Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 7

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Page 7
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 í dag verður gengið endanlega frá starfslokum Sigurjóns Sighvatssonar Siguijón hættur hjá Propaganda „Umfang stjórnunarstarfa minna íyrir Propaganda var orðið þannig að það truflaði að ég gæti einbeitt mér að því að búa til bíómyndir, sem ég hef mikinn metnað til að gera,“ segir Sigurjón Sighvatsson en hann mun um áramótin hætta núverandi störfum sínum fyrir kvikmyndafyrirtækið Propaganda sem hann stofnaði ásamt félaga sín- um Steve Golin íyrir átta árum. „Mér fannst ég kominn svo langt frá því sem ég upphaflega vildi gera. Propaganda sem var í byrjun ákveðið tækifæri var í rauninni orðið þrándur. Ég hafði orðið svo mikið á minni könnu dagsdaglega að ég hafði í rauninni lítið tækifæri til að vinna að þeim skapandi þátt- um sem ég hef áhuga á. Þegar ég seldi fyrirtækið átti það að verða til þess að ég gæti einmitt haft tæki- færi til þess að einbeita mér meira að þessu, en það æxlaðist töluvert öðruvísi. Kannski gerðist það bara vegna þess hvað ég tók sjálfur alltaf mikið að mér, þegar maður er kominn af stað með ákveðna hluti vill maður ganga frá þeim. Og smám saman festist ég alltaf meira og meira við skrifborðið. Það var orðið spurning um áð breyta þessu og komast meira út í hina daglegu famleiðslu aftur.“ Sigurjón segir að það hafi verið ákveðin spenna í fyrirtækinu sem átti þátt í því að hann tók þess ákvörðun en hann ítrekar að sú spenna hafi ekki haft úrslitaáhrif um það að hann ákvað að hætta. „Fyrirtækið er nú komið á gott ról og mér fannst þetta einnig vera orðin spurning um að einfalda líf mitt aðeins. í dag hef ég efni á því fjárhagslega og á annan hátt. Ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af lífinu dag frá degi, svo ég hugsaði bara með mér: ég get kannski gert aðeins minna og haft það jafn gott.“ Aðspurður hvort Propaganda hafí skilað honum miklu í aðra hönd svarar Sigurjón: „Það er mjög afstætt. Á íslenskan mælikvarða er það örugglega mjög gott, á bandarískan mælikvarða þokkalegt og á Hollywood-mæli- kvarða svona viðunandi.“ Vill einbeita sér að bíómyndum Propaganda gat sér fyrst orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda og aug- lýsinga. Fyrirtækið hefur haldið sterkri stöðu sinni á þeim markaði og var Sigurjón meðal annars í stóru viðtali í tímaritinu Interview í október um þátt hans og fyrirtækis- ins í að hefja tónlistarmyndbanda- gerð til vegs og virðingar. Aðspurð- ur hvort tónlistarmyndbandagerð- in hafí ekki fullnægt listrænum metnaði hans svarar Sigurjón: „Ég hef haft verulega gaman af auglýsinga- og tónlistarmynd- bandaiðnaðinum. Framlag okkar í þessum efnum hefur verið töluvert og í raun má segja að við höfum gjörbylt þessum bransa, sérstaklega tónlistarmyndböndunum sem ég kom mest nálægt. Propaganda var upphaflega stofnað út úr neyð, vegna þess að við komumst ekki inn í kvikmyndaiðnaðinn, en svo varð fyrirtækið að leið til þess að komast inn í bransann. Neyðin varð að leið. Þessir hlutir voru því mjög samhangandi þegar fyrirtæk- ið var í ákveðinni stærð. Svo hélt þessi snjóbolti áfram að rúlla og hlóð alltaf utan á sig. Og þegar maður er kominn með 150 manns í vinnu og 400 manns á launaskrá er spurning hvað maður getur gefið sig í mikið. Mér fannst ég orðið ekki geta gefxð öllu þessu nógu mikinn tíma. Bæði tónlistarmynd- banda- og auglýsingaiðnaðurinn hafa verið að breytast mjög hratt og ég tel nýtt tímabil framundan í báðum greinum. Það þyrfti mjög mikinn kraft og vinnu ef ætti að halda Propagranda í sömu deild og fyrirtækið hefur verið og mér fannst kominn tími til að snúa mér að öðru. Ég er maður á fimmtugs- aldri og þótt MTV sé ágætt er það meira fýrir son minn en mig í dag. Ég vil ekki viðurkenna að ég gæti þetta ekki, en ég varð að ákveða hvað ég vildi, út frá lífi mínu í heild. Ég kom til Hollywood til þess að gera bíómyndir og ég hef gert það. Það er hins vegar ekkert launungar- mál, þrátt fyrir að Red Rock West sem við framleiddum sé nú á topp tíu á mörgum listum yfír bestu myndir ársins, að undanfarin 2-3 ár hafa verið ákveðin vonbrigði fyrir mig persónulega hvað kvikmynda- gerðina snertir. En nú hef ég tæki- færi, eftir að ég er laus úr 9-5 vinn- unni að gera það sem ég vil og ein- beita kröftum mínum að bíómynd- unum. Og ég ætla að sjá til í 1 til 2 ár hvað gerist. Og ef ekki gengur vel get ég engum kennt um nema sjálf- um mér.“ Mun verða Propag- anda tii ráðgjafar Sigurjón mun ekki slíta öll sam- skipti sín við Propaganda. Hann mun vinna áfram að tveimur bíó- myndum sem hann hefur unnið að um nokkurt skeið, auk þess að vera fyrirtækinu til ráðgjafar í ýmsum verkum. Árið sem er að hefjast er þegar orðið þéttbókað hjá Sigurjóni við gerð ýmissa bíómynda. „Eg er með þessi verkefni í gangi hjá Propaganda og svo er ég að fara að vinna við mynd sem tökur hefj- ast á upp úr miðjum janúar. Hún heitir „)ust looking" og er með ungum og upprennandi leikurum í aðalhlutverkum. í apríl fer síðan af stað mynd sem gerist í New York og fjallar um svartan málara sem lést ungur af ofneyslu eiturlyfja, svo ef eitthvað er hef ég þegar of mikið að gera. Ég ætlaði að taka mér nokkurra mánaða frí og gefa nýjum fjölskyldumeðlimi tíma en fríið verður víst bara nokkrar vikur.“ Sigurjón leggur hins vegar áherslu á að vinnan muni mikið breytast við það að hann hætti hjá Propaganda. „Ég mun hætta öllu þessu dag- lega vafstri og get stýrt því meira sjálfur hvernig ég vinn. Ég verð áfram hjá Propaganda sem ráðgjafi en þá eingöngu við hinn svokallaða skapandi þátt, val á handritum, leikstjórum og svo framvegis. Hefur verið í bígerð um nokkurn tíma Sigurjón segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að breyting yrði hjá honum en málið hafi krafist töluverðs undirbúnings því þegar hollenska risafyrirtækið Polygram keypti Propaganda að fullu í byrjun árs 1992 var gerður fímm ára starfs- samningur við hann og félaga hans Golin. „Þetta hefur auðvitað tekið tölu- verðan tíma. Ég hef nú um skeið verið að vinna að því að losna und- an starfssamningum en gera um leið hagkvæman samning því hin- um fylgdu ýmis réttindi. Ég vildi auðvitað ekki ganga á dyr og gefa öll þau réttindi upp á bátinn.“ Aðspurður hvort hann fari frá fyrirtækinu í frið og spekt svarar Sigurjón: „Vissulega, þetta er með miklum friði og spekt, ég væri varla hérna áfram sem ráðgjafi ef svo væri ekki. Það eina sem ég er hræddur um er að ég verði hérna of mikið. Ekki það að ég sé að meina það neikvætt en þegar maður er að gera breyt- ingar þá eiga þær að sjást. Og þó ég sé mjög tengdur þessu fyrirtæki og hafi gaman af tónlistarmyndbanda- og auglýsingabransanum er kom- inn tími til að að láta þetta gott heita. Ég vil ekki hljóma hrokafull- ur en ég held að ég sé búinn að gera allt sem ég get gert í þeim efnum. Það má orða þetta sem svo að það eru ekki margir tindar eftir að klífa í vídeó og auglýsingaframleiðslu.“ Að sögn Sigurjóns gengur rekst- ur Propaganda vel og mun halda áfram óbreyttri starfsemi. Félagi hans, Steve Golin, verður áfram hjá fyrirtækinu og mun halda þar um stjórnartaumana. Þegar talið berst að Golin segir Sigurjón að því sé ekki að leyna að það hafi við og við komið upp ákveðin spenna milli þeirra en hann aftekur að brottför hans frá Propaganda megi á nokk- urn hátt skoða sem uppgjör milli þeirra. „Hvað er uppgjör? Þetta var alls ekki á persónulegum grundvelli. Samstarf okkar Steve hefur auðvit- að breyst gríðarlega mikið frá því að við byrjuðum saman í einu her- bergi með einn síma og það -var pláss fyrir okkur báða í þessu fyrir- tæki ef við hefðurn viljað það. En ég fyrir mína parta ákvað að þetta væri orðið gott og ég þyrfti að velja milli ákveðinna hluta á þessu stigi í lífi mínu.“ Ekki á leið til íslands Um það hvort hann muni í kjöl- far þessara breytinga koma til með að eyða meiri tíma á Islandi segir Sigurjón að svo verði ekki. „Nú er maður að byrja á ein- Uppgangur Sigurjóns Sighvatssonar í Holly- wood var ævintýralegur 15 ár í Hollywood Árið 1977 hélt Sigurjón Sighvats- son til Bandaríkjanna í fimm ára nám í kvikmyndagerð. Skólabróðir hans var Steve Golin og saman áttu þeir eftir að stofna gullnámuna Propaganda Films árið 1986. Vöxtur þess var aevintýralegur en það sem kom einkum fótunum undir þá fé- laga var velgengni við gerð tónlist- armyndbanda og Propaganda náði yfirburðastöðu á þeim markaði fyrstu árin. Smám saman færðu Sigurjón og Golin út kvíarnar og hafa framleitt fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga, auk tónlistarmyndbandanna. Heimfræg- ir leikarar hafa komið þar við sögu og myndir frá Propaganda hafa fengið mörg af eftirsóttustu verð- launum kvikmyndanna, meðal ann- ars Wild at Heart sem fékk Gullpál- mann í Cannes. í ársbyrjun 1992 keypti risafyrirtæk- ið hollenska, Polygram, meirihlut- ann í Propaganda fyrir metfé en Sigurjón og Golin héldu 49 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sérfræðingar hafa metið þá sölu á mörg hundruð millj- ónir króna en talið er að Propag- anda velti yfir fimm milljörðum króna á ári. Þá var jafnframt gengið frá samningum um að Sigurjón og Golin störfuðu áfram hjá fyrirtækinu næstu fimm árin. Skömmu síðar haslaði Sigurjón sér völl í íslensku viðskiptalífi með því að kaupa hlut í íslenska útvarpsfé- laginu fyrir 46 milljónir að nafnvirði og myndaði fyrrverandi meirihluta undir forystu Ingimundar Sigfús- sonar. Fyrr á þessu ári jók hann enn við hlut sinn í félaginu og tók þátt í að fella fyrrverandi meirihluta og mynda nýjan með Jóni Ólafssyni í Skífunni og fleirum. hverju nýju og þá þarf maður að setja allan sinn kraft í það. Ég sé mig að vísu alltaf á leið til Islands, en þær sögur sem hafa gengið um að ég sé að flytja heim núna eru al- gjörlega úr lausu lofti gripnar og ef- laust tengdar eitthvað þessu Stöðv- ar 2-máli. Þó ég eigi hagsmuna að gæta í Stöð 2 og sé þar til ráðgjafar um ýmis mál er það ekki inni í myndinni að flytja til íslands. Ég sé ekki einu sinni fram á að komast heim næstu sex mánuðina. Það er hins vegar alltaf á dagskrá á færa mig nær Islandi, 15-20 ár í Banda- ríkjunum er alveg nóg fyrir mig og ég hef aldrei ætlað mér að vera hér til eilífðar.“ Jón Kaldal

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.