fallegu vísur um æskuslóðir sínar: Græn er höllin girnileg, gróður á öllum borðum. Hér við tfjöllin ótti eg æskuvöllinn forðum. __________ Fossar hlæja, hrönnin kvik hamra fægir þilið. Við skulum æja augnablik upp við Bæjargilið. . — Klettaskeið og troðin tröð, tæp í heiðarrana. Þessar leiðir gekk ég glöð, gömlu sneiðingana. Melnum háa uppi á ótal lágu sporin. Þaðan frá um fjöllin blá fjærst má sjá á vorin. Langt frá sænum léttar þar lækjarsprænur falla, og í blænum ilmur var upp um græna hjalla. ★ Káinn er ekki kvartsár yfir- leitt, þó er eitt sem veldur hon- um mæðu og leiðindum: Eitt er Sem að mæðir mest mig í velgengninni; þáð er að eiga engan prest í ættartölu minni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.