Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER1995
15
\
Ingunn Gylfadóttir ogTómas Hermannsson ákváðu í stundarbrjálæði að gefa út plötu eða detta dauð niður ella eftir að hafa óvænt
komið tveimur lögum inní undankeppni Eurovision árið 1992. Gripurinn kom útí gær og þar eru „Piltur & stúlka“ í slagtogi við listamenn á borð við
Kristján Edelstein, Sjón, Pálma Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson, Þorvald Þorsteinsson og Magnús Eiríksson.
spila á mörg hljóðfærin. Krist-
ján á líka alfarið heiðurinn af
því að hafa fengið nokkra
klassatónlistarmenn til að
spila inná plötuna: Jóhann Ás-
mundsson, Jón Rafnsson,
Pálma Gunnarsson, Sigfús
Örn Óttarsson, Karl Petersen,
Magnús Eiriksson og Trausta
Haraldsson."
Hvorki tískutónlist
né stuðlög
Tómas: „Við tókum snemma
þá afstöðu að seint myndu út-
gefendur hringja í okkur þann-
ig að við þyrftum sjálf að gefa
plötuna út. Þetta er hvorki
tískutónlist né stuðlög, heldur
eitthvað sem okkur langaði að
gera og því ekkert tiilit tekið til
poppmarkaðarins á þann hátt
sem útgefendur vilja helst. Ég
efast reyndar ekkert um það
að fólki á eftir að falla platan í
geð. Ó geð, einsog Sverrir
Stormsker myndi orða það.
Þannig að við kýldum á þetta.
Ég vil helst ekki svara því
hvaða tónlistarstefnu við fylgj-
um. Þetta er svona rólegheita-
tónlist. Lítið um átök nema í
fágaðri kantinum: vonandi
flokkast þetta sem þægilegt
gæðapopp."
Ingunn: „Afhverju tökum
við þá áhættu að gefa út? Ég
veit nú ekki hvað fékk mig útí
þetta ævintýri. Það var ábyggi-
lega Tómas sem einhvernveg-
inn tróð uppá mig þessu
heimskulega Chuck Norris-
mottói: A man’s gotta do what
a man’s gotta do. Einsog ég
segi söguna þá sannfærði
hann mig um að þetta væri hið
eina rétta í stöðunni; ef við
gerðum þetta ekki núna yrðum
við svekkt, sár og skilin um fer-
tugt. Auðvitað gaf ég eftir af
kvenlegu innsæi — hann fékk
til dæmis líka að kaupa sér
gæjabíl um daginn. Þetta eru
fyrirbyggjandi ráðstafanir — í
dýrari kantinum þó fyrir minn
skuldumvafna smekk.”
Að sleppa naumlega
við skuldafangelsi
Tómas: „Við þurfum ekki að
selja nema fyrsta upplagið —
eitthvað um þúsund plötur og
aðeins til viðbótar — og þá er
þetta komið. Ég meina, þá ætt-
um við altént naumlega að
sleppa við skuldafangelsið og
hið vandaða vikurit Lögbirt-
ingablaðið. Við eigum þó seint
eftir að komast á einhverja
metsölulista og verðum dálítið
að treysta á guð og lukkuna.
Það lið má ekki bregðast okkur
nú.“
Ingunn: „Það sem kom mér
mest á óvart er að þetta skyldi
verða að veruleika. Þegar upp
er staðið virðist allt hafa hlað-
ið margfalt utaná sig og allar
áætlanir hvellsprungu marg-
sinnis. Við fundum þó allavega
tíma til að búa til barn, kaupa
okkur kjailaraíbúð og bíl. Sum-
ir lifa alla ævina á enda áðuren
þeir komast svona langt. Ef við
sleppum öllum fíflalátum þá er
þetta persónuleg tónlist sem
við höfum iagt allan hug okkar
og hjarta í. Eða einsog Bubbi
segir alltaf: Brynja, ég elska
þig. — Fer þetta ekki að verða
nógu væmið? Ég er að gefast
upp.“
Adeins eitt lag
— hálfri mínútu síðar
Tómas: „Ég vil koma því á
framfæri að lokum að ég fékk
aðeins að syngja eitt helv...
lag á plötunni — það síðasta
— og einhverra hluta vegna
var mér þaraðauki bolað útí
horn og lagið haft hálfri mín-
útu á eftir öllum hinum. Svona
aiveg undir lokin. Ingunn segir
að það sé til að vernda við-
kvæmar sálir og gefa þeim
tækifæri til að slökkva á geisla-
spilaranum, en ég verð illa
svekktur ef þetta verður ekki
vinsælasta lagið.” -shh
Ingunn Gylfadóttir og
Tómas Hermannsson:
Einhver maður hringir
frá sjónvarpinu og seg-
ir að við eigum tvö af
tíu lögum í undan-
keppninni. Fyrsta
hugsunin van
Sjör — vertu úti!
Eitrað fyrir
þióðskáldið
Akureyringurinn Tómas
Hermannsson og Seyð-
firðingurinn Ingunn
Gylfadóttir urðu ástfangin að
vorlagi 1992. Núna þremur ár-
um síðar virðast þau við fyrstu
sýn kyrfilega sokkin í vísitölu-
mynstrið: nýbúin að kaupa sér
íbúð við Langholtsveg og bíl
hjá Heklu og strita fyrir afborg-
unum hjá leikskóla og trygg-
ingafyrirtæki frá morgni til
miðnættis. Ofaná alltsaman lít-
ur fyrsta barn þeirra dagsins
ljós eftir hálfan mánuð. Sam-
kvæmt bókinni? Nei, ekki alveg
— enn er von — því í gær kom
út geislaplatan endist uarla...
sem dúettinn „Piltur & stúlka"
er skrifaður fyrir. Piltur &
stúlka eru Tómas og Ingunn og
HP bauð sér í kaffi til þeirra.
Glamrað og gaulað
á rúmstokKnum
Tómas: „Þetta byrjaði þann-
ig, að eftir að við hófum skipu-
lagt samrekkelsi fórum við að
glamra og gaula fyrir háttinn
og fljótlega að reyna að berja
saman lög. Árni bróðir kallar
þetta tilbrigði við forleik...
Þetta gekk svona upp og ofan
því ég rétt get bjargað mér á
gömlu partígítargripunum og
þráttfyrir að Ingunn taki mér
langtum fram í vitneskju um
bransann — því hún söng inná
barnaplötu í den — er hún
mér ekki fremri í hljóðfæra-
deildinni. Við þykjumst þó
geta klambrað saman ágætum
lögum á góðum degi ef þannig
liggur á okkur og flutt síðan
með aðstoð góðra manna. Höf-
um reyndar verið heppin með
góða hjálparkokka og þeir hafa
fleytt okkur býsna langt.“
Ingunn: „Það var um haust-
ið 1992 sem við ákváðum síð-
an að senda tvö lög inní und-
ankeppni Eurovision. Við vor-
um þar að keppa við nokkra
tugi eða hundruð laga og gerð-
um okkur því ekki miklar vonir
um árangur. Við vorum bæði
skrifuð fyrir lögunum, en text-
ana sömdu Oddur Bjami Þor-
kelsson, skólafélagi Tómasar
og bóndasonur úr Aðaldaln-
um, og húsvíski sjúkrahús-
stjórinn Friðfinnur, sem er
elsti bróðir Tómasar."
Óvæntur árangur
í Eurovision
Tómas: „Eftir að hafa sent
lögin inn í keppnina hugsuðum
við eiginlega ekki meira um
málið. Ég fór að dunda mér við
að klára stúdentsprófið og Ing-
unn dreif sig í dönskunám við
Háskóla íslands. Einn miðviku-
daginn í nóvember var ég hins-
vegar að leggja mig — eftir að
hafa verið andvaka síðan um
morguninn. Síminn hringir og
maður er kynnir sig sem Sig-
mund Öm hjá Ríkissjónvarp-
inu segir mér að við skötuhjú-
in eigum tvö af tíu lögum í und-
ankeppninni. Fyrsta hugsunin
var: Sjör — vertu úti!“
Ingunn: „Tómas hélt vita-
skuld að einhver félaga sinna
væri að gera grín að sér og
svaraði því með svefndrukkn-
um þjósti: Allt í lagi vinurinn.
Hringdu bara í Ingunni og
segðu henni þetta. Ég er nefni-
lega að fá mér síðdegisblund-
inn. Bless. Sigmundi Erni
fannst þetta óskiljanlega
dræm viðbrögð við stórtíðind-
unum, en hringdi þó í mig og
staðfesti þetta með lögin. Ann-
að þeirra náði svo 3. sæti og
hitt 8. sæti.“
Hver hefur heyrt um
skúffupoppara?
Tómas: „Þessi tvö lög voru
þau einu sem við höfðum búið
til. En uppúr Eurovision fórum
við að semja af aðeins meiri al-
vöru og safna textum við lögin.
Einhverntíma þar í kjölfarið
datt það ofaní okkur, að eng-
inn tilgangur væri í að semja
lög og fá texta við þau ef við
ætluðum ekki að gefa út eða
flytja opinberlega. Hver hefur
heyrt um skúffupoppara? Ég
veit að þú ætlar næst að
spyrja hvort við
getum ekki samið
texta og svarið er
nei fyrir mitt leyti.
Ég er enn á þessu
kúk- og pissstigi og
finnst allt fyndið
sem Sverrir Storm-
sker sendir frá sér.“
Ingunn: „Ég
samdi nú reyndar
einn texta á plöt-
una og hann er
býsna Iangt frá
þessu þroskastigi
Tómasar. Fyrsta
nýja textann feng-
um við annars frá
Sverri Páli Er-
lendssyni mennta-
skólakennara, en
Oddur Bjarni á
einnig fimm texta á
plötunni. Við höf-
um þann háttinn á
að senda honum
reglulega lög sem
hann semur jafn-
harðan texta við:
þægilegt fyrirkomu-
lag fyrir okkur, en
Oddur Bjarni er
sjálfsagt að brotna
undan áreitinu.”
Gefðu mér hvítar nœtur,
hvítari en dúfubrjóst,
nœtur sem snúa aftur,
koma og hlýja mér.
Gefðu mér svartar nœtur,
svartari en fjörugrjðt,
nœtur sem snúa aftur,
koma og jarða mig.
Sjón á endist varla...
Það dimmir aldrei alveg
innst í hugarfylgsnunum
þar logar einhver sefjandi sinueldur.
Gangráðurinn gefur
göngutakt íhúminu
um bannsvæði og botnlausar himnakeldur.
Nú er lag að vekja varginum blóð,
vörðuð bíður kvöldsins ófarna slóð,
út um gluggann næturhrafninn fimlega fló,
ég finn að ég er EdgarAltan Poe.
Þorvaldur Þorsteinsson á endist varla...
Kínverskt
eðlubrennivín
fyrir Sjón
Tómas: „Og Sjón
á síðan heiðurinn af
tveimur textum.
Það kom þannig til
að við vorum að
horfa á Dagsljós
þarsem ýmsir spek-
ingar voru að benda á eftiriæt-
isvínin sín. Eftir að nokkrir
þeirra töldu upp heimsins
þekktustu rauðvín og létu
rigna uppí nefið á sér af
snobbi kom Sjón á skjáinn og
sagði uppáhaldsvínið sitt vera
kínverskt eðlubrennivín. Það
er frábrugðið íslensku brenni-
víni að því leyti að tvær eðlur
sofa svefninum langa á botnin-
um. Hann sagðist afturámóti
ekki hafa fengið þetta vín í tíu
ár. Það vildi svo skemmtilega
til að ég og Ingunn höfðum far-
ið til Spánar fyrr um sumarið
og heimsótt þar kínverskt veit-
ingahús. Þar áskotnaðist okk-
ur vínflaska af þessu tagi sem
ég flutti til landsins með ær-
inni fyrirhöfn og leynd af
Feitlagin kona í flýti málar
fjarrœnt brosið stafar kvikum eldi.
Þorpið þorsta slekkur, skálar
það er nautaat í dag.
Skuggi sér í auga tyllir,
svört er húðin og afsvita glansar.
Hávaðinn og hitinn tryllir,
það hleypur, öskrar, titrar, dansar um.
Oddur Bjarni Þorketsson á endist varla...
hræðslu við GATT-samninginn
og íslensk tollalög. Ég er eigin-
lega ennþá að bíða eftir að
Tollgæslan eða Rithöfunda-
sambandið banki uppá: Fyrir-
gefðu, ert þú Tómas Her-
mannsson? Glenntu þá út fæt-
urna, snúðu þér uppað veggn-
um, hallaðu þér fram og taktu
þessu einsog maður. Það verð-
ur þér dýrkeypt spaug að hafa
reynt að eitra fyrir eitt af okkar
fremstu þjóðskáldum."
Ingunn: „Já. Ehemm. Við
vorum sko eiginlega búin að
smakka vínið útá Spáni og fast-
setja að nota þessa flösku frek-
ar sem stofustáss en drykk
þarsem bragðið var ferlegt.
Síðan fékk Tómas þessa ágæt-
is hugmynd að vínið væri bet-
ur komið í maga
stórskáldsins úr-
því að honum lík-
aði svona prýðis-
vel við þennan
görótta drykk. Og
kannski — bara
kannski — væri
hægt að plata út-
úr Sjón einn eða
tvo texta í stað-
inn.“
Þorvaldur
kenndi að
K' irðin væri
nöttótt
Tómas: „Ingunn
hringdi allavega í
Sjón og útskýrði
málið. Hann tók
furðuvel í mála-
leitanina: kom í
heimsókn, hlust-
aði á nokkur lög,
fékk flöskuna
góðu og úr urðu
tveir textar. Vænt-
anlega var maður-
inn á annarri eðlu.
Hefur annars
nokkur séð hann
Sjón uppá síðkast-
ið? Ætli hann sé
ekki við sæmilega heilsu? Þor-
valdur Þorsteinsson, fjöllista-
maður og snillingur, á svo
fjóra texta á plötunni. Textarn-
ir komu þannig til að ég hitti
Þorvald á vikublaðinu Eintaki
þarsem ég vann á sínum tíma
og það rifjaðist upp fyrir mér,
að hann hafði kennt mér í
Barnaskólanum á Akureyri að
jörðin væri hnöttótt. Ég minnti
Þorvald á þetta og plataði
hann síðan til að semja texta.“
Ingunn: „Já, það var þetta
með Tómas og skólagöngu
hans. Talandi um plötuna þá
eigum við Kristjáni Edelstein,
tónlistarfrömuði á Akureyri,
mest að þakka í sambandi við
útkomu hennar. Hann útsetur
lögin á plötunni ásamt því að