Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 22
22
FlmMTUDAGu R25
MIÐVIKUDAGUR
13.30 Alþingi
17.30 Fréttaskeyti
17.35 Leiðarljós
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 Völundur
19.00 Nonni
20.00 Fréttir & veður
20.35 Víkingalottó
20.40 Fögnuður frelsis
21.10 Bráðavaktin
21.55 Gefðumér
svolitla ást
Donovan spilar og syngur og
spjallar við Krumma í stofu þess
síðarnefnda.
23.00 Ellefufréttir
23.15 Einn-X-Tveir
23.30 Heiðursmenn
James Garner í hlutverki dóm-
FIMMTUDAGUR
17.15 Einn-X-Tveir (e)
17.30 Fréttaskeyti
17.35 Leiðarljós
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 Karlsson á þakinu
19.00 Ferðaleiðir
19.30 Gabbgengið
20.00 Fréttir & veður
20.35 Jón Sigurðsson,
maður og foringi
Ekta hátíðarþáttur hjá RÚV.
21.35 Frá sköpun til
syndaflóðs
23.10 Söngkeppni
framhaldsskólanna
FÖSTUDAGUR
17.30 Fréttaskeyti
17.35 Leiðarljós
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 Draumasteinninn
19.00 Væntingar
og vonbrigði
20.00 Fréttir & veður
20.40 Sækjast sér um líkir
21.10 Ráðgátur
22.00 Makleg málagjöld
Einhver vesalings bankaræningi
á eftirlaunum neyðist til að byrja
að vinna aftur.
23.20 Söngkeppni
framhaldsskólanna
LAUGARDAGUR
09.00 Morgunsjónvarp
barnanna
10.45 Hlé
15.00 Hvíta tjaldið (e)
15.30 Mótorsport (e)
16.00 HM í badminton
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 Flauel
19.00 StarTrek
Klassíker kominn á skjáinn!
20.00 Fréttir & veður
20.35 Lottó
20.45 Simpson
21.15 Kotkarlar
„Kanadískur vestri í léttum dúr"
22.55 Lili Marleen
Fassbinder og Schygulla í með-
algóðu formi.
SUMNUDAGUR
09.00 Morgunsjónvarp
barnanna
10.25 Hlé
11.00 HMíbadminton
17.30 Belfast - borg úr
umsátri (e)
18.10 Hugvekja
18.20 Táknmálsfréttir
18.30 I bænum býr engill
Sænsk mynd um barn og bolta.
19.00 Úr ríki náttúrunnar
19.30 Sjálfbjarga systkin
20.00 Fréttir og veður
20.40 Ódáðahraun
Síðasti þátturinn. Bömmer.
21.10 Jalna
22.00 Helgarsportið
22.30 Óðal móður minnar
Sæmileg frönsk biómynd, alls
óskyld Öðali feðranna.
Listmálararnir
Húbert Nói,
Georg Guðni
og Tumi fyrir
framan hina
bráðsmitandi
Lappa sína.
Þeir Húbert Nói Jóhannesson,
Tumi Magnússon og Georg Guðni
Hauksson eru allir listmálarar.
Þeir eru allir með vinnustofu að
Suðurlandsbraut 12 (á fimmtu
og sjöttu hæð og engin lyfta pú-
ha). Þeir eiga líka allir mág sem
heitir Magnús (en eiga eftir að
komast að því hvort þetta sé
sami Magnúsinn í öllum tilfell-
um). Og þeir eiga allir Lappland-
er ‘81. Það ku vera Khomeini að
kenna.
Húbert Nói: „Þeir voru upp-
haflega framleiddir fyrir keisar-
ann í íran. En á meðan Svíarnir
voru að smíða þá kom Khomeini
og steypti honum og þá mátti
ekki lengur selja hernaðartæki til
íran. Þá vildi Gaddhafi kaupa 40
stykki eða eitthvað álíka en þeir
þorðu ekki að selja honum þá
heldur. Svo þeir voru sendir
hingað — í eyðimerkurfelulitum
og með olíukæli útaf hitanum og
öllu tilheyrandi.“
En þetta eru forljót ferlíki. Ljót-
ustu bílar í heimi. Fyrir utan Ford-
ana tuo, Zephyr og Pinto að sjdlf-
sögðu. Hvert er þó listrœnt gildi
Lapplanders?
Tumi: „Er það nokkuð? Ég held
að þeir hafi fyrst og fremst prakt-
ískt gildi.“
Georg Guðni: „Maður getur
flutt allt í þeim og sofið í þeim
líka.“
Húbert Nói: „Þeir eru líka mik-
il túristaattraksjón. Maður vakn-
ar stundum um miðja nótt og
heldur að það sé komið eldinga-
veður en þá eru þetta einhverjir
túristar sem hafa læðst að bíln-
um í skjóli nætur til að taka
rnyndir."
Georg Guðni: Svo hrekkur
maður líka upp stundum og
heldur að það sé kominn jarð-
skjálfti, en þá er það fólk að
ganga hringinn og sparka í dekk-
in.“
Tumi: „Svo hafa þeir auðvitað
eitthvað fagurfræðilegt gildi. En
Húbert er sá eini sem hefur not-
að Lappann sem mótíf.“
Húbert: „Ég var að mála cover-
versjón af Þingvallamynd eftir
Þórarin B. Þorláksson. Hann setti
hestinn sem hann kom á til Þing-
valla inn á sína mynd og mér
fannst ekki nema eðlilegt að
setja Lappann inn á mína.“
LAPPIIUIU OG LISTA-
MEIUIUIRIUIR
Listamenn virðast sækja í
þessi skrímsli einsog flugur í
volga mykju. Páll á Húsafelli og
Gunnar Orn eiga til dæmis báðir
Lapplander. Þeir ku meira að
segja mála inní þeim. Þeir búa
hins vegar báðir sex dagleiðir (á
Lapplander) frá ljósmyndaran-
um svo þeir fengu ekki að vera
með. Gísli Snær á einn pluss-
klæddan, en hann er í hreyfi-
myndunum, svo hann fékk held-
ur ekki að vera með. Aðrir mynd-
listarmenn hafa átt Lappa um
lengri eða skemmri tíma. Og
systkini Tuma voru að kaupa sér
einn um daginn.
Tumi: „Þetta er bráðsmitandi."
Húbert Nói: „Samt ekki jafn
smitandi og að eiga Land Rover.
En þetta getur orðið hættulegt.
Annars er ég í rauninni fórnar-
lamb frábærrar markaðssetning-
ar hjá Volvo. Níu ára gamall sett-
ist ég uppí Lapplander hjá ná-
granna mínum sem var sölumað-
ur hjá þeim, og þá tók ég þessa
ákvörðun."
Tumi: „Mér fannst Lapplander
alveg rosalega flottur þegar ég
var strákur en ég lét mig aldrei
dreyma um að ég gæti eignast
eintak sjálfur. Nú eru þeir hins
vegar svo ódýrir, bæði af því þeir
eru orðnir gamlir og eins af því
að „alvöru“ jeppafrikin líta ekki
við þeim, finnst þeir of kraftlitlir.
En maður kemst allt á þessu.“
Húbert Nói: „Bændur kölluðu
þá jaðrakan, því það var hægt að
keyra þá útum allar mýrar án
þess að sökkva. Þetta voru líka
einu bílarnir á sínum tíma, uppúr
‘63, sem voru á svona stórum
dekkjum. Maður var alveg heill-
aður.“
LISTIIU AÐ HALDA
LAPPAIUUM VK>
Húbert Nói: „Það besta við
þessa bíla er að maður getur
misboðið þeim endalaust. Mað-
ur fer allt á þessu og þarf ekkert
að hugsa um lakkið og svona
aukaatriði.“
Georg Guðni: „Maður á bara
dollu með litnum heima og
penslar yfir - nú eða rúllar.“
Tumi: „Og svo þarf maður að
eiga góðan hamar til að lemja út
beyglurnar. Maður gerir svo að
segja allt sjálfur.“
Húbert Nói: „Þeir þurfa svo-
litla hjúkrun greyin.“
Einhvern veginn finnst manni
það d skjön við þd hugmynd sem
maður gerir sér um listamenn að
fmynda sér þú liggjandi undir bíl
útataða íolíu ogdrullu...
Georg Guðni: „Enda leiðist
mér að gera við hann. En þegar
maður á 15 ára Lapplander þá
neyðist maður til þess, annars
hættir þetta að vera ódýrt.“
Tumi: „Mér finnst ágætt að
gera við Lappann. Það var
einsog ég gleymdi alltaf öllu jafn-
óðum sem ég lærði þegar ég var
að gera við druslurnar sem ég
átti áður og þurfti þess-
vegna að byrja uppá nýtt í hvert
skipti sem þeir biluðu. En með
þennan bíl sá ég að það þýddi
ekkert annað en að taka þetta
hlutverk alvarlega.“ ■
á netinu
Þegar þú ert orðinn ieiður á að
fletta Mogganum á Internetinu
og jafnvel heimasíðan hans
Björns Bjarnasonar er hætt að
heilla þig, þá væri kannski ekki
úr vegi að fikra sig örlítið lengra
eftir veraldarvefnum svokallaða
og leita uppi hluti sem virkilega
er varið í — til dæmis kviknaktar
stórstjörnur af öllum stærðum
og gerðum. Til að byrja með er
ágætt að fletta upp á The Point of
No Return (http://zoom.lm.com),
For YourEyes Only (http://nyxl0-
. csdu. edu:800/-mstone/home.ht
ml) eða síðu sem heitirþví ágœta
nafni Sex (http://www.wir-
ed.com/Staff/justin/dox/sex.-
html). Á öllum þessum síðum er
að finna ágætis úrval af Evu-
klæddum þokkadísum.
Ef þig langar að leita að fæð-
ingarblettum á ótrúlegustu stöð-
um á þeim Cindy Crawford, Drew
Barrymore eða sjá undramátt sili-
konsins í sinni fegurstu mynd —
það er að segja í bústnum barmi
sjálfrar Parnelu Anderson, þá er
ekki úr vegi að kíkja I Larry’s
Virtual Gallery (http://deputy.-
law.utexas.edu:3001/Html/Gall-
ery.Html).
Þeir sem hafa meiri áhuga —
eða bara líka áhuga — á að
renna augunum yfir helstu
kennileiti
á íðilfögr-
u m
kroppum
þ e i r r a
Teri Hatc-
her, Kim
Basinger
og Jayne
Mansfield
svo að-
eins örfá
dæmi séu
tekin, ættu hins vegar
að hamra inn http://-
web.cs.ubc.ca/grn-
/virtual/alt.binaries.-
pictures.celebri ties/-
index.html og þá geta
menn farið oní saum-
ana á bibbanum á
honum Bobbitt í leið-
inni.
Þeir sem eiga sér
uppáhaldsstjörnu og
eru æstir í að sjá hana
í sinni eðlilegustu
mynd ættu að leita
uppi heimasíður kinkí aðdáenda
þessarrar sömu stjörnu, þar
sem þeir hafa hrúgað inn tug-
um og hundruðum mynda af
gyðjunni í misklæddu ástandi.
Sherilyn
Fenn's Secr-
et Space
heitir ein
slík síða
sem snýst
öll um dö-
muna sem
meðal ann-
ars lék í
Twin Peaks
og leikur El-
izabeth Tayl-
or í nýjum
sjónvarps-
þáttum. Til
að komast
inn á hana
þarf að slá
inn http://-
www.vsi,-
i s t. u c f. -
edu/-ken-
dall/fenn.-
html og þá eru menn komnir í
samband við öll hin Fennfríkin.
Til að kíkja á konu að nafni Milla
Jovovich, ef einhver hefur áhuga,
þarf ekki annað en að pikka inn
www.vsl.ist.ucf.edu/-kendall/-
milla.html og þá er hægt að
virða fyrir sér í rólegheitunum
skógi vaxna laut og varðaðar
heiðar og fleira í Jovovísku
landslaginu.
Það eru líklega öllu fleiri sem
hafa áhuga á að sjá súperstjörn-
una og ballarkveikjuna Sharon
Stone í allri sinni nöktu dýrð. Þá
er bara að kíkja í heimsókn á The
Definitiue Sharon Stone home
page (http://www.untantes.univ-
nantes.fr./-violain/sharon-
Eng.html).
Með því að slá inn http://-
www.direct.ca/~panand er líka
hægt að kíkja á fullt af misnökt-
um kroppum á öllum þrepum
frœgðarstigans, þar á meðal afar
sjaldgœfa mynd af Michelle Pfeif-
fer topplausri.
Ogþeim sem eru svona obbolít-
ið kinkí skal bent á eitt netfang til
viðbðtar svona í lokin — The Lo-
ve Grid (http://desires.com/ud/-
1.2/art/docs/Iovegrid.html). Þar
má sjá aldeilis kviknaktar Barbie-
dúkkur gæla hver við aðra í mjög
svo huggulegri myndaseríu. ■