Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 10
10
TIIviIvIToDaGoR 25
„Ég fer ekki á
djammið án
þess að eiga
E," segir átján
ára mennta-
skólastúlka í
hettupeysu,
strigaskóm og
pokabuxum.
„Svo erbúið
að gefa svo
staðlaða
mynd af þess-
um neytend-
um, að þeir
hlusti á dans-
tóniist, svitni
og drekki vatn
en það er
ekkert eina
fólkið sem
tekur þetta
inn. Það eru
allir að prófa
þetta, allt frá
nördum og
pönkurunum
uppí Keisara-
liðið."
„Ég fer ekki á djammið án þess
að eiga E,“ segir átján ára
menntaskólastúlka í hettupeysu,
strigaskóm og pokabuxum og
hringir í vini sína, dílerana, til að
redda stöffi fyrir kvöldið.
„Það kaupa allir E á föstudög-
um til að eiga yfir helgina. Þá
keyra dílerarnir á milli fasta-
kúnnanna, kalla þá útí bíl og
selja þeim þar. Um helgar flakka
þeir svo á milli staðanna með
töflurnar og selja þar. Þeir mæta
yfirleitt ekki fyrr en um tvöleytið
og fara svo í partý á eftir. Það er
ekkert mál að nálgast þetta, þeir
eru allir með bíb-tæki og GSM og
ef einn á ekkert þá á einhver ann-
ar. Þeir eru samt eitthvað að
minnka að nota GSM-símana af
hræðslu við hleranir en það er
auðvelt að hringja bara í bíb-
tækin,“ segir djammari af X-kyn-
slóðinni, sem ekki vill koma fram
undir nafni frekar en aðrir þeir
sem PÓSTURINN talaði við varðandi
neyslu og sölu alsælu.
EKKERT HREIIVIT E
A ISLAIUDI OG HEFUR
ALDREI VERIÐ
Eiturlyfið alsæla hefur borið
nokkuð á góma í fjölmiðlum und-
anfarna daga þar sem neysla efn-
isins þykir í nokkrum blóma í
undirheimum borgarinnar.
Landlæknir og lögreglan í
Reykjavík hafa beint spjótum
sínum að dansfíklum bæjarins,
sem trúað er að séu helstu neyt-
endur efnisins, með það á oddin-
um að uppfræða fíklana um
skaðsemi og aukaverkanir pill-
unnar góðu. Neytendur efnisins
standa hins.vegar í þeirri trú að
þarna sé á ferðinni blásakláust
og hættulaust efni sem veiti
þeim vandfundna hamingju og
sælu. Vandinn er sá að erfitt er
að segja hvaða efni eru í töflun-
um nema þá að gleypa þær og
láta reyna á áhrifin. Innvígðir
segja að lítið eða ekkert sé um
hreint E á íslenskum markaði, að
töflurnar séu blandaðar efnum
eins og kóki, spítti og heróíni áð-
ur en þær koma til landsins.
„MDMA, sem er hreint E, er
mjög þægilegt þunglyndislyf, of-
salega saklaust og ekki ávana-
bindandi. Það verður enginn
dópisti á að taka það en gallinn
er sá að sölumennirnir úti eru
að prufa sig áfram með hvernig
hægt sé að blanda hinu og
þessu við alsæluna og það er
það sem er svo hættulegt.
Krakkarnir eru að fara yfir um á
sýrunni sem er í þessum töflum
en ekki hreinni alsælu. Töflur
eins og „hvítu dúfurnar", sem
voru í gangi fyrir stuttu eru bara
blanda af kóki, sýru og heróíni.
Ef þú ert í lélegu andlegu jafn-
vægi er sýran mjög slæm og sér-
staklega þegar þú heldur að þú
sért að taka eitthvert saklaust
hamingjulyf. Það höndlar það
enginn,“ segir ungur háskóla-
nemi.
„Okkur finnst þessi umræða
um efnið mjög óréttlát," bætir
hún við og talar fyrir hönd
þeirra sem neyta efnisins að
staðaldri.
„Það er búið að hræða fólk
svo mikið. Landlæknir og löggan
segja að þú verðir þunglyndur
af þessu en það er bara ekkert
rétt. Þú verður ekkert þunglynd-
ari að koma niður af þessari
vímu en annarri. Þetta er bara
eins og að drekka, taka spítt eða
eitthvað, það kemur alltaf upp
einhver tómleiki þegar þú kem-
ur niður úr vímunni. Svo er búið
að gefa svo staðlaða mynd af
þessum neytendum, að þeir
hlusti á danstónlist, svitni og
drekki vatn en það er ekkert
eina fólkið sem tekur þetta inn.
Það eru allir að prófa þetta, allt
frá nördum og pönkurunum
uppí Keisaraliðið," segir hún,
ósátt við þá röngu mynd sem
dregin hefur verið upp af þröng-
um hópi manna.
DÍLERAR ERU
IVIEYTEIUDUR OG
niEYTEIUDUR DILERAR
pósturinn leitaði á náðir nokk-
urra dílera í bænum og spurði
þá meðal annars um neytenda-
hópinn, hver hann væri.
„Það er alls konar fólk sem ég
sel og alltaf einhverjir að bætast
við. Ég hef mína föstu kúnna
sem ég dreifi til og svo fer ég
bara á staðina," segir hann og
bætir við að hann bjóði uppá
ýmislegt fleira, eins og kók,
spítt og hass.
„Ég hef aldrei farið út sjálfur
að ná í efni, það eru sérstök
burðardýr í því. Maður tekur
ekki svoleiðis sénsa. Það þýðir
ekkert fyrir djammara eins og
mig að fara, þeir yrðu strax bö-
staðir. Ég veit til dæmis ekkert
hver þetta var með þessar þrjú-
hundruð þarna um daginn. Það
eru nokkrir stórir í bænum sem
halda utan um þetta og sjá um
að senda fólk út að versla. Svo
fæ ég þetta í hendurnar og
starfa sjálfstætt eftir það. Það
eru engar birgðastöðvar eða
svoleiðis," segir hann en neitar
að tala nánar um þá „stóru“.
„Þetta eru bara bisnissmenn,"
svarar hann í flýti enda bíb-tæk-
ið búið að kalla í sífellu og vinn-
an bíður.
„Ég verð að fara að vinna, það
er föstudagur og nóg að gera,“
segir hann, tæplega tvítugur og
atvinnulaus á opinberum plögg-
um.
„Ég er enginn díler," sagði ann-
ar Rósenberg-djammari. „Það
eina sem ég geri er að kaupa efni
og selja það aðeins dýrara inni á
stöðunum og þá helst í Rósen-
berg, sem er eins og félagsmið-
stöðin okkar. Ég veit ekki hvern
á að kalla dílerinn í þessu, þetta
gengur bara á milli manna. Þú
getur þess vegna kallað alla díl-
era. Ég er með sérstakar græjur,
sem gera mér kleift að leysa efn-
ið upp, þynna það eins mikið og
má og steypa svo nýjar og minni
töflur. Þannig drýgi ég tekjurnar,
því ég sel þær náttúrlega á sama
verði. Ég verð þó að gæta þess
að áhrifin séu nóg því annars
missi ég bara kúnna. Dreifingar-
fyrirkomulagið er mjög öflugt,
það eru allir að selja og kaupa
þótt það séu auðvitað ákveðnir
aðilar sem sjá um að koma þessu
til landsins," sagði hann og við-
urkenndi að neytendur og selj-
endur væru sama fólkið.
„Ég tek þetta í mesta lagi einu
sinni í mánuði, stundum þrisvar,
fjórum sinnum. Þetta er svo
dýrt. Taflan kostar þrjú til fjögur
þúsund eftir því hvert framboðið
er. Þetta er í sjálfu sér ódýrara
en að drekka á barnum en málið
er áð maður drekkur yfirleitt
með þessu.“
„LOVE AIUD
HAPPIIUESS"
9. ARATUGARINS
Það myndi þó breyta litlu þótt
bjórinn væri ódýrari enda áfeng-
isvímunni og alsæluvímunni ekki
saman að líkja. Þeim fannst það
fyndið og lummó stelpunum í
Rósenberg, sem blaðamaður
PÓSTSINS náði tali af, að alsæla
hefði verið notuð við meðferð á
hjónavandamálum, alkóhólisma
og þunglyndi á sjöunda áratugn-
um.
„Við erum ekkert að flýja raun-
veruleikann heldur að gera hann
bjartari og skemmtilegri. Maður
verður allur svo alsæll eftir að
hafa tekið þetta, fullur af „love
and happiness" þótt maður geti
orðið rosalega þunglyndur þeg-
ar maður kemur niður. Það geng-
ur fljótt yfir. Stundum verður
maður rosalega hræddur á E-i,
manni finnst maður sjá í gegnum
alla og verður lítill í sér og við-
kvæmur. Maður sér ofurskýrt og
heyrir margar raddir í einu og úr
mikilli fjarlægð, eitthvað sem þú
myndir aldrei heyra edrú. Svo er
eins og umhverfið þrengist,
veggirnir hrynji á mann, stund-
um er það svo sterkt að maður
getur ekkert dansað. Annars fer
það eftir því hvernig þú ert ak-
kúrat þegar þú ferð upp í E-fíling-
inn hvernig víman verður. Ef þú
byrjar vímuna kjaftandi þá ertu
kjaftandi allt kvöldið og getur
ekki hætt en ef þú byrjar dans-
andi þá dansarðu og svitnar eins
og brjálæðingur þangað til þú
kemur niður. Svo verður maður
svo sætur af þessu,“ segja þær
sælar og ánægðar með allt það
sem ein tafla getur gert.