Helgarpósturinn - 22.12.1994, Síða 26
26
MORGUNPÓSTURINN BÆKUR
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
Stiömuaiöf
Iet Black Joe
Fuzz
★ ★★★★
„Þessir drengir standa vel
undir því sem þeir eru að
gera. Sem er ekki svo lítið.
Það er í raun erfitt að
ímynda sér að Fuzz sé íslensk
plata úr Hafnarfirðinum,
enda er hún það ekki. Hún er
rokklensk og það er í rokk-
landi sem rokkið sýður.“
Olympia
Olympia
★ ★★★★
„Hvort sem mennfíla popp,
rokk, danstónlist eða klassík
er þetta skífa við þeirra hœfi.
Hún er bœði frumleg og
skemmtileg, sem er ekki al-
gengt um þessi jól. “
Tweety
Bít
★★★★★
„Hundrað prósent poppplata
með dansgólfsbíti þar sem
gleðin rœður ríkjum eins og
hún á aðgera.“
Birthmark
Unfinished Novels
★★★★
„Tónlistin á Unfinished Nov-
els er einsfáguð og afslöppuð
og popp yfirhöfuð getur orð-
ið. Platan líður áfram eins og
draumur. Birthmark býður
upp á heilanudd afbestu
sort.“
Bubbi
3 HEIMAR
★ ★★★
„Bubbi Morthens sýnir en
einu sinni að áhœtturnar eru
til þess að taka þcer. MC
Bubbi tekur Dj Bobo í nefið
hvencer sem er.“
Bong
Release
★★★
„Plata Bong er ofmeðvituð
og patent til að vera almenni-
leg. Lögin eru ágcet ogfrá-
bcerlega unnin, það vantar
bara neistann til þess að gera
þau frábcer."
KoLRASSA KRÓKRlÐANDI
Kynjasögur
★★★
„Tónlist sem cetti að geta
heillað alla nema forfölln-
ustu Maria Careyista. Sveitin
er kannski ekki alveg komin í
fyrstu deildina en hún erfar-
in að banka upp á.“
SlGGI BjÖRNS
BIsinn á Trinidað
★★★
„Efþað er lítið að gerast á
hverfiskránni er lítið mál að
kaupa ölkút ogskella Sigga
Bjöms í grcejurnar. Bísinn er
í góðuformi þó að Siggi
Björn sé að spila úti á Trinid-
ad.“
SSSóL
Blöð
★★★
„Þegar öflugasta ballhljóm-
sveit landsins gefur út stuð-
plötu ergaman. maðurfcerá
tilfinninguna að SSSól þori
ekki að prufa neitt nýtt enda
kanttski engin ástceða til.
Stuðið er þeirra heimur og
ekkertað því. “
„...en Magnús gat því miður
ekki þegið boðið því hann var
um þetta leyti að skilja við
konu sína, sem hét Anna, og
að stíga í vænginn við nýtt
konuefni, sem einnig hét
Anna, og auk þess að þýða
Önnu Kareninu, sem sagt
önnum kafinnA
„Það er skemmtilegur húmor í þessu verki og
nokkuð um óvenjulegar myndrænar líkingar
eins og þegar höfundur segir: „Keflavík, sem
eftir hressilegt norðanrok leit út eins og illa
skeindur beljurass..
Aristókratísk bók
Birgir Thorlacius: I þjónustu
forseta og ráðherra
221 IiLS.
Almenna bókafElagið 1994
★★★
Þessi bók hefur að geyma endur-
minningar Birgis Thorlacius eftir
nær hálfrar aldar starf í Stjórnar-
ráðinu.
Ef einhver heldur að hér sé kom-
in bók sem svipi mest til ráðuneyt-
isskýrslu, sé semsagt nákvæm, stirð
og leiðinleg, þá er það hinn mesti
misskilningur. Hins vegar er þetta
að hluta til svo aristókratísk bók að
hún mun ekki að öllu leyti höfða til
almúgalesenda. Aristókratarnir fá
hins vegar lesefni við sitt hæfi.
En bókin er semsagt hvorki stirð
né leiðinleg en nákvæm er hún
reyndar á köflum og þá helst þegar
kemur að því að tína til margs hátt-
ar fróðleik um aðdraganda að
Stjórnarráði íslands og stofnun for-
sætisráðuneytis. Þar er farið nokk-
uð vandlega ofan í saumana.
Fjörugustu þættir bókarinnar
snúa að mannfólki en Birgir lumar
þar á snöfurlegum lýsingum. Hér er
ein af Páli Eggerti Ólafssyni:
„Hann var stór og þrekinn, ófríður
en svipmikill, fáskiptinn og fámáll
og brá fyrir lífsleiða í svipnum, eins
og maðurinn hefði reynt og prófað
alla hluti og komist að raun um, að
allt væri hégómi en það tæki því
ekki að hafa orð á því.“
Birgir segir þá skemmtilegu sögu
að Páll hafi eitt sinn hringt í Magn-
ús Ásgeirsson skáld og boðið
honum á þriggja ára fyllirí „en
Magnús gat því miður ekki þegið
boðið því hann var um þetta leyti
að skilja við konu sína, sem hét
Anna, og að stíga í vænginn við nýtt
konuefni, sem einnig hét Anna, og
auk þess að þýða Önnu Kareninu,
sem sagt önnum kafinn.“
I þessari bók er einnig að finna
orð sem ég trúi að oft eigi eftir að
vitna í en þau féllu þegar Jónas frá
Hriflu var á heimili sínu að hæða
andstæðinga sína. Þá mælti prestur
sem þar var staddur hógværlega:
„Ég hef nú alltaf metið menn eftir
því hvernig þeir tala um óvini
sína.“
Það eru sögur af þessu tagi sem
finna má víða í þessari bók og gera
hana sérdeilis skemmtilega lesn-
ingu. Það sakar ekki heldur að Birg-
ir Thorlacius er prýðilega ritfær og
kann að setja sögur í stílinn.
Hinn mannlegi þáttur finnst mér
takast sérlega vel í þessu verki og þá
helst vegna þess að Birgir virðist
búa yfir góðri athyglisgáfu og á
auðvelt með að lýsa mönnum eftir-
minnilega í örfáum orðum. Þarna
eru sögur af frægum mönnum, er-
lendum og innlendum. Sjö forsæt-
isráðherrar fá þarna nokkuð vand-
legar umsagnir, þar á meðal Bjarni
Benediktsson sem Birgir segir
hafa verið „afar tortrygginn og
flokkspólitískastur allra ráðherra“
og einnig tveir forsetar, Sveinn
Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Þetta er fremur aristókratísk bók
eins og áður sagði. Það kemur vita-
skuld fram í „stóru nöfnunum“
sem þar eru stöðugt á dagskrá en
einnig í köflum sem veita upplýs-
ingar um siðvenjur og reglur sem í
heiðri voru hafðar við opinberar
móttökur. Það er í anda bókarinnar
að fjallað er um íslensk heiðurs-
merki og notkun þeirra.
Herinn og konurnar
Þöra KristIn Ásgeirsdóitir: Her-
brúðir
240 BLS.
Fróði 1994
★★★
Hér segir Þóra Kristín Ásgeirs-
dóttir blaðamaður sögu níu
kvenna sem allar eiga það sameig-
inlegt að hafa gifst erlendum her-
mönnum, sem flestir gegndu her-
þjónustu á Keflavíkurvelli.
Þóra Kristín vinnur bókina upp
Þegar Birgir Thorlacius segir
sögur af fólki eru endurminn-
ingar hans úr Stjórnarráðinu
oft glettilega skemmtileg
lesning. í heildina er þetta
verk samið fyrir aristókratíska
lesendur og þeir munu njóta
bókarinnar og drekka í sig
fróðleikinn.
■ Kolbrún Bergþórsdóttir
úr viðtölum við þessar konur, en
bókin skrifast þó ekki eins og við-
talsbók. Þóra Kristín er í hlutverki
alsjáandans, les inn í huga kvenn-
anna og skráir frásagnirnar í þriðju
persónu.
Þetta er mjög vandasöm aðferð,
satt að segja stórhættuleg öðrum en
vel pennafæru fólki. Það er
skemmst frá því að segja að Þóra
Kristín kemst mjög vel frá þessu.
Eins og bókin skrifast þá hefur ver-
ið tekin hárrétt stefna. Stíllinn er
nokkuð sérstæður, hressilegur,
stundum ögn kæruleysislegur, jafn-
vel slettukenndur og hæfir efninu
vel. Það er skemmtilegur húmor í
þessu verki og nokkuð um óvenju-
íegar myndrænar líkingar eins og
þegar höfundur segir: „Keflavík,
sem eftir hressilegt norðanrok leit
út eins og illa skeindur beljurass..."
Mér sýnist Þóra Kristín hafa lagt
alúð og vinnu í þetta verk. Hún nær
vel að lýsa tíðaranda og viðhorfum
þessa tíma. Henni tekst einnig að
bregða upp trúverðugum myndum
af konunum níu. Reyndar tekst
henni meira en það því mennirnir
sem þær elskuðu verða ekki útund-
an, þeirra viðhorf koma einnig
skýrt fram þótt þeir séu reyndar í
skugga kvennanna sem eiga þessa
bók. Síðan eru aukapersónur sem
höfundi tekst að gera æði lifandi og
má þar nefna hinn drykkfellda ís-
lenska eiginmann Lillu, einnar
konunnar, og svo móður Önnu
Vilhjálms.
Sögur kvennanna eru miseftir-
minnilegar. Ein þeirra fær meira
rými en aðrar, saga Lillu Raborn,
og þess vegna er hún áhugaverðust
kvennanna, ég tel víst að ef hinar
hefðu fengið jafn mikið rými hefðu
Önnu Vilhjálms er einnig hin at-
hyglisverðasta, en kannski mest
vegna þess að þar er á ferð þekkt
dægurlagasöngkona. Fallegasta sag-
an er hins vegar saga Alans og Jó-
hönnu. Hún er hvít, hann er svart-
ur. Hann er Bandaríkjamaður, hún
er íslensk. Hann er kaþólskur, hún
er mormóni. Það virtist allt á móti
þeim nema ástin og hún sigraði all-
ar þessar hindranir því þau eru enn
gift.
Megingalli þessarar bókar liggur
í byggingu. Saga hverrar konu er
ekki sögð í samfellu heldur er
klippt á frásögnina og saga annarra
kvenna tekur þá við um tíma áður
en vikið er aftur að þeirri frásögn
sem horfið var frá. Þráðurinn slitn-
ar við þetta og getur þetta því virk-
að truflandi á lesandann. Ég hefði
talið mun heppilegra að segja
hverja sögu fyrir sig og er alls ekki
sátt við þessa röðun.
Góð bók sem segir sögu níu
íslenskra kvenna sem giftust
erlendum hermönnum. Bókin
einkennist af hressilegum og
skemmtilegum stíl en megin-
galli hennar liggur í bygging-
unni sem er heldur brota-
kenndur og virkar truflandi.
■ Kolbrún Bergþórsdóttir
Hlín Agnarsdóttir
leikstjóri
„Furðulegustu jól sem ég hef lif-
að voru þegar ég var sextán ára.
Þá hljóp ég að heiman og fór í
kommúnu í Reykjavík. Það þótti
ekkert tiltakanlega sniðugt
uppátæki í familíunni. Ég er
hins vegar ekki búin að ákveða
það ennþá, hvað ég ætla að
gera á þessum jólum. Það kem-
ur til greina að fara á Akranes,
nú eða Seyðisfjörð, eða jafnvel
til karabíska hafsins á einhverja
eyju, og sigla um með vini mín-
um þar. Það hefur staðið til
lengi. Kannski skrepp ég tii
London á aðfangadagsmorgun,
en svo getur vel verið að ég
verði bara heima að dúlla mér
við tölvuna mína. Þetta er sem-
sagt algjörlega óráðið ennþá, ég
veit aldrei neitt nema mínútuna
fram í tímann. Fjölskyldan mín
er úti um allt land og það vilja
auðvitað allir fá mig. Til þess að
gera nú ekki upp á milli þeirra
er kannski best að skella sér
bara í siglinguna um karabíska
hafið. En þá verða allir móðgað-
ir og keppast við að spyrja hvort
ég hafi efni á þessu. Ég hef það
auðvitað ekki en það kemur
bara engum við. Nú ef ég verð
heima, þá hef ég hérna einn
ágætan uppstoppaðan máf, ég
get kannski gert eitthvað með
honum. Mér finnst reyndar best
að vera bara heima hjá mér í al-
gjörum friði. En þá fara allir
annað hvort í fýlu, fólk finnur
sér nefnilega ýmislegt til að
móðgast útaf á jólunum eins og
á öðrum tímum, nú eða að vor-
kenna manni. Það er alveg ótrú-
legt hvað fólk nennir að vor-
kenna manni, bara af því maður
vill fá að vera aðeins í friði. Jólin
eru bara ekki minn tími.“
María Hreiðarsdóttir
dægurhetja
„Jólin hjá mér eru líklega bara eins og gengur og
gerist hjá flestum öðrum. Það verður hamborgar-
hryggur á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóla-
dag. Við borðum klukkan sex á aðfangadag og
eftir það opnum
við pakkana og
höfum það gott
saman. Ég á von á
nokkrum gestum
yfir hátíðarnar, og
svo förum við eitt-
hvað í heimsóknir
líka.“