Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 14
14 . « fK ðalfundur Æm Norræna ^^^^skólaseturs- ins á Hvalfjarðar- strönd var loksins haldinn nú um helg- ina. Upphaflega átti hann að vera 22. apr- íl en var frestað í tví- gang í samtals mán- uð. A fundinum var stjórnarformannin- um Ásgeiri Hall- DÓRSSYNI skipt Út ásamt tveimur öðr- um stjórnarmönnum og er því kominn nýr meirihluti. SlGURLÍN SVEINBJARNARDÓTTIR varð enn fyrir harðri gagnrýni en henni var ekki vikið frá á þeim forsendum að hún á eitt ár eftir af samningstíma sín- um. „Það liggur ekk- ert fyrir um það núna að hún verði látin fara,“ er það eina sem nýi stjórn- arformaðurinn, Guð- MUNDUR EtRÍKSSON, lætur hafa eftir sér. Ljóst er hins vegar að margir teija það grundvallaratriði til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Aðeins á fyrstu 5 mánuðum' ársins hefur tapið verið 13 milljónir eða nærri helmingur heildarhlutfjár og stofnkostnaður varð 90 milljónir eða mun meiri en ráð var fyrir gert. Á hluthafafundi 2. apríl var Sigurlín meðal annars sökuð um lögbrot, blekk- ingar og vafasamar launagreiðslur sem námu allt að hálfri milljón til hennar og börn hennar og tengdabörn voru á launum. Rekstrar- áætlanir og bókanir brugðust algjörlega og ekkert varð úr styrkveitingum og nýjum hluthöfum sem hún hafði talað um... Það er búið að finna upp í útlöndum eitthvað sem heitir girlies. Og það er líka búið að uppgötva það á bresku blaði að fyrirbrigðið ung kona er ekki til lengur. En þrátt fyrir að þetta §é allt löngu vitað var það ekki fyrr en um daginn að Gunnar Smári Egilsson áttaði sig á þessu. Það var allt út af grein eftir einhvern Michael sem Smári ýmist skammast hér út í eða grætur á öxlina á honum. Saman eru þeir hálfvolandi yfir örlögum sínum sem karlar og óttast að þær konur sem þeim eru skammtaðar séu ekki þær bestu sem framleiddar hafa verið Ég var að lesa enskt blað daginn — Arena, sem er hálf kell- ingalegt karlablað um klára menn, sætar konur og ilmvötnin og fötin sem þau nota. Ein grein í blaðinu var eftir Michael nokkurn Atkinson, mann sem er skríða á þrítugsald- urinn og sýtir það að sér hafi aldr- ei verið boðið upp á að kynnast ungum konum. Fyrst þegar hann komst á kynþroskaaldurinn var hann eðlilega aðallega að gandal- ast með jafnöldrum sínum, stelp- unum. Þegar hann síðan óx og þroskaðist héldu stelpurnar bara áfram að vera stelpur og vildu ekkert annað. Manngreyið sér fram á að hann muni sitja uppi með þessar stelpur alveg þangað til þær breytast í kellingar einn daginn - daginn þegar þeim verð- ur ekki lengur stætt á að leika stelpur sökum aldurs. Greinin er náttúrlega fyrst og fremst væl eins og allar greinar þar sem fólk myndast við að tala um hitt kynið. En Micael þessi dregur hins vegar svo hárbeittar sannanir fram úr myndaalbúminu að ég gat ekki annað en trúað manninum. Þetta er ekki einleikið, þetta með ungu konurnar sem hafa horfið. Það er náttúrlega fár- anlegt að þegar pabbar okkar Mi- chael voru ungir hafi þeim verið boðið upp á draumadísina Lauren Bacall á meðan við eigum að drös- last í bíó og láta okkur dreyma um Juliette Lewis. Og hvaða býtti eru það að henda í okkur Juliu Ro- berts á meðan þeir fengu að njóta Ingrid Bergman? Og stærsti brandar- inn er að sjálfsögðu sá að á með- an Ava Gardner nánast gekk frá dauðum þá situm við uppi með stelpukjánann Winonu Ryder. Þetta var nóg fyrir mig. Og það er þessum Michael að kenna að undanfarna viku hef ég gengið um göturnar í óstjórnlegum söknuði eftir ungu konunum sem ég fæ Sandra Bullock drap tittlinga ,en bara með augunum, í Speed 27 ára gömul á meðan Rita Hayworth gerði það bókstaflega í Gildu. aldrei að sjá, aldrei að snerta. Og alveg eins og greinin hans Micha- el var uppfull af væli, þá hef ég verið hálfvælandi þessa viku. KAJRLAR AL.LTAF VERIÐ STRAKAR En svo veltir maður því fyrir sér hvort þetta sé ekki allt okkur sjálf- um að kenna, mér og Michael. Ég veit ekki með hann, en ég veit það um mig að ég er ekki beint ungur og glæsilegur maður. Ég er hálf- gert strákatrippi, kominn eitthvað á fertugsaldurinn. Ég er ennþá frekar samansafn af stælum en þroska og ég er ekkert sáttari við guð eða menn en þegar ég var sautján. Og ef eitthvað er þá held ég að mér hafi frekar farið aftur en hitt. Ég var alla tíð fremur leiðin- legt barn og unglingur vegna þess að ég vildi vera eldri og klárari en ég var. Nú er ég aðallega í því að vera yngri og vitlausari en ég er. Og get huggað mig við að það sama átti við heilagan Bob Dylan sem söng einhverju sinni „I was so much older then/I’m younger than that now“. Og þar sem ég var að rölta um göturnar með söknuð í hjarta sá ég ekki betur en svipað væri ástatt með aðra menn. Mér virt- ust þeir allir klæða sig og hegða sér frekar eins og strákar en menn. Körfubolti úti á götu, base- ball-húfa á haus, Zippósveifla á bar, tónlist á blússi inni í bíl, bítnikka-tjúguskegg. Og allt til- heyrði þettta mönnum sem fyrir löngu áttu að vera lagðir af stað í að verða rígfull- orðnir. Og allt voru þetta menn sem höfðu leikið sér að þessum sömu leikföng- um síðan þeir voru fimmtán ára. Og þrátt fyrir að þeir væru búnir að una sér við þau hálfa ævina virtust þeir ekki vera búnir að fá nóg. Og ég hengi mig upp á að títtnefndur Mi- chael var með baseþall- húfu ,:á .háusfjiim á meðan hann skrifaði greinina þótt hann hafi þagað yfir því, bölvað- ur. Og á eftir fór hann út á pöbb og spjallaði um fótbolta og kvennafar við hina strákana. ILLA LEIKIIM MANIVIAHLUTVERK Ef til vill er ástæðan fyrir því að Michael minntist ekki á þetta sú, að í raun hefur þetta alltaf verið svona hjá okkur strákunum. Þetta er alla vega þannig í minni ætt. Þeir örfáu karlar, sem ég man eftir frá því ég var barn og unglingur, sem reyndu að leika menn, leið hálfilla í hlutverkinu. Hinir voru allir í rullum sem voru eins og samdar fyrir þá. Ábyrgðarlausir strákar fullir af gorgeir og stælum. Það var helst ef þeir höfðu gert einhverja bommertu að þeir sátu á sér ef eiginkonurnar voru nærri. Og sem voru I minni æsku ein- hvern veginn konulegri en karl- arnir mannalegir. En ég held að við strákarnir höf- um litið meira upp til karlanna. Við hlýddum að sjálfsögu mömmu þegar hún bannaði okk- ur eitthvað í fjórða sinn en sætt- um okkur aldrei almennilega við reglurnar hennar. Hins vegar trúðum við hverju orði sem hraut af vörum einhvers frændans sem drakk mikið, slóst og átti það til að hverfa eitthvað út á land eða út í heim svo vikum skipti. Og þar vann hann öll sín helstu afrek, þegar enginn annar en hann var til frásagnar. Þetta var heimur sem eitthvert fútt var í, eitthvað annað en konuheimurinn sem við ólumst upp í eins og öll vörn fyrir tíma dagheimilanna og hávísinda- legra uppeldisfræða. STELPAIU SEIVI , POLITISK YFIRLYSING Þegar maður hugsar aftur er dá- lítið skrítið að maður skuli hafa fallið fyrir þessum hálffullorðnu strákum. En undarlegra er þó að eftir margra áratuga baráttu kvenna fyrir að fá það sem karlar höfðu sétið eínir að; skuli þær

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.