Alþýðublaðið - 04.03.1970, Side 5

Alþýðublaðið - 04.03.1970, Side 5
Miðvifcudagur 4. marz 1970 5 Alþýd u Útgefandi: Nýja iitgáfufélagið Framkvæmdastjóri: I»órir Sæmundsson Ritstjórar: Kristján Bcrsi Ólafsson Sighvctur Björgvinsson (áb.) Itrtstjórnarfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson Fréttastjóri: Vilhelm G. Kristinsson Atíglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prcntsmiðja Alliýðublaðsins ERLEND MÁLEFNI Verkalýðshreyfingin eykur áhr if sín í Finnlandi: FUR Vísir, hross og hreint rusl ■ ÞEGAR BORIÐ ÁVOXT I I í leiðara Vísis fyrir nokkrU; fór ritstjórinn há- I stemímd'iim lýsinigarorðum uim iþað, hversu Reykja- " vík væri milkil fyrirmynd annarra borga, sem við mengunarvandamál ættu að Kftríða. Sá ritstjórinn í andaheilar hjarðir erlemdiia píiaigríma á leið til borg- arinnar ti'l' þtess að njóta hiinnar óspilltu náttúru. í b’llaði sínu s.'l. föstudag tiefcur ritstjóri Vísis enn í síama strsng. Ein breyting hefur þó á orðið frá fyrri B leiðaranum, sam sé sú, að í miili'tíðinni hefur riti- 1 sltjórinn igert sér lítið fyrir icg hafið talningu á hross- * tlcnnum og máð í þ!eimi ielfnium ágætúm áxamgri að eig- I in sögn. Létti þetta þungu fargi af ísiléndingum, enda | mikið afrcksverk unnið af hálfu ritstjóra Vísis, án ™ þéss þó að frétzt hafi um, tielljan'di sfcaða, hvorki ál ritstijióranum né íslenzka hr'ossastofninum. Er von-i andi, að þeiim Vísismönnum takiLst að leiða öll áhuga- gj mál .sín tiil lykta með jafn farsæluim hætti. Tilefni þessara skrifa Vísi's mun raunar vera for- ystugr'ein, sem toirtist í Alþýðutolaðinu nokljru áður I og fjallaði um memgun 'sjávar í nágrenni Reykjavík- g ur. _ Allþýðutoláðið toenti á hversu umhorfs væri víða á I stramdlengjunini í nágrenni Reykjavíkur, þar sem B hvers kyms ruisl og vcgrek er látið að mestu afskipta-1 lauislt til mikiQs óþrifnaðar. Um þetta segir Vísir að i Sumls sitaðar sé að vísu rusl, en það ru'sl sé þó alls " okki mengað. Öðru máli gegnir hins vegar um rus'lið I á fjöruim Hafmfirðinga, það sé m!emgað rusl! Miklir ólánismemn1 eru Iþéir Hafnfirðiimgar að þurfa ■ að toúa við þau ósköp að þeirra rusl sé ekki “hreint‘ I rusl. Verr'a er þó, að ritisitjóri Vísis sSýili ekki átta sig 1 á þteirri einföldu istaðreynd að mlengunin stafar af ■ ruslinu sj'álfu, alveg án tillits til þ'ess hvort það er B hafnfirzkt eða reykvískti. “ Allþýðubl'aðið benti á Iþá staðreynd, að sakir að- B gerðarl'eysis opintoerra aðila væri sjórinn í Sundum 1 og þó sérstak'lega Skerjafirði þegar orðinn toættulega - menigaður úrgangi úr holræsakerfum. Um þetta seg- B ir ritstjóri Vísis að sjórinn á þessum 'stöðum sé bæði | ,,tær og eðli!l!egur“ oig engum detti í hug að geril- ■ sneyða hinn ,,niáttúrulega‘‘ sjó fyrir orð Alþýðublaðs- 3 ins. Uað m|á vissultega til sanns vegar færa, að mengun I Isjávarinis á þessum 'stöðum á sér í fyllsta mæli nátt- § úru’l'egar ors'akir, ,svo notiuð séu orð Vísis. En telur bl'aðið ef til villl 'að isjótoaðstaðhumí Nauthólsvík hafi verið lokað af heillbrigðisyfirvöldum vegna þess að sjór þar hafi vlerið of „tær og eðli'l'egur?“ Mensgu'n á umhverfi Reykjavíkurborgar er þe'gar orðin vandamál. Það verður að vinna bug á 'þeirri m'engun og komia í veg fyrir það, að hún láti meir fl til sin itaka í nágrenni byggðra toólá á ísllanldi en þeg-1 ar er orðið. Sá málstaður ætti hin's vegar ekki auð- veldara uppdráttar, þótt ritistjórar allár bláða á ís- landi yrðu sammjála um það að fylgja fordæmi rit- istjóm Vísis og fara að tielja hrosistennur. I □ Síðari hluta árs 1969 cerff- ist merki'r viffburffur í Pinn- landi. Eftir margra ára klofn- ingu og innbyrffis deilur sam- einaðist finnska verkalýffsbreyf ingin á ný. Um tíu ára skeið greindist finnska verkalýðshreyfingin í þrjár meginfylkingar. Ástandið minnti um margt á það, sem er ríkjandi í sumum Evrópuríkj- um. sem sagí hefur frá i grejna- flokkum um verkalýðsmál Evrópu, sem Alþýðublaðið er að birta þessa dagana. En finnsk alþýða hefur aldrei litið á þenn an klofning sem eðlilegan og varanlegan. Flestum fannst að þeir hefðu misst mikils og væru komnir út á villigötur. Fleiri og fleiri tóku að vinna að því að sameina verkalýðshreyfinguna á ný. Og eftir áratugs stríð tókst að koma þeirri sameiningu á afíur. Ánægja yfir þessum árangri er mikil. bæði hjá verkalýðs- sinnum úr flokki jafnaðarmanna og úr flokki kommúnista. Allir vilja að verkalýðshreyfingin sé sameinuð og sterk og þess um- komin að mæta vel skipulögð- um andstæðingi við samninga- borðið. Finnska verkalýðxhreylingin klofnaði 1960, en sá klofningur var bein afleiðing af þeim á- tökum sem áttu sér stað innan jafnaðarmannaflokksins finnska. Flokkurinn klofnaði og í verka- lýðsfélögunum tók vinstri arm- urinn — símonítarnir svonefndu — upp nána samvinnu við komm únista, en andstöðu gegn for- ystuliðinu úr flokki jafnaðar- manna. Saman höfðu þessir tveir flokkar meirihluta í FFC, gamla alþýðusambandinu finnska. Þetta gerði lífið erfitt fyrir þau félög, sem jafnaðar- menn stjórnuðu áfram, en þá gengu þau úr sambandinu og mynduðu sitt eigið verkalýðs- samband. Nokkur stór og öflug verkalýðssambönd vildu þá í hvorugum heildarsamtökunum vera, heldur sýna hlutleysi. Þannig klofnaði verkalýðshreyf ingi í þrennt og úti um allt land áttu sér stað stöðugar deilur milli verkalýðsfélaga úr sitt hverju sambandinu. Þessi sundrung kom miklu um róti af stað. Verkalýðssamband jafnaðarmanna fékk aldrei neinn verulegan byr í seglin; félagsmenn urðu elcki nema rétt yfir 100 þúsund þegar bezt lét. Ýmsir gamlir og grónir jafn aðarmenn veigruðu sér við að ganga úr sínu ga-mla verkalýðs- félagi og þar með úr FFC. Þeir vildu ekki rjúfa þá einingu sem þeir töldu bæði rétta og nauð- synl.ega. Þessi tilgangslausa sundrung heíur verið verkalýðshreyfing- unni dýrkeypt, og það líður á- reiðanlega á lö.ngu þar til aft- ur verður farið inn á sömu braut. Miklum fjármunum, tíma og orku hefur verið varið til inn byrðis átaka, án þess að það hafi skilað nokkrum árangri. Vinnuveitendur hafa notfært sér sundrungina og tefldu félög- unum einatt hverju gegn öðru, en það voru félagsmennirnir sem töpuðu á því. Skyndiverk- föll gátu skilað stundarhagn- aði. sem hvarf skjótt aftur, en verst settu hóparnir — þeir lægst launuðu — báru minnst úr býtum. Auk þess varð sundr- ungiu til þess, að áhrif verka- lýðshreyfingarinnar gætti minna en ella í þróun þjóðmála þenn- an tíma, en á þessum árum hef ur iðnvæðingin fest rætur í at- vinnulífi Finnlands. Það var því að vonum að þeim fjölgaði sem unnu að sameiningu. Fleira á þó þátt i því að sam- einingin tókst. í fyrsta lagi eru símonítarnir að hverfa úr sög- unni. Margir af forystumönnum þeirra, einkum innan verkalýðs hreyfingarinnar, hafa aftur kom ið til liðs við jafnaðarmanna- flokkinn. Og auk þess hefur ný kynslóð hvarvetna tekið við for ystu innan hreyfingarinnar. Þess ir ungu menn áttu engan þátt í deilunum fyrir áratug og báru ekki beiskju í brjósti í garð hvers annars, heldur vildu gera hreyfinguna einhuga og öfluga. Kommúnistar eru einnig í ann arri aðstöðu nú en fyrir fáum árum. Þeir eiga sæti í ríkis- síjórn undir forystu jafnaðar- manns í embastíi foysætisráð- herra. Þeir verða að taka á- byrgari afsíöðu til mála en áð- ur, ekki aðeins í ríkisstjórn, heldur einnig á þingi og innan verkalýðsfélaganr.á. Þeir eiga ekki svo auðvelt með að beita yfirboðum og magna óánægju í pólitískum tilgangi. Auk þess eru kommúnistar í verkalýðs- hreyfingunni yfirleitt raunsæj- ari en flestir flokksbræðpr þeirra, og þeir hafa allir stutt sameininguna með ráðum og dáð. Það er þetta allt í samein- ingu sern 'hefur valdið samein- ingunni, og árangurinn hefur helduy ekki látið standa á sér. í FFC eru nú um 570 þúsund manns, en verða orðnir fleiri en 600 þúsund áður en árinu lýk- ur, en það er meiri fjöldi en nokkurn tímann hefur verið í finnskum verkalýðsfélögum.' Enn eru ýmis vandamál óleyst, en fullvíst er að enginn vill hverfa aftur til þeirrar ringul- reiðar sem ríkti áður. Stjórn sambandsins er skip- uð í hlutfalli við sLyrkleika flokkanna. í aðalstjórninni eiga sæti 12 jafnaðarmenn, 8 komm únistar og 2 símonítar. En margt bendir til að hinir síðarnefndu muni bráðlega hverfa aftur inn í sinn gamla flokk. Áhrif verkalýðshreyfingarinn ar á þróun þjóðmála h-'/a auk- izt við sameininguna. Jafnaðar- menn undir forystu Koivistos forsætisráðherra hafa unnið að henni, en þeir gei'a sér vonir um að hún verði til þess að efla lýðræðisöflin innan finnskrar verkalýðshreyfingar. (Arbeiderbladet-stjdt). HEFI FLUTT tawn'lækningastofu mína að Stigahlíð 36, Reykjaivik. HAUKUR CLAUSEN, tannlæknir Sími 19699. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.