Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Lilja Skarphéðinsdóttir, þroskaheft tveggja barna móðir Lilja Skarphéðinsdóttir ásamt stelpunum sínum tveimur, en inn- an tíðar á hún von á því þriðja. Síðan hefur hún tekið þá ákvörð- un að láta taka sig úr sambandi. „Það er þá líka mín eigin ákvörð- un.“ Get ekki hugsað mér Irfið án namanna Lilja Skarphéðinsdóttir er þroskaheft tveggja barna móðir sem býr hjá foreldrum sínum. Af hálfu foreldra Lilju, sem nú er 28 ára gömul, kom aldrei til greina að láta hana gangast undir ófrjósemisað- gerð. Enginn hefur líka farið fram á það, hvorki við foreldra Lilju né hana sjálfa. „Mér finnst þessi um- ræða sem kom upp í síðustu viku mjög þörf,“ segir móðir Lilju, Helga Jóhanna Guðjónsdóttir. „Mér finnst alla vega sjálfsögð mannréttindi að bera þessi mál undir viðkomandi,“ bætir hún við. Aðstæður Lilju eru þannig að hún býr hjá foreldrum sínum í fjögurra herbergja blokkaríbúð í Breiðholtinu. „Það fer ágætlega um okkur fimm í íbúðinni eftir að hin- ir fuglarnir flugu úr hreiðrinu, en oft gat áður verið þröng á þingi.“ Til stóð að Lilja færi í eigin íbúð, enda mæðgurnar báðar á þeirri skoðun að Lilja geti alveg séð um sig sjálf. „Það verður þó eitthvað að bíða,“ segir Lilja. Hún telur þó ekki loku fýrir það skotið að búa ein ein- hvern tíma í framtíðinni. Enn um sinn vill Lilja vera í faðmi fjölskyld- unnar, því þriðja barnið er á leið- inni sem hún á von á í nóvember. En hvernig sérð þú fyrir sérfram- tíðina, heldur þú að það verði ekki erfitt að vera ein með þrjú börn? „Nei, ekki á meðan ég hef svona sterka fjölskyldu á bak við mig. Hins vegar held ég að ég hefði aldr- ei getað þetta án fjölskyldu minnar. Ég er þó ákveðin í að eiga ekki fleiri börn. Eftir þetta ætla ég að láta taka mig úr sambandi. En það er þá líka mín eigin ákvörðun.“ Lilja segir foreldra sína aldrei hafa tekið fram fyrir hendurnar á sér í einu né neinu; hún hafi alltaf fengið að taka allar ákvarðanir sjálf. Því samsinnir móðir hennar. Betri móðir en margar Eldri stelpa Lilju, Karen Rós, er fimm ára gömul og á hún hana með sama manni og barnið sem hún á von á nú. En að sögn mæðgnanna hefur samband Lilju við barnsföður sinn gengið upp og ofan í nokkur ár. Yngri dóttirin, Helga Björg, sem er tveggja ára á hins vegar annan föður. Sú tveggja ára var eingöngu heima þegar blaðamann bar að garði og virtist hvergi banginn við blaðamanninn, heldur talaði heil ósköp og virtist alsæl með lífið. „Ég er að venja hana við í leikskólanum, en hún fær bara að vera hálfan dag- inn til að byrja með. Það verður að venja hana við áður en nýja barnið kemur í heiminn," útskýrir Lilja. „Ég tel það alveg öruggt að Lilja sé betri móðir en margar konur sem teljast með normal-greind, svo er hún mjög þolinmóð við börnin, alveg einstaklega. Ég hef reyndar alla tíð haldið því fram að Lilja sé bara svolítið á eftir, svolítið sein að hugsa þótt hún sé skilgreind þroskaheft,“ segir Helga. „Ég er líka nokkuð örugg með það að hún hafi ekki fæðst þroskaheft heldur hafi eitthvað komið fyrir hana þegar hún var ung. Þegar Lilja var nokk- urra vikna gömul þurfti hún til dæmis að gangast undir mjög erfið- an uppskurð þar sem hún hélt eng- um mat niðri. Það var hins vegar ekki fyrr en Lilja var orðin nokk- urra ára gömul að hún greindist þroskaheft.“ Bara ungbarna- eftiriitio Lilja hefur 86 þúsund í tekjur á mánuði, en þar inn í eru örorku- bætur, barnameðlög og barnabæt- ur. „Inn í þessu er líka umönnunar- styrkur með eldri stelpunni, um 4.000 krónur á mánuði, sem kemur til að því að þeir töldu hana í grein- ingu vera eitthvað á eftir,“ segir Lilja. Amman er þó ekki sammála þeirri greiningu. „Ég held að það sé vitleysa að hún sé á eftir. Börn eru auðvitað mjög misjöfn en ég get ekki séð að hún sé neitt á eftir jafn- öldrum sínum. Það sem ég held að sé með Karenu er að hún er bara svona þver. Hins vegar tel ég hana hafa verið setta í greiningu af því móðir hennar er á eftir og faðir hennar einnig, en hann fékk heila- bólgur þegar hann var lítill. Þetta er í það minnsta ekki það alvarlegt að hún þurfi að fara í sérskóla,“ segir hún. Hefur eitthvað veriðfylgst sérstak- lega með börnunum? „Nei, aðeins á sínum tíma í gegn- um þetta hefðbundna ungbarnaeft- irlit. Að öðru leyti hefur enginn haft afskipti af börnunum,“ segir Helga. Hvernig sástu lífið fyrir þér þegar þú varst yngri, áttir þú von á því að eignast fjölskyldu? „Nei, ég sá það aldrei fyrir mér. Nú gæti ég hins vegar ekki hugsað mér Iífið án barnanna minna. Þetta er það besta sem nokkur getur hugsað sér. Börn eru svo mikil lífs- fylling." En hvernig er svo daglegu lífi Lilju háttað? „Ég er heimavinnandi húsmóðir og hef reyndar aldrei unnið úti. En kannski geri ég það einhvern tíma í framtíðinni, þegar börnin eru orð- in stór. Ég geri því lítið annað en að hugsa um börnin mín, fer stundum út að hitta fólk, en afar sjaldan. Og svo stefni ég að því að komast í eig- ið húsnæði. Ég get þó ekki farið í leiguhúsnæði. Ég hef ekki efni á því. Ég verð að komast í félagslega íbúð. En stundum fæ ég frí frá for- eldrum mínum og þau frá mér og börnunum þegar þau fara upp í sumarbústað.” Lilja er einmitt vinkona ínu Valsdóttur sem einnig er þroska- heft. En hún sagði frá því á Stöð 2 á dögunum að litlu hefði munað að hún hefði gengist undir ófrjósemis- aðgerð. „Það er enginn vafi á því að ína getur séð um börn. Hún er mjög dugleg stelpa,“ segir Lilja. GK

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.