Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 2
2 RMIVmJDAGUR 25. JANÚAR1996 maa Leikíélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir á laugar- dag leikritið Dýrabœ, sem flestir menntskælingar þekkja eftir skyldulesningu á menntaskólaár- unum undir enska heitinu Animal Farm eftir hinn breska George Or- well. Leikritið er sem kunnugt er allegóría eða launsögn, þar sem dýr eru í hlutverki þjóðfélagshópa á tímum rússnesku byltingarinnar. í uppfærslu MH, í leikstjórn Andr- ésar Sigurvinssonar, eru dýrin hins vegar koinin í mannsmynd. Þannig eru hestarnir orðnir að stáliðnaðarmönnum, svínin að karlmönnum í jakkafötum, hæn- urnar að þjónustustúlkum, kind- urnar að sveitafólkinu og hundar Napóleóns að löggum og her- mönnum. Þýðandi verksins er Melkorka Tekla Ólafsdóttir en kærasti hennar, Kristján Þórður Hrafnsson, sá um að |)ýða söng- texta og bundið mál. Alls taka 45 þátt í uppfærslunni auk fimm manna hljóinsveitar, þar af tölu- vert af fagfólki eíns og Lára Stef- ánsdóttir sem sér um dans, Stígur Stcinþórsson sem hannar búninga og leikmynd, Sigurður Karlsson sem lýsir og Gústav Sigurðsson tónlistcu-stjóri. Þetta er frumsýn- ing verksins á Íslandi og eftir því sem HP kemst næst hefur það að- eins verið flutt í breska Þjóðleik- húsinu... Fyrir skömmu greindi HP frá eig- endabreytingum á tískuversi- unínni Flaueli. Ákveðið var í mesta bróðerni að þau Sigrún Guðný Markúsdóttir og Gísli Gíslason keyptu reksturinn af Báru Hólm- geírsdóttur og Alfreð Krist inssyni og fengju þess í stað til liðs við sig þau Árna Þór Sævarsson og eig- endur verslunarinnar Stóra bróð- ur, sem flutti sig um set I kjallara Flauels. Brestur er nú kominn i kaupsamninginn við fyrri eigendur sem og samstarfið við Stóra bróð- ur, með þeim afleiðingum að Bára og Alfreð ásamt þriðja aðila hafa aftur tekið við rekstrinum og Síg- rún og Gísli eru á leiðinni út. Jafn- Iramt |)ví sem Stóri bróðir hefur, eftir skamma viðveru, aftur fært sig um set og er nú genginn til samstarfs við Extra- búðina... Stjórnendur Sjúkrahússins á Húsavik dóu ekki ráðalausir þegar kom að útvegun eftirsóknar- verðs starfskrafts íyrir þetta smá- vaxna sjúkrahús á landsbyggðinni. Fyrir skemmstu auglýstu þeir þannig eftir röntgentækni í blaði allra landsmanna og tóku eftirfar- andi sérstaklega fram — væntan- lega til að gera starfið meira að- laðandi: „Húsavík býður upp á fjölda möguleika í félagslífi og ekki þarf að fjölyrða um náttúrufegurð og veðursæld. Á sjúkrahúsinu er starfandi samkór sjúkrahússins, þannig að æskilegt er að viðkom- andi geti sungið sópran eða alt (söngkunnátta er þó ekki skil- yrði),“ Framkvæmdastjóri sjúkra- hússins er Akureyrlngurinn Frið- finnur Hermannsson og kunnugir segja hann eiga hugmyndina að auglýsingunni, enda mun maður- inn spéfugl hinn mesti (og að sjálf- sögðu ein aðaldriffjöður Leikfélags Húsavíkur)... Meðlimir Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum láta ekk- ert tækifæri framhjá sér fara til að lífga upp á hvunndaginn. Á dögun- um átti hrekkjalómurinn Ásmund- ur Friðriksson fertugsafmæli og að sjálfsögðu voru félagar hans í viðbragðsstöðu í tilefni dagsins. Þeir ákváðu að færa Ásmundi veg- lega en jafnframt gagnlegá áfmæl- isgjöf. Um var að ræða fullvaxna gyltu og áttu lómarnir fullt í fangi með að hemja svínið fyrir utan heimili afmælisbarnsins, sem mun hafa glaðst mjög yfir gjöfinni. Raunar hermdu fyrstu fréttir að félagarnir hefðu komið með svínið inn í stofu til Ásmundar og þar hefði það tryllst og brotið allt og bramlað. Sú saga var hins vegar mjög orðum aukln. Þess má geta að þegar Ásmundur varð þrítugur fékk hann grís að gjöf frá Hrekkja- lómum og nú eru menn farnir að velta fyrir sér hvað hann fær á fimmtugsafmælinu þegar þar að kemur... Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins létu Spaugstofumenn undan þrýstingi frá Stefáni Baldurssyni Þjóðleikhússtjóra um að sýna ekki atriði þar sem þeir gera grín að Þjóðleikhúsinu, Stefáni og Jóni Viðari Jónssyni leikhúsgagnrýnanda. Innan Sjónvarpsins hafa Spaugstofumenn verið gagnrýndir fýrir að láta stjórnast af persónulegum hagsmunum. Ritskoðaði Þj óðleikhússtj ór i Spaugstofuna? Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri: Fór hann þess á leit við Spaugstofuna að hún sýndi ekki grínatriði um sig? Pyrir skömmu sendi Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri erindi til Sigurðar Val- geirssonar, ritstjóra sjón- varpsþáttarins Dagsljóss. Þar kemur fram að Þjóðleikhúsið æskir ekki umfjöllunar leikhús- gagnrýnanda þáttarins, Jóns Viðars Jónssonar, um verk Þjóðleikhússins. Meðlimir Spaugstofurmar, sem flestir vinna hjá Þjóðleikhúsinu, sáu eins og þeirra er von og vísa húmorinn í þessu. Af þessu til- efni tóku þeir upp grínatriði nokkurt sem þeir hugðust sýna í þætti sínum í Sjónuarp- inu. Samkvæmt öruggum heim- ildum Helgarpóstsins gengur senan út á það að forláta toll- hliði var komið upp fyrir utan Þjóðleikhúsið, sem allir gestir voru látnir ganga gegnum ef þeir vildu komast inn. Ábúðar- miklir tollverðir stóðu síðan hvor sínum megin við hliðið og skimuðu eftir gagnrýnandan- um óvinsæla um leið og þeir spurðu alla í tollröðinni hvort þeir væru ekki ákaflega já- kvæðir í garð Þjóðleikhússins. Ef svarið Var jákvætt fengu menn inngönguleyfi, annars var þeim úthýst. Svo gerist það að gagnrýnandinn Jón Við- ar kemst gegnum hliðið, fram- hjá vökulum augum tollvarð- anna. Ekki vill betur til en svo, að vaktmenn inni í húsinu koma auga á kauða og upp- hefst þá eltingaleikur mikill um sali Þjóðleikhússins. Leikurinn endar svo á þann hátt að gagn- rýnandinn er gripinn og hon- um hent öfugum út úr húsinu. Samkvæmt heimildum Helg- arpóstsins mun Stefáni Bald- urssyni Þjóðleikhússtjóra ekki hafa þótt þetta ýkja sniðugt eða þjóna hagsmunum leik- hússins á erfiðum tímum og beindi hann því þeim tilmæl- um til Spaugstofumanna að þeir sýndu ekki umrætt atriði í Sjónvarpinu. Athygli hefur vakið að atrið- ið var svo ekki sýnt í þættinum sem það var tekið upp fyrir. í samtölum við Helgar- póstinn aftóku Spaugstofu- menn að Stefán hefði haft áhrif á ákvörðun þeirra um að sýna ekki atriðið, enda kæmi honum ekkert við hverju þeir gerðu grín að. Spaugstofumenn sögðu þó að sennilega hefði þeim sjálfum fundist brandar- inn fyndnari en Þjóðleikhús- stjóranum. Mál þetta mun, samkvæmt heimildamönnum blaðsins, einnig hafa valdið þó nokkrum deilum innan Sjónvarpsins —. jafnv.el innan raða Dagsljóssliðs- ins — þar sem Spaugstofumenn eru ásakaðir um að hafa látið undan þrýstingi Þjóðleik- hússtjóra vegna persónulegra hags- muna, en þeir vinna jú flestir undir Stef- áni í Þjóðleikhúsinu. Þess má geta að Snorri Freyr Hilmarsson, yfirleikmynda- teiknari Sjónvarpsins, er sagð- ur hafa gefið út þá yfirlýsingu að Spaugstofumenn fengju ekki neitt lánað af því sem leik- myndadeildin ætti eða hefði gert fyrr en þeir sýndu umrætt atriði. -ebe Spaugstofu- menn: Harð- neita því að Þjóðleikhús- stjóri hafi eitthvað um efni þáttar síns að segja, en sýndu þó ekki umrætt grínatriði. Plássleysi sögðuþeirað væri ástæðan. Ofuríhaldssöm úthlutun á kostnað ungra kvikmyndagerðarmanna? Samkvæmt heimildum Helg- arpóstsins boðaði Úthlut- unarnefnd Kvikmyndasjóðs ís- lands sex aðila í viðtal um síð- ustu helgi vegna hugsanlegra styrkveitinga til verkefna þeirra. Hefðin segir að að minnsta kosti þrír eða fjórir af þeim fái styrk og aðrir senni- lega vilyrði um styrk að ári. Nefndin mun hafa boðað í við- tal þau Hrafn Gunnlaugsson, Kristínu Jóhannesdóttur, Ág- úst Guðmundsson, Einar Heimisson, Óskar Jónasson og fulltrúa Lárusar Ýmis Ósk- arssonar. Þegar Helgarpóstur- inn bar þetta undir Markús Örn Antonsson vildi hann hvorki játa því né neita að þessi hópur hefði verið boð- aður í viðtal og vísaði til þess að um trúnaðarmál væri að ræða og að nefndin hefði ekki enn lokið störfum. Því væri ekki tímabært að ræða styrk- veitingar að svo stöddu. Út- hlutunarfundurinn sjálfur verður svo 1. eða 2. febrúar í Rúgbrauðsgerðinni, þar sem tilkynnt verður um styrkveit- ingarnar. I nýrri úthlutunarnefnd sem skipuð er af menntamálaráð- herra sitja þau Laufey Guð- jónsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Öm Antonsson. Ungir kvikmyndagerðar- menn eru æfir vegna þessarar úthlutunar og segja hana þá íhaldssömustu frá upphafi, þar sem fastakúnnar Kvik- myndasjóðs séu einir um hit- una þetta árið. Mikils tauga- titrings er farið að gæta í hópi ungra kvikmyndagerðar- manna, en í veikri von um að fá óvænta upphringingu frá Kvikmyndasjóði þorði þó eng- inn þeirra að lýsa reiði sinni undir nafni vegna ótta við að úthlutunarnefndin útilokaði þar með umsóknir þeirra, sem þeir hefðu eitt mánuðum í að semja. Ungir kvikmyndagerð- armenn eru þó að verða úrk- ula vonar og telja ofangreind- an lista nær endanlegan. Lík- legt verður að teljast að sú verði raunin, því í fyrra voru sex aðilar kallaðir til viðtals til úthlutunarnefndar og svo val- ið úr þeim hópi. Það sem gerir ungum og óreyndum kvikmyndagerðar- mönnum annars hvað erfiðast fyrir með að stunda list sína er að styrkur sjóðsins nemur að hámarki 30% af kostnaði myndanna og getur það reynst þrautin þyngri fyrir byrjendur í faginu að finna meðframleiðendur. Óánægju hefur einnig gætt meðal kvik- myndagerðarmanna með að þeir, sem voru hvað næst því að fá úthlutun í fyrra en fengu ekki, hafa heldur ekki verið boðaðir í viðtal. Ennfremur hefur borið á efasemdum um úthlutunárnefndarfyrirkomu- lagið, þar sem nefndin ber enga ábyrgð á úthlutuninni. Heimildamenn HP segja að í raun sé verið að halda uppi þrautreyndum kvikmyndaleik- stjórum á styrkjum frá ríkinu. Sú spurning hefur því vaknað hjá ungu kvikmyndagerðar- fólki hvort ekki væri heilla- vænlegra að sýna smáframtíð- arsýn og láta að minnsta kosti einn eða tvo, sem enn hafa ekki náð að gera mynd sökum fjárskorts, hafa smápening og breikka þannig hópinn. Þar sem unga fólkið virðist ekki eiga mikla möguleika á styrkj- um má velta upp þeirri spurn- ingu hvort hægt væri að færa hluta af fé Kvikmyndasjóðs yf- ir í einskonar tilraunasjóð, þar sem aðeins væri veitt fé til þe'irra sem ekki hafa fengið styrk áður. Til að mynda má finna slíkan fyrstu-myndar- sjóð í Köln. Sú tillaga hefur jafnvel komið fram að úthlut- unarnefndin færi yfir nafnlaus handrit sem kvikmyndagerð- armenn sendu inn og svo yrðu valin bestu handritin að mati nefndarinnar. -EBE Jakob Frimann Magnússon er kominn í hlutverk „óopinbers" menningarfulltrúa Islands í London og skipuleggur tónleika landa sinna. Diddú brilleraði þannig um helgina í St. Martin’s in the Field: ur og heldur til dæmis tón- leika með systrunum Signýju og Þóru Fríðu Sæmundsdætr- um í næsta mánuði á sama stað. Þar verður flutt sam- bland af verkum íslenskra og erlendra höfunda. -shh Menningarfulltrúanum halda engin bönd Það virðast engin bönd halda Jakobi Frímanni Magnússyni, fyrrverandi menningarfulltrúa íslands í London, þegar skipulagning menningaratburða á erlendri grundu er annars vegar. Eftir stutt hlé frá sviðsljósinu er hann nefnilega kominn í hlut- verk nokkurs konar „óopin- bers“ menningarfulltrúa okkar í borginni og er á eigin spýtur tekinn að skipuleggja menn- ingarsamkomur af miklu kappi. Samkváemt heimildum Helgarpóstsins var það fyrir þrábeiðni nokkurra landa sinna sem Jakob Frí- mann gaf eftir og tók á nýjan leik að rækta sín sambönd „í bransanum“. Síðastliðinn sunnudag stóð hann þannig fyrir tónleikum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í tónleikahöllinni St. Martin’s in the Field við Trafalgar-torg í London. Diddú laðaði að sér fjölda tónleikagesta — jafnt af íslensku sem bresku bergi brotna — og var gerður góður rómur að söng hennar við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Diddú held- ur aðra tónleika á staðnum á morgun, föstudaginn 26. janú- ar. Á miðjum tónleikum tók Diddú sig til og tileinkaði tveimur afmælisbörnum í salnum næstu tvö lög, en þar Sigrún Hjálmtýsdóttir — Diddú: Brilleraði í London á tónleikum sem Jakob Frímann stóð fyrir. voru þá komnir þeir Krístinn Daníelsson, ljósameistari Þjóðleikhússins, sem átti sjö- tugsafmæli þennan dag, og Jó- el Jóelsson, garðyrkjubóndi í Reykjahlíð og tengdafaðir Did- dúar, sem varð 75 ára. í för Jakob Frímann Magnússon: Menningarfulltrúinn óstöðvandi er aftur kominn á fulla ferð. með Jóel var að sjálfsögðu eig- inkonan, Salome Þorkelsdótt- ir, fyrrverandi forseti Alþingis. Samkvæmt heimildum Helg- arpóstsins hefur Jakob Frí- mann sem sagt látið til leiðast að skipuleggja fleiri uppákom-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.