Helgarpósturinn - 20.07.1995, Síða 2
Pósturinn
Útgefandi:
Miðill hf.
Ritstjóri:
Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri:
Kristinn Albertsson
Auglýsingastjóri:
Öm Isleifsson
Setning og umbrot:
Morgunpósturinn
Filmuvinnsla og prentun:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Leiðari
Ríki í ríkinu
( Póstinum í dag er frétt
af því að allt í einu er orðið
leyfilegt að flytja inn sterk-
ari bjór en áður var heimilt
að selja hér á landi. Hing-
að til hafa framleiðendur
og innflytjendur staðið i
þeirri trú að óheimilt væri
að selja hér sterkari bjór en
með 5,6 prósent áfengis-
innihaldi. Nú hefur eigin-
maður innkaupastjóra
Áfengisverslunar ríkisins
hins vegar sett á markað-
inn sterkari bjór og kemur
það skiljanlega flatt upp á
aðra innflytjendur og fram-
leiðendur.
Fyrir utan hin augljósu
tengsl innflytjandans við
Áfengisverslunina vekur
það athygli að bannið við
innflutningi sterkari bjórs
var ekki bundið í lög eða
reglugerðir. Að baki bann-
inu lágu aðeins tilmæli frá
Áfengisversluninni. Undir
þau tilmæli beygðu sig allir
þar til Áfengisverslunin
skipti um skoðun og breytti
viðmiðunarmarkinu.
Það er furðulegt að for-
stjóri Áfengisverslunarinnar
geti breytt leikreglum
markaðarins með þessum
hætti án þess að tala við
kóng né prest. Hann þarf
ekki samþykki neinnar
stjórnar í fyrirtækinu og
hann þarf heldur ekki sam-
þykki ráðuneytisins. Svona
fríspil embættismanna býð-
ur heim hættu á spillingu
og þetta eina litla dæmi
sýnir að full ástæða er til
að kanna hvort fleira í
starfsemi þessarar stofnun-
ar sé af svipuðum toga.
Pósturínn
Vesturgötu 2, Reykjavik
sími 552-2211
fax 552-2311
Bein númer:
Ritstjórn: 552-4666
sfmbréf: 552-2243
Tæknideild: 552-4777
Auglýsingadeild: 552-4888
símbréf: 552-2241
Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900
Smáauglýsingan 552-5577
HelgarPósturinn kostar 199 kr.
MánudagsPósturinn kostar 99 kr.
Áskrift er 999 kr. á mánuði
ef greitt er með greiðslukorti
en 1.100 kr. annars.
Unnleid/nidurleid
Ekki nóg
A UPPLEIÐ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
með að hin skelegga borgar-
sjýra sé farin að brýna boð
háttinn og byrjuð að
taka almennilega
til í rústunum
sem íhaldið skildi eftir sig,
heldurerhún núnafarin að
plotta með uppreisnarmönn
um allra flokka og undirbúa
þannig að taka ríkið líka frá
Dabba & Co.
Sjónvarpið. Dagskráin sem slík er reyndar
síður en svo á uppleið, en ríkisfjölmiðill sem
kaupir og sýnir jafn umdeilda mynd og Bið-
sal dauðans sýnir meira sjálfstæði og þor en
maður á að venjast á þeim bænum.
Gvendur Jaki. Gvendi Jaka er skítsama
þótt glerskálinn við Iðnó sé forljótur. Fyrst
búið er að henda milljónum í
þessa vitleysu á annað borð er
betra að láta þetta viðundur standa
óhreyft en að henda enn fleiri milljón
um í að rífa það í burtu aftur.
Á IUIÐURLEID
Ingibjörg Pálmadóttir. Fresturinn sem
hún gaf sér til að leiða rifrildið um tilvísana-
skylduna til lykta er löngu liðinn en enn hef-
ur ekkert gerst. Auk þess bólar enn ekkert á
raunhæfum tillögum um aðgerðir gegn við-
varandi vanda sjúkrahúsanna og heilbrigð-
iskerfisins almennt.
Halldór Ásgrímsson. Utanríkisráðherrann
lýsti því yfir að hann hafi svo sem enga sér-
staka stefnu í málefnum
Bosníu. Halldór sér held-
ur ekki
’ ástæðu til að
’ gera meira en að
„harma" kjarnorku-
’ sprengingar Frakka í Kyrra-
hafi og virðist enga leið sjá út úr hatrömm-
um deilunum við þá þjóð, sem hann þó vill
eiga hvað nánast samstarf við í utanríkis-
málum.
Árni Sigfússon. Árni kann því greinilega
sífellt verr að vera í minnihluta og málflutn-
ingur hans einkennist í síauknum mæli af
tuði og marklauSu hjali þar sem hann lætur
eins og allt böl borgarbúa megi rekja til
þessa eina árs, sem R-listinn hefur verið við
völd.
Sniöugt hjá DV aö láta
Davíð borga laun
framkvæmdastjórans.
Já, meö þessu er hann
algjörlega frjáls og
óháður sölunni á blaðinu.
Eyjólfur Sveinsson er á sama tíma aðstoðarmaður
forsætisráðherra og einn af stjórnendum
Frjálsrar fjölmiðlunar
IVIeð 220.000
á mánuði hjá
forsætisráðuneytinu
Eyjólfur Sveinsson er ennþá að-
stóðarmaður Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra þrátt fyrir að
hann hafi hafið störf hjá Frjálsri
fjölmiðlun hf., útgáfufyrirtæki
DV.
Það hefur staðið til í töluverð-
an tíma að Eyjólfur taki við
starfi framkvæmdastjóra
Frjálsrar fjölmiðlunar, en hann
er sonur Sveins R. Eyjólfssonar,
sem er stjórnarformaður fyrir-
tækisins og einn af aðaleigend-
um þess. Hann er þegar kominn
með skrifstofu í höfuðstöðvum
fyrirtækisins og undanfarna
mánuði hefur hann látið taka
verulega til sín í tengslum við
þær breytingar sem hafa orðið á
yfirstjórn DV. Eyjólfur hefur
hins vegar haldið áfram störfum
sínum fyrir forsætisráðherra og
þegið fyrir um það bil 220.000
krónur á mánuði.
MILLIBILSÁSTAMD
í þessu sambandi hlýtur óhjá-
kvæmilega að vakna spurning
um hvort það fari saman að
stjórnandi eins stærsta fjöl-
miðlafyrirtækis landsins sé jafn-
framt aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra. Þessi spurning var
lögð fyrir Jónas Kristjánsson, rit-
stjóra DV, sem svaraði því til að
þetta væri millibilsástand og að
hann teldi að önnur lögmál giltu
um millibilsástand en varanlegt
ástand.
Þegar Eyjólfur var spurður
sömu spurningar og Jónas svar-
aði hann því til að hann væri í
sumarleyfi frá störfum sínum í
ráðuneytinu um þessar mundir
og benti á að hann þurfi ekki að
standa skil á því hvað hann geri
í leyfinu. í framhaldi af því sagði
hann það ekki rétt að hann hafi
hafið störf hjá Frjálsri fjölmiðl-
un.
„Það er ekki um það að ræða,
ég er bara að sinna ákveðnum
hagsmunum mínum og fjöl-
skyldu minnar í sumarleyfinu
mínu,“ sagði Eyjólfur og vildi
ekkert kannast við að vera fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
STARFSMEMM HALDA
AD HAMM SE FRAM-
KVÆMDASTJORI
Það skýtur óneitanlega skökku
við að Eyjólfur neiti að vera
framkvæmdastjóri Frjálsrar fjöl-
miðlunar, því þegar blaðamaður
bað um framkvæmdastjóra á
skiptiborði DV sagði sú sem
svaraði að hún héldi að Eyjólfur
væri framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins og gaf blaðamanni við svo
búið samband við ritara Eyjólfs.
Ritarinn virtist aðspurður
standa í þeirri trú að hann væri í
starfi hjá framkvæmdastjóra fyr-
irtækisins og tók við skilaboðum
til Eyjólfs sem hann síðar svar-
aði. Og í ljósi þess að Eyjólfur
sagðist vera í sumarfríi frá störf-
um sínum í forsætisráðuneytinu
er það líka einkennilegt að þegar
ítrekað var spurt um hann þar
var ekkert minnst á sumarleyfi
heldur sagt að það gæti verið
erfitt að ná í Eyjóíf í ráðuneytinu,
en hann hringdi alltaf og athug-
aði með skilaboð til sín. Þegar
spurt var eftir Ólafi Davíðssyni
ráðuneytisstjóra til þess að
greiða úr þessari flækju fengust
hins vegar þau svör að hann
væri í sumarfríi. Og virtist eng-
inn vafi leika á því. ■
Eyjólfur segist vera í sumar-
fríi frá störfum sínum fyrir
Davíð Oddsson.
Svarthöfdi
Með pólitíska netið í skrúfunni
Þeir sem hafa lifað helftina af 20. öld-
inni og hafa séð menn koma og fara, sem
miklu hafa ráðið og miklum örlögum
hafa valdið, upplifa nú ýmsa gagnmerka
úttekt á liðnum tíma og eiga auðvelt með
að setja samtímaatburði í rétt samhengi.
Sumt af þessu varðar Island eins og það
er nú smátt og áhrifalítið í flokki þjóð-
anna. Hér heima hafa menn enn áhyggj-
ur af Nato eins og um miðja öldina þegar
þeir voru að berjast fyrir nýrri heims-
mynd. Nú eru þeir á móti Nato af því að
samtökin geta spilit fyrir túrisma. Konur
stefna á ráðstefnu i Kína í haust en mega
ekki nota sum orð öðruvísi en eiga á
hættu að móðga gestgjafana. Svo er um
nafnið Taiwan (Formósu). Einhverjir
fara til að mótmæla í Kína. Ætli Kínverja
muni mikið um það. Þeir eru vanir að
vera einir í heiminum.
Undanfarið hefur orðið grundvallar-
breyting á stöðu íslands innan norrænu
þjóðanna. Norðmenn hafa neitað að
hjálpa islensku fiskiskipi í nauðum og
Svíar hafa neitað að borga þrjátíu millj-
óna kennslukostnað fyrir íslenska flug-
virkja. Þetta kemur á óvart. Við höfum
yfirleitt alltaf fengið allt sem við höfum
viljað hjá hinum Norðurlöndunum. En
nú er eins og stefnan hafi breyst. Við er-
um ekki lengur litla Island langt út í haf-
inu með eldfjöll og jökla og fáeinar hræð-
ur tilvaldar til að búa úr tilraunasamfé-
lag í anda sósíalismans, gott ef ekki
kommúnismans, bæði á félagslegu sviði
og sviði kennslumála. Hin mikla fyrir-
sögn úr austri berst ekki lengur til Norð-
urlandanna. Ekki þarf lengu að halda við
andófsstefnunni frá stríðsárunum —
þessari alkunnu baráttu gegn fasisman-
um — sem samið var þó við í stríðsbyrj-
un, og verðlauna á íslandi allt og alla
sem eru sósíalismanum þénugir. Það er
þegar búið að hirða upp alla kommún-
ista og hálfkomma sem fyrirfinnast, gefa
norrænt hús sem er bókstaflega í umsjá
réttra manna, og hvern fjandann vilia Is-
lendingar meira. Skera aftan úr. Onei,
við höldum nú ekki, eða borga þrjátíu
milljónir fyrir íslenska flugvirkja. Við
höfum engin fyrirmæli fengið um það að
austan, enda er allt þar í sukki og forset-
inn hjartveikur.
Það er náttúrlega aumkunarvert hlut-
skipti fyrir fslendinga að vera í norrænu
samstarfi. Gamla andspyrnuhreyfingin
frá stríðsárunum tók þetta norræna
samstarf að sér og hefur ekki sleppt
hendinni af því fyrr en nú. Andsyrnu-
hreyfingin var rekin í anda Stalínismans.
Við höfum dæmin. Þeir drápu Guðmund
Kamban. Þeir ofsóttu Knut Hamsun. Og
svo segjast þessir aðilar geta gefið okkur
norrænt hús til að geta troðið í okkur
menningu, svona eins og Mál og menn-
ing gerir. Upp að strönd Norður-Noregs
siglir íslenskur togari með net í skrúf-
unni. Hann kemst ekki heim og getur
raunar ekkert farið nema til næstu hafn-
ar. Norðmenn, gömul siglingaþjóð, taka
við skipi í nauðum og reka það út fyrir
landhelgina. Þetta er norrænt samstarf
sem hætt er að lúta fyrirmælum. Það er
tilkomið með álíka hætti og rógurinn um
íslenska stjórnmálamenn, samanber
Stefán Jóhann Stefánsson.
Eftir að hafa verið eins konar sósíal-
hjálp heimsins með landið fullt cif út-
lendu flóttafólki og meira svindl í vel-
'ferðinni en jafnvel skattframtölum, er nú
svo komið, að sænski ríkiskassinn segist
vera blankur. Svíar hafa látið eins og ríki
pabbinn í Norðurlandasamvinnunni. Sví-
ar blómstruðu á Stalínstímanum, og
fundu andófsfólk út um allan heim til að
verðlauna, ýmist með Nóbelsverðlaun-
um eða annars konar viðurkenningum.
Þeir grófu þetta fólk upp í afkimum þar
sem það hafði verið að bulla eitthvað
um erfiða tima eða hafði verið í sendi-
ferðum til Moskvu. Jafnvel Frakkar, sem
eru með nefið oní hvers manns menn-
ingarkoppi vissu ekki alltaf hvað Svíar
voru að verðlauna. Litlir íslendingar
voru þeim hugstæðir og þeir þurftu sósí-
alhjálp og þeir þurftu menningarhjálp.
Og litlir Islendingar urðu mjög sænsk-
sinnaðir. Flugvirkjar voru meðal annars
sendir þangað til að læra. Nú sendir
sænska ríkið reikning upp á þrjátíu millj-
ónir fyrir nám flugvirkjanna. Við eigum
sem sagt að fara að borga þessu sósíal-
istaríki fyrir hjálp sem þeir buðu íslandi.
Næst ættu þeir að tcika Norræna húsið
eða loka því, enda er ekkert með sellu-
starfsemina þar að gera. Svo eigum við
eftir að senda Svíum reikning fyrir að
eyðileggja skólakerfið okkar að svo
miklu leyti sem það þjónar sósíalisman-
um. Einnig eigum við eftir að senda
reikning til þeirra sem héldu að við vær-
um svo lítil að skaðlaust væri að gera
hér tilraun með menntakerfið. Svona til-
raun, sem hvergi hefði getað skotið upp
kollinum nema hjá Stasi eða öðrum
ámóta stofnunum.
Norrænt samstarf virðist á allra síð-
ustu dögum hafa fengið pólitískt net í
skrúfurnar. Tvö ríki, sem ekki eru skyld-
ari en gengur og gerist, hafa á sama tíma
tekið upp sömu stefnu gegn íslandi. Þau
hafa að vísu lengi ráðið ferðinni gegn
landinu og úthlutað hér viðurkenning-
um út í hött, einkum Svíar, en ríkin hafa
ekki fyrr verið svo átakanlega samstíga
um aðgerðir. Það er vegna þess að þau
öfl hérlendis, sem þurftu á viðurkenn-
ingu Skandínava að halda, framleiða
ekki lengur fólk sem nokkur minnsta von
er til að jafnvel Skandínavar geti gert
nokkuð fyrir eða grætt á. Þess vegna er
allt í lagi að gefa litla ísland upp á bátinn,
Norræna húsið og alla „Skandínavana"
hér heima. Það verður ekki meira unnið
á íslendingnum í bili.
SVARTHÖFÐI