Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 2
2
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
Djöfuls læti eru þetta í múraöa
liðinu í Breiðabliki
Já, þeir eru barasta búnir
að múra hann Bent inni
■ Fangar byggja sjálfir fangelsið sitt
■ Ari á möguleika vegnafárra keppinauta
Tveir fangar hafa að undanförnu
unnið við nýbyggingu fangelsisins
að Litla-Hrauni. Annar þeirra er
smiður að mennt og þótti tilvalið að
nýta starfskrafta hans. Hinn hefur
setið árum saman inni og er vinnan
við bygginguna liður í þvi að búa
hann undir lífsbaráttuna utan riml-
anna en hann mun fá frelsi innan
skamms. Fleiri fangar hafa sóst eftir
því að fá vinnu við bygginguna enda
hafa þeir takmarkaða möguleika
til að afla sér tekna. Mun það mál
vera í athugun hjá Fangelsis-
málastofnun. Þar á bæ eru menn
hlynntir slíkri vinnu fanga en
hafa mætt óvæntri andstöðu
heimamanna á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Verkalýðsforkólf-
arnir þar líta svo á að fangarn-
ir hafi vinnu af fólki sem þeim
þykir óeðlilegt. Öðrum finnst
einkennilegt að fang-
|| ar taki sjálfviljugir
I þátt í að múra sjálfa
1 siginni...
xjLri Edwald, að-
stoðarmaður Þor-
steins Pálssonar dóms-
málaráðherra, hefur
fengið leyfi frá störfum
k til 31. október næst-
komandi. Hann ætlar sér stóran
hlut í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í næsta mánuði og stefnir á 7. sætið.
Hann hefur þegar opnað skrifstofu í
Hafnarstrætinu þaðan sem stjórna á
baráttunni. Óvenju fáir gefa kost á
sér í prófkjörinu og þykir það auka
möguleika Ara á að ná öruggu sæti,
ekki síst sú staðreynd að hann er
eini fulltrúi ungu kynslóðarinnar
sem hefur eitthvað látið að sér
kveða...
...fær Guðmundur Árni Stef-
ánsson félagsmálaráðherra
fyrir að hafa, í heilbrigðisráð-
herratíð sinni, styrkt fjölskyldu
litla fatlaða drengsins á Sel-
fossi í baráttu hennar við að fá
rétti sínum framgengt vegna
læknamistaka breskra lækna.
... fær Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra fyrir að
neita, einn ráðherra, að gefa
sundurliðaðar upplýsingar um
ráðstöfunarfé sitt eins og
óskað hefur verið eftir og haga
sér þar með eins og lítill krakki.
Flestir læra það snemma að
það borgar sig ekki að fela ein-
kunnabókina heldur er betra að
sýna hana strax og taka út
skammirnar þá.
Enn einn útlendingurinn gagnrýnir meðhöndlun
dómsmálaráðuneytisins á skilnaðarmáli
Telur sig hafa
verið blekktan til að
skilnaðinn
„Ég var plataður af dómsmála-
ráðuneytinu til að undirrita skjal til
staðfestingar á lögskilnaði mínum
ogkonu minnar,“ segir Ali Hani frá
Marokkó sem hefur verið búsettur
á Islandi frá árinu 1985. Ali hefur
takmarkaðan skilning á íslensku og
segir að sér hafi ekki verið kunnugt
um innihald skjalsins sem hann
undirritaði í ráðuneytinu. Sams
konar ásakanir á hendur dóms-
málaráðuneytinu hafa komið fram
opinberlega frá íslenska búlgaran-
um Dían Val Dentchev og André
Miku Mpeti frá Zaire.
Forsaga máls Alis er sú að hann
kvæntist Luvizu El Bouzzati í
heimalandi sínu árið 1987 og reiddi
fram 15.000 dirhams í heiman-
mund. Luviza fluttist með Ali hing-
að til lands skömmu síðar og sá um
heimili þeirra hjóna. Brúðkaupið
fór fram að íslömskum sið og segir
Ali að það sé ekki í valdi íslenskra
aðila að veita þeim lögskilnað,
heldur þurfí þau að ganga þeirra er-
inda í heimalandi sínu. „Ég vildi
ekki skilja við konuna mína og
hafði ekki í hyggju að gera það þeg-
ar ég fór í ráðuneytið. Ég taldi mig
hafa skýrt afstöðu mína nógu vel
út þegar fulltrúi ráðuneytisins
vélritaði eitthvað upp á ís-
lensku.“ Að sögn Alis var
enginn túlkur viðstaddur
og hann hafi talið sig vera að undir-
rita staðfestingu á málflutningi sín-
um. „Eftir að skjalið hafði verið
þýtt fýrir mig og ég kom með at-
hugasemdir til ráðuneytisins var
mér bent á að skrifa umboðsmanni
Alþingis, teldi ég eitthvað athuga-
vert við skilnaðinn. Eina svarið sem
hann gat gefið mér var að svona
væru lögin á Islandi og ekkert við
því að gera.“
Mikið ósætti hefur einnig verið
varðandi umgengni Alis við börnin
tvö sem þau hjónin eiga frá hjóna-
bandi sínu og telur Ali Luvizu van-
hæfa sem móður, en hún hefur
hafnað honum um umgengni sök-
um ótta um að hann fari með
börnin úr landi. Ali
finnst afskipti ís
lenskra stjórn-
valda af
málinu
mjög undarleg og tekur fram að
hvorki hann, Luviza né börnin séu
íslenskir ríkisborgarar. MORGUN-
PÓSTURINN leitaði til dómsmála-
ráðuneytisins vegna þessa máls og
þar var ítrekað að það væri í hlut-
verki umboðsmanns Alþingis að
leysa úr ágreiningi af þessu tagi.
Ekki náðist í umboðsmann Alþing-
is í gær. Dvölin í draumalandinu
hefur því snúist upp í martröð fyrir
Ali og hann er nú án atvinnu og
heimilis, auk þess sem hann skuld-
ar meira en 500.000 krónur í með-
lag með börnum sínum. LAE
Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Steinunn fékk
ekki stölinn
R-listanum tókst ekki að koma
sínum fulltrúa í forsæti Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu þrátt fyrir að hafa tilbúinn
kandídat. Á fundi sambandsins um
síðustu helgi í Kjósinni var Sig-
urður Geirdal, bæjarstjóri Kópa-
vogs og framsóknarmaður valinn
sem nýr formaður sambandsins en
sjálfstæðismaðurinn Sveinn
Ándri Sveinsson hefur gegnt
stöðunni til þessa. Formannsefni
R-listans var Steinunn V. Ósk-
arsdóttir, Kvennalistakona og
borgarstjórnarfulltrúi. Samkvæmt
heimildum MORGUNPÓSTSINS
sameinuðust ýmsir aðilar gegn
framboði hennar að undirlagi krat-
ans Guðmundar Oddssonar,
sem hingað til hefur lítið dulið and-
úð sýna á Kvennalistanum. Herma
heimildir að hann hafi barist gegn
formennsku Steinunnar en þetta er
í annað skipti sem fulltrúi R-listans
lendir í slíkum hremmingum við
formannskjör en ekki er langt síðan
Ingimundur Pálsson, bæjar-
stjóri í Garðabæ, hirti formennsku-
sætið í Sorpu af Guðrúnu Ág-
Ústsdóttur, frambjóðenda R-list-
ans. Bæði Steinunn og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
neituðu því að þetta hefði einhverja
eftirmála. ■
Meint brot starfsmanna könnuð hjá embætti byggingarfulltrúa
Veríð að kanna oiðróm
um brot sflarfsmanna
segir Magnús Sædal, byggingarfulltrúi.
Steinunn V. Óskarsdóttir Fékk
ekki stólinn hans Sveins Andra
Sveinssonar.
Hjá embætti byggingarfulltrú-
ans í Reykjavík er verið að kanna
meint brot nokkurra starfsmanna
embættisins, samkvæmt heimild-
um MORGUNPÓSTSINS. í lögum
og reglugerð eru ákvæði þar sem
segir efnislega að starfsmenn bygg-
ingarfulltrúa megi ekki taka að sér
hönnun mannvirkja í sama um-
dæmi og embættið sem þeir vinna
hjá nær yfir, nema að fengnu leyfi
byggingarnefndar. Grunur leikur á
að þær reglur hafi verið brotnar.
Starfsmennirnir hafi tekið að sér
hönnunarvinnu við mannvirki í
Reykjavík í aukavinnu.
„Ég get ekkert sagt um þetta
mál. Við erum að yfirfara þessar
reglur og skoða þær,“ sagði Magn-
ús Sædal byggingarfulltrúi í sam-
tali við blaðið í gær. Hann var þá
spurður að því hvort það væri af
ofangreindu tilefni.
„Það hefur gengið orðrómur
um að menn hafi verið að vinna
verk framhjá embættinu og við er-
um að yfirfara reglurnar og sjá
hvernig þeim var framfylgt."
Könnunin nær til fjögurra
starfsmanna sem eru menntaðir
arkitektar, tæknifræðingar og
verkfræðingar, eftir því sem heim-
ildarmenn blaðsins segja. Þeir hafi
ekki farið leynt með þessa auka-
vinnu sína en oft hafi komið upp
tilvik á gráu svæði reglnanna. Þau
hafi verið umborin þar til Magnús
tók í taumana fyrir skemmstu.
Embætti bygingarfulltrúa heyrir
undir borgarverkfræðing og skrif-
stofustjóri þess embættis, Ágúst
Jónsson, ræddi ítarlega við
starfsmennina fjóra, samkvæmt
sömu heimildarmönnum. Hann
neitaði því hins vegar í gær. -SG