Helgarpósturinn - 20.07.1995, Qupperneq 21
Jayne
Mansfield á
heitum
degi í
Hollywood.
Elle Macpherson
sýnir hvers vegna
hún er kölluð
Skrokkurinn.
Ó, þú hefðir
ekki átt að...
Gjafir segja ýmislegt um þann sem gefur þær og
því er vandasamt að velja gjöf handa elskunni sinni.
pósturinn léttir hér undir með lesendum sínum, gefur
þeim fáeinar tillögur að skemmtilegum gjöfum og
segir þeim í leiðinni hvað hægt sé að lesa úr þeim.
Bangsi
Skilaboöin: Þig langar til að vera
bangsinn hennar.
Skilaboðin gætu orðið: Þér finnst
hún barnaleg og óþroskuð.
Það sem gjöfin segir um þig: Þú
býrð yfir barnalegu sakleysi.
Hvernig foreldrar hennar taka gjöf-
inni: Hún hjálpar þeim að leiða hugann
frá því að þú sefur hjá dóttur þeirra.
Eftir að þið hættið saman lendir
bangsinn undir rúmi eins og allt
hitt dótið.
Ljódabók
Skilaboðin: Þér finnst hún tilfinninga-
næm og ástríðufull. Skilaboðin gætu
orðið: Þér finnst hún ekki nógu vel að
sér.
Það sem gjöfin segir um þig: Þú ert
afar fágaður.
Hvernig foreldrar hennar taka gjöf-
inni: Hefur hann vinnu?
Þegar þið hættið saman minnir
bókin hana á ósköp Ijúft samband.
Samfella
Skilaboðin: Þérfinnst hún kynþokka-
full.
Skilaboðin gætu orðið: Þú ert að
reyna að troða ákveðnu hlutverki upp á
hana og þar með hefta frelsi hennar.
Þaö sem gjöfin segir um þig: Þú
flettir undirfatavörulistum.
Hvernig foreldrar hennar taka gjöf-
inni: Eins og þú hafir sagt þeim frá ein-
hverju sem þeir vildu ekki vita neitt um.
Þegar þið hættið saman verður
næsta kærasta komið skemmtilega
á óvart.
Skammbyssa
Skilaboðin: Öryggi hennar skiptir þig
máli.
Skilaboðin gætu orðið: Hún getur
ekki passað sig sjálf.
Það sem gjöfin segir um þig: Þú ert
hættulegur.
Hvernig foreldrar hennar taka gjöf-
inni: Kannski ætti hún að flytja aftur
heim.
Þegar þið hættið saman ættirðu að
bíða í dálítinn tíma áður en þú læt-
ur hana sjá þig með annarri konu.
Gat í gegnum tunguna
Skilaboðin: Þér finnst hún ferlega frík-
uð.
Skilaboðin gætu orðið: Það er ekki
eins æðislegt að kyssa hana og þú hafð-
ir búist við.
Það sem gjöfin segir um þig: Þú
gætir haft gaman af ýmsum öðrum
óvenjulegum leikjum.
Hvernig foreldrar hennar taka gjöf-
inni: Ekki vel. Reyndu að fresta því í
lengstu lög að vera kynntur fyrir þeim.
Þegar þið hættið saman fær hún
sýkingu.
Wonderbra biiósta
haldari
Skilaboðin: Þér finnst hún kynæsandi
og vilt að hún sýni sínar bestu hliðar.
Skilaboðin gætu oröið: Líkamlegu
atgervi hennar er ábótavant.
Það sem gjöfin segir um þig: Þér
finnst útlitið mikilvægt.
Hvernig foreldrar hennar taka gjöf-
inni: Haldarinn er mun hentugri en
brjóstastækkun.
Þegar þið hættið saman fær næsti
kærasti ekki það sem hann hélt að
hann fengi.
„CAMELOT!“
Fremstur riddara
Bíóhöllin/Stjörnubíó
★
Riddarar hringborðsins
eru ekki að leita að gral-
inu, það er enginn Merlín
til að galdra, ekkert sverð
sem heitir Excalibur, ill-
mennið heitir ekki Mordred
heldur Malagant. Camelot
er þó að sönnu á sínum
stað, þar gnæfa turnar við
himinn eins og í Euro-
Disney: í þessum bæ er
mikið trommað og blásið í
lúðra, riddarar fara í blys-
farir, almúginn er I Ijósblá-
um kuflum og forkláraður
eins og hann hafi ánetjast
einhverri frábærri sértrú.
Þetta er fyrirmyndarsamfé-
lag þar sem allri sagnfræði
er gefið langt nef-og öll-
um sennileika.
Fremstur riddaranna er
Lancelot, en hann er þó í
rauninni enginn riddari,
heldur sætur gæi sem
heldur til úti í skógi og
beitir þar brandi sínum -
kannski í tvennum skiln-
ingi. Ástin í myndinni upp-
hefst þegar hann bjargar i
nauðum Guinevere, vænt-
anlegri drottningu Artúrs
konungs. Drottningin veit
hvað til síns friðar heyrir og
reynir að tjá honum að hún
elski hann ekki. Það hefur
lítið upp á sig, því Lancelot
kveikir bara á blikinu í aug-
anu, brosir sjálfsánægður
út í annað og segir: „Ég
veit hvenær kona girnist
mig." Hin stóra rómantík í
myndinni er í raun ástar-
samband Richards Gere
við sjálfan sig. Þetta er að
sönnu maðurinn sem
fleygði Cindy Crawford á
dyr.
„Camelot!" andvarpar
Guinevere þegar hún sér
fyrst borgina miklu fyrir
fótum sér. „Lancelot!"
hrópar Artúr kóngur þegar
hann ávarpar fyrst bar-
dagamanninn mikla,
„heldur er ólíklegt að ég
gleymi því nafni í bráð!"
„Hringborðið!" segir
Lancelot þegar honum er
fyrst hleypt inn í helgustu
vé riddarahópsins. Svona
veltur þetta áfram í óvið-
jafnanlegum kjánaskap;
þetta er meira sillí en
Monly Python og ridd-
arar hringborðsins —
máski af því það er óvart
fyndið — en líklega ekki
alveg jafn sillí og platan
sem Rick Wakeman gerði
um Arthúr konung og
menn hans. Músíkin er
allavega sama miðaldakit-
sið.
-EGILL HELGASON