Helgarpósturinn - 22.12.1994, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Qupperneq 3
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Ég hélt aö Kútur væri búinn að Já, það er einmitt þess jafna sig af þessari síþreytu vegna sem hann fór núna. sem hrjáði hann. Hann var of þreyttur áður. Karl Th. kominn heim til kratanna ■ Mikið veitt og mikið slegist á Ótttari Birtingi .Ajþýðublaðinu hefur bæst liðsauki úr vægast sagt óvæntri átt. í gær mátti lesa ritdóm á síðum blaðsins eftir Karl Th. Birgisson, ritstjóra Heimsmyndar og fyrrver- andi ritstjóra Pressunnar. Ritdómurinn sjálfur er ekki sérstaklega í frásög- ur færandi heldur hitt að Karl hefur ekki beinlínis verið vel þokkaður af forystu Alþýðuflokksins síðustu misserin. J.ón Baldvin Hannibals- þennan fyrrum aðstoðar- mann sinn í fjármálaráðu- neytinu undir rós á flokks- stjórnarfundi flokksins í haust þegar tekist var á um hvort Guðmundi Árna Stef- ánssyni bæri að segja af sér ráðherradómi. Guðmundur Árni er heldur ekki par hrif- inn af Karli, enda var Pressan dugleg við að upplýsa þau mál sem að lokum leiddu til falls ráðherrans. Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, tekur því áhættuna á því að styggja bæði formanninn og varaformanninn og þar með báða armana í flokknum með því að nýta sér starfskrafta Karls. Og það sem meira er þá á Jón Baldvin sæti í stjórn blaðsins. Kaldur karl Hrafn... A þriðjudaginn í síðustu viku birtist frétt í Mogganum um slags- mál í flugstöðinni á Egilsstöðum. Þar áttu í hlut sjómenn á togaran- um Óttari Birtingi, sem var nýkom- inn úr Smugunni og áhöfnin á leið til Reykjavíkur. Slagsmálin enduðu með því að fimm áhafnarmeðlim- anna voru fjarlægðir af lögreglunni og misstu þeir því af flugvélinni. Erjur af þessu tagi eftir langa túra á sjó eru ekki í frásögur færandi sem slíkar en þremur dögum eftir frétt Moggans birtist önnur fr étt í blað- inu um sömu áhöfn. Þar er getið lé- legra aflabragða í Smugunni í vetur en sagt að andinn um borð í Óttari Birtingi sé samt góður og auk fé- lagsvistar og skákmóta dundi strák- arnir sér við að spila körfubolta í frítíma sínum. Það er spurning hvort hnefaleikakeppni verði ekki sett fljótlega á dagskrá... Lof ...fær Ólafur Ragnarsson hjá Vöku-Helgafelli fyrir frábæra markaðssetningu á Ólafi Jóhanni Ólafssyni sem ritsnillingi. í hvert sinn sem bók eftir Sony-forstjór- ann kemur út tekst að sannfæra þjóðina um að hann sé frábær rit- höfundur þrátt fyrir ákafar mót- bárur gagnrýnenda. h Last ...fær íslensk getspá fyrir að slá sig til riddara með því að gauka einhverjum aurum til Mæðra- styrksnefndar fyrir viku. „Nú er sá árstími runninn upp þegar þörfin er hvað mest,“ segja fulltrúarnir um leið og þeir keyra hjólbörur af monnípeningum í full bakher- bergin og skara eld að eigin köku. Af hverju heyrast aldrei tölur um hve margir tapa í lottóinu? Og þykjast þessir gaurar aldrei hafa séð titrandi mæður eyða mjólkur- peningum í þetta nákvæmlega vonlausa „bett“? Ekkja Óla í Olís sem sór þess eið að lesa aldrei bókina um eiginmann sinn Las bókina í laumi I þann mund sem menn settust niður og ákváðu að skrifa um eitt af viðskiptaundrabörnum Islands í seinni tíð; Óla Kr. Sigurðsson, eða Óla í Olís, komu upp deilur á milli ekkju hans Gunnþórunnar Jónsdóttur og höfundarins, Bjarka Bjarnasonar, um hvaða aðferðum skrifa skyldi beitt við rit- un sögu hans. Að sögn Benedikts Kristjánssonar, eins af forvígis- mönnum Skjaldborgar, sem gefur út bókina, stóð ágreiningurinn um það hvort skrifa ætti um Óla sem prúða piltinn sem er lenska í ís- lenskri ævisagnarritun ellegar hvort segja ætti söguna alla. Itrekað var reynt að snúa ekkjunni á sveif með þeim sem vildu segja söguna alla, en allt kom fyrir ekki. Lyktir mála urðu þvi þær að Gunnþórunn vildi ekkert 'af bókinni vita og sam- kvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS sór hún þess dýran eið að þessa bók skyldi hún aldrei opna. Flestir aðrir aðstandendur Óla Kr. voru hins vegar á eitt sáttir um að sagan öll yrði sögð, þar á meðal munu foreldrar Óla hafa veitt liðsinni sitt við ritun bókar- innar. Svo leið og beið og þegar bókin kom út kom á daginn að flestir sem best þekktu Óla höfðu lagt hönd á plóginn, nema Gunnþórunn sem enn stóð fast á sínu. Engu að síður segist Benedikt hafa tekið á það ráð, upp á sitt eins- dæmi og svona fyrir kurteisissakir, að senda ekkjunni eintak af bók- inni, eins heitu og það getur komið út úr prentsmiðjunni, eða daginn fýrir útgáfudag. Hann setti bókina í umslag merktu Gunnþórunni og gerði sér ferð að heimili hennar, en þar sem hún var ekki viðlátin skildi hann bókina eftir í póstkassa utan við hús hennar og hugðist svo láta hana vita. Af einhverjum ástæðum fórst það hins vegar fýrir. En dag- inn eftir, þegar bókin var komin í búðir, birtist sonur ekkjunnar með bókina í umslaginu og skilaði henni fyrir hönd móður sinnar. Hún ætl- aði að standa við orð sín; að lesa ekki bókina. Þótt Benedikt gerði sér vonir um að fá ekki bókina aftur átti hann allt eins von á þessu. Þeg- ar hann svo opnaði umslagið og skoðaði bókina kom í ljós að það var komið þjófavarnarmerki aftan á eintakið, líkt og notað er í bóka- verslunum Eymundsson. MORGUNPÓSTURINN leitaði til Gunnþórunnar Jónsdóttur með þessa frásögn Benedikts en hún tók alfarið fyrir að tjá sig um málið.GK Gunnþórunn Jónsdóttir Endur- sendi bókina um eiginmann sinn, Óla í Olís, bara ekki sama eintak og útgefandinn sendi henni. VSÍ mun vísa vinnudeilum til ríkissáttasemjara ef verka- lýðsfélögin standa ekki saman að samningum Vísa öllum vinnudeilum til ríkissáttasemjara í janúar Vilja semja a sama borði um ekkineitt, segirBjöm Grétar Sveinsson. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- m .... -■Ttiwf' stjóri VSÍ. m „Þetta getur orðið strax um Æ eða upp úr I jf miðjum janú- V ÉM ar.“ \m Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamanna- sambandsins. „Þór- arinn vill bara koma þessu öllu inn á sama borðið og semja helst um ekki neitt." Um áramótin eru nær allir kjara- samningar lausir, meðal annars samningar allra aðildarfélaga ASÍ og opinberra starfsmanna. Vinnuveit- endur hyggjast því vísa öllum kjara- samningum til ríkissáttasemjara en Þórir Einarsson tekur við þeirri stöðu um áramótin. „Það liggja ekki fýrir áform um að vísa þessu til sáttasemjara strax. En það er hætt við því að hjá því verði ekki komist ef það verður ekki meiri samstaða með verkalýðsfélög- unum heldur en nú eru horfur á,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. „Ef verka- lýðsfélögin halda sínu striki með að standa hvert og eitt eða mjög skipt að þessum viðræðum og ganga mjög hart eftir viðræðum gæti þetta orðið strax núna um eða upp úr miðjum janúar." Þórarinn segir þessa leið hafa verið farna áður en það minni þá hins vegar ekki á góða tíma. „Þetta gerir okkur mögulegt að halda uppi viðræðunum nokkuð samhliða, þannig að einn aðili keyr- ir ekki fram úr öðrum í því efni. Því þó að verkalýðshreyfingin kjósi að koma fram með mörg mismunandi viðhorf í þessum viðræðum þá hljóta viðhorf okkar að vera býsna svipuð frá einum fundi til annars.“ „Þetta hefur ekki verið borið undir okkur svo þú ert að færa mér nýjar fréttir,“ segir Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ. Hann segir þó að þetta ætti ekki að koma neinum á óvart að þeir vilji fara þessa leið ef samningar takist ekki nokkrum vik- um eftir að þeir væru lausir. „Það getur vel verið að það breyti ein- hverju um efnistök á málinu en efn- islega breytir það ekki miklu.“ Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands Is- lands, segir að þetta hafi ekki verið orðað við þá. „Við höfum náttúr- lega samið inni hjá sáttasemjara og þar eru góð húsakynni. En mér finnst vera voðalega mikill tauga- titringur í þeim blessuðum. Hins vegar breytir þetta ekki öllu. Við verðum í þeim sérkjaraviðræðum sem við þurfum eins lengi og við þurfum þangað til við fáurn niður- stöðu í þeim málum sem við ætlum. Þetta er bara þankagangur í þessari atburðarrás hjá Þórarni. Hann vill bara koma þessu öllu inn á sama borðið. Við vitum alveg hvað þeir vilja. Semja helst um ekki neitt.“ pj Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum stendur í ströngu Veiðarfæri upp á 3 milljónir hurfu um miðja nótt fundust aftur um kvöldmatarleytið í gær. Seint í gærkvöld var sýslumaður- inn í Vestmannaeyjum, Georg Kr. Lárusson, enn að vinna að kyrr- setningaraðgerð á veiðarfærum og öðrum búnaði úr skipinu Dranga- vík VE 555. Veiðarfærin eru í eigu íslandsbanka eins og skipið, en þau höfðu verið í vörslu Sigurðar Inga Sigurðssonar, fýrrum útgerðar- manns Drangeyjunnar, þar til í gær. Samkvæmt heimildum MORGUNPÓSTSINS hurfu veið- arfærin, eða hluti þeirra úr sínum fýrri geymslustað aðfaranótt mið- vikudags í kjölfar þess að sýslumað- ur greindi Sigurði frá fyrirhugaðri kyrrsetningaraðgerð. Þegar blaðið náði sambandi við sýslumann seint í gærkvöldi vildi hann ekki segja annað en að það væru engin veiðar- færi týnd og að hann væri að vinna að kyrrsetningaraðgerð á þeim. Drangavíkin, sem var aflahæsta skip landsins á síðasta kvótaári, var Sniglaveislan söluhæst Þá er hann fyrirliggjandi met- sölulisti bókabúða Eymundssonar frá 27. nóvember eða allt frá því að jólabókasala hófst að einhverju viti að því að æsingurinn nær hámarki. Sé listinn borinn saman við Iista sem taldi sölu vikuna 11.-18. des- ember eru nánast engar breytingar. Það eru sömu bækurnar sem eru á topp tíu utan að bókin Villtir svan- ir, eftir Jung Chang í þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar skýst upp fyrir strikið og ýtir Guðbergi Bergssyni og bókinni Ævinlega út af kortinu. Önnur tíðindi eru engin neraa Sniglaveislan fer úr öðru í það fyrsta sem Að elska er að lifa sat í en dettur nú niður í fjórða sætið. Sé listinn borinn saman við lista sem telur sölu vikuna 4.-10. desember er meiri munur. Þá má fmna á topp tiu bækurnar Bankabókin eftir Örnólf Árnason, Ormagull smá- sögur, Kvikasilfur eftir Einar Kára- son og Bókasafnslögguna eftir Stephen King. En öll topp fimm sætin hafa haldið sínu striki sem gefur ákveðna hugmynd um niður- stöðuna eftir Þorláksmessukaupin en á þessum eina degi fer fram allt að þriðjungur bóksölu yfir allt árið! og munar um minna. Það getur því ýmislegt gerst enn. JBG Eymundsson ** listinn frá 27. 11. 1994 1. Sniglaveislan Ólafur Jóhann Ólafsson 2. Enn fleiri athuganir Berts A. Jacobsson og Sören Olsson 3. Fólk og firnindi Ómar Ragnarsson 4. Að elska er að lifa Hans Kristján Árnason 5. Grandavegur 7 Vigdís Grímsdóttir 6. NBA-stjörnurnar Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson 7. Óskars saga Halldórssonar Ásgeir Jakobsson 8. Amó Amas Þorgrímur Þráinsson 9. í luktum heimi Fríða Á. Sigurðardóttir 10. Villtir svanir Jung Chang seld á uppboði í sumar að kröfu ís- lándsbanka. Sigurður Ingi sem ver- ið hafði útgerðarmaður skipsins fram að þeim tíma, átti hæsta boð- ið, en gat ekki staðið við það. Sig- urður kærði hins vegar uppboðs- beiðnina vegna formgalla og hélt áfram að gera út skipið, allt þar til Hæstiréttur úrskurðaði það eign Is- landsbanka seinnipartinn í nóv- ember og var skipið þá kallað til hafnar. Þegar í land kom lét Sigurð- ur hífa öll veiðarfæri og ýmsan annan búnað frá borði og tók í sína vörslu, þrátt fyrir að skipið hefði verið slegið bankanum með öllum búnaði. Á þriðjudag kallaði sýslumaður Sigurð á sinn fund og sagði honum frá væntanlegum kyrrsetningarað- gerðum eins og fyrr greinir. Sigurð- ur sagði sýslumanni hins vegar að slíkt væri algjör óþarfi, þar sem hann stæði í samningaviðræðum við væntanlega kaupendur skipsins út af veiðarfærunum. Sýslumaður- inn ákvað í framhaldi af þessu að fresta aðgerðum til miðvikudags, en um nóttina bar það hins vegar til að veiðarfærin, og allur búnaður annar, sem var í vörslu Sigurðar, hvarf úr geymslunni. I gær komst sýslumaður síðan að því að Sigurð- ur hefði ekkert með slíkar samn- ingaviðræður að gera og hugðist því framkvæma kyrrsetningarað- gerðina, en kom þá að tómum kof- anum. Hóf sýslumaður þegar leit að veiðarfærunum, og fann þau í gám á höfninni. Um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi var svo skipstjór- inn, Magnús Rikharðsson kali- aður niður á höfn ásamt stýri- mönnum skipsins, til að bera kennsl á veiðarfærin, og staðfestu þeir að þarna væri um rétt veiðar- færi að ræða. æöj v * 2V" V--- ' ■ . HAFÐU GOTT I HUGA Ulíl TOLIH Konfekt frá Nóa Síríusi er alltaf viöeigandi og vel þegið. Tilvalin jólagjöf sem er allt í senn,- rómantisk, falleg, skemmtileg og einstaklega ljúffeng Sýndu hug þinn með konfekti frá Nóa Síriusi. ,. -- -* - -

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.