Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 28
Posturinn eins og PÓSTURINN hefur ítrekað greint frá í vetur mun Guð- MUNDUR IVlAGNÚSSON fréttastjóri verða látinn fara og hefur nú verið til- kynnt að hann hætti um næstu mánaðamót. Það var Hörður Einarsson sem beitti sér fyrir því að Guðmundur var ráðinn inn á blaðið og silkihúf- um þannig fjölgað um eina. Nú er Hörður búinn að selja sinn hlut í DV og Guðmundur er fokinn. Um helgina fóru yfir menn DV að höfðingjasetri R. Eyjólfsson AR, aðaleiganda DV, að Leirubakka til að ráða ráðum sínum að frum- kvæði sonar hans, EyjÓlfs Sveins- SONAR, sem verður nýr fram- kvæmdastjóri blaðsins. Guðmundi var ekki boðið til fundarins en þangað mætti hins vegar Ellert 6. Schram, annar af ritstjórum blaðs- ins. Fullyrt er að Ellert verði látinn hætta á blaðinu en hann mun vera á leið í launalaust leyfi frá blaðinu til að byrja með. Hann flaug til Vín- ar á mánudagsmorgun á vegum UEFA en óvíst er með framhaldið. Eyjólfur virðist ætla að fara geyst sem framkvæmdastjóri því í bígerð eru fleiri breytingar sem væntan- lega verða tilkynntar í sumar. Eftir eina umfjöllun PÓSTSINS um að Guðmundur væri á förum frá DV og orðróm um að hann ætlaði að sækja um stöðu framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins, sendi Guðmundur bréf til blaðsins og sagði umfjöllun blaðsins illkvittna og rætna „enda er ég nýkominn til starfa á DV“... Töluverðar líkur eru á því að Valur Magnússon taki við stjórnartaumunum á Kaffi Reykjavík innan tíðar. Það er þó ekki svo að Valur sé að eignast staðinn að nýju heldur hafa hinir nýju eigendur hans, ÞÓRARINN Ragnarsson og félagar, boðið Vali að sjá um rekstur staðarins fyrir svimandi há laun. Upplýsingar blaðsins herma að Valur sé alvar- lega að íhuga að ganga að þessu til- boði en ef af því verður slá Þórarinn og félagar tvær flug- ur í einu höggi: fá reyndan mann til þess að sjá um stað- inn og koma í veg fyrir hugsanlega samkeppni af hendi Vals... Svo virðist sem stemmningin fyrir uppfærslu söng- leiksins Rocky Horror Picture Show ætli ekki að verða minni en þegar flugfélagið Loftur setti upp [ hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. Núerspurt: Á að banna íslenskum börnum yngri en 16 ára ao vinna? 1. Já 2. Nei símanúmer frá 3. júní 90-4-15-16 Hárið í fyrra. Þótt ekki hafi endanlega verið ákveðið hvenaer söngleikurinn verður frum- sýndur í Héðinshúsinu er aðstandendum sýningarinnar þegar farið að berast pantanir á frumsýninguna, þar á meðal mun 40 manna hópur, sem meira og minna tengist verslununum 17, þegar hafa fengið inni á frumsýningunni... Það fór eins og PÓSTURINN greindi frá fyrr á árinu að Margrét Sigfúsdóttir seldi hlut sinn í Heklu. Þegar blaðið sagði frá þessu hafði það samband við Margréti sem vísaði hugsanlegri sölu algjör- lega á bug, sagði engan fót fyrir henni og að þessi hugmynd hefði • MUNDUR SlGFÚSSON , FÚS SlGFÚSSON Og ... Sverrir SlGFÚSSON orðnir einir eftir af börn- um Sigfúsar Bjarnasonar og Rannveigar Ingimundardóttur í Heklu... Prátt fyrir að íslensk lög leyfi ekki fjár- hættuspil hefur rekstur spilavíta lengi þrifist ágætlega hérlendis. Um tíma voru starfrækt tvö nokkuð vegleg spilavíti í Reykjavík en nú er aðeins annað þeirra eftir: spilavítið Súðavogi 7, og hefur það aldrei ver- ið vinsælla. Húsfyllir er helgi eftir helgi og skipta háar upphæðir um hendur. Hafa spila- fífl haft á orði að starfsemi sú sem rekin er í Súðavogi sé ólíkt heiðarlegri en spilakassar Háskóla íslands og benda á að meðan vinn- ingslíkur í spilakössunum eru hverfandi eiga bankinn og spilarinn nánast jafnmiklar líkur á sigri í Black Jack... afé Ópera, einn af vinsælustu veitinga- stöðum landsins til margra ára, er til sölu. Gengi Óperu hefur legið hratt nið- ur á við undanfarin misseri og nú er svo komið, samkvæmt upplýsingum blaðsins, að staðurinn skuldar um það bil 10 milljónir króna í húsaleigu. Það er þó einungis þriðj- ungur af heildarskuldum staðarins. Herluf Clausen, sem úrskurðaður var gjaldþrota í vetur, var lengi eigandi staðar’ins og er full- yrt að hann sé það enn þrátt fyrir að pappír- ar segi annað. Herluf hefur haft veruleg af- skipti af rekstri Óperu frá því að Valur MagnÚSSON hætti þar störfum til þess að opna Kaffi Reykjavík, og er nú í forsvari fyrir sölu staðarins. Herluf mun vilja fá 40-50 milljónir króna fyrir Óperu og er þá ein- göngu um reksturinn að ræða því húsnæðið er í eigu Knúts Bruun. Fáir eru hins vegar vilj- ugir til þess að kaupa á þessu verði og er tal- ið hæpið að meira fáist en 25 milljónir fyrir staðinn, miðað við hvernig reksturinn hef- ur verið undanfarið. Þess má geta að PÓST- URINN hefur heimildir fyrir því að ÞÓRARINN Ragnarsson, núverandi eigandi Kaffi Reykjavíkur, hafi fyrir þremur árum boðið Herluf 45 milljónir króna fyrir Óperu á borðið en Herluf þá hafnað því... Myyyr y (kr. 33,33 stk.) blómauol

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.