Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER1995
■^s:
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna arfleitt aö öllum eignum
Sigurbjargar Sighvatsdóttur,
sem metnar eru á allt aö 70
milljónir króna
„Þetta er
risavaxin
gjöf"
- „sem styrkir starf styrktarfélagsins
gríðarlega mikið," segir fram-
kvæmdastjóri þess
Þorsteinn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna:
Gjöf Sigurbjargar Sighvats-
dóttur gjörbreytir öllu okkar
starfi. Meö þessu er félaginu
skapaður höfuðstóll sem við
munum ávaxta af kostgæfni
og á eftir að efla starf okkar
til mikilla muna. Mynd: Jim
Smart.
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna fékk fyrir
skemmstu höfðinglega gjöf
þegar félagið var arfleitt að
eignum sem metnar eru á allt
að sjötíu milljónir króna. For-
saga málsins er sú að þegar Sig-
urbjörg Sighvatsdóttir lést í
júnímánuði árið 1994 arfleiddi
hún styrktarfélagið að öllum
eigum sínum, ef frá er talið inn-
bú sem hún arfleiddi tvær vin-
konur sínar að. Þær hafa þegar
ráðstafað innbúinu og létu
meðal annars hluta þess renna
til styrktarfélagsins, sem notaði
húsgögnin í íbúð sína á Flóka-
götu 62 í Reykjavík. Sigurbjörg
átti enga lögerfingja.
Skiptaráðandi hefur ekki lok-
ið við að gera dánarbú Sigur-
bjargar upp, en fyrir áramót
ætti því verki að vera lokið. Tal-
ið er að enn séu ekki allar eignir
Sigurbjargar komnar í ljós og til
dæmis mun vera í athugun
hvort hún hafi átt eignir á er-
lendri grundu.
„Þetta er risavaxin gjöf sem
styrkir starf styrktarfélagsins
gríðarlega mikið og við vorum
orðlaus af gleði þegar við
heyrðum þessar fregnir. Gjöf
Sigurbjargar Sighvatsdóttur
gjörbreytir öllu okkar starfi.
Með þessu er félaginu skapað-
ur höfuðstóll sem við munum
ávaxta af kostgæfni og á eftir að
efla starf okkar til mikilla
muna,“ sagði Þorsteinn Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra
barna, í samtali við HP.
Sigurbjörg Sighvatsdóttir
mun hafa fengið þessar miklu
eignir eftir föður sinn, sem
byggði upp lítið byggingafyrir-
tæki og arfleiddi dóttur sína að
eignunum.
I stórum arfsmálum sem
þessu þarf síðan oft lítið til að
óánægjuraddir spretti upp og
hefur HP þannig heimildir fyrir
því að meðal ættingja Sigur-
bjargar hafi komið upp nokkur
kurr varðandi erfðaskrána, ekki
sökum þess hvert arfurinn
rann, heldur í sambandi við
skiptingu innbúsins. Þorsteinn
segist hinsvegar ekki hafa heyrt
af því máli. „Eg kannast ekki við
annað en að ættingjar Sigur-
bjargar séu hæstánægðir með
ráðstafanir hennar í erfða-
skránni. f öllu falli hafa mér eng-
ar fregnir borist um væringar
eða óánægju meðal ættingja
hennar.“
Ein nákomin vinkona Sigur-
bjargar mun þó hafa sett sig í
samband við Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna og
tjáð forsvarsmanni þar að hún
væri ósátt við að þessari stór-
gjöf hefðu ekki verið gerð al-
mennileg skil í fjölmiðlum. Þor-
steinn var spurður hvort
ástæða þess að styrktarfélagið
hefur lítið hampað arfinum
væri sú að félagið teldi það
skaða aðra fjáröflun sína. „Nei.
Það er alrangt. Alrangt. Síðan
við fréttum að styrktarfélagið
ætti von á þessum arfi höfum
við ekki farið út í neina stóra
fjáröflun og hyggjumst alls ekki
gera það. Slíkt myndi flokkast
undir yfirgang og frekju. Félagið
hefur starfað fyrir opnum tjöld-
um frá upphafi og aldrei reynt
að leyna nokkrum hlut. Ástæða
þess að við höfum enn ekki til-
kynnt um arfinn á áberandi hátt
er einfaldlega sú að það er ekki
búið að ljúka skiptum á búinu.
Við höfum aftur á móti sam-
mælt okkur um það við lög-
fræðing Sigurbjargar að hann
afhendi okkur gjöfina á frétta-
mannafundi þegar þar að kem-
ur og skiptingu búsins er lokið.
Einnig munum við heiðra minn-
ingu Sigurbjargar með öðru
móti.“
Styrktarfélagið á fjölmarga
trausta styrktaraðila meðal ein-
staklinga og fyrirtækja og Þor-
steinn segir að ekki sé á dag-
skránni að pakka saman og slá
á útrétta hjálparhönd. „Við
stöndum fyrir kostnaðarsömu
starfi í þágu krabbameinssjúkra
barna og fjölskyldna þeirra.
Ennfremur styrkjum við barna-
deildir og kostum lækna og
hjúkrunarfólk til menntunar og
fræðslu í þessum efnum.“ Þor-
steinn segir styrktarfélagið sjá
fram á langa baráttu fyrir fram-
gangi baráttumála sinna og því
megi ekki láta deigan síga.
Að lokum má geta þess að
Þorsteinn Ólafsson er faðir
stúlku sem veiktist úr krabba-
meini á sínum tíma, en hefur nú
náð bata. í baráttu sinni gegn
sjúkdómnum og fyrir velferð
dóttur sinnar var hann einn af
þeim sem hleyptu styrktarfé-
laginu af stokkunum og starfar
nú sem framkvæmdastjóri
þess.
Vegfarendur í stórhættu á Laugavegi
Grétar vill
hjólin burt
Grétar Norðqörð, lög-
regluvarðstjóri í Reykja-
vík og yfirmaður
grenndarsveitar miðborgar-
svæðisins, sendi nýverið bréf
til borgarráðs þar sem hann
kvartaði yfir umferð hjólreiða-
manna um Laugaveg. Málið er
þannig vaxið, að hjólreiða-
menn mega samkvæmt lögum
nota gangstíga og gangstéttir
svo framarlega sem það er
ekki til óþæginda eða hættu
fyrir gangandi vegfarendur, en
nokkur misbrestur hefur orðið
þar á — sérstaklega á Lauga-
vegi. Hins vegar skortir skýrari
ákvæði í lög þannig að lög-
reglumönnum sé ótvírætt
heimilt að vísa hjólreiðamönn-
um af gangstéttum þegar það á
við.
„Hjólreiðamenn virðast ekki
taka tillit til laganna og eru
sumir hverjir að hjóla á gang-
stéttum innan um gangandi
fólk og valda því óþægindum
og jafnvel hættu,“ sagði Margr-
ét Sæmundsdóttir, formaður
Umferðarnefndar sem fékk
málið til meðferðar, í samtali
við HP. í sama streng tóku full-
trúar kaupmanna sem HP
ræddi við vegna málsins og
bentu á að viðskiptamenn
þeirra ættu stundum fótum
fjör að launa þegar þeir stigju
út úr verslunum og' hjólreiða-
menn kæmu á fullri ferð fram-
hjá.
„Við erum búin að benda á
þetta í nefndinni og höfum gert
þar að lútandi bókun. Lögin
eru alveg undantekningarlaus í
þessu sambandi. Hjólreiða-
menn mega þetta ekki og það
er lögreglunnar að framfylgja
því,“ sagði Margrét. Hún sagði
það ákveðið vandamál að eng-
ar sektir fylgdu þessum um-
ferðarlagabrotum, en hún
hefði trú á því að lögreglan
reyndi að stugga við þeim eftir
mætti.
í samtali HP við Grétar Norð-
fjörð kom fram að hann vildi
með bréfinu vekja athygli á því
að ótækt væri að gangandi
vegfarendur væru í stórhættu
vegna umferðar hjólreiða-
manna um gangstéttir Lauga-
vegar. Það sem Grétar æskir er
að umferð hjólreiðamannanna
um Laugaveg verði formlega
bönnuð, en nokkur ágreining-
ur er um hvort heimild sé til
þess, þar sem í lögum segir að
hjólreiðamenn megi nota gang-
stéttir nema það valdi óþæg-
indum. Sjálfur sagðist Grétar
hafa séð nokkur dæmi þess að
fólk væri í stórhættu vegna
hjólreiðamannanna.
Samkvæmt heimildum HP
vilja borgaryfirvöld forðast
það í lengstu lög að ganga á
svig við landslög á ofangreind-
an hátt, en sérstaklega þykir
varasamt að egna hjólreiða-
menn til reiði með því að
leggja blátt bann við umferð
þeirra um mestu verslunar-
götu landsins. Hugsanleg lausn
á málinu — sem árum saman
hefur verið í umræðunni — er
að setja upp skilti við Lauga-
veg þar sem fram kæmu vin-
samleg en þó ákveðin tilmæli
til hjólreiðamanna um að hjóla
ekki á gangstéttum á háanna-
tíma, frá klukkan 10.00 til
19.00.
Grétar Norðfjörð:
Fólk hefur verið
í stórhættu.