Alþýðublaðið - 16.05.1970, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 16.05.1970, Qupperneq 9
Laugardagur 16. maí 1970 9 voru enn ógerðir við lífeyrissjóð ina en segir svo í næstu setningu á eftir, að þeir hafi viljað fresta því ef samningar næðust um það að lífeyrissjóðirnir létu eitt hvert fé af höndum. I raun og veru staðfestir iþví forsætisróð- herra frásögn Alþðublaðsins í öllum meginatriðum. Með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir gagngerri endurskipu- iagningu á aðstoð 'hins opinbera við húsbyggjendur. Ýmsir þætt ir þess eru mjög mikijyægir, ekki sízt áikvæðin um hið nýja verkamannabústaðakerfi. Slíka lagasetningu, sem samræmir að stoð hins opinbera við húshv^pi endur og felur í sér eflingu verkamannabústaðakerfisins, hefur lengi verið þörf fyrir. Því skipti það miklu máli, að slíik lög næðu fram að ganga á alþingi í vetur. Það er staðreynd, að sjálfstæð ismenn vildu fresta afgrei^slu frumvarpsins alis fram á haust gegn því, að húsnæðislánakerf- ið fengið eitíhvert fjármagn frá lífeyrissjóðunum. Þeir vildu því slá á frest allri raunverulegri afgreiðslu máisins. Við Alþýðuflokksmenn neituð um harðlega að fallast á þessar tillögur sjálfstæðismanna. Að Qkkar mati kom ekki tiil mála að -fresta afgreiðslu frumvarps- ins. Með því móti hefðu t. d. hin nýju ákvæði um verka- mannabústaðina. ekki komizt til framkvæmda fyrr en seint og um.síðir og slíkt gátum við ekki samþykkt. Þessi afstaða okkar varð svo til þess að samningar um málið voru þrautreyndir. Þeir náðust á endanum og frumvarpið varð að lögum. Ég tel, að bæði við Alþýðuflokksmenn og þá ekki síður húsbyggjendur á íslandi, sem hin nýju lög koma að ó- metanlegu gagni, getum vel við þær málalyktir unað. Að lokum Emil Jónsson. Morg unblaðið og Vísir hafa lagt ykk ur Alþýðuflokksþingmenn og ráðherra í einelti undanfarna mánuði. Þessi blöð hafa aftur og aftur ráðizt aftan að ykkur og funðið sér til þess ýmis tilefni. Hvað vilt þú segja um þessi árásarskrif? —• Bæði Morgunblaðið og Vísir hafa stundað slíkar árás- ir á okkur samstarfsmenn Sjálf stæðisflokksins í ríkisstjórn und anfarna mánuði. Þessi skrif eru bæði ódrengileg og ósanngjörn í fyllsta máta. Morgunblaðið og Vísir hafa reynt að notfæra sér öll mögu- leg og ómöguleg tækifæri til árása á okkur. Hafa þau oft gengið feti framar málgögnum stjórnarandstöðunnar að þessu leyti og sjást hvergi fyrir. Það er eins og þessum blöðum sé það ekki ljóst, að báðir stjórn- arflokkarnir eru ábyrgir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar en ekki einvörðungu þessi eða hinn ráð herrann. Þegar blöðin ráðast þvi með svívirðingum á okkur Alþýðuflokksmenn fyrir ein- stakt atriði í þeirri stefnu, þá eru þau ekki síður að ráðast aftan að ráðherrum sjálfstæðis flokksins, sem vitaskuld bera jafnmikla ábyrgð og við á sam eiginlegum stefnumálum ríkis- stjórnarinnar. Það hefur oft verið á orði haft, hversu núverandi stjórn- arsamstarf hafi einkennzt af miklum heiðarleik stjórnarflokk anna í garð hvors annars. Þess- ir ólíku flokkar hafa borið fulla virðingu fyrir sjón- armiði hvors aninars og jafnan reynt að sýna hvor öðr- um fulla sanngirni og trúnað í stjórnarsamstarfinu. Framferði Morgunblaðsins og Vísis undan- farna mánuði í garð okkar Al- þýðuflokksmanna er hins vegar ekki í nokkru samræmi við þau atriði, sem samskipti stjórnar- flokkanna hafa mótazt af til þessa. Málgögn Sjálfstæðis- flokksins hafa því að fyrra bragði lagt út á braut, sem ég tel í fyllsta máta ódrengileg og fæ ekki séð hver er ástæðan fyrir. Slík) skrif geta heldur ekki stuðlað að öðru en spilla því samstarfi stjórnarflokkanna, sem tryggt hefur þjóðinni stöð- ugt og traust stjórnarfar í rúm- an áratug. — Þá er hægt að byggja! □ A síðasta borgarráðsfundi, sem haldinn var á þriðjudag, sýndi ráðið þá reisn að sam- þykkja heimild til að hefja und irbúning að byggingu I. áfanga skóla í Fossvogi, sem yrði fyrir yngstu aldursflokkana í hverf- inu. Hundruð bamaf jölskyldna hafa flutzt inn í nýjar íbúðir í Ftv vogshveríi á s. I. árum, en borgarstjcrnarrreirihlutinn hef- ur ekki fyrr en nú séð ástæðu til að hefja byggingu barnaskóla í hverfinu. Til þessa hafa börn- in, sem heima eiga í hinu nýja Fossvogshverfi, þurft að sækja skóla langan veg, eða í Breiða gerðisskólann, en af þessum sök um hafa vandræði skapazt þar í skólanum vegna þrengsla, enda er hann staðsettur í stóru barna hverfi. Það hlýtur að gegna furðu, að barnaskóli skuli ekki þegar hafa verið reistur í Fossvogin- um. Eðlilegast hefði verið, að barnaskólinn hefði verið tilbú- inn um svipað leyti og fólk tók að flytja inn I íbúðir sínar f hverfinu. En borgarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðisflokksins og starfsmenn meirihlutans hjá Reykjavíkurborg hafa sýnt and varaleysi og skort nægilega skipulagshyggju varðandi fleiri framkvæmdir í þessu nýja hverfi en skólabygginguna. Fyrir alllöngu síðan lofaðl borgarstjóri því, að reistur yrði leikskóli fyrir smábörn í Foss- vogshverfi, en ekki bólar á efnd unum. Haft er á orði, að hætt hafi verið við leikskólabygging- una sökum þess, að Fossvogs- hverfið hefði ekki byggzt upp eins ört og ráð hafði verið fyr ir gert áður. Slíkar afsakanir duga auðvitað skammt. þegar augljóst er, að borgarstjóri lof- aði upp í ermina strax í upphafi. Renault 12. Enginn kaupir Renault eingöngu til þess að sýnast ....þó fallegur sé Fyrir íslenzkar Stærri hjól aðstæður Sterkara rafkerfi sérstaklega Hliðarpanná á undirvagni Öryggi 60 hestafla vél Skemmtilegir framhjóladrif aksiurshæfileikar 4 girar alsamhæfðir Þægindi gölfskipting sjálfstæð tjöðrun (gormur) á hverju hjóli, tveggja hraða rúðuþurrkur fótstigin rúðusprauta ný gerð af baksýnisspegli jafnt fyrir nótt sem dag. Öskubakkar f afturhurðum o.fl. Þessi atriði hér að ofan eru 12, þau hefði verið hægt áð hafa 24, jafnvel enn fleiri. Þess gerist ekki þorf, eftir áratuga reynslu af Renault. Leitið frekari upplýsinga. RENAULT [KG KRISTINN GUÐNASON KLAPPARSTÍG 23-27, SíMI 22673 í skeiðveHinum annann Hvítasunnudag kl. 2 e.h. Hestamannafélagið FAKUR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.