Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 9
Gífurlegur halli hefur verið á rekstri Örtölvutækni síðustu tvö árin og nú hyggja Werner Rasmusson og aðrir stórir hluthafar á róttækar aðgerðir til að bjarga þeim fjármunum sem þeir eiga í fyrirtækinu Örtölvutækni, sem að stærst- um hluta er í eigu Werners Rasm- ussonar, skuldar ailt að 250 millj- ónum króna og eiginfjárstaða þess er neikvæð um tugi millj- óna króna, að sögn heimildar- manna póstsins. Menn greinir nokkuð á um hversu miklar skuldirnar eru, en aliir eru þó sammála um að þær eru það miklar að í óefni stefni. Það eina sem bjargað hefur fyrirtækin'u frá gjaldþroti hingað til er talið vera nafn og djúpir vasar Wern- ers. Að sögn kunnugra er skuida- staðan hins vegar orðin svo slæm í dag að jafnvei Werner getur ekki lengur haldið fyrir- tækinu á floti ef ekki verður að gert. í gær var síðan haldinn hluthafafundur í Tölvukaupum hf., sem á og rekur Örtölvutækni, í húsnæði fyrirtækisins í Skeif- unni. Þetta var greinilega ekki al- mennur hluthafafundur, því að- eins stærstu hluthafar voru boð- aðir á hann. Altént kom einn af minni hluthöfum í fyrirtækinu af fjöllum þegar pósturinn bar efni fundarins undir hann skömmu áður en hann var haldinn í gær. Á fundinum var samþykkt að leggja fyrirtækið niður í núver- andi mynd og stofna þess í stað tvö ný fyrirtæki, hvort á sínu sviði töivuviðskiptanna. Annað þeirra mun fyrst og fremst eiga að sinna verslunarrekstri og einkatölvukaupendum, en hitt að sjá um áframhaldandi inn- flutning, uppsetningu og þjón- ustu á öflugri tölvukerfum frá tölvurisanum digital. Aðilar sem til þekkja í tölvubransanum telja að Örtölvumenn ætli með þessu að losa sig við dágóðan hluta af skuldabyrðinni sem er að sliga þá í dag. hin nýja digital-þjón- usta, sem er sá hluti rekstursins sem mest áhersla hefur verið Iögð á að undanförnu, starfar þannig áfram undir nýju nafni og Íaus við aðrar skuldir en við móðurfyrirtækið í Danmörku. Einkatöívudeildin, sem áður var burðarás fyrirtækisins en er nú nánast fjárhagslegur baggi á rekstrinum, situr hins vegar eftir með bróðurpartinn af skulda- byrðinni, og þykir nokkuð aug- ljóst hver örlög hennar verða ef svo fer fram sem horfir með rekstur hennar. MI$RÁÐII\I FJARFESTIIUG Örtölvutækni var til skamms tíma leiðandi á einkatölvumark- aðnum á íslandi og stóð í miklum blóma þegar Werner keypti sig inn í það og sonur hans, Karl Wernersson, tók við fjármála- stjórn í fyrirtækinu. Sem dæmi má nefna að um það bil 80 pró- sent allra tölvuprentara frá risa- fyrirtækinu Hewlett Packard sem seldir voru hér á landi seld- ust í Örtölvutækni. Fyrir þremur árum ákváðu húsráðendur í Skeifunni hins vegar að stækka við sig og Örtölvutækni keypti tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð hf., sem hafði umboð fyrir tölvu- risann digital, sem sérhæfir sig í öflugri tölvukerfum. Kaupverðið Werner Rasmusson, stærsti hluthafinn í Tölvukaupum hf. sem rekur Örtölvutækni. Boðaði stærstu hluthafana á lokaðan fund í gær þar sem tekin var ákvörðun um að bregðast við botnlausum taprekstri á fyrirtækinu á undanförnum árum með því að skipta því í tvennt. var aldrei gert opinbert, en sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum nam það tæpum 60 milljónum króna. Fróðir menn í tölvugeir- anum telja þessa fjárfestingu hafa verið vægast sagt vafa- sama, sérstaklega þegar horft er til þess að margir af bestu starfs- mönnunum hættu störfum þegar Örtölvutækni yfirtók deildina. EiniKATÖLVURIUAR VAIURÆKTAR Eftir að Örtölvutækni hóf að flytja inn og þjónusta digital tölvukerfin var lögð minni áhersla á að halda uppi öflugu sölu- og þjónustukerfi fyrir einkatölvurnar. Þetta leiddi til þess að markaðshlutdeild fyrir- tækisins á þessu sviði fór ört minnkandi á meðan helstu keppinautarnir mökuðu krókinn. Fjárfestingin í digital-umboðinu hefur því síður en svo skilað sér í aukinni heildarveltu, því hún hefur nánast staðið í stað á und- anförnum árum á meðan keppi- nautar þeirra á markaðnum hafa stöðugt verið að auka sína veltu. Þannig hefur Tæknival nú tekið við af Órtölvutækni sem leiðandi söluaðili fyrir einkatölvur, prent- ara og annan fylgibúnað einka- tölva frá Hewlett-Packard, sem Örtölvutækni nánast einokaði til skamms tíma. Þegar Örtölvu- tækni yfirtók digital-umboðið nam ársvelta fyrirtækisins í kringum 700 milljónum, sem var á svipuðum slóðum og velta Tæknivals. Síðan þá hefur velta Örtölvutækni hins vegar lækkað um allt að 100 milljónum á með- an velta Tæknivals er komin yfir milljarðinn. Örtölvutækni hafði líka umboð fyrir Tulip einkatölvur, en af ein- hverjum orsökum gekk treglega að koma þeim út og að lokum hættu þeir með umboðið. Ný- herji tók við því og selur grimmt, og er Tulip nú eitt af mest seldu merkjunum á markaðnum. 115 MJUUÓniA TAP A EIIUU ARI 1993 nam tapið á rekstri Ör- tölvutækni 115 milljónum króna, en þá var veltan ennþá í kringum 700 milljónir. Á síðasta ári varð einnig nokkurt tap á rekstrinum, en þó sýnu minna, eða aðeins í nágrenni við 10 milljónir. Á móti kom að verulega hafði dregið úr veltu, eins og fram hefur komið. Stóran hluta af því mikla tapi sem varð á rekstrinum fyrir tveimur árum má rekja beint til yfirtöku fyrirtækisins á digital- umboðinu, því auk þess að hafa keypt það alltof dýru verði að flestra mati, þá yfirtóku þeir einnig uppsafnaðan fortíðar- vanda tölvudeildarinnar hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. Þá er talið að misráðin inn- kaup, of mikil birgðasöfnun og rangar áherslur í sölu- og mark- aðsmálum hafi einnig ráðið miklu um slæmt gengi fyrirtækis- ins að undanförnu, og er þá sér- staklega tekið til lítillar sölu í versluninni. Starfsfólki var líka fjölgað til muna þegar digital-umboðið kom til sögunnar, mun meira en stækkun fyrirtækisins gaf tilefni til, og launin með þeim betri sem þekkjast í bransanum. Heimild- armaður póstsins sagði þetta ekki hafa lítið að segja, sérstaklega í ljósi þess að ekki hefði tekist að nýta krafta þessara mörgu og vel launuðu starfsmanna sem skyldi. Þar væri hins vegar síður við þá að sakast en æðstu yfir- menn fyrirtækisins, sem greini- lega væru mislagðar hendur á þessu sviði fyrirtækjareksturs sem öðrum. Nú gengur digital-þjónustan hins vegar mun betur og er sá hluti rekstursins því mun væn- legri kostur fyrir Werner og fé- laga upp á framtíðina að gera. DIGVTAL AFSKRIFAR 50 MILLJOI\IIR Skuldahali Örtölvutækni teygir sig víða, bæði hérlendis og er- lendis. Fyrirtækið flytur digital- tölvubúnaðinn inn í gegnum Danmörku, og samkvæmt heim- ildum blaðsins nam skuld Ör- tölvutækni við digital Danmark um það bil eitt hundrað milljón- um króna síðastliðið haust. Á tímabili mun ástandið hafa verið svo slæmt að danski umboðsað- ilinn neitaði að selja Örtölvu- tækni frekari búnað nema gegn staðgreiðslu. Leiddi þetta á stundum til nokkurra tafa á af- greiðslu Örtölvutækni á digital- vörum til viðskiptavina sinna, og jók það enn á vanda fyrirtækis- ins. Síðastliðið haust veitti digi- tal í Danmörku Örtölvutækni hins vegar 50 milljóna króna víkj- andi lán. Slíkt lán jafngildir nán- ast afskriftum og þýðir í raun að fyrirtækið var orðið úrkula von- ar um að fá þennan hluta skuld- arinnar greiddan hjá Werner og félögum. Það er ekki síst fyrir til- komu þessa láns að digital-þjón- ustan er farin að borga sig í dag. Þá skuldar Örtölvutækni á milli 10 og 20 milljónir króna af ógreiddum lífeyrissjóðsgjöldum starfsmanna sinna, og Hewlett- Packard á íslandi ku eiga á milli 5 og 10 milljónir króna inni hjá þeim, svo fátt eitt sé nefnt. ENGUVIIU VILL ORTOLVUTÆKIUI Hafi menn hugsað sér að selja þann hluta fyrirtækisins, sem áfram mun starfa undir nafni Ör- tölvutækni og losa sig við hann á þann hátt, gæti það reynst þrautin þyngri. Það var greini- legt á þeim mönnum í tölvu- bransanum sem pósturinn talaði við, að þeim var vel kunnugt um slæma stöðu fyrirtækisins. Sem dæmi um þetta má líka nefna að nýlega gengu Örtölvumenn til viðræðna við annað tölvufyrir- tæki, GSS, sem einnig sérhæfir sig í þjónustu við digital-tölvu- kerfi, um hugsanlega sameiningu fyrirtækjanna. Eigendum GSS, sem flestir störfuðu hjá tölvu- deild Kristjáns Ó. Skagfjörð en hættu og stofnuðu sitt eigið fyr- irtæki þegar Örtölvutækni tók við umboðinu, mun hins vegar ekki hafa litist'á skuldastöðu vonbiðla sinna og sú krafa Ör- tölvumanna að fá Karl Werners- son í framkvæmdastjórastól hins nýja fyrirtækis drap endan- lega allan áhuga GSS á hugsan- legri sameiningu. Þá hefur verið óvenju mikið um uppsagnir af hálfu starfs- manna Örtölvutækni að undan- förnu og samkvæmt heimildum póstsins sögðu fimm starfsmenn starfi sínu lausu við fyrirtækið í gærdag. WERIUER HAGRÆÐIR í samtali við póstinn skömmu fyrir fundinn í gær, þvertók Werner Rasmusson fyrir að staða fyrirtækisins væri jafn slæm og heimildarmenn póstsins segja hana vera. Hann viður- kenndi þó að staðan gæti verið betri og að markmiðið með hlut- hafafundinum væri að finna leið- ir út úr þeim vanda með því að hagræða og endurskipuleggja reksturinn. Ein leið til þess væri að skilja á milli smátölvudeildar- innar og digitalþjónustunnar. Að öðru leyti neitaði hann að tjá sig um fyrirtækið eða efni fundarins fyrr en að honum loknum. Ekki náðist í Werner eftir það. félagsráðherra, fer mikinn í Alþýðublað- inu í gær og slær sjálfa sig til riddara með nokkuð nýstár- legum hætti. Það fór frekar lítið fyrir Rann- veigu og afrekum hennar þ£inn stutta tíma sem hún vermdi ráðherrastólinn, en nú hefur enginn annar en Páll Pétursson, póstmaður, bóndi og ráðherra, tekið það að sér að upplýsa al- þýðu(flokk) manna um að þau voru bæði fleiri og stærri en flestir ætiuðu. í heils- íðugrein í málgagninu hlakkar hún yfir þess- um örlögum Páls, sem hvað harðast lagðist gegn öllum (báðum?) tillögum hennar um viðbrögð við vanda hinna stórskuldugu heimila þjóðarinnar á síðasta þingi. Þær til- lögur fólust meðal annars í því byltingar- kennda nýmæli að setja nefnd í málið, og með hörkunni hafði hún það í gegn. Sam- ráðsnefnd um greiðsluvanda heimii- anna skilaði fyrstu áfangaskýrslunni á dögunum, og hafði niðurstaða hennar svo mikil áhrif á Pál og flokksbræður hans að þeir eru nú allir orðnir sannfærðir kratar ef marka má Rannveigu. Segist hún því að vonum hafa haft „lúmskt gaman af því að sjá hvemig nýi félagsmálaráðherrann kynnti skýrsluna með miklum fjálgleika án þess að setja fram nokkrar tillögur sjálf- ur...“ Það er hins veg- ar erfitt að átta sig á réttmæti þess að gera niðurstöður nefndar- innar, sem saman- stendur af allra stofn- £ura kvikindum, að krataplaggi sem skrifa megi beint í plúsdálk þess snillings sem lét sér detta í hug að setja hana á laggirn-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.