Alþýðublaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 11
Drengirnir Framh. af bl.s 1. jafnaði fullskipaður. Þar g-aetu verið 12—13 drengir í einu. — Drengirnir væru þar venjulega til 15 ára aldurs, en heimilið taeki ekki við drengjum, sem eldri væru en 12 ára. Barnaverndarfulltrúinn upp- lýsti, að Kópavogslögreglan hefði ekki athugað skýrslur, sem tekn- ar liefðu verið af drengjunum tvtimur í Kefiavík, áður en þeir voru fluttir til Kópavogs. Kvaðst hann telja að lögreglurannsókn máísins væri nú lokið. Aðspurður um það, hvað gert yrði við drengina, er læknar og sálfræðingar hafa rannsakað þá, sagði Ólafur Guðmundsson að liann teldi það verða ákaflega crfitt fyrir drengina að fara út á götuna aftur, þar sem telja mætti víst, að það spyrðist fljótt út, hverjir þeir væru. Þá spurði blaðið Ólaf einnig, hverjar hann teldi orsakir sívax- andi afbrota og jafnvel ofbeldis- vcrka bama og unglinga. Sagð- ist hann telja að í flestöllum tilvikum kæmu böm. og ungling- ar, sem gerðust brotleg við lög- in, frá heimilum, sem ættu við félagsleg vandamál að (stríða; oflast mætti rekja afbrot bama og unglinga til heimilanna eða þjóðfclagsins sjálfs. — Tylliástæða Framh. á bls. 3 hátt. Það liefur legið ljóst fyrir, að Karl Guðjónsson hefur veriö með' nokkuð sérstökum hætti í okkar þingflokki nú um skeið. Hann hefur ekki viljað telja sig til okkar stjómmálaflokks, Alþýðu- bandalagsins, og staðið utan þess, og verið opinberlega nieð ádeil- ur á flokkinn. Hann hefur neitað að vera í framboði áfram á veg- um flokksins, svo að í mínum augum er því það, sem hér hef- ur gerzt, í rauninni ekki annað en tylliástæða fyrir því, að hann segir sig hér nú formlega úr þingflóRknum. En það tel ég tylliástæðu að reyna að haida því fram, að við, sem með hon- uni liöfum verið í þingflokki, að við liöfum visað honum 1 brott lir þingflokknum með okkar starfsháttum. Það, sem réttára er um tilvik það, sem hann minn ist hér á, bféfið frá Alþýðu- flokknum, er það, að það bféf, sem nú hefur verið birt í blöð'um opinberlega og þingflökkur okk- ar fékk (frá 'Aíþýðuflokknum, barst mér í hendur seint á fimintudag. Við bárum okkur all- ir saman í þingflökki Alþýðu- bandalagsins um svar við þessu bréfi á föstudag, en allan föstu- daginn reyndist ómöguiegt að ná í Karl Guðjónsson. Það var clíki fyrr en þá um kvöldið, að það tókst að ná tali af honum. Svarbréf okkar var Iesið fyrir honum eins og öðrum úr þmg- flokknum og var honum tjáð, að við vildum svara bréfinu á þessa leið, er einnig hefir komið fram opinberlega í blöðum. Við- brögð hans voru þau, að hann sagðist vilja svara bféfinu á jákvæðaii hátt en þar var gerí, og að hann hefði gjarna viljað, að þingflokksfundur yrði .hald- inn um málið. Þá bauð ég hon- um strax upp á þingflokksfund, sern til dæmis yrði haldúin ki. 11 á Iaugardagsmorg-un og ejns og hér kemur fram í bréfí hijns, þá sagði hann, að' hann gáeti Okki mætt þá á þingflokksfiíndi, vegna þess að á föstudagskvöld væri hann að fara norður land og myndi ekki koma fyrr eií eftir helgi. Ég gerði honum þá það alveg skýrt ljóst, að við tgjdum nanðsynlegt að svara bréfi Al- þýð'uflokksins strax, þar sem Al- þýðuflokkurinn hefði birt sitt bréf til okkar opinberlega í AI- þýðublaðinu á föstudag. Það fór því ekkert á milli mála lijá okk- ur, að Karl Guðjónsson skildi það, að við mundum svara bréf- inu á þessa leið, og það var skýrt tekið fram við hann, að afstaða lians< sem væri önnur en- ókkar, skýldi koma fram, éf hanir óskaði eftir, Hann óskaði ékki eftii’því, að það' yrði beðið nieð að svara bréfinu til Alþýðuflókksins, þar tíl þingflokksfuudur ýrði háld- inn. sEri !hitt gaf áuðvitað auga leið.íað þar sem við tókum fram, að við værum réiðubúnir til ’þess að mæta Afþýðuflokknum tíl viðráeðna -uin' þáð mál,- sem hann óskáðí eftir, en gætuiri hins veg- ar ékki mætt á þeim degi, sem Aiþýðuflokkurinn hafði stungið upp á, þá þurfti að svara bréfinu tímanlega. En háttvirtur sjötti þingmaður Sunnlendinga, Karl Guðjónsson, hann hefur kosið' að nota þetta tækifæri til þess að segja sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins og við þvi er ekkert að segja. Það er algerlega hans mái, en þaö skal liggja Ijóst fyrir, að það er liann, sem segir sig úr þing- flokknum, honum liefur ekkif verið vikið; honum hefur ekki verið sýnd þar nein lítilsvirðing, honum hefur ekki verið neitað um neinn þingflokksfund og liann fer ekki úr flokknum af þeim ástæðum. En hitt er kannski skiljanlegt, að maður, sem neitar að vera í almennum stjómmálasamtökum, neitar að bjóða sig fram á þeírra vegum, og hefur uppi opinberar deilur gegn þeim stjómmálasamtökum, að hann kunni að hafa leitað eft- ir tækifæri til þess að segja sig úr þingflokki slíkra samtaka. __ Það hefur háttvirtur þingmaður gert. Mér þykir leitt, að það skyldi vera með þessum hætti, cn við því er hins vegar ekkert að segja. — í tarlegar-rannsókriir á'hugsanjteg- um áhrifúm þeirra framkvæmda á fiskirækt í ánni. — Virkjanir Framhald af bls. 1 fanga, • en engin fyrirheit gefið um leyfi til stærri virkjana. Ið'naðarráðuneytiff leggur á það áherzlu í svarbréfi sínu.til<. stjcrnar Búnaðarfélags íslands, að misskilnings hafi gætt í sam- bandi við lagaheimildir. Káðu- neytið liafi skýrt framtekið, aðs, 3., 4. og 5. áfangi Gljúfurvers- virkjunar verði ekki leyfðir. Iikki verði ráðizt í 2. áfanga, ef hann á annað borð verður leyfður, fyrr en eftir þrjú til fiœm ár, en þangað til fari fram Gylfi Framh. af bís. 12. Þegar eftir að Karl Guðjóns- so’i sagði sig úr þingflokki Al- þýðubandalagsins í gær skrifaði þingflokkur Alþýðuflokksins lionum og bauð honum að taka þátt í fúndinmn og tjáði hann sig reiðuhuinn til þess. l.úðvík Jósefsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, hefur einnig rætt við mig á ný um málið. Ég vona, að fundar- tímlnn geti orðið ákveðinn í dag. Aflatrygging... Erairih. af bls. 12. • sjóðurinn skiptist í iþrjár d’eildir, almenna déild bátaflotans, al- merina d'éild togaraflotans og jöfri unardeild. Stjórn sjóðsins er skip uð -sjö mönnum skv. tilnefningu ýmissa aðila í útvegi. Stofnfé sjóðsins eiu í. fyrsta lagi eignir síldveiðideildaf og almennrar deildar bátaflotans við gildistöku Jágánna svo og 20 m. lcr. sém rík- issjóður giæiðip á 8 árum til tog- aradeildarinnar. Tekjur sjóðsi-ns verði í 1. lagi lV4% af fob*verðj útfl. sjávarafurða’svo og framlag ríkiissjóðs er nemur fjórðungi þeirrar uppbæðar og rennur það til jöfnunarsjóðsins. Við aflatryggingasjóð starfi einn ig sérstök deild, á'ha.fnardeild, sem greiða skal hluta af fæðiskostnaði fiskiskipa. •Síðará frumvarpið, 's'em >ráð- herra mælti fyrir, er flutt til- stað- festingar bráðabirgðalögum frá 1. júní s. 1. iþess efnis að tekjur á- hafnadeildar Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins skuli ihækkaður úr '1% í 1,6% af fob-Vérði út- fluttra sjávarafurða. Að lokinni framsöguræðu sjáv- arútvegsráðherra var frumvörpun um vísað ti.l nefndar. — Ký mál á Alþingi Frumyarp til laga um breyt- ingu á lögum um Framleiðni- sjóð landbúnað'arins, flm. Stefán Valgfeirsson o. fl. Breytingin er á þá lund, að hámark styrkveit- inga úr sjóðnum verði hæk'kað frá því, sem nú er og framlag ríkissjóðs til sjóðsins verði aukið úr 20 m. kr.' í 25 ipi. Kr. ' ■&, 1 Frmpýarp til laga um breyt- ingu á Jiafnarlögum, flm. Guð- Jaugur Gíslason. Frumvarpið er á þá ,lund;- a'ð<|ramkvæmdir til ,va®n:ár mengun sjávar í höfnum vérði tdkn&r irin í þann. kafla ■hafaaiiagapri'a-,. þar sem tilgreind- ■ar eru framkvæmdir, sem styrk- kæíar -f áltast úv ríftissj óði. ÚTO hð- og fislarannsóknif við ísland, fiskileit, véiðitilr-aunir o. fl. Frumvarp til laga um fiskiðn- skóla í Vestmamina'eyjum, flm. Guðl'augur Gísla'son. í frumvafrp inu er fjiallað m.a. um markmið skólans, skipulagsatriði skóla- tíma o. fl. í fuxmvafrpinu er á- kvæði til bráðabir'gða úm að á árunum 1971 og 1972 skuli á ve'gum skólans haldin námskeið fyriir starfandi verkístjórnarmenn í fiskiðnaði. Tillaga til þinigsályktuniar um útfhiteingsráð, flm. Tómas Árn-a- son ,og ■ Ólafur Jóhanriesson. í tillögunni felst að-Alþingi álykti að skora á ríkisstj órnina að Mta til iaga um Útflutningsráð, er hafi það hlutverk að efla út- flutningsstarfsemi og anmást út- flutnings- og markaðsrriál í sam- vinnu við ýmsa aði'la. . I Frumvarp til laiga um happ- drættislán ríkissjóðs fyrir hönd. vegasjóðs Vegna vega- og brúaa-- gerða á Skeiðarársandi, er opni hringveg um landið, flm. Jónas Pétursson. Frumvarpið er á þá lwnd, að ríkissjóður gefi út til sölu á innanlandsmarkaði happdrættis- skuldabréf í 5 flokkum, hvern 'að íjárhæð 40 m. kr., til 5 ára. Þingsályktunartillaga um haf- og fiskirannsóknir, flrri. Eysteinn Jórissón. í tillögunMi se'gir að Al- þiogi álykti að fela ríkisistjórn- inni að láta gera 5 ára áætlun TAKIÐ EFTIR Þar sem verzkmm lia&ttir núna «n mánaða- mötin; verða þær vörur sem eftir eru, seld- ar langt fyrir neðan hálfvirði. FORNVERZLUNIN Laugavegi 133. Sími 20745. TDkum aff okkur fareytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar I sfma 18892. PLASTMV NDAMÓT Gerum plastmyndamót fyrir blöð og tímarit. Hagstæð kjör. Upplýsingar í prentsmiðju Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10, sími 14905. KÓPAVOGUR Börn eða unglingar eða fullorðið fólk •fe óskast til að bera Alþýðublaðið i? til áskrifenda í Vesturbæ. ik Upplýsingar í síma 41624. ■■ ■■ SOLUBORN □ Óskast til að selja Alþýðublaðið □ í lausasölu. □ GÓÐ SÖLULAUN □ Komið í afgreiðslu blaðsins kl. 12.00 □ daglega. 1 Hverfisgötu FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1970 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.