Alþýðublaðið - 04.03.1970, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 04.03.1970, Qupperneq 13
RITSTJÓRI: ÖRN EIÐSSON HÍTTIR ÐUR VOLD Svíar segja Rússa mjög géða 0 Rússneska liðið,. sem leik- ur við íslendinga í París í kvöld er áreiðanlega eitt ;það sterk- asta í HM að'þessu sinni. Finnst mörgum þeir afar óheppnir að komast ekki í áíta liða úrslitin, en í síðustu HM-keppni voru þeir fjórðu. Að sjálfsögðu eru Rússar mjög sárir yfir óförum sínum og ákveðnir í að ná sér í níundá sæti. Það verður því ; erfiður leikur hjá' íslenzka lið- inu í kvöld, en við verðum að vona, að stórskytiur okkar bregð ist ekki að þessu sinni. En til þess verður liðið að ná þeirri yfir- vegun og jafnvægi, sem skort hefur í fyrstu tveim leikjunum. Svíarnir, sem voru í riðli með Rússum segja þá mjög góða og spila stífa taktik. Segja þeir að allir leikmennirnir séu und- / ir svo mikilli pressu, að þeir verði bókstaflega að sigra. Ef þeir verði fyrir einhverju mót- , læti brotni þeir gjarnan. Ingólfur Óskarsson, fyrirliði segist óttast Rússana og taldi okkur aðeins geta unnið þá ef við sýndum okkar beztu getu. Ingólfur sagðist að mörgu leyti vera ánægður með þessa ferð, þó hefði það bæit mjög á ár- angur og ánægju, ef sigur hefði unnizt í leiknum við Dani. Jón Hjaltalín og Sigurður Einarsson, sem báðir hvíldu í leiknum á móti Japönum voru báðir sendir til að njósna í leik Rússa og Frakka. Rússar sigr- uðu í leiknum með yfirburðum. iikur íslenzka liðsins mjög léiegur í 46 mín. - en AT BJAR SIGRIJAPA - effir glæsilegan leik Ingólfs síðustu mínúturnar □ FurSuleg uppstiUing ís- lenzka liðsins var sannarlega þess valdandi, að við töpuðum leiknum í kvöld með einu m.arki, en lokatalan var 20 — 19. Bæði Jón Hjaltalín, sem átti af- bragðsgóðan leik gegn Pólverj- ,um á sunnudaginn var látinn hvíla, svo og Þorsteinn Björns- son, Sigurður Einarsson og Bjarni Jónsson. Ef nauðsynlegt er að jafna leikjum á milli liðsmanna, hefði verið nær að stilla þeim sterk- ustu upp á móti Japönum og og Frökkum, þar sem það eru þeir leikir, sem við hefðum haft möguleika á að sigra í. Japönsku leikmennirnir eru □ Landsliðið, sem taka skal þátt í Polar-Cup (Norðurlanda- meistarakeppninni) í Osló í Noregi i byrjun apríl hefur nú hafiö æfingar undir stjórn hinna nýju landsliðsþjálfara KKÍ, Eirars Ólafssonar og Ilelga Jó- hannssonar. Myndin. er ai lands -Ijítj; HÓ..UÓ i yfeitrjóJÍ é, ■ liðinu, sem lck í undankeppni fyrir EM, sem fram fór í Stokk hólmi og sigraði Dani í keppn- inni, og sigraði Skota tvívegis Ingólfur Óskarsson. bráðflinkir leikmenn, með kn.öttinn og þrautþjálfaðir, en smæð þeirra gerir það að verk- um, að þeir eiga erfitt með að skjóta fyrir utan. Sú varnartaktik, sem var lögð fyr-ir íslenzka liðið, brást alger- lega, var engin tilraun gerð til að stöðva þeirra hraða spil og þeir gátu hindrunarlaust fengið að skjóta inn undir víta- teig. Japanir skoruðu sitt fyrsta mark úr vítakasti á fyrstu mín- útu, en Auðunn jafnar mínútu síðár. Er þrjár mínútur eru af leik skora Japanir 2:1, en Geir jafnar strax úr vítakasti. Síðan taka Japanir frumkvæðið, en ís lendingar jafna tvívegis 3:3 og 4:4, en eftir það hafa Japanir yfirburði í leik og var staðan í hléi 12:9 Japönum í vil. Eftir mjög slakan fyrri hálf- leik, var maður að búast við því að liðið tæki sig á og jafnaði leikinn, en Japanir auka bilið jafnt og þétt, enda léku íslend- ingar mjög illa. Þegar 10 mín. eru liðnar af síðari hálfleik er staðan 18:12 Japönum í vil og eftir 16 mín. 20:14. Flest mörk in gerð á móti latri og lítt hreyf anlegri vörn íslendinga og vaktl það furðu hinna íslenzku áhorf- enda. Markskot höfnuðu jafnan á sama stað í markinu og það var ekki fyrr en einn íslenzku á- horfendanna gat komið boðum til íslenzka markvarðarins, sem voru skilin og eftir það skoruðu Japanir ekki mark. • Þegar hér var komið sögu, virtist algert vonleysi vera að há tökum á liffinu, en stöffugar hvatningar fyrirliffans. Ingólfs Óskarsson og glæsilegur leik- ur hans síffustu 14 mínúturnar gerffi þaff að verkum, að affeins klukkan gat bjargaff sigri Jap- ana. Eins og ég gat í upphafi var leikur íslenzka liðsins með af- brigðum lélegur. Geir Hallsteins son endaði 10. upphlaup ís- lenzka liðsins, en skoraði aðeins tvö mörk, þar af annað úr víta- kasti. Önnur mörk íslendinga skoruðu Ingólfur 4, öll í síð- ari hálfleik, Einar Magnússon 5, 2 úr víti, mistókst 1, Ágúst 2, Viðar 2, Ólafur Jónsson, Auð- unn og Sigurbergur 1 hver. Langbeztur íslenzku leik- ; mannanna var Ingólíur, en hann ’ var lítið inn á nema í síðari hálfleik. Hinir leikmennirnir léku allir undir getu. Einar Magnússon slapp þó sæmilega ’ frá leiknum. Það hefur áður verið tekið fram í skrifum frá þessari heims meistarakeppni, að það er ekki hægt að leika fyrirfram ákveðna varnartaktik, heldur verður að haga sér eftir aðstæðum hverju sinni. í þetta sinn brást íslenzku liðsstjórunum algjörlega boga- listin. Þeir verða að hafa mat á sóknarspili, sem varnaraðferð- um andstæðinganna hverju sinni og vera fljótir að finna leiðir og koma boðum til stjórnenda liðs- ins. Dómarar voru Knut Nilsson frá Noregi og rúmenskur dóm- ari. Voru áhorfendur enn einiu sinni vitni að sérstaklega góðtitn dómum. —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.