Helgarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 28
að hefur ekki farið
ýkja hátt, en í okt-
óber á síðasta ári
var nýr forðagæslu- eða
búfjáreftirlitsmaður ráð-
inn til starfa hjá Reykja-
víkurborg. í lögum um
þetta þarfa en lítt áber-
andi embætti segir svo
fyrir að hlutverk og
skylda búfjáreftirlits-
manns felist í því að fylgj-
ast með því hvernig höfuð-
borgarbúar fara með skepn-
ur sínar, hvaða nafni sem þær
nefnast. Drýgstur hlutinn af eft-
irliti þessa ágæta embættismanns
fer þó fram í
hesthúsum og
beitarlandi borgarinn-
ar, enda ber honum að sjá til þess
að blessuð hrossin fái nóg að éta
og drekka, að húsnæði þeirra og
umhirða uppfylli þær kröfur sem
lög um dýravernd segja til um og
að þau séu vel haldin á sál og lík-
ama yfirleitt. Hinn nýi forðagæslu-
eða búfjáreftirlitsmaður Reykjavík-
ur er ekki óvanur þvf að umgangast
skepnur innan borgarmarkanna,
því þar er á ferðinni Kjartan GíSLASON, sem sinnt hefur
skyldum vörslumanns borgarlandsins af miklum snöfur-
leika um nokkurt skeið. Hann er nefnilega forstöðumaður
hverfisstöðvar gatnamálastjóra á Höfðabakka, en því
starfi fylgir sú ábyrgð að halda öllum lausgangandi bú-
fénaði, hvort sem þar eru á ferðinni hestar, hænur, sauð-
ir eða svín, utan borgarmarkanna. Þegar embætti búfjár-
eftirlitsmanns, sem unnið er samkvæmt verktakasamn-
ingi og á þeim tímum sem viðkomandi verktaka hentar
best, losnaði í haust, þótti því tilvalið að láta sama mann-
inn sjá um allar skepnur borgarinnar, bæði þær sem hafa
löglegt dvalarleyfi og þar með rétt á manneskjulegri um-
önnun, og þær sem gerðar skulu brottrækar. Það mun
hins vegar algjör tilviljun að Kjartan þessi Gíslason á
systur, sem skírð var ÍNGIBJÖRG SólrÚn fyrir fjörutíu ár-
um eða svo...
Iiðurstaða virðist fengin í
máli Sigrúnar Gísladóttur
og Aðalsteins Jónssonar
um hvort þau fái að hafa umsjón
með börnum sínum. Svo er ekki.
Flestum ætti að vera í fersku minni
deila Sigrúnar Gísladóttur og Aðal-
steins Jónssonar síðastliðin jól við
barnaverndaryfirvöld. Hafði málið
þá verið til umfjöllunar hjá barna-
verndarnefnd frá því í júlí 1993
þegar Sigrún var barnshafandi 15
ára gömul en Aðalsteinn, barnsfað-
Greiddu atkvæði!
39,90 kr. mfnútan
siöustu spurnmgar
var spurt
«
í hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur,
sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. ‘ ;;i
Nú er spurt:
Hver á að verða næsti
formaður
Alþýðubandalagsins?
1. Margrét Frímannsdóttir
2. Steingrímur J. Sigfússon
símanúmer frá 3. júní 90-4-15-16
ir hennar, 34 ára. Deilan snerist, í stuttu máli,
um að barnaverndarnefnd úrskurðaði að
börnin yrðu tekin af foreldrunum og send í
svonefnda rannsóknarvist. Sigrún og Aðal-
steinn voru ekki sátt við þá niðurstöðu, töldu
sig fullfær um að annast börnin sín, og fóru
huldu höfði með börn-
in tvö þar til lögreglan
handtók Aðalstein,
fann eldra barnið, og
Sigrún gaf sig fram
með yngra barnið. í
aprílhefti Mannlífs birt-
ist viðtal við parið þar
sem spurt var hvort
sagan fengi farsælan
endi. Nú virðist komið
að sögulokum því
börnunum hefur verið
komið fyrir, drengnum hjá bróður Aðalsteins
og stúlkunni hjá kunningja hans, að kröfu
barnaverndaryfirvalda. Að sögn Aðalsteins
Iáta þau börnin frá sér í ágúst og það til fram-
búðar. Foreldrarnir eru að vonum ósáttir við
niðurstöðuna og mun Sigrún hafa fengið
snert af taugaáfalli og verið lögð inn á tauga-
deild. Sagan hefur því væntanlega fengið
endi, en ekki þann sem Sigrún og Aðalsteinn
hefðu óskað sér...
Pað er ekki ofsögum sagt að monster-
hátíðin UXI, sem haldin verður á
Kirkjubæjarklaustri um verslunar-
mannahelgina eins og öllum ætti að vera allt-
of ljóst nú orðið, hefur vakið mikinn áhuga
teknófríka úti um allan heim. Heyrst hefur að
von sé á talsverðum fjölda erlendra gesta á
hátíðina, og flestum frá Bretlandi. Þar í landi
geta menn keypt sér Uxapakka með öllu fyrir
lítil 340 pund, eða um það bil 34.000 krónur.
Inni í pakkanum eru flugferðir, rútuferðir á
Klaustur og miði á hátíðina, en fyrir einn slík-
an þurfa íslensk ungmenni að borga 7.600
krónur og verða sjálf að koma sér á staðinn.
Þetta kostaboð hefur að sjálfsögðu enn ýtt
undir áhuga breskrar teknóæsku á skottúr til
heimalands Bjarkar, Sykurmolanna og
Change og eins víst að fslenskum unglingum
þætti ekki ónýtt að komast á Reading- hátíð-
ina á svipuðum kjörum að ári. Það eru þó
ekki aðeins breskir hipphopparar, teknóbítar
og hvað þetta nú heitir allt saman sem hugsa
sér gott til glóðarinnar, því samkvæmt áreið-
anlegum heimildum hafa íslendingar í Lond-
on einnig stokkið af stað í nokkrum mæli og
tryggt sér einn svona Uxapakka fyrir slikk...
Strætómiðar handa
jum mánuði