Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 7
Skrifstofur Félags starfsfólks í veitingahúsum eru við Ing-
ólfsstræti 5 en formaður félagsins býr í einbýlishúsi í eigu
félagsins við Ingólfsstræti 7 og borgar, samkvæmt heimild-
um blaðsins, mjög væga leigu.
Reikningar Félags starfsfólks í veitingahúsum
Hár
ósundur-
liðaður
kostnaður
í síðustu viku fór fram fyrsti
aðalfundur í Félagi starfsfólks í
veitingahúsum í tvö ár. Á fundin-
um voru lagðir fram endurskoð-
aðir reikningar félagsins fyrir ár-
ið 1994 en síðasta aðalfundi, sem
fram fór í október 1993, lauk án
þess að endurskoðaðir reikning-
ar væru lagðir fram þrátt fyrir að
óskað væri eftir þeim. Margt
þykir einkennilegt í reikningun-
um og þörf á nánari sundurliðun.
Liðurinn „annar rekstrarkostn-
aður“ þykir til að mynda mjög
hár en hann hljóðar upp á ríflega
4,2 milljónir króna.
Eins og kom fram í PÓSTINUM í
síðustu viku ríkir mikil óánægja í
félaginu með vinnubrögð Sigurð-
ar Guðmundssonar, formanns
þess, en hann er jafnframt fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
starfsfólks í veitingahúsum. Sig-
urður hefur setið í formannssæt-
inu í meira en áratug og þykir
vera mjög einráður og hafa lítið
samráð við stjórn félagsins.
HÁR LAUIUA-
KOSTIUAÐUR
í rekstrarreikningi ársins 1994
kemur fram að félagið greiddi
13,4 milljónir í laun og launa-
tengd gjöld í fyrra. Þykir heimild-
armönnum blaðsins sem þekkja
til starfsemi félagsins það há
upphæð. Þess má geta að Sigurð-
ur hefur farið algjörlega sínar
eigin leiðir þegar kemur að því
að ráða starfsfólk til félagsins og
ákveða kjör þess. Þannig hafa til
að mynda öll þrjú börn Sigurðar
verið á launaskrá hjá félaginu og
lífeyrisjóðnum um lengri eða
skemmri tíma.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins hefur Sigurbjörg Ásgeirsdóttir,
einn stjórnarmanna í félaginu,
meðal annars af þessum sökum
ítrekað óskað eftir því að sjá
samninga sem hafa verið gerðir
við starfsfólk. Sigurður hefur
hins vegar alltaf neitað og sagt
samningana sitt mál.
FORiyiÁÐUJRIIUIU
OFT I UTLOIUDUM
Það eru hins vegar ekki aðeins
launakjör starfsfóiks sem hafa
verið til umræðu á stjórnarfund-
um heldur hefur Sigurður einnig
verið inntur eftir því hversu há
laun hann sjálfur er með. Mun
hann samkvæmt upplýsingum
blaðsins hafa svarað þeirri
spurningu á þann veg að það
væri ekki alveg ljóst og sagt hann
þyrfti að spyrja gjaldkerann til
þess að geta gefið nákvæma tölu.
Einn heimildarmanna blaðsins
fullyrðir á hinn bóginn að Sigurð-
ur sé með hátt í 400.000 krónur á
mánuði í laun og hafi einnig frían
síma og ýmis fríðindi. Auk þessa
býr Sigurður í litlu einbýlishúsi í
eigu félagsins og halda heimilda-
menn blaðsins því fram að hann
borgi þar mjög væga leigu.
Eins og áður er sagt hefur lið-
urinn „annar rekstrarkostnaður"
vakið nokkra athygli fyrir það
hversu hár hann er. Meðal skýr-
inga sem hefur verið velt upp á
þessum kostnaði er að hann
megi rekja til tíðra ferðalaga for-
mannsins til útlanda á vegum fé-
lagsins en hamm hefur verið
mjög iðinn við að rækta erlend
samskipti, samkvæmt heimildum
blaðsins.
Þess má geta að Sigurður vildi
ekkert láta hafa eftir sér þegar
samband var haft við hann við
vinnslu þessarar fréttar. ■
Umfang tónlist-
arhátíðarinn-
ar á Kirkju-
bæjarklaustri, Uxa,
virðist ætla að verða
gífurlegt. Nú hefur
kvikmyndafyrirtækið
Kelvin-myndir, sem
samanstendur af Arn-
ari Knútssyni, Erni M.
Arnarssyni og Kristófer
D. Péturssyni, ákveðið
að gera heimildar-
mynd um hátíðina.
Myndin á að vera um
95 mínútur að lengd
og verður að öllum
líkindum sýnd á Stöð
2 í októberlok. Kelv-
in-menn hafa einnig
átt í viðræðum við
tónlistarstöðina MTV
og er enn óvíst hvort
af samstarfi við stöð-
ina verður en vissu-
lega væri það lyfti-
stöng fyrir landkynn-
ingarátakið...
KENWOOD
FM/LB/MB. 24 stööva minni meö sjálfvirkri stöövainnsetningu .
Útgangur fyrir kraftmagnara.
Þjófavörn.
Hárnákvæmur geislaspilari sem þolir vel
íslenska vegi og vegleysur.
Verð kr. 44.900,- stgr.
þar setti gœðin heyrast
Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840
KDC-5030L
► Geislaspilari með útvarpi og 4 x 25W magnara.