Helgarpósturinn - 13.10.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Blaðsíða 28
1- 28 Parið Elín Ásvaldsdóttir fyrirsæta og Arnór Bieltvedt, viðskiptafræð- ingur og myndlistarmaður, eru að gera það gott í landi tækifæranna, nánar tiltekið í St. Louis í Banda- ríkjunum. Meðal annars hefur Elín fengið atvinnuleyfi í þrjú ár sem er nokkuð sem eingöngu fyrsta flokks fyrirsætur fá, segir í bréfi frá parinu sem nýverið barst inn á borð MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 blaðsins. Elín hefur í nógu að snú- ast, meðal annars hefur hún komið fram í sjónvarpsauglýsingu fyrir pelsaframleiðanda, verið í ýmsum blöðum og bæklingum, auk þess að sýna á tískusýningum. Þá hafa út- sendarar frá Click í New York og Flash í Milano sýnt henni áhuga. Meðfram stundar hún nám í gler- gerð við Washington Univeristy í Arnór Bieltvedt listmálari og Elín Ásvaldsdóttir fyrirsæta gera það gott saman í St. Louis. frítíma sínum. Sambýlismaður hennar, Arnór, hef- ur hins vegar hlotið mastergráðu bæði í viðskiptafræði og myndlist, auk þess að hafa sýnt á nokkrum samsýningum, en hann sýndi í fyrsta sinn einn 25. ágúst síðastlið- inn. Islensk kona, Guðrún Ólafs- dóttir Newman sem rekur Paradise Gallery Sarasota í Florída gerðist á svipuðum tíma umboðsmaður verka Arnórs. Hann stundar einnig kennslu og hefur ráðið sig í eitt ár í einkamenntaskóla, sem viður- kenndur er fyrir sterka listadeild, þar í borg. Þau skötuhjú hyggja ekki á heim- ferð fyrr en í fyrsta lagi næsta sum- ar. Allir voru HOLL stiörnur í Það var snemma á árinu 1978 að Ólafur Laufdal keypti skemmtistað- inn Sesar í Ármúlanum, sem þá var að syngja sitt síðasta. Hann gjörbreytti staðnum, gaf honum naínið Holly- wood, og þegar hann opnaði 2. mars með pompi og pragt, var nýtt tímabil í íslenskri skemmtanamenningu haf- ið. Það er óhætt að fullyrða að fáir — ef nokkrir — skemmtistaðir síðan hafi komist nálægt „Holly“ að vin- sældum. Frá fyrsta degi var staðurinn troð- fullur og stemmningin í lagi, enda all- ir stjörnur í Hollywood. Opnunar- gestir áttu margir í erfiðleikum með að átta sig á allri dýrðinni, enda hver nýjungin annarri flottari, sama hvort rnenn horíðu oní gólf, upp í loít eða út í horn. Dansgólfið var upplýst og blikkaði í öllum regnbogans litum í takt við tónlistina, „diskókúla" skaut gneistum yfir höíði þeirra og stærsta undrið var fyrsta myndbandstækið á landinu. Þegar sýnd voru myndbönd með erlendum stórstjörnum störðu gestirnir á skjáinn og trúðu vart eigin augum. Nýjasta diskótónlistin frá Bretlandi, Bandaríkjunum og K-Tel dundi svo á hlustum manna úr full- komnara hljóðkerfi en menn áttu að venjast annars staðar frá. Staðurinn var opinn alla daga vik- unnar og fullur út úr dyrum ffá fimmtudegi til sunnudags. Það þýddi lítt að mæta seint, því strax klukkan tíu var komin löng biðröð fyrir utan. núverandi Þar norpuðu gæjarnir í þröngum sa- eigandi Casa- tínbuxum og skærlitum satínskyrt- blanca) sneri um, flegnum oní nafla, eða hvítum snúðum og jakkafötum með leðurbindi um háls- Maggí fíni inn. Hörðustu töffararnir bundu klút (Magnús um enni sér. Stelpurnar voru í strets- Kristjánsson, buxum og síðum bolunr bundnum í Stöð 2) sá um hnút á hliðinni eða polyesterpeysun- að kynna um sínum, ef þær voru ekki í satín- tónlistina og samfestingi. Háhælaðir skór og gloss m a g n a yfir skærbleikum varalitnum kórón- stemmning- uðu dásemdina. Málið var _________ ______ að vera töfF í tauinu og §eta 1 sorduriMdttrúðfþm^'"^ dansað. Fyrirmyndirnar Sýningarsamtök voru sóttar í Saturday Night ben(||ud væn(b Fever og menn urðu að hafa si.mxnd mrum mNorAuMnd sporin og taktana á hreinu. Þeir bestu mættu snemma til að hafa pláss til að sýna tilþrifin. Fyrstu tvö árin spilaði engin hljómsveit í Hollywood, að sögn Ólafs Lauf- dal þýddi ekkert að bjóða upp á slíkt — fólkið vildi diskó og aft- ur diskó. „Diskóið var algjörlega ríkjandi á þessum tíma, það var sú tónlist sem fólk vildi heyra og dansa við.“ Og fólkið dansaði og dansaði út í eitt. Villi (Vilhjálmur Ástráðsson, m c s. 'm J L. 3 -4) «0 1 ? ra c. 1« 2 • •S V una. Ásgeir Tómasson og Leópold Sveinsson voru líka plötusnúðar í Hollywood. „Við lögðum mikla áherslu á að bjóða eingöngu upp á nýj- ustu tónlistina, alla vega ffá fimmtudegi til sunnudags," sagði Le- ópold. „Village People, Bee Gees, Ko- ol & the Gang, Marvin Gaye, Forrest, Donna Summer, Michael Brown og Sister Sledge voru alltaf mjög vinsæl á þessum árum. Svo voru alltaf valin tíu vinsælustu lög Hollywood. Spiluð voru nokkur lög fyrir nokkurra manna dómnefhd og gaf hún hverju lagi einkunn með því að rétta bleik spjöld upp í loffið, þar sem á stóð hvað lagið hlyti mörg stig. Það þótti mjög flott að komast í þessa dóm- nefnd, sem var valin úr gestum stað- arins. Enda var hún staðsett á miðju dansgólfinu og borið í hana kampa- vín. En það var gert meira en að dansa í Hollywood, mikið var líka um alls kyns uppákomur aðrar. Plötusnúðar voru fengnir frá Englandi og Hol- landi, svo og erlendir tónlistarmenn eins og John Paul James with Amour, „heimsfrægt" breskt söngtríó, sem flutti látbragðsleilc við und- irleik eigin tónlistar og þótti töff. Baldur Brjánsson sagaði sundur konur og Halli og Laddi sáu um húmorinn, það var farið í Stjörnuferðir til Ibiza, hald- in grímuböll og lim- bókeppni, hár- greiðslusýningar, hingó og fleira. Mod- el ‘79 héldu tískusýn- / ingar um hverja , helgi. Model ‘79 Matthildur, Guðmundsdóttir (Lóló) var ein aðal- ' manneskjan í Model ‘79. „Við sýndum alltaf í Hollywood á sunnudögum og stundum offar. Samtökin voru stofnuð mikið til að ffumkvæði Óla Laufdal og ætl- unin var að reyna að gera tísku- sýningar að meira „showi“ en verið hafði. Við fléttuðum inn í þetta dansatriðum og reyndum að hafa léttara yfirbragð á sýningun- um. Þetta varð rosalega vinsælt og við slógum í gegn. Fólk kom á sunnudögum til að horfa á sýning- arnar og það sá varla vín á nokkr- um manni, fólk kom til að vera í þessari stemmningu sem var svo mikil í kringum okkur, hvar sem við sýndum," segir Mattlrildur. Danssýningar En það voru ekki bara tískusýning- ar í Hollywood, Óli bauð gestum sín- um líka að horfa á jazzballettsýningar á vegum Dansstúdíós Sóleyjar. Ein af þeim, sem hvað duglegastar voru við að dansa fyrir gestina á þessum tíma, var Unnur Steinsson. „Ég átti auð- vitað ekkert að komast þarna inn, en maður fór ekkert þegar sýningin var búin. Maggi Kristjáns var auðvitað líka allt of ungur, en hann var nú samt að vinna þarna og það voru fleiri þarna í yngri kantinum á svipuðum forsendum. Þetta var stíft prógramm Q. . J£ w 3 t 5 S tn CO .* 2=0! fll §’ C i K S 1 5 2 5 en skemmtilegt og ekkert nema gott eitt um það að segja.“ Ólafur Laufdal, Hollywoodmógúll færði íslendingum glimmer, blikkandi gólf, geislandi kúlur og The Nolans - muniði ekki eftir þeim? Hollywood nafli alheimsins í Hollywood var allt „inn“ lið bæjarins saman kornið og stór hluti þess var einmitt í Model ‘79>“ segir Leópold. Þar á meðal þær Kristín og Sigrún Waage, Bima Guðmundsdóttir, Brynja Nordquist, Dúddi rakari, íris Sveinsdóttir, Viktor Urbancic, ReynirVign- isson og Helga Möller. Svo hafi tískubúðageng- Reynir Vignisson sýnir nýjustu tjúttarana. „Maður var klæddur eftir nýjustu diskótísk- ið verið áberandi, íþróttamenn og poppstjörnur mættu þarna í hrönnum, þeir Bjöggi Halldórs og Gunnar Þórðar voru tíðir gestir. „Það var mikið af „stjörn- um“ í Hollywood, fólk kom þarna til að sýna sig og sjá aðra. Það var oftast orðið ffillt strax klukkan tíu. Samt var enginn áberandi fullur. Það var alltaf röð fyrir utan og til að bæta fólki það upp voru leiddir há- talarar út og þjónar fóru og buðu tröppu- gestum veiting- ar. Það var líka oft að fólk kynntist í röð- inni og fór aldr- ei inn heldur beint upp í leigubíl og heim.“ F 1 e s t i r héldu þó leng- ur út í biðröð- inni og létu misjöfn veður ekkert á sig fá. Fólk stappaði niður glans- andi mokka- sínum og flug- beittum hæl- um og blés í gaupnir sér. Gæjarnir máttu helst ekki vera í ffakka, því þeir huldu töffaragallann. Húfa var auðvitað alveg út úr dæm- inu enda vart til neitt hall- ærislegra og Jón Baldvin var ekki búinn að innleiða hattinn aftur. Stelpurnar voru betur settar um sig miðjar, en hausinn á þeim var jafn varnarlaus fyrir slyddunni og á strákunum, og fæstar stigu þær heitum fótum inn fyrir gleðinnar dyr. Nema auðvitað þær, sem voru svo heppnar - eða forsjálar - að vera í ii'ii Ixt v. Q) 1, B W J < >g O g * C C\i > 3 *= í-! 3 3 )© ö) ? E I > ro — > « ~ t ‘Z “O 2 "D * I £ J III “ _ ra .3 r ' ra -o. a ;q S | O) 'O a) o) ra S S e ‘c > c o c 2 E -9 :0 § O £ (/) > JC

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.