Helgarpósturinn - 20.07.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Qupperneq 4
 SAMBÖND BYRJA EKKI UPPI í RÚMI Mér finnst samskipti kynjanna ekki spennandi hér á (slandi. Samböndin hér eru innantóm, fólk hittist og skilur daginn eftir þegar annar aðilinn stekkur út úr rúminu. Það er ekki hægt að byrja sambönd uppi í rúmi, enda eru Islendingar sér- staklega fljótir að skilja. Ég hef sjálfur aldrei verið með íslenskri konu, ekki nema skyndibita, þær gefa ekki kost á sér. Mín skoðun, sem karl- maður, er sú að íslenskir karlmenn séu karlrembur. Þeir eru miklu meiri karl- rembur en latneskir karl- menn. Mér finnst ekkert skrýtið að fólk eigi erfitt með að tjá tilfinningar sínar þegar samskipti kynjanna eru á þennan hátt. Ég vinn á bar og á barnum sér maður margt. Hingað kom einu sinni maður, með konu í sinni fylgd. Hann gerði þessa konu ólétta, hætti með henni stuttu síðar og mætti fljótlega með aðra upp á arminn. Pör skilja jafnoft og ég skipti um buxur. I stuttu máli: fs- lendingar lifa á góðri stund en svo er allt búið. PATRICIO CEBEDA fSLAND ER SKRIFAÐ AF HRINGBORÐI FÓLKS SEM A RÆTUR SlNAR AÐ REKJA ER- LENDIS EN ER BÚSEHÁÍS- LANDI Augnlæknar vernda einokunaraðstööu sína „Það eru ekki nema tvær vikur síðan ég opnaði en Augnlæknafé- lagið er þegar búið að hafa sam- band við Landlæknisembættið út af þessu,“ segir Sigþór Sigurðs- son, sjóntækja- og sjónmælinga- maður í Gleraugnagalleríinu í Kirkjuhvoli, en hann hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á sjónmælingar á staðnum og sparað þeim þannig ferð til augn- læknis. „Ég hef ekki heyrt neitt ennþá en ég á von á bréfi frá embættinu á næstu dögum.“ Samkvæmt lauslegri áætlun Sig- þórs hafa um það bil 85 prósent þeirra sem til hans hafa leitað á þeim tveim vikum sem hann hef- ur starfað hérlendis sparað sér bæði tímann og peningana sem annars hefðu farið í heimsókn þeirra til augnlæknis. íslensk lög segja hins vegar fyrir um að eng- um sé heimilt að mæla sjón manna nema augnlæknum, og í lögum um sjóntækjafræðinga er tekið fram að þeir hafi ekki rétt- indi til slíks. IUÓGU GÓÐUR FYRIR DAIUADROTTIUiniGU Sigþór segir að hann sé ekki einungis sjóntækjafræðingur og að nám hans sé viðurkennt á öll- um Norðurlöndum öðrum en ís- landi. „Ég lærði bæði sjóntækja- fræði og það sem kallað er opto- metry. Með slíka menntun er mönnum heimilt að mæla styrk- leika sjónar og útbúa gleraugu í samræmi við sínar niðurstöður, með ákveðnum takmörkunum þó.“ Sjónmælingafræðingum er þannig ekki heimilt að fram- kvæma fyrstu skoðun á börnum og unglingum innan sextán ára aldurs né heldur að útbúa fyrstu Sigþór Sigurðsson við sjónmælingatækin sem íslensk lög meina honum að vinna við. kvæmt íslenskum lögum er sjón- tækjafræðingum ekki heimilt að mæla sjón manna, heldur aðeins augnlæknum.“ Matthías segir að þótt Sigþór hafi aðra og meiri menntun en þeir sem titla sig sjóntækjafræðinga, þá breyti það engu um lagalega stöðu hans. „Staðreyndin er bara sú að þetta starfsheiti, sjónmælingafræðing- ur, er ekki til hér á landi og þessi menntun ekki viðurkennd.“ Matthías sagði vel hugsanlegt að breyta þyrfti þessum lögum að vel athuguðu máli, en allt of snemmt væri að segja til um hvort og þá hvenær það getur orðið. „Eins og er sýnist okkur hins vegar sem þarna sé um brot á íslenskum lögum að ræða og sé svo, þá er alveg ljóst að honum er ekki heimilt að stunda þá starfsemi sem hann gerir. Það er hins vegar ekki okkar hlutverk að loka hjá honum og við erum ekki með neinn æsing í þessu máli. Við bíðum eftir að hann færi rök fyrir sínu máli og sjáum svo hvað setur." HR/EDDIR VK> GLAKUIUA Helstu rök augnlækna í málinu munu vera þau, að baráttan við gláku hefur gengið mjög vel und- ir þeirra handleiðslu, og er tíðni þessa sjúkdóms hér á landi með því lægsta sem gerist í heimin- um. Telja þeir að árangri þess forvarnarstarfs sem þeir hafa stundað á undanförnum árum og áratugum sé stefnt í voða ef aðr- ir en þeir fái leyfi til að mæla sjón og skrifa upp á gleraugu. „Það er vissulega rétt að hér hefur verið unnið mikið og gott starf í baráttunni gegn g!áku,“ segir Sigþór. „En mín menntun felst meðal annars í því að greina þegar óeðlilegar breytingar verða á sjón fólks, það er að segja breytingar sem ekki falla inn í þetta venjulega mynstur. Þegar ég verð var við slíkar breytingar er það auðvitað skylda mín að vísa þeim til augn- læknis." ■ Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir. „Erum ekki með neinn æsing í þessu máli." gleraugu fyrir fólk með sjón- skekkju án samráðs við lækni. Sigþór starfaði í Danmörku um þriggja ára skeið áður en hann kom hingað og er löggiltur sjón- mælingafræðingur þar í landi, einn Islendinga. Hann vann með- al annars í konunglegu gler- augnaversluninni og „átti jafnvel á hættu að fá drottninguna í sjónpróf,“ eins og hann orðaði það. En það sem er nógu gott fyr- ir Danadrottningu er greinilega ekki nóg fyrir íslendinga. BRÝTUR í BÁGA VIÐ ISLEMSK LOG Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir staðfesti í samtali við PÓSTINN að embættinu hefði bor- ist erindi um rekstur Sigþórs frá Augnlæknafélaginu. „Við höfum sent honum bréf og beðið hann að skýra sinn málstað, því sam- Hallur Hallsson, formaður Víkings, svínaði á knattspyrnudeild félagsins við undirskrift félagaskipta Sktiffadi sjálffur undir ffélagasldpti sonarins „Stjórn knattspyrnudeildar taldi að það væri í sínum verka- hring að skrifa undir samninga um félagaskipti en það var ekki þannig I þessu tilfelli þar sem formaður félagsins skrifaði und- ir. Þetta er spurning um verk- lag,“ sagði Jóhannes Albert Sæv- arsson, formaður knattspyrnu- deildar Víkings, í samtali við PÓSTINN. Málið snýst um að fyrir skömmu skipti Arnar Hallsson, knattspyrnumaður úr Víkingi, í ÍR. Undir félagaskiptasamning- inn skrifaði formaður Víkings, Hallur Hallsson, en hann er faðir Arnars. Því er haldið fram að þarna hafi Hallur tekið fram fyrir hendurnar á knattspyrnudeild- inni og sýnt mikinn yfirgang. „Það náðist ekki í menn þegar þurfti að skrifa undir félagaskipt- in þar sem þeir voru út úr bæn- um og því kom það í minn hlut. Þjálfarinn hafði ekki not fyrir Arnar og því var sjálfsagt að leyfa honum að fara. Arnar hefur staðið sig mjög vel frá því að hann kom til ÍR og ég harma að hann hafi þurft að fara úr Vík- ingi,“ sagði Hallur Hallsson. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hafði Jóhannes áður neitað að skrifa undir félagaskiptin til ÍR, sem er í 2. deild eins og Vík- ingur, en hann var hins vegar til- búinn til þess að hleypa Arnari til félags í einhverri annarri deild. Síðan hafi Hallur einfald- lega gripið tækifærið þegar Jó- hannes var út úr bænum og skrifað undir félagaskiptin sem formaður félagsins. Jóhannes segir að það sé ekki rétt að hann hafi neitað að skrifa undir. Málið Hallur Hallsson skrifaði und- ir félagaskipti sonarins sem hefði átt að vera í verka- hring knattspyrnudeildar félagsins. hafi ekki verið komið á það stig. Heimildirnar herma ennfrem- ur að stjórn knattspyrnudeildar, þjálfari og helstu stuðningsmenn hafi orðið æfir yfir þessu fram- ferði og tala um að Hallur sé að Jóhannes Albert Sævarsson: „Hélt að þetta væri í verka- hring knattspyrnudeildar." ganga endanlega frá knatt- spyrnudeildinni. Jóhannes segir að málin hafi verið rædd opin- skátt á fundi stjórnar knatt- spyrnudeildar og stjórnar félags- ins og menn hafi náð sáttum. Hallur segir að vissuiega hafi orðið skoðanaskipti en málin hafi síðan verið leyst í bróðerni. FAGIUAÐI HALLUR SIGRI IR? Síðasta föstudag lék Víkingur við ÍR í botnbaráttu annarrar deildar og sigraði ÍR með Arnar innanborðs og hlaut hann góða dóma fyrir Ieik sinn. Einn af þeim sem pósturinn ræddi við við vinnslu þessarar fréttar hélt því fram að Hallur hafi verið afar ánægður með sigur ÍR-inga og fagnað að leikslokum. Jóhannes sagði aðspurður að hann hafi ekki talað við Hall eftir leikinn en hann trúi því ekki að formaður Víkings hafi fagnað með öðrum en Víkingum. Hallur segir það af og frá að hann hafi nokkru sinni fagnað ósigri Víkings. kgb

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.