Alþýðublaðið - 04.06.1970, Page 16

Alþýðublaðið - 04.06.1970, Page 16
r Alþýðu bköið 4. iúní Olof Palme, forsætisráðhöíra Svíþjóðar, er nú kominn til Bandaríkjanna, en þar mun hann meðal annars ræða við utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar, halda ræðu í alþjóðlega blaðamannaklúbbinum og taka þátt í sjónvarpsþætti, þar sem honum mun geffst kostur á að útskýra afstöðu Svíþjcðar til ýmissa alþjóðlegra mála, en Bandaríkjamenn eru yfirleitt ekki ánægðir með afstöðu Svía í alþjóðamálum Hörntungarnar í Perú ólýsanlegar: Nunna fremur sjálhmorð f I morgun framdi 24 ára gömul Buddhanunna sjálfs- morö í Saigon með þeim hætti að hún kveikti í klæðum sín- um. Hún vildi með þessu mót- mæli styrjöldinni í S.-Vietnam. Sonja barnshafandi ★ Það heíur verið til'kynnt opinberlega í Noregi að Sonja, krónprinsessa og Hai'aldur krónprins eiga von á fyrstai barni um mánaðamótin janú- ar/febrúar 1971. Margar flugvélar fljúga nú stanzlaust með lyf, klæðnað og matvæli til Perú, enda liafa stjómir margra landa, Rauði krossinn og kirkjustofnanir heitið mikilli aðstoð. „Fjöllin hrynja yfir okkur“ sagði þulur í útvarpsstöð í norðanverðri Perú, þar sem a. m. k. 40 þúsund manns týndu lífi í jarðskjálftunum. Þulur- inn hélt áfram: „Þykkir skýja- bólstrar af ryki liggja yfir land inu og fólkið kafnar.“ Síðan heyrðist ekki meir til stöðvar- innar. Rúmlega hundrað læknar og hjúkrunarmenn stukku niður í fallhlíf yfir bænum Huaraz, sem er 320 km. norður af Lima, en þar verða aðalstöðvar hjálpar- starfsins. Ennþá er ekki hægt að gera sér neina grein fyrir hvað marg- ir hafa týnt lífi. Ennþá em aff berast fréttir af þorpum og smábænum sem hafa algjörlega þurrkast út af yfirborðí jarðar. Taliff er líklegt aff a.m.k. 50 þúsund manns hafi látizt. Mikil hætta er á drepsóttum í kjölfar náttúmhamjfaranna, og hungursneyff er yfirvofandi ef ekki tekst aff koma fólkinu til bjargar. Taliff er aff um 200 þúsund manns séu nú heimilis- lausir. í morgun varff vart viff harffa jarffskjálftakippi í Lima og ótt- ast er aff þeir hafi valdiff enn meiri hörmungum í norffan- verðu landinu. i A-LISTA SKEMMTUN verður haldin í þjóðleikhúskjallaranum, föstudaginn 5. júní og hefst kl. 20,30. — Þeír sem störfuðu við undirbúning bcrgarstjórnarkosninganna á kjördegi, vitji boðsmiða á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfis- götu 8—10. A V Ö R P : BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON. SKEMMTIATRIÐI: ÓMAR RAGNARSSON. Hljcmsveit leikur fyrir dansi til kl. 1 e.h. Skemmtanir fyrir börn og unglinga, sém störfuðu á vegum A-listaiís, auglýstar síðar í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.