Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995-
Frumsýningin á Benjamín dúfu, kvikmynd Gísla Snæs
Erlingssonar, er á næsta leiti. Jakob Bjarnar
Grétarsson hitti leikstjórann og ræddi við hann um
ferilinn, skaupið fræga, Swiss Miss-stúlkur, franska
homma og það að gera sér upp geggjun.
„Þú ert búinn að
vinna í þrjá inánuði,
gersamlega út-
spíttaður með
adrenalínið
egar þetta birtist er kvik-
myndaleikstjórinn Gísli
Snær Erlingsson staddur
úti í London ásamt Sigurði
Sverri Pálssyni tökumanni.
Þeir eru að litgreina kvikmynd-
ina Benjamín dúfu sem verður
frumsýnd 2. nóvember. Benj-
amín dúfa er byggð á sam-
nefndri verðlaunasögu Frið-
riks Erlingssonar, en hann er
einnig handritshöfundur
myndarinnar. Blaðamaður HP
fékk Gísla til að setjast með sér
við arininn á Astró eitt hroll-
kalt mánudagskvöld. Stromp-
urinn er reyndar bilaður og yf-
irþjónninn sagði að það væri
ekki hægt að kveikja upp. En
það stendur víst allt til bóta.
Ekki dónalegir
bakhjarlar
Gísli er frekar tjúnuð týpa og
talar hratt. Það er erfitt að
halda í við hann. „Kvikmynda-
heimurinn hefur þessi áhrif á
mann,“ segir hann. „Enda eru
kvikmyndaleikstjórar upp til
hópa alkóhólíseraðir furðu-
fuglar og einfarar." Hann lýsir
því í löngu máli út á hvað lit-
greining gengur. Kvikmynd
samanstendur af ótal tökum
sem fara fram á mismunandi
tímum. Þetta verður að sam-
ræma. Að auki er sérstök lit-
apæling í myndinni. Myndin er
þroskasaga og til samræmis
við það fer hún úr því að vera
heit yfir í kulda. Birta — myrk-
ur. Barn — fullorðinn... „Það
verður ákveðinn atburður sem
veldur því að strákarnir hætta
að leika sér.“
Ferill Gísla í kvikmyndagerð
er orðinn langur. Hann byrjaði
að gera stuttmyndir í FB og
þaðan fór hann út í að gera
poppvídeóþáttinn Poppkorn
ásamt Ævari Emi Jósepssyni.
Hann var hjá Sjónvarpinu í
fimm ár sem skrifta og dag-
skrárgerðarmaður. Hann tók
þátt í gerð Skyttanna með Frið-
riki Þór. Þar var hann „tea-
boy“ á handritstímanum og
framkvæmdastjóri og aðstoð-
armaður við klippingu. Hrafn
Gunnlaugsson
fékk hann sem
annan aðstoðar-
leikstjóra í /
skugga hrafns-
ins. Friðrik og
Hrafn eru ekki
dónalegir bak-
hjarlar í kvik-
myndagerð á ís-
landi. Það var
eiginlega skylda
að spyrja Gísla
hvort hann væri
einhver augna-
karl hjá Hrafni?
„Krummi hef-
ur alltaf verið
mér innan hand-
ar og gefið mér
góð ráð. Hann
sat til dæmis tvívegis með mér
yfir Benjamín og gaf komment
á klippinguna. Nokkrir punktar
frá honum komu að góðum
notum.“
Skaupið dægilegur
aukapeningur
Þetta leiðir hugann að ára-
mótaskaupinu fræga 1990-’91,
sem Gísli stjórnaði. Þá var
Hrafn dagskrárstjóri innlendr-
ar dagskrárdeildar.
„Ég var nýkominn frá Sví-
þjóð þar sem ég hafði verið á
þriggja mánaða námskeiði hjá
sænska sjónvarpinu. Þetta
námskeið gekk konsentrerað
út á leikið skemmtiefni. Eini ís-
lendingurinn sem hafði sótt
þetta námskeið var Egill Eð-
varðsson. Krummi vildi setja
mig í skaupið og ég, sem hans
undirmaður, var ekkert að
segja: Neinei, ég hef engan
áhuga á því. Þar fyrir utan var
þetta spennandi verkefni. Ekki
það að ég líti á mig sem ein-
hvern „funny guy“. Fólk mis-
skildi mig algerlega einmitt út
af Poppkorninu.”
Þremur dögum áður en tök-
ur hefjast fær Gísli tilkynningu
frá Leikarafélagingu um að
þeir séu komnir í verkfall. Þá
eru æfingar hafnar og búið að
skrifa handritið.
„Leikstjórafélagið hélt því
fram að ég væri ófaglærður,
væri ekki félagi í Leikstjórafé-
laginu og hefði þar af leiðandi
engan rétt á að „leikstýra“ ára-
m ó t a -
skaupinu. Og
Leikstjórafé-
lagið eiginlega
þvingaði Leik-
arafélagið til
að taka þátt í
þessu með
sér. Þetta var
stál í stál.
Krummi hélt
því fram að ég
væri fullkom-
lega hæfur til
að gera þetta,
nýbúinn að
ljúka námi í að
búa til einmitt
svona þætti.
Það reynir
kannski ekki
svo mikið á leikstjórann að
gera svona þætti. Leiklega
mæðir meira á leikurunum
sjálfum, þeirra karakterum og
því sem þeir einfaldlega geta.
Eg var í sjálfu sér ekkert
hræddur við að gera ára-
mótaskaupið með góðu fólki.“
En Hjálmar Hjálmarsson stóð
með þér einn leikara?
„Hjalli var búinn að skrifa
handritið með mér og var of
djúpt sokkinn í verkefnið til að
draga sig út. Ég met hann mik-
ils fyrir að standa með mér í
þessu og okkar vinabönd eiga
örugglega eftir að halda lengi.
En ég varð alveg rosalega fúll
og reiður og gerðist mikill hat-
ursmaður Leikarafélagsins og
allra þeirra sem hétu leikarar.
Ég beit það í mig að komast í
gegnum þetta og hafði þessa
þrjá sólarhringa til að skipa í
hlutverk. Þá var ekkert sofið
heldur hringt og hringt og
menn fundnir. Svo fór þetta í
gegn.“
Það leikur enginn vafi í huga
Gísla á því hver var undirrótin
að uppistandinu og telur hana
af kómískum toga. Þar hafi
ekki fagleg sjónarmið ráðið
ferðinni.
„Áramótaskaupið var, síðast
þegar ég vissi, mjög góður
aukapeningur fyrir sviðsleik-
stjóra. Þetta var lítil vinna,
sem þeir fengu mjög gott kaup
fyrir. Þeir gátu einfaldlega ekki
sætt sig við að einhver dreng-
stauli kæmi þarna inn og tæki
af þeim alla peningana. Hver
hefur faglegan metnað í ára-
mótaskaupi? Ég ætla bara að
biðja þann sviðsleikstjóra sem
hefur faglegan metnað í ára-
mótaskaupi að stíga fram og
segja ég! Þá skal ég verðlauna
hann... með einum kaffibolla."
Rándýrt nám
og fronsk víf
Skömmu eftir þetta kemst
Gísli í mjög dýrt og eftirsótt
kvikmyndanám í Frakklandi.
Hann hefur Jacques Mer, fyrr-
verandi sendiherra og mikinn
íslandsvin, grunaðan um að
hafa kippt í spottana. Mer
hringdi í Gísla og sagði honum
að Friðrik Þór hefði bent sér á
hann. Mer hafði fundið styrk
fyrir eitt stykki íslending í rík-
isskólann. Og engan smástyrk.
Þetta er næstdýrasta nám í
Frakklandi á eftir orustuflug-
manninum.
„Þeir alveg spæna í þetta
peningum. Eina vandamálið
var að komast inn í skólann.
Það eru 5 þúsund manns á ári
sem sækja um 39 pláss. Af
þessum 5 þúsund eru svona
2.000 útlendingar sem sækja
um 3 pláss. Eg þurfti að fá
plássið til að fá styrkinn. Og til
að fá styrkinn þurfti ég að fá
plássið. Þetta er mjög flókið og
ég hef aldrei komist til botns í
því hvernig þetta gekk upp, en
hef Mer grunaðan um að hafa
togað í spotta. Eftir 5 mánaða
inntökupróf fæ ég þær fréttir
að ég sé kominn inn í skólann í
fjögurra ára nám. Ég dríf mig
út. í skólanum lærði ég meðal
annars meir og meir að ára-
„Aramótaskaupið var, síðast þegar ég
vissi, mjög góður aukapeningur fyrir
sviðsleikstjóra. Þetta var lítil vinna
sem þeir fengu mjög gott kaup fyrir.
Þeirgátu einfaldlega ekki sœttsig við
að einhver drengstauli kœmi þarna inn
og tœki afþeim alla peningana. “