Alþýðublaðið - 29.10.1970, Qupperneq 3
B
o Karl GuSjónsson, alþingismaSur
kvaddi sér hljóffs utan dagskrár á
fundi SameinaSs Alþingis [ gaer^og
lýsti því þar yfir, aS hann hefSi
formlega sagt sig úr þingflokki Al-
þýguJjand,;)lagsln!i's. Tjasj hai^n upp
bréf til formanns þingflokksins, Lú8-
víks Jósefssonar, þar sem hann get-
ur m. a. ástægnanna fyrir úrsögn
sinni.
Að lokinni ræSu Karls GuSjónsson
ar tóku til máls þeir LúSvík Jósefs-
son og Jónas Árnason. Eru ræður
þeirra allra birtar hér í blaffinu í dag.
SUNDRUNGARÖFL
RÁÐA ÞAR ÖLLU
Ræða Karls Guðjónssonar, al-
þingismanns; —
— Herra forseti. — í gær skrif
aði ég þingflokki Alþýðubanda-
lagsins svohljóðandi bréf: Al-
þingi, 27. nóvember 1970. — Til
ítrekunar og skriflegrar staðfest
ingar á því, sem ég tjáði for-
manni þingflokks Alþýðubanda-
lagsins í gærmorgun og á þing-
flokksfundi síðdegis í gær, dreg
ég hér saman þessi meginatriði.
— Til Alþýðubandalagsins var
upphaflega stofnað til að vinna
að aukinni og bættri samstöðu
hinnar verkalýðssinnuðu hreyf-
ingar á íslandi. Þetta hlutverk
A'.lþýðubandalagsins hefur mér
alltaf verið hugstætt, og þegar
úr því varð, á síðustu árum, að
íil forráða í því voru komin öfl,
sem greinilega unnu gegn þessu
markmiði, var það mér ekki að
skapi. Gerði ég þó ýmsar tilraun-
ir til að fá Alþýðubandalagið til
að taka forystu um að efla já-
kvæða samstöðu vinstri manna
í landinu, en þær urðu allar að
lúta í lægra haldi fyrir valdi
þeirra sundrungarmanna, sem
mcðal annars liöfðu uppi opin-
berar kröfur um það í Þjóðvilj-
anum 1967, að af Alþýðubanda-
laginu yrðu liöfð 40% löglegra
atkvæða þess í Reykjavík, því
að þann hóp kölluðu þeir vont
Al]»ýðubandalagsfólk.
Ekki tel ég ástæðu til að rekja
allar tilraunir, sem í þessa átt
fóru, en ég minni á síðustu til-
lögu mína og minna samherja í
framkvæmdastjóm Alþýðubanda
lagsins til að freista þess að gera
Alþýðubandalagið trútt stefnu-
hlutverki sínu. Sú tillaga var
þannig: — Fundur í fram-
kvæmdastjóm Alþýðubandalags-
ins lialdinn 27. september 1968
samþykkir að gera alvarlega
könnun á því, hverjir möguleik-
ar kunni að vera á bættri sam-
stöðu verkalýðssinna og vinstri
marrna í landinu, bæði á sviði
hinnar almennu kjarabaráttu
verkalýðsstéttanna og á vett-
vangi stjómmálanna. Til þess að
framkvæma þessa könnun kýs
framkvæmdastjórnin nefnd, sem
taki þegar til starfa. í þessu
augnamiði verði leitað eftir sam-
vinnu og/eða skipulagslegri ein-
ingu við Alþýðuflokkinn og aðr-
ar lireyfingar vinstri manna, sem
til slíkra viðræðna væm fúsar.
Nefndin miði störf sín við það,
aö málið eða veigamiklir þættir
þess verði tilbúnir til ákvörð-
unar á landsfundi þeim, sem á-
kveðinn hefur verið hinn 1.
nóvember n.k., ella verði lands-
fundinum frestað.
Karl Guðjónsson, Magnús
Torfi ólafsson, Guðjón Jónsson,
Sigurður Guðgeirsson. —■
Fkki var tillögu þessari sinnt
í einu cða neinu, enda yfirráð
Alþýðubandalagsins þá þegar
komin í hendur þeirra afla, sem
snúizt höfðu gegn uppliaflega
áfcrmuðu hlutverki þess.
Nú fyrir fáum dögum sendir
svo Alþýðuflokkurinn þingflokki
Alþýðubandalagsins bréf, þar
sem hann býður upp á viðræð-
ur um stöðu vinstri hreyfingar
á íslandi. Bréf þetta las formað-
ur þingflokks Alþýðubandalags-
ins mér í síma síðastliðið föstu-
dagskvöld ásamt drögum að
svarbréfi, sem hann hafði gert,
og spurðist fyrir um samþykki
mitt við svarið. Ég kvaðst vera
því mótfallinn og taldi að svara
ætti jákvætt og gera allt, sem
unnt væri, til að umræður þess-
ar yfðu uppbyggilegar og eíldu
samstöðu vinstri manna. En fyrst
og fremst taldi ég þó, að bréfið
ætti að taka fyrir til umræðu og
afgreiðslu á þingflokksfundi. —
Bauðst formaður þá til að halda
þingflokksfund kl. 11 á laugar-
dagsmorgun. Tjáði ég honum, að
ég gæti ekki komið til fundar
á þeim tírna, þar eð ég liefði
heitið mínum stéttarsamtökum,
Bandalagi starfsmanna ríkis
og bæja, því að vinna fyrir þau
um helgiina og ^æru fundir,
sem ég yrði á, þegar boðaðir á
Siglufirði laugardaginn 24. okt.
og á Blönduósi sunnudaginn 25.
okt., en strax eftir helgina væri
ég reiðubú'Jl n til 'ff.ngflokks-
fundari Lauk þa.r tali okkarl
En þegar ég kom til Reykja-
víbur að nýju, sé ég, aö svarið
hefur verið sent og birt í blaði
þeirra ráðamanna Alþýðu-
bandalagsins. Átaldi ég for-
manninn fvrir þessi vinnubrögð
og kvað það lágmarksrétt þing-
manns, að ekki yrði gengið
fram hjá eindreginni ósk lians
um stórmál, sem ekkert Iá á að
afgreiða með svona skjótum
hætti.
Tel ég, að þingmaður, sem svo
er lítilsvirtur í þingflokki sín-
um. að slíkri ósk hans er ekki
anzað, hafi heldur ekki skyldur
til að fara eftir samþykktum
þess sama þingflokks, og jafn-
gildi þessi vinnubrögð því brott
vísun þingmannsins úr þing-
flokknum. Mun ég því ekld
telja mig í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins hér eftir, en líta á
mig sem þingmann utan flokka.
Kjósendum mínum sem og öll-
um íbúum Suðuríandskjördæm
is mun ég eftir sem áður vinna
allt það gagn. sem ég má, enda
ber sundurþykkja mín og þing-
flokks Alþýðubandaiagsins eng
an skugga milli mín og þeirra.
Ekki breytir hún neitt heldur
stjórnmálalegum liugmyndum
mínum utan þess að hún er að
sjálfsögöu þáttur í lífsreynslu
minni og lífsreynslu skyldi eng-
inn vanmeta. — Með kveðju,
Karl Guðjónsson. — Til þing-
flokks Alþýðubandalagsins.
Herra forseti. Þetta er að
vísu bréf til þingflokks Al-
þýðubandalagsins, en eftir at-
vikum tel ég rétt og mér skylt
að birta það á þingi.
TYLLIÁSTÆÐA
□ Lúðvík Jósefsson, formaður
þin gf lokks Alþýðubandalagsins:
— Ilerra forseti. Háttvirtur
sjötti þingmaður Suðurlandskjör
dæmis, Karl Guðjónsson, hefur
sent þingflokki Alþýðubanda-
lagsins það bréf, sem hann hefur
hér lesið. Það barst mér reyndar
í hendur hér nú fyrir nokkmm
mínútum síðan, þegar í upphafi
þessa þingfundar, en það eitt
breytir hér engu fyrir mig; bréf-
ið kemur mér í rauninni ekkert
á óvart, nema helzt það úr efni
þess, þar sem háttvirtur þing-
maður fer óumdeilanlega með
rangt mál. Það hélt ég að væri
búið að leiðrétta þannig við þing
manninn, að hann sæi ekkí á-
stæðu til þess að endurtaka þess-
ar fullyrðingar hér á þennan
Frh. á bls. 11.
MYNDSKREYTING
FYRIR MOGGANN
Jónas Árnason:
— Herra forseti. Ég stend ekki
hér upp til þess að lengia þessar
umræður um innanfIokks,mál okk
ar Alþýðubandalagsmanná, heid-
ur vil ég láta í ljós liarm minn
yfir því, að jafnágætur maður og
Karl Guðjónsson er, skuli liafa
sagt skilið við okkur, og um léið'
vil ég lýsa vonbrigöum mínum
yfir því, og munu fleiri gera,
að hann skuli grípa til þess ráðs
að vilja efla samistöðu vinstri
manna með því að gera úr sjálf-
um sér þingflokk. Ennfremur vil
ég láta þess getið, að mér var al-
gerlega ókunnugt um það, hvað
hér stæði til. Það bréf, sem hann
las hér upp, barst í hendur for-
manns þinglíiokks okkar núxía
rétt fyrir þingfund Aftur á mótí
er svo að sjá se»*n aðrir aðilar
hafi haft einhverja „nasasjón“ at
því, sem hér átti að gerast, þvi
að þegar þingiúndur hófst, stóð
hér í dyrunum ljósmyndari frá
Morgunblaðinu til þess að taka
mynd af Karli Guðjónssyni undii
þessum kringumstæðum. Eg .Vil
að síðustu óska honum til ham-
ingju með þann heiður, sern hon-
um hefur nú hlotnazt, að vera.
myndskreytingarel'ni .iyrir mal-
gagn Sjálfstæðisflokksins. —
BIRTAR RÆÐUR KARLS, LÚÐVÍKS 06 JÓNASAR Á ALÞINGII GÆR
FIMMTUDAGUR 29. DKTÓBER 1970 §
■