Alþýðublaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 17. febrúar 1970 Fred Hoyle: ANDRÓMEDA 35. Geers hafði breytzt síðan eld Iflauginni var skotið. Honum var það nýnæmi að ná árangri. Hann vann mikið, og var vin - gjarniegur. Hann leyfði þeim Dawnay og Fleming ekki að- eins að fara inn í rafeindaheila bygginguna, heldur hvatti þau til að vera þar, þegar forsælis- ráðherrann kæmi. Hann sagð- ist vilja, að ailir fengju sinn 'hldta af heiðrinum, FHeming efaðist um góð- semi hans, en hann þagði um 'það við aðra. Honum gæfjst ef til vill tækifæri til að tala. — Hann kom snemma í rafeinda- 'heríabíygginguna og morg/ii Iheimsóknardagsins og hitti þar Androm.edu eina. Hún hafði ' gfeitt sítt h'árið aftur og va - í snotrum, nýjum kjól. — Þú verður bráðum fyrir mannlegri reynslu, ef þú lítur svona út, sagði hann. — Áttu við fötin? spurði hún með nokkrum á'huga. — Já. Úr iþessu verðið þið ekki stöðvuð? spurði hann. -- Andromeda leit á hann, án Iþeös að svara. — Eg geri ráð tfyrir, að iþú teljir okkur öil vera fífl. — Þú ert ekkert fífl, sagði hún. — Væri ég ekki fífl, værir þú ekki 'hérna núna. Þú skatizt niður eitt'hvert járnarusl uppi í loftinu, og nú stjórnarðu öllu hér. — Tjil þess var ætlazt. Hún horfði framan í 'hanm. — Og til 'hvers er ætlazt næst? —Hvers vegna ferðu ekki? spurði hún. - Fer? — Strax. Meðan þú getur, — Láttu mig fara. — Hann horfði fast á hana, en hún leit fundan. — Eg neyðist kannski til þess, sagði hún. Hann beið iþess að hún héldi áfram, en hún fét ekki koma sér ti'l þess. Eftir smástund leit hann á úrið sitt og sagði: — Eg vona að þetta fól'k fari að koma svo að þessu gé lokið. Þegar ’ forsætisráðherrann kom, voru allmargir emhættis- m'enm, stjórnmálamenn og lög- reglumenn í fylgd ,með honum, Geers fylgdi honum inn. Á eft tr þeim koniu Burdett og Hunt iér og aðrir, sem minna máli skiptu. Judy var síðust og lok aði dyrunuim á eftir sér. — Þetta er rafeindaheilinn, sagði Geers. Forsætisráðherrann kom nú auga á Andromedu. — Sæl, vænan mín. Og til hamingju. Hann gekk til hennar með framrétta hönd og hún heils- aði honum. — Skiiurðu þetta afllt? spurði 'hann. Hún brosti kurteisiega. — Eg veit að þú gerir það, og við erum ölíl ákafltega þakklál. Er hugsað vel um þig hérna? — Já, þakka yður fyrir. Pleming leit í auigu Judyar og benti með höfðinu í átt til Iforsætisráðherrans. — Fyrst skildi hún ekki, hvað hann vildi, ,en svo ranrn það upp fyr- ir henni, og hún tróð sér upp að hliðinmi á Geers. — Eg held, að forsætisráð- herrann Ihaf ekki kynnzt dr. Fieming, hvísiaði hún. Geers harðnaði á brún. — Ágætt, ágætt. Forsætjsráð iherramum datt ekkert fleira í hug til að segja við Andro- medu. Hann sneri gér aftur að Geers. — Og hvar geymið þér eld- fl'augina? — Eg skal sýna yður, for- sætisráðherra. Og ég vildi giarnan sýna yður tilraunastof urnar líka. Þeir gengu af stað og skildu Jrdy eftir. Fleming steig nú fram. — Afsakið .... Géers sneri sér að 'honum með reiðigvip. — Ekki núna, Fleiming. - En .... — Hvað vill þessi ungi mað ur? spuirði forsætisráðherrann blíðlega. Geers setti upp bros. — Ekkert. Hann vill ekki neitt. Forsætisráðherrann hélt á- Ifram, og þegai; Fleming ætlaði að nálgast Ávann aftur, lagði Hnnter læknii- höndina á öxl honum. — í gúðs bænum, hvísl aði hann. . Fylkingin gekík inn í tilrauna stofuna, nema Judy varð efnr. __ Kemur þú með? spurði l'ún Fteming, ssm stóð kyrr og horfði á eftir gestunum. , Hann hristi h'öfuðið. — Þetta var stórköstlegt, fannst þér það ekki? — Ég gerði mitt bezta. Hann leit a!f Judy á mæla- borðið. — Mér datt svolítið í hug. — Get ég skUið það? — Líttu á hann. Rafeinda- heilinn vann jafnt og þétt með llágværu suði og ljósin blikuðu reglulega. — Eg ég tæki hann úr sambandi núna? — Þú fengir ekki að gera það. — Eða bryti hann? — Þú kæmist ekki langt með það fyrir vörðunum. Og þeir mundu bara smíða hann aftur. Hann tók skrifblokk og nokk- ur blöð úr skúflfu í stjórnborð inu. — Þá er ekki um annað að gera en ru'gla hann. Eg er bú- inn að rugla toyenmanninn dá ffiítið. Nú er bezt að byrja á honúm. Hann sá, að hún Ieít skrýtilega á bann. — Það er eikki að gera viðvart. Koma allt í lagi með það. Þú þarft þeir áftur þessa leið? — Nei, þeir fara út um dyrn ar á tilraunastofunni. — Gott. Hann byrjaði að skrifa upp tákn af blöðunum. — Hvað er þetta? i— Stytt formúla fyrir stelp- una. — Kallaðu hana hvað sem þú vilt. Hann skrifaði hratt. — Rafeindaheilinn kallar hana þetta. — Hvað ætlarðu að gera? — Breyta því örlítið. —Þú ætlar ekki að skemma neitt? Hann hló. — Þér er bezt að 'halda áfram með hópnum. — iÞetta tekur langan tíma. — Ég vara verðina við. — Varaðu hvern við, sem þér sýnist. Hún hikaði, gafst síðán upp og fór. tegar hún var fárin fór hann a’ftur ylfir tölutóknin og fór með blokkina að innritan- □ Mikil áherzla er lögð á góða þjónustu við þá, sem sækja vorkaupstefnuna í Leipzig. Hér er mynd a£ hópi starfsstúlkna á kaupstefnimni, sem allair eru reiðubúnar til að veita gestum beztu þjónustu. Þrjú íslenzk fyrirtæki sýna í Leipzig □ Yfir 10.000 framleiðendur frá 65 löndum í ölium heims- álfum taka þátt í Vorkaupstefn unni í Leipzig, sem verður að þessu sinni haldin dagana 1.— 10. marz n. k. Þrjú íslenzk út- flutningsfyrirtæki taka þátt í kaupstefnunni að þessu sinni og hafa þar sýningardeildir. Söiu- miðstöð hraðfrystihúsanna hef- ur myndarlega sýningardeild í miðbænum, Marz Trading Com pany sýnir rdðursuðuvörur í sama sýningarhúsi og Samband íslenzkra samvinnufélaga sýn- ir íslenzkar uliarvörur í sér- stakri ullarvörudeiid í hinni stóru sýningarhöll Ringmesse- haus. Sýningunni, sem fram fer í um 50 sýningarhúsum og höll- um, er skipt í 50 vöruflokka, en sýningarsvæðið nær yfir rúm lega 350 þúsund fermetra nýtt sýningarsvæði. Á vorkaupstefn- unni í Leipzig verða sýndar 'bæði iðnaðar- og neyzluvörur. Þar verða sýningardeildir frá 27 iðnaðarríkjum, . Vestur-Evrópu og Ameríku. Mest þátttaka verð ur frá.Frakklandi, ftalíu, Finn- landl, - iSvíþjóð. Austurríki, Belgíu, Bretlandi og Hollandi. Japaiiir sýna á stóru svæði. en þeir eru meðal stærstú sýning'- araðilanna. Frá Vestur-Þýzka- landi sýna nú 900 firmu, öll doprctii fvrirtflpki lfmrlsinc auk þess 120 firmu frá Vest- ur-Berlín. Ellefu sósíalistaríki hafa mjög stórar sýningardeildir og sum þeirra, t. d. Sovétríkin, hafa samsýningu. Hin löndin eru Pól land, Ungverjaland, Tékkóslóva kía, Rúmenía, Búlgaría, Júgó- slavía, Víetnam, Kórea og Kúba. Samtals 25 þróunarlönd og lönd utan álfunnar taka þátt í vorkaupstefnunni í Leipzig og verða stærstu sýnendurnir frá Arabiska sambandslýðveldinu, Indlandi og Brasilíu. Stærsta þátttakan er eðlilega frá Austur Þýzkalandi, þaðan sýna samtals 4.300 framleiðendur vörur sín- ar í öllum 50 vöruflokkunum. Gert er ráð fyrir, að um 600 þúsund kaupsýslumenn og aðr- ir muni heimsækja vorkaup- slefnuna í Leipzig nú í marz. Fleiri íslenzkir kaupsýslumenn 'munu fara á kaupsteifnuna nú en í fyrra. Flugfélagið Interflug hefur daglega beinar flugferðir frá Kaupmannahöfn til Leipzig og eins eru daglega beinar ferðir frá Löndon og Amsterdam. Kaupslefnún — Reykjávík, sem hefur umboð Æyriú’Öýning- una í Leipzig, veitir allav upp- lýsingaf u'm vorkauþstefrmna í Leipzig og afhendir sýningar- skírceini, sem jafnframt gilda sem vegabréfsáritun. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.