Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 6
Enn komast mannaráöningar utanríkisráöuneytisins í sviðsljósið og nú eru þaö framsóknarmenn og Halldór Ásgrímsson sem eiga í hlut Utanríkisráðherra raðar kringum sig flokksbræðrum Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefur gengið rösklega fram í mannaráðning- um frá því að hann tók við embætti og vekur athygli að nokkrir dyggir framsóknar- og samvinnuhreyfingarmenn hafa bæst í starfsmannahóp ráðu- neytisins. Meðal þeirra eru Þórður Ingvi Guðmundsson sérverkefnamaður og Atli Ás- mundsson blaðafulltrúi. Þórð- ur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lindar sem Sam- vinnubankinn setti á laggirnar og Atli er fyrrverandi blaða- maður Tímans. Framsóknar- maðurinn Hilmar Hilmarsson, fyrrverandi hagfræðingur hjá Álþjóðabankanum í Washing- ton, gegnir síðan stöðu aðstoð- armanns ráðherra. Skömmu eftir að nýr utanrík- isráðherra tók við var einnig ráðin þangað til skrifstofu- starfa Ánna Ósk Kolbeinsdótt- ir, en hún hefur um árabil gegnt stjórnarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjanes- bæ. Gamalreyndur embættis- maður í Stjórnarráðinu segir það gamla sögu og nýja að ráð- herrar séu duglegir við að ráða flokksbræður sína í æðstu stöðurnar kringum sig og fjöl- mörg mál því tengd hafa komið upp á síðustu árum. „Það þykir hinsvegar gegna nokkurri furðu að framsóknarmenn, sem manna harðast gagn- rýndu til dæmis mannaráðn- ingar Alþýðuflokksins á síð- asta kjörtímabili, skuli svo op- inskátt raða fjöldanum öllum af skoðanabræðrum sínum á jötuna," sagði embættismaður- inn í samtali við HP. Sú ráðning Halldórs Ás- grímssonar sem hvað mesta athygli hefur vakið er þegar hann fékk til sín Þórð Ingva Guðmundsson í sérverkefni. í samtali HP við Þórð Ingva kom fram að hann hefði verið ráðinn 1. júlí síðastliðinn til að vinna nokkur sérverkefni á vegum ráðuneytisins. Þórður Ingvi kvað það rétt að hann væri meðal annars að vinna að úttekt á skipulagningu og rekstri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um verk- efni sín. Nokkur kurr er kominn upp innan embættismannakerfis- ins vegna jjeirrar ráðstöfunar að setja Þórð Ingva í þessi verkefni, þarsem hann var á sínum tíma framkvæmdastjóri fjármögnunarfyrirtækisins Lindar, sem Samvinnubankinn og Samvinnusjóðurinn komu á laggirnar, og stýrði hann fyrir- tækinu í gjaldþrot eftir átta ára rekstur. Gjaldþrot Lindar nam 700 milljónum króna og í blaða- skrifum um málið var gengið svo langt að líkja Þórði Ingva við Nick Leeson, sem gerði hinn fornfræga Baringsbanka gjaldþrota með ævintýralegri spákaupmennsku. „Það orkar mjög tvímælis að maður með svona fortíð skuli fara beint í vinnu í Stjórnarráði íslands — hvort sem hann höndlar þar með peninga eða ekki,“ sagði háttsettur embætt- ismaður í samtali við HP. í svipaðan streng tók heim- ildamaður HP í umfjöllun blaðsins um málefni Lindar siðastliðið vor og dró í efa 4 . í Þórður Ingvi Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lindar: Var ráðinn af utanríkis- ráðherra í sérverkefni. Það þykir orka tvímælis að setja mann, sem stýrt hefur fyrirtæki í 700 milljóna króna gjaldþrot, meðal annars í að rannsaka rekstur og skipulag Flugstöðvar Leifs Eiríks sonar. stjórnunar- og fjármálahæfi- leika manns sem kemur fyrir- tæki í svo stórt gjaldþrot: „Sjálfstraust mannsins var svo mikið að fæturnir snertu varla jörðina þegar hann gekk. Það jók þó ekki á hæfileika hans til að stjórna fyrirtækinu." Samkvæmt öðrum heimild- um blaðsins má rekja örlög Lindar beint til þess að Þórður Ingvi Guðmundsson hafi ekki ráðið við starf sitt og tilfinnan- lega hafi skort á eftirlit með vinnu hans og athöfnum. — Sömu sögu var að segja af Nick Leeson þegar ævintýra- mennska hans komst upp fyrir rest. Að lokum má geta þess að Axel Nikulásson var ráðinn í sumar sem deildarsérfræðing- ur á viðskiptaskrifstofu ráðu- neytisins, en hann var valinn úr hópi fjölmargra umsækj- enda sem sóttu um stöðuna í mars síðastliðnum. Ekki er vit- að til þess að Axel hafi nokkur tengsl inní Framsóknarflokk- inn. embætti og þar hefur sérstaklega ein ráöning vakið kurr innan kerfisins: ráöning hans á Þórði Ingva Guðmundssyni í sérverkefni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.