Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 2
I ■ HP spyr Er ofmikið klám í Ríkis- sjónvarpinu? Hjálmar Blöndal kaup- félagsstjórí: „Án efa ekki. Mér finnst að klám sé allt annað en þegar verið er að sýna ljósbláar myndir. Þar sem þetta er ríkisrekin sjónvarpsstöð — sem hún ætti ekki að vera — þá ætti ekki að birta argasta klám. En nekt og klám er ekki það sama.“ Sveinn Bjarki Tómas- son, nemi og prestsson- ur: „Ég hef tekið eftir lesendabréfum og þar fer lítið fyrir rökstuðn- ingi. Ég hef ekki getað séð að Dagsljós t.d. sé að miðla klámi. Heimir er fínn.“ Steinunn Kristjánsdótt- ir bankastarfsmaður: „Nei, síður en svo.“ Þórunn Helgadóttir, lausráðinn biaðamað- ur: „Nei, ég hef ekki orðið vör við það. En það er svolítið mikið ofbeldi, sem er verra.“ Signý Hafsteinsdóttir blaðamaður: „Nei, mér finnst ekki mikið um klám. Ég er nokkuð sátt við sjónvarpið eins og það er utan þess að of mikið er um hund- leiðinlegar breskar morðgátur." Ingibjörg Gréta Gísla- dóttir Ieikkona: „Nei, það er allt of lítið klám á RÚV. Það má nú sjást í bert öðru hvoru. Það er í lagi. Við þurfum ekki að vera eins og einhveijir siðapostul- Björk skaust til íslands meðal annars til að halda upp á fimmtugsafmæli föður síns og kom í leiðinni við á Astró í kampavínstár. Björk lauma í frí til FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1995 Það fór ekki hátt, en Björk Guðmunds- dóttir söngkona fór af landi brott í gær eftir þriggja daga stopp. Tilgang- ur ferðarinnar var tvíþættur. Hún var sem sagt að halda upp á afmæli föður síns, sem verður fimmtugur eftir nokkra daga, og bara að slappa af heima á íslandi í stuttu fríi. Samkvæmt upplýsingum //Pkom Björk til landsins á sunnudagskvöld og brá sér aust- ur yfir fjall á mánudag, fór í sund í Hvera- gerði og þaðan „Þingvallahringinn". Á mánudagskvöld spurðist til hennar á veit- ingastaðnum Astró við Austurstræti, þar sem hún sötraði kampavín ásamt vinkon- um sínum Andreu Helgadóttur, Margréti Vilhjálmsdóttur, Margréti Ragnarsdóttur og Margréti Krístínu Blöndal. Hjá Björk tekur nú við hljómleikaferð um Bandaríkin, en vonir standa til að hún kom- ist heim í jólafrí. Eftir það liggur leiðin til Asíu með enn fleiri tónleika. Útvarpsfólk vildi ekki pítsurnar hans Heimis Síðastliðinn föstudag bauð Heimir Steinsson útvarpsstjóri starfsfólki sínu til veislu í tilefni vetrarkomu og vetrardagskrár. Á boðstólum voru „bökur [öðru nafni pítsur] og bjór“ borið fram í Bláfjallasalnum á efstu hæð útvarpshúss- ins. Eitthvað voru undirtektir þó dræmar, því samkvæmt heimildum HP mættu ekki nema 20-30 manns af starfsliði, sem er vel á annað hundraðið. Töluvert var um að fólk vildi með þessu mótmæla vinnubrögð- um Heimis og niðurskurði, sem komið hef- Umrœðuefni vikunnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að það væri flóknara mál að vera kona en karl þegar í ljós kom að borgin hafði keypt fyrir hana snyrtivörur, hár- þurrku og fleira, fyrir 21 þúsund krónur, sem er mun meira en rakvélin og rakspírinn kostuðu fyrir forvera hennar. Þar þótti komin endanleg sönnun þess sem sjálfstæðismenn héldu fram í kosninga- baráttunni: Árni Sigfússon blæs ekki á sér hárið. Þórhildur Þorleifsdóttir ákvað að kæra til Jafn- réttisráðs að Viðar Eggertsson, en ekki hún, var ráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún sagðist hafa meiri menntun og reynslu en Við- ar, en sagði ekkert um hvort hún væri betri leik- hússtjóri. ur hart niður á stofnuninni. Aðrir drógu úr því og bentu á að ekki bæri Heimir einn ábyrgð á fjárveitingum til Útvarpsins og því væri dónaskapur að hunsa veisluna. En niðurstaðan var sem sagt: 20-30 manns — og mikið af köldum pítsum og volgum bjór. Fidel Castro mætti á afmælisfund hjá Sameinuðu þjóðunum í klæðskera- saumuðum jakkafötum í stað gamla byltingargallans sem líklega er orðinn snjáður. Samkvæmt mjög óstaðfestum heimildum sást í kjölfarið til Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings að skoða bindi hjá Sævari Karli. Þorsteinn Pálsson opnaði nýja fang- elsisálmu á Litla- Hrauni. Viðbúnaður er mikill vegna væntanlegrar uppreisn- ar fanga sem sætta sig ekki við að geta ekki lengur skroppið í bæinn um helg- ar. Gagn- rýnandi mœrir ritstjóra sinn Hvíldarlaus ferð inní drauminn er margbrotið verk og stundum stór- brotið," segir í bókardómi í Morgunblaðinu í gær. Það er engin venjuleg bók sem þar er skrifað um, heldur nýtt smá- sagnasafn Matthíasar Jo- hannessen, já, einmitt, rit- stjóra Morgunblaðsins. Rit- dómarinn er Skafti Þ. Hall- dórsson, sem lýkur dómnum með þessum orðum: „Stund- um eru vinnubrögð skáldsins svo markviss að engu er líkara en það sé að greina eigið verk. Það ásamt ljóðrænum krafti, upphöfnu málfari, meðvitaðri notkun tákna og tilvísana ger- ir þessa bók að mínu mati að einhverju merkasta smá- sagnasafni seinni ára.“ Bókmenntafræðingar HP hafa ekki rýnt í bók Matthíasar, en hvað sem líður gæðum henn- ar þorir HP að fuliyrða að Skafti Halldórsson þarf varla að óttast um atvinnuöryggi sitt á næstunni... Að þessu sinni fær Ómar Ragnarsson fjöður í hattinn fyrir að taka upp hanskann fyrir Emil heit- inn Björnsson, fyrrver- andi dagskrárstjóra Sjón- varps. Gerður Steinþórs- dóttir óð fram á ritvöilinn með brussugangi í tilefni af kvennafrídeginum og sást ekki fyrir. Hún sakaði Emil um að hafa þurrkað út myndir frá frídeginum. Ef kvennabarátta á að snúast upp í eitthvert svona píp þá er betur heima setið. Gott hjá Óma að taka í rassinn á Gerði.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.