Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 14
14 'FiryiKiTQDyGUR'gymoCrrggsi [ fyrsta skipti á ævi sinni endaði Gerður Kristný föstudagskvöld á slysavarðstofunni. Hún segir hér lesendum póstsins frá því hvað fyrir augu bar. Kona sem er sjúklingur og félagsmaður í SÍBS, Sambandi ís- lenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, segir að mikil óánægja sé meðal al- mennra félagsmanna vegna þess að læknastéttin sé að leggja undir sig fé- lagið. Félagið sé það ríkasta á íslandi, en það á meðal annars meðferðarstofnan- irnar Reykjalund og Múlalund og hluta af fasteignum Óryrkja- bandalagsins. Við- mælandi Póstsins segir að í SÍBS sé fá- menn valdaklíka sem skari eld að eigin köku. Hún segir að mörgum félagsmönn- um hafi þótt ein- kennileg samsetning- in á nefnd þeirri sem mætti fyrir hönd SÍBS á ráðstefnu Samtaka hjarta- og lungnasjúklinga á Norðurlöndunum, sem haldin var hér- lendis sextánda júlí síðastliðinn. Fulltrú- ar félagsins hafi ein- göngu verið úr röð- um lækna en engir almennir félagsmenn eða sjúklingarnir sjálfir þótt þess verðir að sitja ráð- stefnuna. Efni fund- arins var hugsanleg- ar hindranir í endur- hæfingarferli... Fyrir ári síðan stóð pabbi minn uppi á stól í stofunni minni og var að hengja upp fyrir mig gluggatjöld. Ég sat í sófanum og rauk upp í hvert sinn sem hann sagði: „Hamar" eða „skrúfur" í skipunartóni sem hann notar ef- laust líka í vinnunni þegar hann sendir hjúkrunarfræðinga eftir töngum og grisjum. Pabbi minn hefur örugglega búist við því að hann myndi eignast tengdason svo ég þyrfti ekki alltaf að kalla hann út þegar munda þarf bor eða hamar á heimili mínu. Þegar hann sá að sú von myndi bregðast brá hann á það ráð að gefa mér hamar, stjörnuskrúfjárn og venjulegt skrúfjárn. Sú gjöf hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég hringdi í hann þegar negla þarf nagla í vegg. Eg hef nefnilega ekki haft neitt út úr því hingað til að beita slíkum verkfærum annað en brotnar neglur. Sú von föður míns að fá að sjá dóttur sína í vellaunuðu og göf- ugu starfi hefur líka brugðist. Hann hefur örugglega verið að velta þessum brostnu vonum fyrir sér þar sem hann stóð uppi á stólnum og því verið annars hugar þegar hamarinn skrikaði til og lenti á fingri hans. Plástur!" Ég hljóp eftir plástri og límdi á fingur föður míns. Það var þá sem hann sagði það sem enn veldur mér vangaveltum: „Þú veist að það er enn ekki of seint fyrir þig að fara í hjúkrun.“ Ég vissi að hann var að grínast en fræjum efans hafði samt verið sáð. Kannski hefur hann alltaf ætlast til þess af mér að ég færi í hjúkrun. Ég gæti hafa brugðist honum gjörsamlega. Þess vegna varð ég glöð þegar ég var beðin um að eyða föstu- dagsnótt á biðstofu slysadeildar Borgarspítalans. Þar með gat ég gert eilitla vettvangskönnun á því hvort mér geðjast að vera innan um veikt fólk og hvort ég finn einhvern vott af þörf fyrir að koma þeim til hjálpar. SKOTSÁR Á HÖFDI Fyrsti slasaði maðurinn sem ég sé þetta kvöld hefur orðið fyr- ir byssuskoti. Höfuðið er illa far- „Þegar við kveikjum Ijósið í kapell- unni sjáum við járnsmið skríða í gólfinu. „Verð að bjarga þessum," segir hjúkrunar- fræðingurinn, tekurhann upp með bréfþurrku og fer með hann út." ið og hann er greinilega helsár. Hann emjar heil ósköp og vinir hans reyna að stumra yfir hon- um. Það dugar þó ekki. Maður- inn þarf greinilega að komast undir læknishendur og það fljótt. Ég veit ekki hvað myndin heit- ir en þetta er greinilega Stöð 2. Sjónvarpinu hefur verið komið í tveggja metra hæð yfir biðstof- unni. Þótt ég fegin vildi gæti ég því aldrei mölvað það. Biðstofan er öll þannig úr garði gerð að ekki er hægt að eyðileggja neitt þar. Bekkirnir eru úr járni og líkj- ast helst bekkjum á útlenskum lestarstöðvum. Það eru ailtaf tímarit á biðstof- um og hér er ekki komið að tóm- um kofunum. Ég rek fyrst augun í þýskt Marie-Claire frá janúar 1993. Forsíðuefnið er Report: Die neue Sex-Sucht. Svo eru þarna eðaltímarit á borð við Geðhjálp og Tillit, Fréttabréf Umferðar- ráðs, Skinfaxa, tímariti ung- mennafélaganna, og Fréttabréf Öryrkjabandalagsins sem ég ef- ast ekki um að hefur stytt bið margra. Merkilegasta tímaritið er þó eflaust Mit Livs Novelle frá 8. mars 1989 þar sem getur á að líta danskar lífsreynslusögur. Ég sekk mér ofan í frásagnir danskra kvenna af erfiðum ástar- málum og les það helst út úr þeim að þær hafi leyft mönnun- um að fara með sig eins og leik- brúður. Mér kæmi ekki á óvart þótt á næstu síðu brygðu þeir hendi upp í bakhlutann á konun- um og stýrðu þeim. Ég sit ekki lengi ein því inn gengur maður með sár á fingri. Hann hefur farið sér að voða upp í sumarbústað og brunað eins og elding í bæinn. Þetta virðist bara svona sár sem þeir verða fyrir sem fara ógætilega með hníf. Þrír snjóþvegnir Hollendingar í flisjökkum hafa verið á vappi fyrir framan slysavarðstofuna en koma nú inn og horfa á sjónvarp- ið með mér. Þeir segjast vera leiðsögumenn sem farið hafa með ferðamenn í tjaldferðalag hringinn í kringum landið. Kona úr hópnum hafði meitt sig á hendi og verið er að gera að sár- um hennar. Mennirnir virðast ekki vera neitt leiðir fyrir hönd konunnar. „Við höfum ekki séð sjónvarp í þrjár vikur,“ segja þeir kátir og geta vart slitið augun af sjón- varpsskerminum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég færi aldrei í útilegu. Það er aldrei neitt sjónvarp þar. „Sú von föður míns að fá að sjá dóttur sína i vellaunuðu og göfugu starfi hefurlíka brugðist. Hann hefur örugglega verið velta þessum brostnu vonum fyrir sér þar sem hann stóð uppi á stóln- um og því verið annars hugar þegar hamarinn skrik- aði til og lentiá fingrihans." „Ég velti því fyrirmér eitt andartak hvað hún við ðing og raun um væri kom- á lið- smni hennar. „Lemd’ann," kvakaði ég." ÆTTFRÆÐiniGURINIU SEM VAR BARIIUN Ég hef aldrei þurft að heim- sækja slysavarðstofuna áður. Ástæðan er líklega sú að ég var afar rólegt barn sem einfaldlega hreyfði sig ekki nóg til að geta farið sér að voða. A síðari árum hef ég ekki náð að þróa með mér nægan áhuga á hættulegum íþróttum eða áhættusömum eld- hússtörfum, þar sem handleika þarf beitta hnífa, til að geta skað- að mig. Ég hef þó alltaf vitað af slysó því systkini mín áttu stundum erindi þangað. Eftirminnilegasta slysið er lík- ast til það sem bróðir minn lenti í því þegar hann var að fylgjast með öskubílnum að störfum. Svo óheppilega vildi til að járnið sem hvolfir úr tunnunum dúndraðist í hausinn á honum. Systir mín lenti í öðru eftirminnilegu óhappi og er orsökin rakin til þess að hún var dálítið rangeyg þegar hún var minni. Eitt sinn þegar hún ætiaði út um eldhús- dyrnar hitti hún ekki heldur lenti á ísskápnum og fékk sár á höfuð- ið. Hún var þó ekki saumuð á slysó heidur inni í sjónvarpsher- bergi. Ég sagði vinkonum mínum frá þessu öllu með talsverðu stolti því þótt slys séu ailtaf leiðinleg gerðist þó alltént eitthvað frá- sagnarvert heima hjá okkur. Síð- an hefur mér ailtaf fundist slys vera eins og hjónabönd eða gjaldþrot, eitthvað sem aðrir ienda í. Mér var aðeins ætlað að skrifa um þau í blöðin. Þótt ég sé sjálf ekki slysagjörn á ég til að vera valdur að slysum á öðru fólki. Þarsíðustu helgi kom ég því tii dæmis óbeint til leiðar að ættfræðingur var slas- aður. Hann hefur viðurnefnið perri því hann á erfitt með að láta ungar stúlkur í friði. Gerir hann aðallega út frá Vesturbæj- arlauginni. Eg þekki að minnsta kosti tvær stúikur sem hafa þurft að leggja sundfitin á hiliuna vegna ágangs hans. Ættfræðingurinn hafði verið með leiðindi út I mig með hléum undanfarin tvö ár en þetta föstu- dagskvöld keyrði um þverbak. Við vinkonurnar stóðum fyrir ut- an 22 eftir að staðnum hafði ver- ið lokað þegar maðurinn kom að- vífandi og virtist vera búinn að fá gjörsamlega nóg af því að vera ekki jafn mikilsmetinn og hann taidi sig eiga skilið. Svekkelsið kom í ljós f setningum á borð við: „Hvað heldurðu að þú sért sem aðeins hefur gefið út eina ljóðabók?" svo ekki sé talað um fullyrðinguna: „Ég er besta skáld á íslandi og þú fattar það ekki“. Að því að ég kemst næst hefur hann líka „aðeins“ gefið út eina ljóðabók en þegar um besta skáid á íslandi er að ræða er það náttúrlega ekkert annað en tal- andi dæmi um óréttlætið í heim- inum. Ég reyndi eftir megni að hrista manninn af mér og byrjaði á ráð- inu sem Hemmi Gunn notar til að losna við fólk: „Þú ert nú svo op- inn og einlægur og við gætum ef- laust talað saman í allt kvöld en við höfum því miður bara ekki

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.