Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 15

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 15
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN JÓLIN 15 Stal Sölvína jólunum frá Jesúbarninu og Gunnari í Krossinum? Er Auður haldin jólakvíðal Kom Sœvar krossfestur íþennan heim? Auður: (í skriftastellingum) Ég hef alltaf haft samviskubit vegna þeirra sem eiga ekki að éta á jólunum og þó held ég ekki kristileg jól, ég er trúlaus. PÓSTURINN/JIM SMART tré nágrannanna og skreytti með afklipptu greinunum. Ég hef ekki samvisku til þess að láta myrða lítið tré fyrir mig sérstaklega. í pottinn. Það er meira sem kemur til á jólum en maturinn þó að hangikjötið sé aðeins betra og laufabrauð með. Það er stemmn- ingin. Gunnar: (ásakandi) Þú ert nú bara að halda hátíð sem á ekkert skylt við kristnidóm. Sölvína: (forhert og ekki á leið í Krossinn) Afhverju má kristni- dómurinn ekki vera skemmtilegur? Á maður nauðsynlega að vera með einhvern harm í hjarta...? Af hverju eigum við að vera að skipa fólki fyrir hvernig það á að halda jól eða hafa vit fyrir fjöldanum? Má ekki bara hafa sjálfdæmi þar unt? Bhn.: Jesús hafði styrk til að ganga gegn fjöldanum. Gunnar: Jólin mega bara ekki verða fólki ofviða. Þau mega ekki verða kvíðaefni barnafjölskyldna. Sævar: (samþykkjandi) Þetta á að vera hátíð barnanna. Sölvina: (sáttfús) Allir fá að vera börn á jólunum. Auður: (tónandi) Hver sá sem ekki er barn kemst ekki í himnaríki... Gunnar: Sko, hún er með guðs- spjöllin á hreinu. Auður: Það er vegna kennarans míns. Hann borðaði hvítlauk, var pædófíl og ekki alveg í lagi. En hann kristnaði okkur öll. Er verið að stela jólunum frá þér ef aðrir kjósa að halda þau einhvern veginn öðruvísi? Gunnar: Nei, en mér finnst að við höfum snúið þessu við. í Kanada var ríkisstjórnin með jólagleðskap og þar var söngur. Áður hafði ver- ið farið fram á að allur trúarboð- skapur væri tekin úr textunum. Afkristnun jólanna er að verða staðreynd. SöLVIna: (Hissa) Afhverju má ekki bara hafa það gott? Sigurður: (Alvarlegur) Það má spyrja sig að því hvað það þýðir að hafa það gott og í hvaða forgangsröð hlutirnir eru. Líður mér vel í brjáluðum allsnægtum ef bróðir minn sveltur og ég geri ekkert? Ég er ekki að segja að þú eigir að gefa burt allar eigur þínar. Það er kannski til of mikils mælst. En það er óneitanlega hluti af jólaboðskapnum að hugsa til þeirra sem þurfa og leggja kannski eitthvað af mörkum. Gunnar: (með klerkslegri sann- færingu) Líður okkur vel af því að við fáum gjafir og góðan mat eða af því að við eigum hlutdeild í frelsisverki Jesú Krists? Líður okkur vel á réttum forsendum? Sævar: (iðrandi) Við eigum að hugleiða réttlæti og rangindi á jól- unum. Kristur var maður sem var negldur á kross fyrir engar sakir. Við getum tekið sjúkraliðaverkfall- ið sem dæini, hvernig er gengið á fólk sem reynir að láta gott af sér leiða. Auður: (Mædd) Það er verið að krossfesta sjúkraliða núna. Auður: (hneyksluð) Ég myndi ekki vilja vera myrt og sú ástæða ein gefin að ég eigi hvort eð er svo mikið af börnum. Sigurður: Ég er umhverfissinni en verð nú að segja að mér finnst það skipta máli hvort það koma tíu ný tré upp í staðinn. En ef Auður væri samkvæm sjálfri sér þá ætti hún ekki að líta í bók það sem eft- ir er ævinnar og alls ekki að skrifa bækur. (almennur hlátur) Auður: Ég er ekki alveg samkvæm frekar en aðrir. Ég reyki til dæmis, en þú ættir að sjá mig lesa á krukk- urnar í búðinni. Það fara engin aukaefni inn á mitt heimili. Blm.: (beinir orðinu til Auðar) En erum við ekki þess megnug að gera það við jólin og aðra daga, að breyta eins og okkur finnst réttast og best? Nú ert þú á móti jól- unum í núverandi mynd en streðar satnt áfram við jóla- hald með hangandi haus. Blm.: En hefur barist við þetta í 30 ár? Auður: Ég hafði líka sigur. SölvíNA: Vá. Sigurður: Jón Ormur hélt mjög skemmtilegan fyrirlestur um Singapore í útvarpið um daginn. Þar er haldin glæsilegasta jólahá- tíð sem hann hefur nokkurn tím- ann séð. Það þarf tíu Kringlur til að jafnast á við eina verslun í ljós- um og íburði. Jólahald hefur öðl- ast annað innihald í mörgum löndum þar sem kristið fólk er í minnihluta. Nú eru ekki nema nokkur prósent íbúa Singapore kristið fólk. jólahaldi í ár. Auður: Nei, ég er búin að aflýsa þessu Blm: Er það sem er hátíðlegt og upp- hafið í lifinu alltaf tengt trúnni? Auður: Jólahátíðin er skrásett áttaþúsund ár aftur í tímann. Sævar: Mér finnst að við ættum að skammast okkar fyrir þetta mat- arát þegar stór hluti heimsins sveltur. Gunnar: (hress) Þetta er alveg til fyrirmyndar. Sölvína: (hlæjandi) Nei, stjórn- völd í Singapore eru ekki til fyrir- myndar. Sigurður: (Hugsandi) Ég býst við að það sem hátíðlegast er í lífinu sé yfirleitt af trúarlegum rótum runn- ið í hvaða trúarbrögðum sem er. ÁUÐUR: Ég hef haldið svipuð jól og aðrir og nota til dæmis greni en ég tek það sem fýkur frá hinum, en meðan ég var úti á Ítalíu snyrti ég SölvIna: Fyrir allmörgum árum síðan var grein í blaði, að mig minnir eftir Önnu Bjarnason. Greinin hét, Hvað borðar blessað fólkið á jólunum? og fjallaði um allar Iaugardags- og sunnudags- steikur sem fólk væri farið að trakt- era sig með og aðrar hvunndagstik- túrur í mat. Síðan kemur þetta allt- af upp í hugann þegar ég set kjötið Sigurður: Nei, það er víst alveg ábyggilegt. Auður: Er ekki bara ágætt að hafa þetta heiðna hátið eins og jólin eru í raun orðin og voru upphaf- lega og halda þessa fæðingarhátíð í febrúar? Blm.: Af hverju tná fólk ekki bara ráða þessu sjálft? Auður: Ég er mjög hrifin af sið- gæðisboðskap biblíunnar... SölvIna: (ögrandi) Eruð þið ekki þreytt á því, Auður og Gunnar, að vera í þessari baráttustarfsemi? Gunnar: (með hönd á hjartastað) Ef maður hefur ekki hugsjónir sem loga og brenna er lifað til lítils. Auður: (kveinandi)Æ, jú. Horm- ónastarfsemin er komin í eina sveiflu og þetta er að fara með mig í gröfina. Gunnar: Maður verður að lifa samkvæmt sinni elsku. SölvIna: En af því að við vorum að tala um Singapore þá hélt ég upp á fertugsafmælið mitt um jól í Tæ- landi og fannst þá mjög undarlegt að sjá rauðklædda jólasveina dansa í undarlegum gróðri niðri við flóann. En þetta var gert til að gleðja ferðamenn og vel meint í sjálfu sér. Blm.: Eiga jólin ekki að vera tími andstæðna og vekja upp sorglegjafnt sem gleðileg hugrenningatengsl? Þennan hátíðleika? Gunnar: Helgin á ekki að vera dapurleg heldur djúpur hreinn fögnuður, þar sem hver einasta fruma tekur viðbragð og maður finnur flæða í gegnum sig kærleika lifandi guðs. SölvIna: Sorgin á oft upptök sín í gleðinni og öfugt og á hátíða- stundum hljótum við að minnast þeirra sem voru með okkur en eru það ekki lengur. Það er gleðilegt að vera manneskja en við þurfum að fara í gegnum sorgina til að læra að meta hvað það er gaman að lifa. Sævar: Við verðum að lyfta okkur upp hér í skammdeginu. Það er svo erfitt. SöLvIna: Ég held að skammdegið sé orðið blóraböggull fyrir meiri vanlíðan en það á nokkurn tím- ann sök á. Hugsið ykkur bara hvað það er þægilegt að geta geng- ið um húsið sitt án þess að þurfa að taka til og þurrka af. Myrkrið leynir því sem vorið ljóstrar upp um og þá þarf maður að steypa sér á kaf í hreingerningar. Sævar: Þetta hljómar rómantískt en sjálfsmorðstíðnin er mest þá. Sölvína: Nei, hún er mest á vorin. Blm.: Fólk byrjar að hnýta henginga- rólina þegar vorhreingerningar ttálg- ast. Sævar: Ef mér líður vel, á ég þá ekki að hugsa um þjáningar ann- arra? Við erum sköpuð með sál. Blm.: Ef mér líður vel, líður þér þá ekki svolítið vel líka? Sævar: Það smitar. Sölvína: (glottandi) Þetta er eins og pest. Sigurður: En fátækt og rikidæmi er líka hugarástand. Ég kynntist nokkurum milljónerum í Ind- landi og Grikklandi og hef aldrei hitt lífsleiðara fólk. En fátæku börnin gátu verið skínandi af lífs- gleði þó að þau ættu ekki einu sinni skó á fæturna. SölvIna: Við íslendingar höfum alla burði til að vera hamingjusöm og eigum falleg börn og vel mennt- að fólk. Þú ert sjálfúr alinn upp í fátækt og kannski hafði gleðin aðra merkingu fyrir þig á þeim tírna. Það getur líka verið erfitt að eiga mikla peninga, það kostar áhyggjur og fyrirhöfn. Kannski að þeir sem eru óhamingjusamir rói að því öll- um árum að verða ríkir en hinum sé bara alveg sama. Sigurður: (hugsandi) Ja, ef að niðurstaðan er sú að fólk sé bara óhamingjusamara fyrir vikið... Sölvína: (hress) Af hverju þá að vera á bömmer yfir því? Sigurður: (ákveðinn) Af hverju eyðir maður mörgum árum í skóla nema til að nota þá mennt- un til að reyna að koma vitinu fyr- ir fólk? Sölvína: (brosandi) Aðallega til að leggja á minnið það sem þeir hugs- uðu sem eru löngu dauðir. Sigurður: Þeirra hugsun var líka oft merkileg. Blm.: Sölvína á heiður skilinn fyrir að leggja á sig að vera jafn einlœgur málsvari nútíma jóla og raun ber vitni. Sölvína: (heldur sínu striki) Já, en það að íslenskt þjóðfélag sé spillt og á leiðinni til fjandans... Sigurður: (reiður) Sérðu ekki spillinguna í þessu þjóðfélagi? SölvIna: (ákveðin) Nei... Sigurður: Þá áttu bágt. SölvIna: Ég sé hana ekkert frekar í dag en þegar ég les söguna eða horfi til annarra landa. Hvað er samfélag nema búið til af fólki fyrir fólk? Og siðferðiskenndinni hefur ekkert hrakað. Þetta er svartnættis- rugl. Sævar: Mér fmnst eitthvað rétt eða rangt og ég reyni að trúa því að aðrir hafi þessa tilfinningu svo rekur maður sig á að fólk hefur allt aðra siðferðiskennd. Það segir síðan, við erum bara fólk. SölvIna: Já, venjulegar manneskjur. Sævar: Þetta er ekki mannlegt. Auður: Það sem þú vilt sjá í fólki er guðlegt. Sævar: Það býr í öllum gott og illt og fólk tekur þá stefnu sem það kemst upp með. það er verið að ýta undir alls kyns gróðahyggju og frekju á kostnað annarra. Blttt.: Nú varst þú útskúfaður úr satnfélaginu og lokaður inni í fang- elsi t tnörg ár. Yfitrheyrslurnar hófust í descmber 1975 og tveimur áruttt seinna varstu dæmdur í jólamánuði t ævilangt fangelsi. Sævar: (ákafúr) Ég var leiddur fyr- ir dómara þann 19. desember og þeir kváðu upp sinn dóm um ævi- langt fangelsi yfir mér áður en þeir sneru sér að jólasteikinni. Þá fannst mér þetta vera uppskeruhátíð rétt- arkerfisins. Síðan komu jólin inn í fangaklefann til mín og ég fann fyrir Jesú og návist guðs,- (dapur) Meðan á yfirheyrslunum stóð í Síðumúlanum, fyrst eftir að ég var settur í einangrun, var látið útvarp fram á ganginn á aðfanga- dagskvöld. Þegar kirkjuldukkumar byrjuðu að slá klukkan sex þá færðist friður yfir mig og sá friður hélst allan jóladaginn þar til yfir- heyrslurnar hófust að nýju. Ég fann jólagleði og fann að sterk- ari kraftar stóðu með mér en þessir dómarar sem höfðu útskúfað mér. Ég fann þetta þó að þess á milli hefði ég hefði þó frekar viljað vera tekinn og skotinn því ég var hvort eð er búinn að missa hausinn. Gunnar: (föðurlegur) Ég sé að þú hefur öðlast dýpri skilning á eðli jólanna en al- mennt gerist. Ég man þegar ég kom austur að Litla- Hrauni til að prédika fyrir fanga þá gekkstu til mín og sagðir: „Heyrðu Gunnar, af hverju ertu alltaf að tönnlast á því að ykkar maður hafi verið krossfestur? Maðurinn tapaði.“ En nú sé ég að þú skilur hinn djúpa sannleika um lcrossfestinguna og upp- risuna. Sævar: Mín lífsskoðun er sú að við komum krossfest í þennan heim en eigum að rísa upp í lifanda lífí. Blm.: Ég hef Auði grunaða um að vera heilmikla jólakcllingu inni við beinið. Auður: Ég bý til jólin ennþá. Þau eru ekki kristileg en ég bý til góð- an mat, drekk og les góðar bækur. Ég hef hefðirnar í heiðri enda jarmaði tvítug dóttir mín á mig síðast í gær. ,,‘Ég vil fá hangikjötið klukkan sex.“ Bltn.: Þú nýtur Jólantta? Auður: Já, ég ætla að gera það núna. En sonur minn sem ég minntist á áðan byrjaði yfirleitt á því áður að éta allt sem var bakað og búið til allan desember. Á að- fangadag þá reif hann upp gjafirnar sínar klukkan fimm og henti papp- írnum á gólfið. Þetta var eilíft basl og ég sofnaði yfirleitt yfir jóla- matnum með andlitið ofan í upp- stúfinn. Blm.: En leitarfólk til sálfrœðinga út afjólakvíða? SölvIna: Ég hafði nú aldrei séð þetta orð fyrr en núna nýlega. Ég held að fólk sé ekki kvíðnara fyrir jól en aðrar uppákomur. En fólk á að halda sín jól samkvæmt sinni forskrift, ekki annarra, og þá á þetta að blessast allt saman. Ég man ekki eftir öðru en börnin mín hafi verið kát á jólunum og það er enn skriðið upp í rúm til mín með jólabækurnar á jóla- dagsmorgun. Þessi upphróp um að jólin séu skelfileg gera fólk skelfdara en jólin sjálf. Sigurður: (hlæjandi) Þessi upp- hróp berast mér ekki til eyrna. En ég er sjálfsagt með heyrnarskjól. Gunnar: (í prédikunarstellingum) En innihald jólanna fer forgörð- um. Þetta á að vera hátíð gleði og fagnaðar en ekki þannigað umbúðirnar séu aðalatriðið. Auður: (amen) Ég styð það. Sigurður: (amen) Ég líka. Áður en Jólaboð MORGUNPÓSTSINS frelsast intt t Krossintt slítum við þessutn utnræðutn svo að allir geti snúið sér að jólaundirbúningi, eins og þeir kjósa sjálfir. ÞKÁ

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.