Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
15
Endurskoðun á Listahátíðinni í Hafnarfirði að ljúka
hvað varð um
miHjón
króna
Þrátt fyrir rnikla eftirgrennslan
vantar enn mikið upp á að botn fá-
ist í reikninga Listahátíðar Hafnar-
fjarðar. Undanfarið hefur Guð-
mundur Friðrik Sigurðsson, lög-
giltur endurskoðandi, unnið að því
að greiða úr bókhaldinu sem var
vægast sagt í ólestri. Hafa menn
sem komið hafa að málinu haldið
því fram að opinber rannsókn verði
að fara fram á reikningum hátíðar-
innar. Það sem menn furða sig á er
að ekki fæst botn í hvað orðið hefur
um 2,5 milljónir króna en af þeim
voru 1,5 milljónir í gjaldeyri.
Á sínum tíma var Arnór Be-
nónýsson ráðinn sem fjárhagsleg-
ur eftirlitsmaður hátíðarinnar, eins
og segir í verktakasamningi á milli
hans og Hafnarfjarðarbæjar frá 19.
febrúar 1993: „Arnór tekur að sér
listræna ráðgjöf og eftirlit með
Listahátíð í Hafnarfirði fyrir Hafn-
arfjarðarbæ. Einnig skal hann hafa
umsjón með fjármálum og fylgja
starfinu eftir þar til tiltekt og upp-
gjör hefur farið fram. Arnór starfar
með stjórn Listahátíðar í Hafnar-
firði að framkvæmd hátíðarinnar
en í nánu samráði við bæjarritara
og bæjarstjóra.“
Fyrir þetta voru Arnóri greiddar
1.300.000 krónur samtals, sem
verktaki. Fékk hann 500 þúsund við
undirritun, 500 þúsund 5. apríl og
300 þúsund 15. júní 1993.
Pokar með skjölum
fundust í Hvatfirði
Menn telja sig hins vegar hafa
ýmislegt við vinnubrögð Arnórs að
athuga. Bókhaldið var í rúst og má
sem dæmi taka að tveir fullir plast-
pokar af skjölum fundust í
Hvammsvík í Hvalfirði þar sem
Arnór hafði aðstöðu á tímabili.
Annar pokinn var fullur af afrifn-
um miðum á tónleika fiðlusnill-
ingsins Nigel Kennedy. Hinn pok-
inn var með ýmiss konar skjöl
tengd hátíðinni. Þess má geta að
þessir afrifnu miðar voru einu vís-
bendingar um hve margir komu á
tónleika Kennedys, sem ekki var
talið inn á, enda ekki skattskyldir
eins og rokktónleikarnir. Þessum
pokum var að endingu komið til
endurskoðandans.
En einnig eru menn mjög ósáttir
við samninga sem gerðir voru við
TKO-umboðsfyrirtækið sem sá um
að koma með flesta hina erlendu
listamenn til íslands. Maður, mjög
kunnur hátíðinni, sagðist telja að
TKO-fyrirtækið, sem meðal annars
samdi vegna Kennedy, hafi verið
yfirborgað um að minnsta kosti 6
milljónir króna. Þessa samninga
við TKO gerði Arnór einn og sér og
sáu stjórnarmenn Listahátíðar aldr-
ei þessa samninga. Þeir fólu oftar
en ekki í sér viðbætur við fýrri
samninga. Hafa menn verið að fara
ofan í einstakar greiðslur og má
sem dæmi taka að fundist hefur
600 þúsund króna hærri greiðsla
vegna rokktónleikanna en ætlað
var. Þá var gerð viljayfirlýsing við
TKO-fyrirtækið um að þeir fái við-
skipti á hátíðinni 1995, viljayfirlýs-
ing sem menn vilja reyndar ekki
gera of mikið með.
Ekki tókst að hafa uppi á Arnóri
en þegar síðast var vitað dvaldist
hann á City Hótel. Þar hafi hann
hins vegar ekki sést um nokkurt
skeið. -SMJ
Arnór Benónýsson
Umsjón hans með Listahátíð Hafn-
arfjarðar árið 1993 ætlar að hafa
einhverja eftirmála.
Eftir að fá botn í
Stórutjarnarskóli
Skiptu
um
asbest-
piötur
í óleyfí
Verið er að rannsaka hver her
ábyrgð á.að skipt var um asbest-
plötur í óleyfi í Stórutjarnar-
skóla í Þingeyjarsýslu en asbest
er krabbameinsvaldandi efni
eins og kunnugt er. Plöturnar
voru settar í loft skólahússins og
heimavist árið 1971 en ákveðið
var að skipta um þær árið 1987,
eftir að þær voru farnar að
molna úr lofti herbergjanna á
vistinni. Mikið r)'k myndaðist
við þessar framkvæmdir og
Sverrir Thorsteinsson, fyrr-
verandi skólastjóri á Stórutjörn,
fór því fram á að Heilbrigðiseít-
irlit ríkisins kannaði hvort þær
gætu reynst heilsuspillandi. í
framhaldi af niðurstöðu Heil-
brigðiseftirlitsins var málinu vís-
að til Vinnueftirlits ríkisins sem
skipaði að framkvæmdum yrði
hætt þegar í stað og verkið falið
sérfræðingum í meðhöndlun á
asbesti. Skólastjórinn leitaði að
heppilegum aðila til að taka að
sér verkefnið en segist hafa kom-
ist að því að ekkert fyrirtæki á Is-
landi bjóði upp á þessa þjón-
ustu. Framkvæmdir voru því
stöðvaðar en á meðan skóla-
stjórinn var í leyfi skólaárið
1990-1991 var þeim haldið áfram
án samráðs við Vinnueftirlitið.
Helgi Haraldsson, hjá Vinnu-
eftirliti ríkisins á Akureyri, segir
það ekki rétt að ekki hefði verið
hægt að uppfylla skilyrði Vinnu-
eftirlitsins með aðstoð innlendra
verktaka. „Það getur í raun og
veru hver sem er unnið þetta og
allur sá búnaður sem þarf til er
fáanlegur hérlendis," segir hann.
Vinnueftirlitið kærði því
skólastjórann til Sýsiumannsins
á Húsavík þar sem málið er í
rannsókn. Sverri var boðin
dómsátt í málinu en í samtali við
MORGUNPÓSTINN sagðist hann
ekki hafa getað sætt sig við þau
málalok og skilaði hann ítarlegri
greinargerð til sýslumanns um
málið. Halldór Kristinsson,
sýslumaður á Húsavík, reiknar
með að komast að niðurstöðu í
málinu fljótlega en hann telur
núverandi ástand á húsnæði
Stórutjarnarskóla viðunandi.
Auk skólahalds er rekið Eddu-
hótel í skólanum á sumrin.
-LAE
Sighvatur Björgvinsson „Dögg gekk endanlega frá þessu, setti
þetta upp, vélritaði og hringdi í þá aðila sem koma við sögu og lét þá
vita af því að minnisblaðið færi út.“
Páll fjarstýrði gerð minnisblaðsins
„Ef þú ert að tala um mál Dagg
ar Pálsdóttur, þá veit ég ósköp lít-
ið um það, þar sem þetta gerðist
fyrir níu árum, í ráðherratíð Ragn-
hildar Helgadóttur þegar ég var
stjórnarandstöðuþingmaður,“
sagði Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðherra þegar hann var
spurður að því hvort það væri við-
tekin venja innan ráðuneytisins að
starfsfólk þéss fari í launuð náms-
leyfi.
Sighvatur bætti því við að verið
væri að vinna að samantekt sem
gæfi yfirsýn yfir þessi mál.
„Ég hef beðið ráðuneytisstjórann
um að taka saman öll námsleyfi
sem hafa verið gefin í tíð þessa
ráðuneytis og enn fremur gera mér
grein fyrir þeim reglum sem gilda
um veitingar slíkra námsleyfa. Þá
fyrst get ég svarað fyrir þá hluti sem
voru teknar ákvarðanir um, löngu
áður en ég kom í ráðuneytið."
Um kvöldmatarleytið í gær barst
síðan minnisblað frá heilbrigðis-
ráðuneytinu þar sem er „ítarlega
grein gerð fyrir kynnisferðum,
starfsskiptum og námsleyfum
starfsmanna heilbrigðis- og trygg-
ingarráðuneytisins,“ eins og það er
orðað í tilkynningu ráðherra sem
fylgir minnisblaðinu. Ekki er hins
vegar gerð grein fyrir þeim reglum
sem hafa verið um veitingu slíkra
námsleyfa og má vænta að þær
komi siðar.
I tilkynningunni segir Sighvatur
að þetta minnisblað hafi Páll Sig-
urðsson tekið saman að sinni
beiðni. Þar sem Páll Sigurðsson
hefur hins vegar verið í útlöndum
frá því um helgina, og var í gær
staddur í Kaupmannhöfn, lék
blaðamanni forvitni á því að vita
hvernig hann hefði getað tekið
minnisblaðið saman, sérstaklega
þegar þau svör voru gefin í ráðu-
neytinu í gær að dóttir hans Dögg
væri önnum kafin við að taka
minnisblaðið saman. Sighvatur
hafði svör við þessu á reiðum
höndum.
„Páll tók þetta saman. Það er rétt
að hann er staddur í Kaupmanna-
höfn en það eru bæði símar og föx
til og ég hef verið í símasambandi
við hann í allan dag. Dögg gekk
hins vegar endanlega frá þessu,
setti þetta upp, vélritaði og hringdi
í þá aðila sem koma við sögu og lét
þá vita af því að minnisblaðið færi
út.“
I minnisblaðinu eru taldar upp
24 ferðir ellefu aðila á vegum ráðu-
neytisins. Það vekur athygli að í öll-
um tilfellum utan einu er sagt frá
því hvort viðkomandi aðili hafi
þegið dagpeninga eða ekki. Þetta
eina tilfelli er námsleyfi Daggar
Pálsdóttur í Bandaríkjunum 1985-
1986. Aðspurður af hverju þetta
stafar, svarar Sighvatur:
„Nú verður þú bara að spyrja
ráðuneytisstjórann sjálfan. Þið fáið
þetta nákvæmlega eins og ég fékk
þetta í hendurnar. Þetta gerist flest
fyrir mína tíð og ég veit ekkert ann-
að um þetta en það sem þarna
stendur.“ -JK