Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 ■ Egner í kjafti nútímans Kardemommubærinn Þjóöleikhúsiö Eftir Torbjörn Egner Þýðing: ,y Hulda Valtýsdóttir með söngtextum Kristjáns frá Djúpalœk Lcikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Leikmynd: Finnur Amar Amarson Búningar: Guðrún Auðunsdóttir Dýragervi: Katrín Þorvaldsdóttir Til ráðuncytis: Klemens Jónsson Undarlegt er það að aldrei hef ég heyrt fólk fetta fingur út í það hversvegna þessi litli elskulegi bær sem leikritið fjallar um heitir þessu skrítna Leiklist Eyvindur Erlendsson nafni. Enginn hefur heldur, svo ég viti, spurt hversvegna svona mikið norskt leikrit ger- ist í einhverskonar spánskætt- uðu suður-amerísku umhverfi. Hvorttveggja er tekið sem gef- inn hlutur og látið vera hafið yfir rex um smámuni. Þannig er einnig um aðra hluti í þessum leik; það sem Auga fyrir tönn eftir Kormák Bragason Hekluútgáfan 1995 ★ „Þetta er skrýtin skáldsaga. Höfundurinn virðist ekki hafa vald á neinum sérstökum stíl, mál hans er hvorki fagurt né þróttmikið. Hann kann ekki að móta persónur. Hann kann ekki að „undirbyggja" atburð- ina. Það má teljast gott, ef hann heldur þræðinum.“ Bókmenntir EFríðrika Benónýs Þannig hefst frægur ritdóm- ur Steins Steinarr um Krók- öldu eftir Viihjálm S. Vil- hjálmsson, en ég leyfi mér að tilfæra þessi orð hér sem hár- rétta lýsingu á skáldsögu Kor- máks Bragasonar Auga fyrir tönn. Stíll sögunnar, persónu- sköpun, atburðarás og bygg- ing er hvað öðru lélegra og raunar aldeilis óskiljanlegt að doktor og prófessor í uppeldisfræði skuli láta slíkan texta frá sér fara. Tökum dæmi: „Þessar fáu hræður sem tengdust Víólettu, og þar með taldir foreldrar hennar, stóðu eins og hálfgerðar boðflennur úti við dyr og glugga og áttu í mesta basli vegna félagslegrar einangrunar. Þótt Víóletta væri öll af vilja gerð hafði hún engan möguleika á að bæta úr þessu, enda var hún félagslega kaffærð af aðdáendum.“ (bls. 27) Hér er verið að lýsa brúð- kaupsveislu aðalpersónanna Jónsteins og Víólettu. Hann er gerist, það sem sagt er, allt virðist sjálfsagt og eðlilegt, án vafaatriða. Og þótt það sé ærið gagnsætt hvernig höfundurinn spilar á veikleika og þrár áhorfenda sinna þá dettur eng- um í hug að telja honum það til lasts. Þvert á móti. Fólk er þakklátt fyrir hvaðeina sem Torbjörn Egner reiðir fram að gjöf. Það er sennilega ekki síst fyrir það að hann gerir alla hluti með hugarfari gjafarans, — einmitt. Torbjörn Egner er sá einn fárra sem maður grun- aði aldrei um tilgerð í góðleik sínum. Hann gaf af heilum hug. Mér undirrituðum lét hann húsið sitt opið heilan dag, þótt hann þekkti mig ekki baun, og gaf mér fjögur hundruð norsk- ar í nesti um leið og hann ók mér aftur til borgarinnar. Af hverju gerði hann þetta? Af þeirri einu og einustu ástæðu að hann sá að piltinn hlaut að vémta þessa aura! Þannig er hugarfarið í Kar- demommubænum öllum. Og það eitt út af fyrir sig er ómót- stæðilegt. En til að skrifa jafn sigur- stranglegt leikrit og Karde- mommubæinn dugir ekki góð- mennskan ein. Enginn skyldi halda það. Til þess þarf að auki bæði kraft og kunnáttu í margri grein. Auk þess yfirg- engilega eðlisskyns á samræmi sem Torbjörn heitinn hafði að náðargáfu. Allt er, hjá honum, í einum, ódeildum anda. Það er þetta innra samræmi sem sannfærir og veldur því að engum dettur í hug að draga byggingaverkfræðingur af góð- um ættúm, hún fegurðardís af lágum stigum. í kringum þau og fjölskyldur þeirra og vini spinnst síðan sagan sem lengst af gengur út á það að lýsa ábyrgðarleysi persónanna í kynlífi og mannlegum sam- skiptum. Huglæknirinn Brandur Brandsson kemur mikið við sögu og heldur fjálgar ræður um musteri sálarinnar, líkam- ann, og þær skyldur sem menn hafi gagnvart honum ef sálar- heill á að vera borgið. í fyrstu virðist huglæknirinn vera skopmynd af nýaldarmanni, klisjur þeirra renna upp úr honum eins og á færibandi, en þegar á líður kemur í ljós að hann er nokkurs konar mál- pípa höfundar, rödd skynsem- innar: „Dýr merkurinnar fá kynferð- islega fullnægingu án þess að fá samviskubit. Maðurinn, hið háþróaða spendýr, fær sam- viskubit þegar kynhvötinni er fullnægt í andstöðu við reglur samfélagsins." (bls. 44) Hvörf verða svo í sögunni þegar Steina, sjö ára dóttir þeirra Jónsteins og Víólettu, „Mér er hulið hvaða lærdóm má draga af þessari sögu nema ef vera skyldi sá að svona vondar bækur mega menn ekki skrifa. “ neitt í efa, — til dæmis spyrja: Hvað er eiginlega karde- momma og hvað kemur hún þessu við? Þar komum við að kjarna máls. í þessari fimmtu sýningu Þjóðleikhússins á Karde- mommubænum, sem senni- lega kemur samanlögðum áhorfendafjölda hátt upp í tvö hundruð þúsund, og er engu að síður afskaplega falleg og metnaðarfull leiksýning, er þetta fína samræmi farið að raskast. Og það verður að segj- segir frá því að afi sinn hafi sýnt sér kynferðislega áreitni. Þá kemur á daginn að hann hefur reynt að nauðga Víólettu þegar hún var tíu ára og mis- notað systur hennar í mörg ár. Þá er settur á fót rannsóknar- réttur og dómstóll þar sem fjölskylda og vinir ákveða refs- ingu glæpamannsins. Sú refs- ing felst í bannfæringu, fleng- ingum og brennimerkingum. Og árið er 1995. Bannfæringin hljóðar svo: „Ég bannfæri þig Símon Sör- enson og bið þess að Andskot- inn muni þegar þar að kemur gleypa sál þína í heilu lagi og sporðrenna henni til Helvítis þar sem hún fær viðeigandi meðferð. Amen.“ Inn í þessi skríparéttarhöld fléttast svo langar og ítarlegar Iýsingar á kynferðislegri mis- notkun Símons á þroskaheftri fimmtán ára stúlku sem vann hjá honum og misþyrmingum og kynferðislegu ofbeldi föður hans á konu sinni. Barnið Steina sem hratt skriðunni af stað kemur ekki meira við sögu, enginn virðist hafa áhyggjur af andlegu ástandi hennar, þroskaheftu stúlkuna er hvorki minnst á fyrr né síð- ar og þær systur fá engan stuðning frá þessum merkilega dóm- stóli. Refsingin virðist aðalat- riði og eftir að hún er fram- kvæmd eru allir sáttir og glað- ir! Á bókarkápu er eftirfarandi klausa: „Þessi bók er ekki ætluð börnum eða unglingum til lestrar. Á hinn bóginn geta for- eldrar dregið lærdóm af lestri bókarinnar og metið sjálfir á hvern hátt þeir geta miðlað þessum lærdómi til þeirra sem yngri eru.“ Mér er raunar hulið hvaða lærdómur það er sem draga má af þessari sögu nema ef vera skyldi sá að svona vondar bækur mega menn ekki skrifa. ast eins og er; vegna þess að þeir („þau“ á maður víst að segja á nútímamáli) hafa ekki vit á því. Þau villast inn í flott- heit og gera iðulega áhrifaríkt í staðinn fyrir satt. Trúlega hafa þau hugsað: Úr því bæði úlf- aldi og asni og hundar eru „í þykjustu" þá á hvolpurinn sem Tóbías fær í afmælisgjöf að vera það líka. Þetta er skrif- borðsákvörðun. Það fannst greinilega fyrir því í salnum að börnin urðu fyrir vonbrigðum þegar tusku- hvolpurinn var borinn inn í körfu. Og vegna hvers? Torbjörn Egner veit að ekk- ert er barni önnur eins dýrð og einmitt lifandi hvolpur. Og það er þessvegna sem hann lætur þetta fyrirmyndarfólk sitt, eða draumafólk barnsins, sem byggir Kardemommubæ, ein- mitt gefa gamla vitringnum, uppáhaldsmanni bæjarbúa, slíka gjöf en ekki einhverja aðra. Innkoma þessa dýrgrips, hvolpsins, er greinilega hugs- uð sem toppur sýningarinnar. Að ekki sé nú talað um það þegar eldurinn ógnar þessum hjartans knúsara. Eldsvoðinn er til þess. Og einungis fyrir það að litlu hjörtun í salnum hafa bráðnað fyrir hvolpinum verður björgunarafrek Kaspers þess virði sem því var ætlað. Þarna svíkur semsagt í aðal- atriði. Aukaatriði eru öll fín, og í þau lögð öfundsverð vinna og feikn miklir kraftar sem auðvit- að má ekki vanþakka. En mér liggur nú bara við að segja: „Skítt með það“. Líf þessarar litlu þjóðar liggur við, að lífskraftur unga fólksins, sem er að taka við sviðsljósun- um, haldist og ekki dvíni, hvað sem öðru líður. Það má lengi komast af án mikilla vitsmuna. Og þá verður að minnast á það sem ef til vill er megintíð- indi þessarar sýningar, en það er meðferð Bergs Þórs Ingólfs- sonar á Sörensen rakara. Hon- um tekst það ótrúlega (í krafti vítalítetsins) að slá Helga Skúlasyni við! Hann lék þessa rullu hér fyrr meir og þótti met. Ég hef ekki fyrr séð mann dansa af slíkri list, — og líf- snautn. Ég er þess fullviss að þessi drengur verður einn af þeim stóóru, nóta bene; ef ekki hendir slys „þarna uppi“, hverju guð forði. Sama þori ég að segja um Benedikt Erlings- son. Hann er einn af þeim fáu leikurum sem gera alla hluti stóra. Þá um „samhengið í bók- menntunum". Það er eitthvað stórt við það að Róbert skuli nú vera að leika þetta sama hlutverk — Bastíans — í fimmta sinn. Það er líka eitt- hvað stórt við það að Lolla (Ólafía Hrönn) skuli beinlínis herma eftir þeirri ágætu leik- konu sem lék þetta í Þjóðleik- húsinu í upphafi; Emilíu Jón- asdóttur, og gera þetta svo vel að, svei mér þá, ég hélt það væri verið að spila upptöku af kellingunni þegar fussumsvei- söngurinn var sunginn. Vél- brúðuhreyfingarnar voru líka fínar, maður tók eftir þeim. Mögnun söngsins í hátalara- kerfi slítur hið einlæga sam- band sem þarf að ríkja milli leikara og áhorfenda. Enda þótt Ijóst sé að leik- myndar- og búningahönnuðir þessarar sýningar eru lengra komnir myndlistarmenn en Torbjörn Egner, þá skortir þá samræmisskyn hans og sak- Ieysi. Vatnslitaáferð hans og barnateikningablær er að týn- ast. Umgjörðin er orðin of flott. Þetta meir að segja litar inn í leikinn og spillir. Mér liggur við flökurleik að koma inn í áhorfendasal Þjóð- leikhússins eftir breytingarn- ar. Hann er andstyggð og hreint ekkert annað. Niðurrifs- verk á kannski ekki svo feikna fallegum arkitektúr en sem hafði þetta sem einnig er svo áberandi hjá Egner; samrœmi. Að uera sjálfum sér samkvœm- ur. Og þeirri hefð sem maður er upp af sprottinn. Menn báru því við að aðstæður til svið- setninga, lýsinga etc. væru ekki nógu góðar á nútímamæli- kvarða. Ég fullyrði: Sá sem ekki gat sett upp almennilega sýningu í gamla salnum hann getur það ekki heldur í þess- um. Mig hálflangar að enda all- ar greinar í framtíðinni á setn- ingunni: „Auk þess legg ég til að Þjóðleikhúsið verði endur- gert.“ Að vaða fyrir neðan sig Áður en þátturinn hefst vil ég hvetja lesendur til að senda stjórnanda hans línu (Helgarpósturinn — Mál mál- anna — Vesturgötu 2, 101 Reykjavík) með fyrirspurnum og ábendingum, og hverju því sem þeim liggur á hjarta varð- andi móðurmálið. Én byrjum þá pistilinn. í dag skulum við líta á sitt- Mál málanna Guðni Kolbeinsson hvað smálegt. Allt eru það at- riði sem málhagir menn hafa rætt um áður — en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sammála — samþykkur Til er sögnin samþykkja og nafnorðið samþykkt og eru meira að segja allalgeng. En lýsingarorðið samþykkur er í alvarlegri útrýmingarhættu. Oft er talað um að vera á sama máli og einhver eða sammála honum. Einnig er oft talað um að vera sammála einhverju sem sagt er: „Ég er alveg hjartanlega sammála þessu hjá þér,“ heyrist iðu- lega. Já, of oft, því að þetta er beinlínis rangt. Við getum ekki verið sammála því sem einhver segir. Þá værum við á sama máli og málefnið — sem augljóslega er rökleysa. Reyn- um að vera sammála hvert öðru og þar með samþykk því sem sagt er. Austur fyrir fjall — austur yfir fjall Þegar við erum á Snæfells- nesi gerum við öll mun á því að fara fyrir Jökul og að fara yfir Jökul — og hið síðar- nefnda gerum við reyndar sjaldan. A Suðurlandi er oft talað um að fara austur fyrir fjall og á orðið „fjall“ þá við Hellisheiði. Málvöndunar- menn hafa stundum bent á að betra sé að segja austur yfir fjall, því að oftast er farið yfir heiðina en ekki krækt fyrir hana. Mér býður hins vegar í grun að þeir tali hér fyrir daufum eyrum og mikill meiri hluti fólks tali um að fara austur fyrir fjall. Ég held meira að segja á málfarsfern- unum, sem ég tel hið þarfasta framtak og vil á engan hátt Iasta, sé einhvers staðar skroppið austur fyrir fjall. Hugsanlega er hér um að ræða áhrif frá því þegar sagt er að einhver sé staddur fyrir austan fjall. En hvernig svo sem það nú er þá veit ég um „ Við getum ekki verið sammála því sem einhver segir. “ ýmsa ergilega málvendi aust- an Hellisheiðar og í þeirra nafni legg ég til að við förum austur yfir fjall í framtíðinni. Detta aftur fyrir sig — aftur yfir sig Stundum missum við jafn- vægið, til dæmis í hálku, hlunkumst á dausinn eða bak- ið. Þá dettum við aftur yfir okkur. Alloft heyrist hins veg- ar talað um að detta aftur fyr- ir sig. Slíkt er ekki gott, og raunar óhugsandi, því að þá ættum við að geta litið við og séð okkur liggja fyrir aftan okkur. — Það minnir óþægi- lega mikið á veiðimanninn sem sagðist alltaf vaða fyrir neðan sig þegar hann færi yfir straumharðar ár. Koma við — líta inn — líta við Við getum komið við á ein- hverjum stað og litið inn til kunningjanna. Hins vegar megum við ekki slá þessu tvennu saman og.fara að líta uið hjá þeim. Líta við merkir bara að snúa höfðinu og líta um öxl. Kveðja sér hljóðs — kveða sér hljóð Alloft ber svo við að menn eru ekki vissir um hvort eigi að tala um að kveða sér hljóðs eða kueðja sér hljóðs. Langflestir hafa þetta hins vegar rétt í þátíðinni: Hann kvaddi sér hljóðs. Þaðan má svo rekja sig yfir í nútíðina. Kvaddi er þátíð af sögninni að kveðja og því er rétt að tala um að kveðja sér hljóðs. (Eins og við öll vitum eru vanskil ískyggilega algeng í þjóðfélaginu og eru sumir býsna ungir þegar þeir verða vanskilamenn. Út yfir tók þó þegar tilkynnt uar í einu íþróttahúsi landsins að þriggja ára stúlka vœri í vanskilum hjá húsverðinum.) Sólgleraugu fyrir gervitennur „Þarna svíkur semsagt í aðalatriði. Auka- atriði eru öll fín, og í þau lögð öfundsverð vinna og feikn miklir kraftar sem auðvitað má ekki vanþakka. En mér liggur nú bara við að segja: „Skítt með það“. “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.