Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 2
2 ■
Pósturínn
Útgefandl:
Miðill hf.
Ritstjóri:
Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri:
Kristinn Albertsson
Auglýsingastjóri:
Örn Isleifsson
Setning og umbrot:
Morgunpósturinn
Filmuvinnsla og prentun:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Leiðari
PASSIÐ
YKKUR
I Póstinum í dag eru
rifjaðar upp nokkrar sög-
uraf mönnum sem halda
sig til á'því svæði við-
skiptalífsins sem nær frá
gráu ofan í svart. Margír
af þessum mönnum eru
góðkunningjar lesenda
Póstsins og forvera hans.
Það sem vekur hins
vegaralltaf furðu þegar
þessir menn birtast á síð-
um blaðsins er að alltaf
fyrirfinnst fólk sem huns-
ar varnaðarorð blaðsins
og lætur blekkjast út í
viðskipti við þessa menn.
Af sumum hafa verið
sagðar fréttir af vafasöm-
um viðskiptum oftsinnis.
Eftir sem áður virðast þeir
æ ofan í æ finna sér ný
og trúgjörn fórnarlömb.
(sjálfu sér er svo sem
ekki hægt að sýta þetta.
Ef fólk vill láta blekkjast
þá lætur það blekkjast.
Það er hins vegar rétt að
benda öðrum á að lesa
Póstinn af gaumgæfni því
á sama tíma og önnur
blöð veita þessum mönn-
um nafnleynd þá hefur
Pósturinn reynt að segja
skilmerkilega frá hverjir
þeireru.
Pósturínn
Vesturgötu 2, Reykjavik
sími 552-2211
fax 552-2311
Bein númer:
Ritstjórn: 552-4666
símbréf: 552-2243
Tæknideild: 552-4777
Auglýsingadeild: 552-4888
símbréf: 552-2241
Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900
Smáauglýsingar: 552-5577
HelgarPósturinn kostar 199 kr.
MánudagsPósturinn kostar 99 kr.
Áskrift er 999 kr. á mánuði
ef greitt er með greiðslukorti
en 1.100 kr. annars.
Uppleið/niðurieið
A UPPLEIÐ
Þorvaldur Skúlason skattgreiðandi
Þetta er hans árstími. Þó að
Þorvaldur vilji sjálfsagt
1áta minnast sín fyrir
listaverkaáhug-
ann þá verður
hans líklega minnst fyrir
skatta & beikon. Þorvaldur
er einfaldlega alvörumaður
sem geldur keisarans þess
sem keisarans er.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra. Það hlýtur að vera gleðilegt
að sjá hvers maður er megnugur og geta
barið I gegn nokkrar hjartaaðgerðir mitt
I lokanaflæðinu I heilbrigðiskerfinu. Það
er ekki að spvria að hiartaæslunni.
Einar Karl Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Allaballa. Það er Ijóst
að hann hefur I hendi sér hver verður
næsti formaður Alþýðubandalagsins.
A IUIÐURLEIÐ
Friðrik Sophusson skattmann. Þetta
er ekki vinnsæll árstími fyrir
fjármálaráðherra því nú fá
allir landsmenn per-
sónulegt bréf sem
gefur þeim
ástæðu til að hata
hann.
Sigurður Geirdal bæjar-
stjóri. Það er
hálf aumt að útskýra
rekstrarhallann með
því að það vanti fleiri
skattgreiðendur.
Davíð Odds-
son trillubáta-
ráðherra. Það er frekar
klént að hleypa kvörtun-
ardeild trillukarla inn I
ráðuneyti upp á kaffi og
kökur bara af því að
Þorsteinn er í útlöndum.
Átakið „Stöðvum unglingadrykkju11 með varnaðarboðskap
„ Passið
Eyj u m r-
a
Átakið „Stöðvum unglinga-
drykkju" hefur nýlega sent frá
sér bréf með yfirskriftinni „Pass-
ið ykkur á Eyjum og Klaustri".
Þar er skorað á foreldra unglinga
að senda þá ekki eftirlitslausa á
útihátíðir um verslunarmanna-
helgina. í bréfinu er sérstaklega
varað við tónleikahátíðinni á
Kirkjubæjarklaustri og þjóðhá-
tíðinni í Vestmannaeyjum.
í bréfinu segir meðal annars:
„Nokkrar af þeim erlendu hljóm-
sveitum sem fram koma á
Klaustri eru taldar ýta undir
dýrkun á eiturefnum, sérstaklega
alsælu. Hætt er því við að þar
geti skapast andrúmsloft vinveitt
vímuefnaneyslu."
í framhaldi er þess getið að
fíkniefnalögreglan verði með sér-
stakan viðbúnað á svæðinu því
búist sé við að flestir fíkniefna-
salar landsins muni hraða sér til
Klausturs í tilefni hátíðarinnar.
Rétt er að geta þess að móts-
haldarar Klausturhátíðarinnar
auglýsa þar áfengisbann og ald-
urstakmark innan sextán ára
nema unglingar séu í fylgd með
fullorðnum.
Þegar haft var samband við
tónleikahaldara hátíðarinnar og
þeir inntir álits á efni bréfsins
sögðu þeir bréfið lýsa „sorglegu
viðhorfi til æsku landsins.“
„Petta brét er ekkert annað en æsingabrét," segír Arni
Johnsen um varnaðarboðskap átaksins „Stöðvum unglinga-
drykkju".
í áðurnefndu bréfi eru foreldr-
ar einnig varaðir við að senda
börn sín eftirlitslaus til Eyja, og
segir: „Þjóðhátíðinni hefur fylgt
mikil drykkja, sem hefur valdið
hörmungum, slysum, dauðsföll-
um og nauðgunum... Almennt
virðist að drykkja á Þjóðhátið
hafi unnið sér „hefðarrétt" og er
því enginn vettvangur fyrir ung-
menni innan tvítugs."
Hinn vaski Vestmannaeyingur
Árni Johnsen hefur ýmislegt við
þetta að athuga og segir: „Það
virðist vera að sá sem hafi skrif-
að þetta hafi einhvers staðar,
hvort sem það er á útihátíð í Eyj-
um eða annars staðar, lent í
drykkju en ekki verið áhorfandi
sem bindindismaður, því þetta
er ósköp mikill þvættingur."
Árni bendir á að um tíu þús-
und manns komi á þjóðhátíð og í
heildina fari hún mjög vel fram,
þó auðvitað megi finna þar mis-
jafna sauði eins og annars stað-
Svarthöfði
Atómsprengjan í lífi þeirra
Starfandi stjórnmálasamtök í
landinu geta ekki á heilum sér
tekið nema að staðfest sé að at-
ómsprenjgur hafi verið geymdar
á Keflavíkurflugvelli og séu jafn-
vel enn þar, en málið hefur vak-
ist upp að álitið er í þriðja sinn
núna eftir að upplýst var að
Bandaríkjamenn voru með atóm-
sprengju á Thule á Grænlandi
samkvæmt leyfi H. C. Hansen,
forsætisráðherra Dana. Við höf-
um ekki hýst atómsprengjur,
enda hefur flugvélategund sem
flutti sprengjurnar ekki lent hér
á landi fyrr en núna í sambandi
við heræfingu. En svona pólitískt
moð eins og að reyna að koma
atómsprengju inn í landið í þykj-
ustunni er sömu ættar og þekkt
skáldsaga sem bar nafnið Átóm-
stöðin.
Hugmyndafræðilega séð er
ekki fjarri lagi að menn hér hafi
það eftir hugmyndabræðrum
sínum í öðrum löndum að þeir
einir hafi eitthvað um atóm-
sprengjur að segja af viti. þessir
sömu aðilar stálu atómsprengj-
unni frá Bandaríkjamönnum og
nutu við það meðreiðarsveina,
sem Bandaríkjamenn höfðu sett
yfir þá vísindalegu framkvæmd
að búa til atómsprengju. Hér er
átt við þrenninguna Oppenjeim-
er, Fermi og Szilard. Niels Bohr
kom að þessum málum með sér-
kennilegum hætti, en hann
ræddi bæði við Roosevelt og
Churchill á stríðsárunum um að
láta Sovétmenn fylgjast með
gerð sprengjunnar. Eftir þessi til-
mæli leit Churchill á Niels Bohr
sem sérstaklega hættulegan
mann og lét fylgjast með honum.
í framhaldi af þessu var Bohr
boðið til Sovétríkjanna en hann
þáði ekki boðið. í stríðslok höfðu
Sovétmenn búið til kjarnaofn en
komu honum ekki í gang. Var þá
leitað til Martins Andersen Nexö
og hann kom í kring fundi Bohrs
og tveggja KGB-manna. Skýrði
Bohr fyrir þeim á hverju strand-
aði. Eftir það höfðu Sovétmenn
ráð á kjarnorkunni, enda nutu
þeir górðra sambanda í USA. Séu
menn í einhverjum vafa um
vinnubrögðin á þessum tíma
ættu þeir að lesa bók Sovét-
njósnarans Pavel Sudoplatov,
sem var eins konar James Bond
þeirra Rússanna á árunum
1936-1986.
að er svo sem ekki að undra
að til skuli hér á landi aðilar sem
eru enn á kalda stríðs stigi þegar
umræðan beinist að atómvopn-
um. Enn eru þeir í pólitísku skyni
að spyrja ríkisstjórnina hvort
hér séu eða hafi verið kjarnorku-
vopn. Þessi gamla tugga verkar
ekki lengur. á bak við hana eru
ekki lengur ógnir einræðisríkis
og engu hægt að hóta. Að vísu er
reynt að halda athyglinni vak-
andi á samtökunum vegna for-
mannskjörs, en athyglin skerpist
ekki út af atómsprengjunni. Þá er
reynt að vekja upp óánægju
vegna heræfinga en þar er ekki
nema sjálfsagt og eðlilegt að hér
skuli menn æfa sig nokkra daga á
tveggja ára fresti. Sagt er að lág-
flug flugvéla trufli mófugla,
griðkur og landverði. En það er
lítilsvert í hörðum heimi og varla
getum við ætlast til þess að hér á
Hvert ætJar þú aö fara
um versiunar-
mannaheígina?
Eitthvert sem VaJdi viJÍ
ekki aö ég fari. VaJdi veit
hvar víman verður!
Valdimar Jóhannesson, formaður átaksins „Stöðvum
unglingadrykkju" varar sérstaklega við tveimur útihátíðum
um verslunarmannahelgina.
ar.
Þegar hann er spurður hvort
unglingadrykkja sé áberandi á
þjóðhátíð segir hann: „Það að
unglingar hafi í áberandi mæli
farið illa á þjóðhátíð á Eyjum er
beinlínis rangt. Ég hef verið í
stjórn þjóðhátíðarinnar um
tveggja áratuga skeið og yfirleitt
hafa unglingarnir komið mjög vel
fram, þótt auðvitað séu undan-
tekningar frá því, eins og gengur
og gerist alls staðar á landinu.
Þjóðhátíð er með vel skipu-
lagða fjölskylduhátíð. Þar er
ströng gæsla, aðhald og eftirlit.
Þetta bréf er ekkert annað en æs-
ingabréf."
landi fáum við lifað eins og ung-
ar umvafðir æðardúni. Kveinin
undan lágfluginu eru að mestu
leyti búin til, enda gætum við þá
alveg eins óttast háværa bílaum-
ferð, eða rokkmúsík þegar hún
verður vitlausust.
Það er sorglegt að engin atóm-
sprengja skuli fyrirfinnast í lífi
þeirra sem æstastir eru út af
ímyndaðri tilvist hennar hér á
landi. Annars umgöngumst við
orðin atómstöð og atómsprengja
af nokkurri léttúð. Skáldsaga
kom hér út nokkru eftir stríðið
og hét Atómstöðin. Málsvæðið
var lítið og útlendingar, aðrir en
Norðurlandamenn, héldu að bók
sem héti „The Atomic Station"
væri eitthvert reyfaraslúður eftir
mann á borð við Alastair McLe-
an eða úttekt á atómstöð fram-
tíðarinnar. Löngu seinna var sag-
an kvikmynduð. Þá loks urðu út-
lendingar svo steinhissa að Le
Monde í París hafði orð á því í
umsögn um myndina sem sýnd
var í Cannes með fríum morgun-
verði, að myndin væri ekki um
atómstöð, heldur bæri þar mest
á beinaflutningi úr einum garði í
annan. Eftir slíkar atómkynning-
ar Islendinga var almennt álitið
að við ættum að leggja allt tala
um leikföng heimsveldanna nið-
ur í bili.
Atómsprengjur og vetni-
sprengjur voru upp úr miðri öld-
inni hluti af daglegum orðaforða
stórs hóps fólks í landinu. Fyrr
eða síðar hlaut að koma að því
að einhverjir færu að nota orðið
atómsprengja í pólitískri um-
ræðu og þá var ekki nema
snertuspölur í það að einhverjir
bölvaðir dónar flyttu atóm-
sprengjuna inn í landið og
geymdu hana í steyptum bog-
hýsum sem reist voru yfir þotur.
Allar þessar umræður voru
svona pólitískt háloftasnakk sem
hafði sama eiginleika og þegar
rýkur dauft úr skorsteini í logni.
Og enn á að fara að tala um at-
ómsprengjur á íslandi. Væri ekki
jafnvel skárra að hverfa aftur fyr-
ir atómsprengjuna og fara að
tala um fasismann hans Stalíns.
SVARTHÖFÐI