Alþýðublaðið - 16.05.1970, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.05.1970, Blaðsíða 16
16. maí VEUUM ÍSLENZKT-/WV ÍSLENZKAN IÐNAÐ UtaO Útvarp og sjónvarp vegna kosninganna; TV0R ÞÆTIIRI SJÖNVARPI og Brezka þingið rofið nú um hvitasunnuna? BNN I ÚTVARPI □ Útvarpsráð hefur nú í sam róði við stjórnmálaflokkana á- fcveðið Ihvernig kosningaumræð ur í hljóðvarpi og sjónvarpi verði háttað. Fulltnúar stjórn- málafloklkanna í Reykjavík koma fram í tveimur umræðu- þáttum í sjónvarpi og einum í hljóðvarpi. Vegha Iþess, hve framboðin í borgarstjórnarkosn- Ingunum í Reykjavík enu mörg, verður ræðutími hvers flokks í umræðuþættinum og hljóðvarpi og fyrri sjónvarpsþættinum styttri en notokru sinni áður við kosningaumræður í ríkisút- vai-pinu. Kosningasjónvarpið verður með mjög svipuðum hætti og fyrir alþingiskosning- arnar 1967. Alþýðublaðið hefur fregnað, að útvarpsráð og stjórnmála- flokkarnir hafi rætt um margar mismunandi tillögur um kosn- , ingasjónvarp fyrir sveitarfélög utan Reykjavíikur, en það hafi . reynzt gersamlega ómögulegt að . koma (því við. Útvarpsróð hetfur átoveðið, að Í hljóðvarpi verði kosningaum- ræður miðvikudaginn 20. maí xi. k. og hefjast þær kl. 19.30. Allir stjórnmálaflokkarnir, sem bjóða fram við borgarstjórnar- fcosningarnar í Reykjavfk, taka þátt í umræðunum. Umræðurn ar fara fram í þremur umferð- um, 15, 10 og 7 mínútur. Vegna þess hve framboðin eru mörg í Reykjavalk er ræðutími hvers flokks í kosningaumræðunum í hljóðvarpi nú styttri en notokru Ginni áður fyrir kosningar. I sjónvarpi verður umræðu- fundur sunnudaginn 24. maí frá. kl. 17.00—19.30. í sjónvarps umræðunum verða fjórar um- ferðir, 7 mínútur og þrísvar sinn um 5 mínútur. Athyglisvert er, hve ræðutími flokkanna í hverri umferð er stuttur. Ekki munu vera nein áfcvæði um það, hvern ig stjórnmálaflokkarnir skipta niður þeim tíma, sem hver þeirra hefur til umráða. Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, stjómar bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. Laugardaginn 30. maí, daginn fyrir kosningar, verða hring- boi-ðsumræður í sjónvarpi og hefjast þær klufckan 14.30. í hringborðsumræðunum taka þátt einn fulltrúi hvers fram- boðslisía. Stjómendur umuæð- anna verða þeir Magnús Bjarn- freðsson og Eiður Guðnason. Hringborðsumræðurnar eru settar á athyglisverðan tíima, í fyrsta lagi daginn fyrir kosning- ar og í öðru lagi á tíma, sem sjónvarpið hefur aldrei notað áður til sjónvarpsútsendinga. Ýmsir erfiðleikar munu hafa verið á því að finna heppileg- an tíma fyrir kosningasjónvarp ið, þannig að það rækist ekki á fyrirfram ákveðna fundi stjörn málaflokfcanna, en málalyktir urðu þær, að kosningasjónvarp ið var ákveðið áðurgreinda daga. Auk þessa eiga. öll sveitarfé- 'lög í landinu kost á að útvarpa fundum með því að leigja á eigin kostnað stöð frá Land- síma íslands að útvarpa í gegn- um. En ýmis sveitarfélög lands- ins hafa notfært sér þennan rétt fyrir kosningar áður. — Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar ’ □ Nú í sumar verða sum- arbúðir á 6 stöðum víðs vegar um landið á vegum þjóðkirkj- ttnnar. Fyrir Suður- og Vestur- land í Skálholti, Reykjalfcoti I Sdð Hveragerði og að Klepp- járnsreykjum í Borgarfirði. — Fyrir Vestfirði á Holti í Ön- undarfirði. Á Austurlandi verða sumarbúðiir á Eiðum og í hinu forna Hólastifti að Vestmanns- vatni í Aðaldal. Þá er í hyggju að taka 7—9 ára böm, 5.—15. júní að Kleppjánnsreykjum. Innritun umsókna um sum- arbúðirnar í Skáiholti, Reykja- koti og Kleppjámsreykjum fer fram þriðjudaginn 20. maí hk. á skrifstofu Æskulýðsfulltrúa Klapparstíg 27, 5. hæð og hefst kl. 10. - talið líklegl að kosið verði 18. júní □ Almennt er nú talið að Wilson forsætisráðherra Bret- lands muni rjúfa þing nú um hvítasunnuna og tilkynna nýjar kosningar í júní. Er búizt við tilkynningunni um þingrofið annað livort á suimudagskvöld eða mánudagsmorgun, og töldu margir líklegt að kjördagur yrði ákveðiim 18. júní. Þingið fór í hvítasunnuleyfi í gær, og samfcvæmt venju á það leyfi að standa í tvær vik- ur. En etf þingrof verður til- kynnt um helgina er búizt við iað þin/gið verði kaiilað saman fynr, til þess að gamga endan- lega frá fjárlögunum fyrir kosn ingamar. Um langt skeið hafa verið um það miklar vangaveltur manna á meðal, hvesnær þiing- kosningar færu fram í Bret- landi, en þær verða að fara fram í síðasta lagi næsta vor. Sú venja hefur hins vegar tíðk- azt þar í landi, að kjöxtímabil er nær aldrei látið renna út, heldur rýfur forsætisráðherra þiin'g á síðari hluta þess og efn- ir til nýrra kosniniga. Til þess velur hann auðvitað þann tíma, sem hann telur að verði flokki sínum hagstæðastur. Framan af þessu kjörtímabili hafa skoðanakannanir í Bret- landi sýnt mjög óhagstæða út- komu fyrir jafnaðarmenn. En síðustu mánuðina hefur þetta gjörbreytzt, og eftir sigur jafn- aðarmanna í sveitarstj órn'akosn ingunum í fyrri viku er talið að jafnaðarmeinn hafi mun meiri líkur til að sigra í þing- kosningum en íhaldsmenn. Það verður sjálfsagt meginástæðan fyrir því, ef Wilson ákveður núna að gainga t£ kosninga í júní, en yfirleitt hefur júnímán- uður eíkki þótt heppilegur kosn ingatími í Bretlandi. Þingkosn- ingar hafa ekki faæið fram í þeim mánuði í Bretlandi síðan 1841. — '■ *T \ VEIZLURNAR KOSTUÐU 4Vi MILLJÓN KRÓNA □ Veizlurnar, sem haldnar voru vegna vígslu Búrfellsvirkj unar og álversins í Straumi fcostuðu 4% milljón króna. Ýmsar sögusagnir hafa að und- anförnu verið á kreiki um kostn aðinn og kom Landsvirfcjun að máli við blaðið í gær og kvað vígsluveizluna vegna Búrfells virkjunar hafa kostað 980 þús- und krónur. Þá hafði blaðið samband við Ragnar Halldórs- son, forstjóra ÍSAL í gær, og sagði harin, að Straumsvíkur- veizlan hefði kostað í kringum 3j/2 m.illjón. Þó nokkuð margir erlendir gestir kœmu til lands- ins vegna vígslu álversins og varð því kostnaður meiri en vegna Búrfells, og einnig sagði Ragnar, að ýmislegt viðhald hefði verið framfcvæmt í álver- inu fýrir vígsluna; viðhald sem nauðsynlegt hefði verið en framkvæmt fyrr esn ella vegnia vígslunniar. —• □ Sveinn Björnsson opnar málverkasýningu í Unuhúsi í dag klukkan 4 og sýnir þar 22 olíumálverk, sem öll eru máluð á síðasta ári. Mynidirnair eru allar til sölu. Sýningin verðui’ opin fram til 30 mai kluklkairi. 4—10 alla daga nema um hel'g- ar klukkan 2—10. — Sveimm byrjaði að mála 24 ára gamall, ái’ið 1949, og stundaði xnálara- list fyrst í stað emgöngu sem tómistundaiiSöu, en árið 1954 hélt hann til Kaupmannahiafn- lar og stundaði nám við lisita- lakademíuna þar í eitt ár. Síð- an hefur hann verið alfkasta- mikill málari og hlotið talsverða viðurfcenningu. Hann stailfar sem rannsóknarlögreiglumaður í Hatfharfirði. Nýlega var hon- um boðið að senda tvær' mynd-, ir sem birtast eiga í listaverka- bók, sem á að gefa út í San- remo á Ítalíu. Þá var honum boðið að halda einkasýningu í Gallerie M í Kaupmannahöfn sem opnuð verður 17. júrri í sumar, en tilefnið er það, að þann dag verður hún Jóns Si'g- urðssonar afhent ríkisstjórn ís lands. Sveinn Björnsson í Unuhúsi Alþýðublaðið kemur næst út þriðjudag- inn 19. maí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.