Alþýðublaðið - 26.01.1970, Side 6
6 Mánudagur 26. janiúar 1970
IN MEMORIAM
Páíl Sigurjónsson Dalmar
fyrrverandi ritstjóri
frá Siglufirði
F. 9. júní 1894 - D.
□ Sunnudagurinn 18. janúar
1970 heilsaði bjartur og tær
með fögrum fjallahring. Þetta
var fagursti dagur vetrarins og
jafnframt sá dagur, er seint
rennur mér úr minni og ég ætíð
minnist með hryggð í huga, því
að þennan dag klukkan ellefu
þrjátíu fyrir húdegi, kvaddi
tengdafaðir minn, Páll Sigur-
jónsson Daimar, þennan heim
og hélt í förina miklu, þar sem
harmur er ókunnur og öil mein
bætt. Hann verður í dag til
moldar borinn frá Fossvogskap-
ellu.
Þennan morgun reis ég
snemma úr rekkju að vanda
og ók sem leið lá íil Hvera-
gerðis ásamt Kaj syni hans,
mági mínum, en þar hafa
tengdaforeldrar mínír búið á
Dvalarheimilinu Ás. Fjölskyld-
an hafði ókveðið að fara í
sjúkravitjun þá um daginn og
var erindið mitt að sækja
tengdamóður mína. Tengdafað-
ir minn hafði þá verið á St.
Jósefsspítatanum í Reykjavík á
annan mánuð. Hafði hann þá
um skeið verið mikið veikur,
en svo sem fyrir ári síðan,
kenndi hann þess sjúkdóms,
sem dró hann til dauða. Sjúk-
dómnum tók hann m.eð stillingu
og undirgefni. Um helgina leit
út fyrir, að heilsa hans færi
batnandi og við héldum öll, að
hann myndi ná sér og hefja
starf sitt á ný á meðal okkar.
Því var það, að þegar okku.
barst fregnin um lát hans svona
snöggiega þennan fagra morg-
un, þá vorum. við því algjörlega
óviðbúin. En hvenær erum við
með sanni íilbúin að mæta
dauða vina okkar eða okkar
sjálfra og standa andspænis
droítni vorum og skapara? En
tem fyrr sýnir það sig, að þegar
kallið kemur, verður maðurinn
svo lítill o.g Íítils megnugur,
þrátt fyrir öll vísindin, þegar
lögmál lífs- og dauða er um að
tefla. Þessi dagur átti að verða
ánægjudagur í lífi tengdafor-
eldra minna, en endaði á ann-
an veg. Daginn áður hafði son-
18. janúar 1970
ur þeirra Kaj komið til íslands
frá Ameríku, ásamt lítilli dótt-
ur sinni, til að hitta föður sinn,
sem hann hafði ekki séð í
þreítán ór. Litla sonardóttirin
þriggja ára, sem aldrei hafði
afa sinn augum litið, var að
spyrja um hann. En afa henn-
ar entist ekki aldur til þess að
sjá hana né son sinn.
Við vitum svo lítið, en höld-
um okkur vita svo mikið um
lífið og dauðann. En Guð einn
veit og ræður um brottför okkar
úr þessum heimi. Þegar kallið
kem.ur þá aftra engin vísindi
förinni.
Sæmdarmaðurinn Páll S.
Dalmar var fæddur á Blönduósi
hinn 9. júní 1894 og var því á
76. árinu er hann lézt. Eftir-
iif.andi kona hans er Louise
Dalmar, fædd Hansen í Kaup-
mannahöfn. Þau hjón voru fædd
sama árið og aðeins mánuður
á m.illi afmælisdaga þeirra.
Börn þeirra voru sex og eru
fimm þeirra á iífi. Páll flutti
með foreidium sínum, tólf ára
gamall, til Siglufjarðar. For-
eldrar hans voru þau Sigurjón
Benediktsson, járnsmiður og
Krisíjana Bessadóttir. Fjögur
systkini átti Páll og eru þrjú
þeirra á lífi. Páll heitinn var
meðalmaður á hæð, sviphreinn
og göfugmannlegur ásýndum,
greindur og minnugur vel til
hins síðasta. Lauk burtfarar-
prófi frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar með góðum vitnisburði
og sigldi síðan til Noregs, þar
sem hann var í nokkur ár í
Stafangri. Vann hann þar sem
skrifstofum.aður hjá hinu heims
kunna fyrirtæki Bjellands, en
kom aftur til Siglufjarðar árið
1916. Heimilisfaðir var hann
hinn ágætasti, enda sambúð
þeirra hjóna og heimilislíf allt
með ágætum og lýsir mánnkost
um þeirra betur en nokkuð ann
að. Páll hafði gaman af að rekja
ættir manna og segja frá endur-
minningum sínum frá þeim
tima, er hann var ó Siglufirði
og minntjst ævinlega manna
þar með góðum hug, svo og stað
arins, serh var hans lífsvett-
vangur til margra ára. Páll sál.
mun lengi lifa í endurminning-
um samtíðarmanna sinna fyrir
drengskap: þann, er innra bjó
með honum. Alltaf reyndi hann
að leysa málefni manna og var
sífellt á þönum, daginn út og
daginn inn, þeirra erinda. Hann
mátti ekki vita rétt annarra fyr-
ir borð bórinn, hvorki í smáu
né stóru og reyndi að koma til
aðstoðar. Fyrir það veit ég, að
margir minnast hans nú, þegar
staðið er yfir moldum hans.
Ég læt hugann reika aftur til
ársins 1946, er ég gekk að eiga
Alice dóttur þessa manns, er ég
nú kveð með söknuði. Ég
gleymi aldrei, hvað hann reynd
ist mér góður tengdafaðir ein-
mitt þau fyrstu hjúskaparár
m.ín, er ég þarfnaðist þess mest
og lítið var í askana að setja,
svo sem tíít er um. hjá ungum
mönnum. Ég hélt til fyrstu ár-
in á heimili tengdaforeldra
minna á Bragagötu 22 hér í
borg. Var tengdafaðir minn þá
reikningshaldari fyrir Vikublað
ið Vikuna. og jafnframt stýrði
hann ritstjórn Viðskiptaskrár-
innar, en- Steindórsprent hf,,
gaf út bæði-þessi rit. Minnist ég
þess nú í dag, hvað það reynd-
ist mér gott veganesti að fá að
aðstoða hann í mörgum tilvik-
um við vinnu hans og kynn-
ast starfa . hans. Miðlaði hann
mér af lífsfeynslu sinni og jók
með þeim -hætíi þekkingu mína.
Frá upphafi vega hefir tengda
faðir minn haft margvísleg störf
með höndum. Öll voru þau
tengd athafnalífi þessa lands og
hnigu í átt til viðskipta.
Á Siglufirði var hann til
margra ára hvortveggja kaup-
rnaður og útgerðarmaður og um
árabil skrifstofustjóri hjá af-
greiðslu Eimskipafélags íslands
hf. Tengdaforeldrar minir fluttu
til Reykjavíkur í byrjun ófrið-
arins mikla 1939—40. Starfaði
hann að bókhaldi og fyrir-
greiðslu fyrir fyrirtækið Gunn-
ar Bjarnason og Sigurður Thor-
oddsen sef., er hafði verklegar
framkvæmdir með höndum fyr-
ir hernámsyfirvöldin. Þá tók
hann að starfa við Viðskipta-
ski-ána og Vikuna, sem áður
segir. Betrumbætti hann skrána,
sem varð að myndarlegri bók í
hans tíð. Hin síðari ár, þegar
heilsu ihans tók aði hraka; fluttu
tengdaforeldrar mínir til Hvera
gerðis. Fengu þau inni í par-
húsi á vegum Dvalarheimilis-
ins Ás. Bjuggu þau hjón þar í
nokkur ár í vistlegum húsa-
kynnum, þar sem öllu var hag-
Veldur
vaktavinna
magasári?
□ Við fjölda rannsókna á á-
hrifum þeim sem menn verða
fyrir af að vinna vaktavinnu
hefur komið í ljós, að þeir sem
vinna á þrískiptum vöktum og
þeir sem vinna á vikulegum
vöktum fá oftar magasár en aðr
ir. Þó er þetta breytilegt eftir
löndum, þannig ber meira _ á
þessu í Noregi en í Englandi.
Það er alþjóðleg nefnd sem
hefur unnið að þessum rann-
sóknum, og nefnist hún „The
Permanent Commission and
International Association Oc-
cupational Health“, og er nú-
verandi formaður hennar Norð-
maðurinn Bruunsgaard. I jan.
í fyrra hélt nefndin ráðstefnu
í Osló, en hún var til undir-
búnings alþjóðiegra ráðstefna
sem halda á á næstunni um
vaktavinnu.
Bruunsgaard'segir, að horfast
verði í augu við þá staðreynd
að vaktavinna er nauðsynleg
til að halda atvinnulífinu gang-
andi. En alvarlegasta vandamál
ið er hin „óreglulega“ vakta-
vinna sem víða hefur verið tek
in upp, og telur hann að slíkt
fyrirkomulag geti orsakað mörg
vandamál. ;■ Vaktirnar eru oft
skipulagðar þannig, að fríin
verði sem lengst. Það leiðir aft
ur af sér, að skiptingarnar verða
erfiðar, einn daginn er unnið
eftir hádegi, en næsta dag er
lega fyrir komið að vanda, enda
heimili þeirra hjóna, hvar svo
sem þau reistu sér bú annálað
og til fyrirmyndar og átti frú
Dalmar tengdamóðir mín þar
ekki minnstan hluta að máli.
Páll Dalmar eldri sonur minn
kveður nú afa sinn. Bað hann
mig í þessari grein að flytja
honum sínar hinztu kveðjur.
Þeir nafnarnir kunnu vel að
meta hvor annan, enda mátu
þeir návist hvors annars. Páll
sonur minn bar alla tíð traust
til afa síns og fannst mikið til
hans koma. Það voru ótaldar
stundirnar, sem þeir sátu tveir
og spjölluðu um tilveruna og
annað, er á góma bar og þeim
einum kemur við. Páll sonur
minn sótti anargt til afa síns,
hvað vizku snertir og í sam-
einingu fundu þeir ætíð lausn
á vandanum.
Stefón Konróð yngri sonur
minn fann að eitthvað hafði
hent, þegar heimsóknin til afa
gat ekki átt sér stað. Spurði
byrjað strax að morgni. Bruuns
gaard telur að næturvaktirnar
séu settar saman á eins stutt-
an tíma og mögulegt er. En ekki
hefur verið komizt að endan-
legri niðurstöðu um það hvern-
ig heppilegast er að hafa vakta-
fyrirkomulagið.
— Aðalvandamálið í sam-
bandi við vaktavinnuna, er ekki
miklar sveiflur á matmálstím-
um. Vandamálið liggur mun
meira í svefnleysi þær vikur
sem unnið er á næturnar. Það
hefur komið í ljós, að þeir sem
vinna vaktavinnu sofa að jafn-
aði einni klukkustund of lítið
á hverjum sólarhring þegar þeir
eru á næturvakt. Þó hafa þeir
sem búa í rólegum hverfum
jafn mikla möguleika á að sofa
og aðrir, og meðal þeirra ber
ekki meira á magasári en með-
al þeirra sem stunda venjulega
vinnu.
Ástæðuna fyrir því að vanda
mál vaktavinnunnar er minna
í öðrum löndum sagði Bruuns-
gaard vera, að Norðmenn hafa
mjög stutta reynslu í skipulagn
ingu vaktavinnu. í gamalgrónu
iðnaðarþjóðfélagi eins og Eng-
landi hafa kynslóðirnar aðhæft
sig vaktavinnunni, en í Noregi
hefur slíkt fyrirkomulag ekki
þekkzt nerria í 50 ár. Og í þessu
tilliti er það mjög stuttur tími,
sagði Arne Bruunsgaard að lok-
um. —
hann, hvort afi sinn hefði farið
til Guðs. Afi hans átti alltaf
eitthvað gott í fórum sínum
handa honum, þegar hann kom
í heimsókn. Veit ég, að Stefán
litli mun sakna afa síns af öllu
hjarta, svo sem við öll gerum.
Linda Louise dóttir mín, sem
heitir í höfuðið á ömmu sinni,
var augasteinn afa síns. Linda
var alin upp að mestu leyti hjá
afa og ömmu og sáu þau ekki
sólina fyrir henni og lét afi
hennar allt eftir henni, sem
hugur hennar girntist hverju
sinni. Eru ótalin sporin, sem afi
hennar tók hennar vegna, hugs-
aði um hana og spurði til hinztu
stundar, meðan kraftar hans
leyfðu, að hann mælti. Líklega
er missirinn einna mestur hjá
henni. Henni þótti svo vænt
um hann og þeim hvoru um
annað.
Árin eftir að tengdaforeldrar
mínir fluttu til Hverageiðis,
vann tengdafaðir minn við verzl
unarstörf hjá Verzluninni
.Frh. á 11. síðu.