Helgarpósturinn - 22.12.1994, Side 14

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Side 14
14 MORGUNPÓSTURINN JÓLIN FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Auður: (Mæðulega) Mér finnst þetta mikill viljastyrkur, að geta útilokað þessar kvaðir og vænting ar. höfundur, Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, Sævar Ciesielski, fyrrver- andi fangi sem hefur undanfarið baríst fyrír því að fá mál sitt tekið upp að nýju, Sölvína Konráðs sálfræðingur og Auður Haralds rít- höfundur. Sigurður A. Magnússon: Mín fyrstu jól eru kannski ekki dæmi- gerð íslensk jól fyrir mann af minni kynslóð þar sem við bjugg- um við mikla fátækt í Pólunum, sem voru á þeim tíma eitt helsta fá- tækrahverfi Reykja- víkur ásamt Bjarn- arborg. Fyrir mér voru jólin því dap- urleg og fremur kvíðaefni en hitt, þar sem að þau liðu án þess að ég gæti gefið systkinum mínum neitt. Þegar ég óx úr grasi og varð um tíma strangtrúaður fengu jólin mikið inntak um tíma og eru enn gleðiefni í trúarlegum skilningi og ég verð leiður yfir því hvernig er farið með þessa fæðing- arhátíð frelsarans. Blm.: En fyrstu kapítalísku húllum- hœ jólin? Það var ekki fyrr en ég varð blaðamaður eins og þú og fór að eiga peninga til að geta keypt. Auður: Fyrir mér eru jólin streita, basl, anticlimax, erfiðleikar, óánægja og eigingirni. Jólin hafa alltaf verið svo andskoti slæm. Sævar: Skemmtilegustu jólin sem ég hef upplifað voru hjá afa og ömrnu í Gnúpverjahreppi. Þá var ég átta ára gamall. Það var keyptur kassi með eplum og appelsínum og við vorum öll í svo miklum friði. Jólagleðin var ekki síst fólgin í því að vera einn með sjálfum sér úti í náttúrunni. Gunnar: Faðir minn var drykkju- maður og þegar ég hugsa til baka þá vakna blendnar tilfinningar til jólanna. En þó að við gætum ekki veitt okkur mikið þá reyndum við krakkarnir að fara í sendiferðir og bera út blöð og gefa hvert öðru gjafír. En ég minnist þess að oft og tíðum fann maður þessa him- nesku jólagleði, nærveru guðs sem er unnt að finna, hvort held- ur við erfiðar kringumstæður í Reykjavík eða í fangelsi austur á Litla-Hrauni. SölvIna: Mín fyrstu jól voru þegar ég fæddist því ég er jólabarn en ég man eftir mér mjög lítilli, kannski þriggja ára, í bleikum kjól og lakk- skórn. Mamma mín var að koma frá Danmörku og ég sé hana enn ljóslifandi fyrir mér þar sent hún sat við jólatréð í satínkjól. Ég hafði þá ekki séð mömmu í heilt ár og minningin er um mikla gleði. Næsta jólaminning er með dálítið öðru sniði því að þá vorum við bróðir rninn næstum því búin að brenna húsið ofan af fjölskyldunni. Við vorurn með stórt jólatré með lifandi kertum. Ég var dálítið fljót á mér að kveikja. Auður: Ég býyfir dálítið sér- kcnnilegri reynslu sem hefur oft komið sér vel á kreppuárum í lífí mínu. Ég ólst upp í sárustu fátækt hjá efnafólki. Mamma keypti ekki jólapappír því að það jafngilti því að henda peningum. Jólatré var ekki né heldur kerti vegna eld- hættunnar en það þótti auk þess óþarfa bruðl. Jólaslcraut var látið eiga sig því það gat brotnað. Eftir að ég full- orðnaðist vildi ég breyta þessu en eignaðist þá brjálað barn sem kom í hciminn jólahatari og er enn. Gunnar: I dag vekja jólin oft hryggð í mínum huga því að mér finnst þau hafa gengið svo afskaplega mikið af grunni sínum. Það er búið að stela jólunum. Örfáir vita hvað jólin merkja og gera sér grein fyrir innihaldi þeirra. Það er sungið um allt land, Hallelúja, frelsari fæddur, en þó að við sjáum Jesúbarnið erum við ekki meðvituð um verk þess þegar það fullorðnaðist. Fyrir utan hræsnina í þessu öllu, en hún er til dæmis sú að ef einhver segir halle- lúja frá hjartanu og vill vera frels- aður, er hann litinn hornauga. Blm.:Ert þú litinn hornauga? GuNNAR:Þetta er að breytast en Blm.: En Gunnar, eruð þið herskáir í að boða fagnaðarboðskap jólanna? CiUNNAlcVið komum saman söfn- uðurinn á miðnætti á Þorláks- messukvöld. Við eyðum saman 15 til 20 mínútum til að minna okk- ur sjálf og lýsa því yfir að þetta sé hans fæðingarhátíð. Við biðjum hann að fyrirgefa okkur og þjóð- inni fyrir það óefni sem jólahaldið er komið í. Við tökum þátt í þessu jólahaldi nánast eins og það er en stundum með vondri samvisku. Sölvína: Við héldum nú upp á jól- in áður en Jesús fæddist. Mér finnst oft og tíðum dregin mjög dökk mynd upp að jólun- um. Við þurf- um ekki að taka þátt í þessum villta dansi frekar en við viljum og hverjum og einum er frjálst að halda jól samkvæmt sinni forskriff. Blm.: Og dans- inn hefur engin óþœgileg áhrif á þig. Sölvína: Ekki nokkur. Fyrir mér koma jólin ekki þegar kaupmenn á Laugaveginum byrja að setja jólaljós í glugga. Þau koma á að- fangadag þegar ég byrja að skreyta tréð og sjóða hangikjötið. Við komum saman í minni fjöl- skyldu og gleðjumst á jólunum en ég minnist þess ekki að trúin hafi átt svo mikinn þátt í því. Við höf- um bara gaman að því að safnast saman og vera fjölskylda. Þetta er stór systkinahópur og ég á börn, barnabörn og tengdabörn. Sölvína: Ég er nú búin að gera laufabrauð. Auður: Það er ekki málið, heldur hve stór hópur fólks ætlast til að aðrir haldi jól fyrir það. Það eru Þóra Krístín Ásgeirsdóttir fékk til sín hóp gesta tilað ræða jólin í víðrí merkingu. Hvað erjólakvíði, jólabijálæði, jólagleði. Hvemig voru jólin og hver er boðskapurjólanna? Gestimirvoru: SigurðurA Magnússon rít- áður fyrr þegar menn frelsuðust í lifandi samfélag við guð þá lædd- ust þeir með veggjum. En í dag er- um við herskáir í okkar boðun. Sigurður A.: Við gengurn alltaf með kross í barminum í KFUM í gamla daga til að allir gætu séð að við værum frelsaðir. ótrúlegar gjafakvaðir og þegar ég var einstæð móðir með þrjú börn þurfti ég að gefa 36 gjafir. Allar samningaumræður um eitthvað annað voru kæfðar í fæðingu. Ef að þú gefur ekki, sögðu gefendurnir og þiggjendurnir. Þá gerum við það samt. Sævar: Ég held að þetta stafi af því að fólk kann eklci að gefa raun- veruleg verðmæti eins og hlýju og vináttu og þarf þess vegna að láta dýrar gjafir í staðinn. Auður: Ég reyndi að bregðast við þessu með því að búa til gjafirnar sjálf en varð vör við að það þótti mjög púkó. Auður: (eins og véfrétt í framan) Eitt Það versta sem ég hef séð er barn sem fékk yfir fjörutíu jóla- pakka og sparkaði i hrúguna þegar hann hafði tætt af allan pappírinn og spurði: „Er þetta allt og sumt?“ Sölvína: (efms) Hvar erþetta barn, og er það til? Auður: (glaðlega) Ég skal senda þér hann yfir jólin, hann er orð- inn 27 ára gamall og hefur lítið breyst. Þú færð hann ódýrt og það fylgja sængurföt. sitt umhverfi og gaf fordæmi fýrir því að menn hugsuðu um lítil- magnann og þá sem voru kúgaðir. Það hefur enginn bylt öðru eins. Mínar mótmælaaðgerðir voru því allar í kristilegum anda og náskyld- ar því uppeldi sem ég fékk í KFUM. Sigurður: Hvort sem jólin vekja upp raunverulega löngun til að gefa eða fólk friðþægir sig fyrir allt jólabrjálæðið þá safnast meira af peningum til góðgerðarstarfsemi um jólaleytið. Það er auðvitað já- kvætt. Sævar: (spekingslega) Jólin eru sá tími sem Jesús fær uppreisn. Sölvína: Nú? Ég hélt að það væru páskarnir. Auðuk: Mér finnst Jesús aldrei jafn niðurlægður og á jólunum. En nú lágu leiðir jólabarnanna Gunnars og Sigurðar saman á Þor- láksmessu árið 1968 og það var ekki til að boða fagnaðarcrindið. Það var Gunnar: (Rekur upp hláturs- roku.) Ef við tökum minn þátt í [ þessum slag á Þorláksmessu þá var það á pólitískum forsendum og einlægri löngun til að breyta þessu þjóðfélagi og gera það rétt- látara. A þessum tíma kynntist ég. líka þjóðfélaginu frá sjónarhóli skoðandans. Skömmu seinna sá ég að það var ekki rétt að reyna að breyta þjóðfélaginu utan frá því engin eggjakaka verður góð ef hún samanstcndur af fúleggjum.* Það þurfti að breyta fólkinu og fá, Krist til að starfa lifandi í hjörtum ■ þess. Skömmu seinna gaf ég mig trúnni og fór hina leiðina. Hún virkar. Blm.: Finnið þið einhvern baráttu- vilja ájólunum, eða byltingarþörf? Gunnar: (kátur) Ja, það er ég að vona. Sölvína: Ég ætla að fá að vera eigingjörn og þó að heimurinn svelti þá ætla ég að halda mín jól. Ég ætla ekki að gefa andvirði jólatrésins til Hjálparstofnunar en ég get tekið upp budduna og gefið eitthvað annað. Ég vil gleðj- ast og hafa það huggulegt og smart. Þessi brjálæðislegu jól hafa farið fram hjá mér. Ef ég á pening eyði ég honum, gjarnan í sjálfa mig eða gjafir til annarra. Þá oft bækur sem ég les fyrst og gef svo... í sögufrœgum mótmœlum sem hafa verið kennd við kommúnisma og byltingarsinnuð ungmenni. Sigurður: (Verður allur upphafinn og yngist unt 20 ár.) Manneskjan Jesús, óháð því að hann var sonur Guðs, var mesti byltirigarmaður sögunnar. Hann gagnrýndi stöðugt Gunnar: Fólki finnst að hamingj- an eigi að koma uppúr jólapökk- unum en allt er þetta auglýsinga- mennska og eftir situr aðeins gal- tóm. Ég náði samkomulagi við börnin mín um að við slepptum jólatrénu og í stað þess að ráðast á lifandi tré og deyða það og henda því í ruslið eftir jólin þegar það er orðið ræksni. Þá tókum við pen- ingana og gáfum til Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Það var samstaða um þetta í fjöl- skyldunni. Blm.: En eftirþví sem tómið stœkkar, hleypur þá ekki á sncerið hjá ykkur guðs- mönnunum? Þenst ekki söfnuðurinn út? (hlátur) Sölvína: (ísmeygilega) Finnst þér elckert gaman, Gunnar, að sjá lítið barn taka upp jólagjöf? Gunnar: Jú, Jú. Sigurður: (dapur) Það er jafn leið- inlegt að sjá barn sem hefur enga yf- irsýn yfir vitleys- una. Þegar gjafa- flóðið flæðir yfir alla bakka. Jólaboð Morgun- póstsins

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.