Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 r Öqeð feJJaustu fréttir vi k unna íslenskur íjölmiðlasigur í Wasington „Þið takið enga mynd af forsetunum saman“ sagði fulltrúi Hvíta hússins við íslensku blaðamennina nokkr- utn mínútum áðuren myndin var tekin. Þessa fyrirsögn mátti sjá í DV á mánudaginn en undir henni mátti lesa afrakstur ferðar fréttastjóra blaðsins, Guðmundar Magnússonar fyrrum þjóðminjavarðar, til Washington ásamt öðrum blaðamönnum í boði Flugleiða. Ekki er kvittað fyrir „fréttina" en gera verður ráð fyrir því að Guðmundur hafi skrifað þetta sjálfur. Greinin hefst á langri og leiðinlegri frásögn af stælum íslenskra blaðamanna við frilltrúa upplýsingaþjónustu Hvíta hússins sem vildi ekki Íeyfa þeim að mynda forsetana. Það dregur til tíðinda þcgar Einar Sigurðsson kemur hrað- skreiður út úr skrifstofu aðstoðarblaða- fulltrúa Bandaríkjaforseta og tilkynnir að einn ljósmyndari megi fara á fund- inn. Greinilega var enginn íslenskur Ijósmyndari með í för því einhverra hluta vegna verður það Guðmundur sem fer inn. Eitthvað bráir af greinar- höfúndi í allri þessari sjálfhverfhi því þegar þarna er kontið sögu segir: „Var ekki laust við að hann væri óstyrkur með myndavélina enda var þetta fyrsta fféttamyndin sem hann var að taka á blaðamannaferli sínum en við hlið hans var þrautreyndur ljósmyndari Hvíta hússins sem hélt að þarna væri kominn starfsbróðir hans frá Islandi." En Adam var ekki lengi í Paradís (þó einhver gæti flokkað þetta sem upp- gerðarhógværð) því nú kemur í ljós að penni DV er hinn ánægðasti með út- komuna: „En út úr þessu komu ljómandi myndir og var sú fyrsta birt á baksíðu Morgunblaðsins á sunnudag, enda var fyrirfram um það samið að ntyndirnar væru til notkunar fyrir alla íslensku blaðamennina. Mun það í fyrsta skipti sent Morgunblaðið birtir myndir eftir fréttastjóra DV.“ Kannski er þessi frétt langt á undan sinni samtíð. Kannski eiga fjölmiðlar einmitt að snúast um sjálfa sig og hvern- ig fjölmiðlafólki líður við störf sín. Lík- lega eru lesendur ógeðfelldi faktorinn í þessu máli öllu: Þeir virðast ekki þola þá sem eru sáttir við störf sín eins og DV og Kristján Jóhannsson vita mæta vel. Þá er einnig ógeðfellt að Mogginn skuli njóta góðs af myndum Guðmundar — myndum sem hvaða áhugamaður í Ijós- ntyndun getur talist fullsæmdur af — og sýnir það ekki einmitt drenglyndi Guðntundar að hann telur það ekki eft- ir sér að mynd eftir sig sé ílaggað á bak- síðu Moggans? En það sem er ógeðfelld- ast við þetta allt saman er að þessi 15 mínútna fúndur Vigdísar og Clintons hefúr augljóslega ekki verið um neitt og ekki er það Guðmundi að kenna, né heldur Flugleiðamönnum ef því er að skipta, sem voru svo rausnarlegir að borga undir hópinn alla leið til Wasing- ton. ■ Jóhann Guðjónsson fæddist með sjaldgæfan hjartagalla sem uppgötvaðist við fjögurra mánaða aldur. Níu mánaða var hann sendur í aðgerð til London. Aðgerðin heppnaðist vel en í kjölfarið fékk hann hastarlega sýkingu og vegna meintra mistaka læknanna úti var hann ekki sendur í öndunarvél fyrr en of seint. Súrefni barst því ekki til heilans sem skemmdist mikið. f dag er Jóhann fimm ára og fjölfatlaður. Foreldrarnir eru enn að berjast fyrir að fá mistökin viður- kennd og fá skaðann bættan. 33 í erfiðleikunum lærir maður að meta hve lífið er „í öllum þessum erfiðleikum lær- ir maður að meta hvað lífið er dýr- mætt og heilsan mikilvæg,'1 segir Svava Sigurðardóttir. Hún býr nú á Selfossi ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Jóhannssyni, og fimm börnum þeirra; Sigvarði 15 ára, Ellen 10 ára, Helgu 7 ára, Jóhanni 5 ára og Daníel sem er 3 ára. Næstyngsta barnið, Jóhann Guð- jónsson, er fæddur þann 12. maí 1989. í dag er hann fjölfatlaður, andlega og líkamlega, vegna meintra læknamistaka í London fýrir nærri fimm árum. Þrátt fyrir stöðuga baráttu hafa mistökin ekki fengist viðurkennd og engar skaða- bætur fengist greiddar. Hefði látist fyrír tveggja ára aldur „Það fóru fyrst að heyrast tor- kennileg hljóð í honum þegar hann var tveggja mánaða gamall og þegar hann var fjögurra mánaða var hann sendur til öryggis suður til Reykja- víkur í skoðun. Hann var það stór og ekkert sást á honum svo að menn héldu að ekkert væri að. Yfir- leitt eru þessi börn mjög veik en það ...Davíð má halda opinbera veislu á Þingvöllum fyrir Donovan, aukaleikara í sjónvarpsmynd Hrafns, vinar síns... ...má Friðrik Sophusson fjármálaráðherra halda hanastél fyrir vinkonur eiginkonu Hrafns úr saumaklúbbnum. ...má Ólafur G. Einarsson hlutast til um að sonur Hrafns verði valinn í unglingalandsliðið ífótbolta. ...má Halldór Blöndal leggja bundið slitlagá heimdragann að húsinu hans Hrafns á Laugarnesinu. ...má Þorsteinn Pálsson úthluta Hrafni kvóta efhann langaði að róa sér til fiskjar snemma á morgnana. var Jóhann ekki. Á Landspítalanum var hann settur í hjartasónar og þá kom í ljós mjög sjaldgæfur hjarta- galli. Okkur var sagt að ef ekkert væri að gert rnyndi hann í hæsta lagi ná tveggja ára aldri,“ segir Svava Sigurðardóttir um upphaf málsins. I ljós kom að Jóhann var haldinn mjög sjaldgæfum hjartagalla sem samkvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS hefur ekki áður greinst hér á landi. Sérfræðingur sem rætt var við sagði að um væri að ræða þrengsli undir ósæðarloku. í þessu tiltekna tilviki var það lokan sem er á milli vinstri gáttar og vinstri slegils sem hafði fest vitlaust ofan í hjartað. Lokan hafði fest undir ósæðarlok- una og þannig ollið þrengingu frá hjartanu og út til likamans. Hér á landi var í raun lítið hægt að gera og Ijóst að Jóhann þyrfti að fara sem fyrst í aðgerð erlendis. Ákveðið var að aðgerðin yrði fram- kvæmd á Harley Street Clinic sjúkrahúsinu í London. Jóhann varð níu mánaða gamall, daginn sem þau fóru utan og daginn eftir, 13. febrúar 1990, var aðgerðin fram- kvæmd. Þetta var flókin aðgerð sem tók rúma fjóra klukkutíma og tókst mjög vel. Heilaskemmdir vegna súrefnisskorts „Aðgerðin sjálf tókst mjög vel,“ segir Svava. „Það er í eftirmeðferð- inni sem hann fær sýkingu og það kemur í ljós tveimur sólarhringum eftir aðgerð. Honum er strax geftn sýklalyf og ýmsar rannsóknir gerð- ar. Það sem fer hins vegar úrskeiðis er að strax klukkan tíu um morgun- inn blánar hann upp en hann var hins vegar ekki settur í öndunarvél fyrr en klulckan 18 um kvöldið. Heilinn varð fyrir miklu áfalli, nægilegt súrefni komst ekki til heil- ans og hann verður fyrir miklum heilaskemmdum á þessum átta klukkutímum. Það er mat sérfræð- inga, og Landlæknir hefur úrskurð- Jóhann GUÐJÓNSSON Þessi mynd er tekin daginn áður en hannfór utan í aðgerðina, þegar Jóhann er níu mánaða gamall. Aðgerðin heppnaðist vel en í kjölfarið fékk hann hastar- lega sýkingu sem leiddi til þess að súrefni barst ekki til heilans. að, að það hefði mátt koma í veg fyrir heilaskaðann ef það hefði verið gripið inn í strax. Þeirra mat er að læknarnir hafi vanmetið ástandið." Svava segir að hann hafi þá verið tengdur við alls kyns vélar, öndur- vél og nýrnavél þar sem nýrun voru hætt að starfa. „Það var bara reynt að halda í honum lífi. Hann var á milli heims og helju í nokkra daga og meðvitundarlaus í 17 daga. Ástæðan var að upphaflega þurftu þeir að svæfa hann til þess að líkam- inn myndi hægja á starfseminni á meðan hann væri að reyna að jafna sig. Þeir voru í raun mjög hissa að hann skildi lifa þetta af.“ Fjölfatlaður vegna meintra mistaka „Það var ekkert hægt að gera eftir að mistökin komu í ljós, þeir sögðu bara fyrirgefið þið, við gerðum mis- tök,“ segir Guðjón Jóhannsson, fað- ir Jóhanns. Allt í allt var Jóhann í fjórar vikur á spítalanum í London, meðvitundarlaus mestan tímann. Foreldrarnir og sérfræðingar eru sammála um að nær engin hætta hafi verið á mistökum af þessum toga og hér hafi því verið um algjört undantekningartilvik að ræða. Þegar þau fengu að fara heint fór Jóhann beint á Landspítalann og var ekki útskrifaður fyrr en þann 18. maí um vorið. „Okkur var sagt að það væru litlar sem engar vonir um bata. Hann var lamaður og sýndi engin viðbrögð. Þessi heilaskemmd gerði það að verkurn að hann er fjölfatlaður,“ segir Svava. Jóhann er nú fimm ára og hefur farið ótrúlega mikið fram, að sögn foreldra og sér- fræðinga. Fyrir tæpum tveimur ár- um fór hann að reisa sig upp og fyr- ir þremur mánuðum fór hann að geta skriðið um. Hann getur sagt einföld orð eins og mamma og pabbi og nei og já en Svava segir að hann skiiji töluvert það sem sagt sé við hann. Það segir hún að sé ekki síst að þakka mjög góðri umönnun. Fjárhagsörðugleikar og flutningar Svava er frá Mosfellssveit og Guðjón er frá Fáskrúðsfirði en þau höfðu búið saman í Vestmannaeyj- um. Vegna spítalavistar stráksins þurftu þau að búa um fjögurra mánaða skeið í Grindavík. Veikind- in hafa eðlilega komið illa við fjár- hag fjölskyldunnar. Guðjón var á sjónum með góðar tekjur en varð að hætta því vegna veikindanna. Að auki fannst þeim þjónustan sem boðið var upp á í Vestmannaeyjum ekki nægileg og því fluttu þau til Selfoss fyrir rúmu ári síðan. Þar eru þau mjög ánægð og segja þjónust- una þar til fyrirmyndar og líklega þá bestu sem völ er á í landinu. Aðra hvora viku er hann í vistun á ný- opnuðu sambýli fyrir fjölfötluð börn á Selfossi en annars er hann heima hjá fjölskyldu sinni. Að auki sækir hann leikskóla og aðra þjón- ustu á Selfossi. Svava segir að ef bat- inn haldi áffam, stefni þau að því að hafa hann meira heima hjá sér. Hún segir að þetta hafi verið erfiðara fyrst, þegar hann var yfirleitt veikur,

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.