Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 31
FlMIVmJDAGUR 25. JANUAR1996 31 ofurkonur Barbí-tvíburamir heimsfrægu Sia og Shane eru fyrstu „Beib vikunnar". í einkaviðtali við Esquire fyrir skemmstu voru þessir snilld- arlegu búlimíusjúklingar á bata- braut þaulspurðar útí örlagasögu sína í megrunarmálum: SHANE: Ef þú vilt ekki neyta ein- hvers sem lagt er á borð fyrir þig er besta ráðið að hella klór eða jafnvel ilmvatni yfir matinn og henda honum síðan í ruslið. Þannig getur maður ekki einu sinni borðað hann seinna. SIA: Ég sest aldrei öðruvísi til borðs en að hafa litla flösku með uppþvottalegi mér við hlið. Þegar ég er orðin nægilega södd helli ég slatta yfir og freistingin gufar upp. SHANE: Við gengum eitt sinn svo langt í megrunarskyni að leigja okkur sérstaka íbúð á þriðju hæð í Austin í Texas þarsem við ætluð- um að fasta í fjörutíu nætur og fjörutíu daga — líktog segir í Biblí- unni. SLA: Mig langaði til að sjá sýnir. SHANE: Við höfðum meðferðis kynstrin öll af vatni, ekkert annað, og fengum einhvern mannræfil til að læsa okkur inni. Eftir tíu daga gáfumst við upp. SLA: Á endanum bundum við saman nokkur lök, klifruðum útum glugga og stefndum rakleiðis til næsta stórmarkaðar. SHANE: Þegar við komum þang- að gengum við berserksgang og át- um allt sykurkyns á svæðinu beint úr ílátunum. SLA: Og fengum rosalegt áfall og upplifðum ofskynjanir. SHANE: Við höfum hrikalega slæm áhrif hvor á aðra; erum ein- sog tveir djúpt sokknir eiturlyfja- neytendur. SIA: Það var ekki fyrren seinna að við uppgötvuðum stólpípur og hægðalyf þarsem við vorum við fyrirsætustörf í París. Ég fékk hægðatregðu af öllu stressinu og læknir einn mælti með ákveðnu hægðalyfi. Ég missti svo mörg kíló við að taka það inn að ég fékk inn- blástur. SHANE: Við misnotuðum síðan hægðalyfin þartil Sia datt einn dag- inn froðufellandi í gólfið. SIA: Þá voru hægðalyfin samt löngu hætt að virka. SHANE: Þetta var hroðalegt, en okkur var skítsama því við megruð- umst svo hratt. SIA: Læknirinn sagði að ég myndi fá hjartaáfall næst þegar ég tæki lyfið og ég spurði: Má ég alls ekki gera það einu sinni enn? SHANE: Á öllum öðrum sviðum vorum við heilsufrík og reyktum hvorki né drukkum eða tókum inn lyf af nokkru tagi. SIA: Sykur var eina eiturlyfið og við leyfðum ekki einu sinni tann- lækninum að röntgenmynda tenn- urnar í okkur. SHANE: Eftir hægðalyfjatörnina horfði fólk á okkur og spurði í for- undran hvað væri eiginlega að, en við æptum bara himinlifandi: SIA & SHANE: Takk! ■■■BS rlmennskupróf Vöðvatröllið Magnús Ver etur kappi við landsliðsmarkvörðinn Bjarna Frostason... Karlmennska og almennur stráksskapur hafa átt undir högg aö sækja uppá síðkast- iö meö frjálsum ástum, mjúka manninum, kvenréttindabaráttu og bulli í þeim dúr. Eiríkur Bergmann Einarsson kemur hér karlmennskunni til varnar og leggur fyrir karlkyns lesendur þraut nokkra þar sem þeirgeta sannreynt manndóm sinn. í síðustu viku maröi íhaldsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson sigur á allaballanum Rosa Eiríkssyni. í þessari viku etja svo kappi sterkasti maöur heims, Magnús Ver Magnússon, og markvöröur handknattleiks- landsliðsins, Bjarni Frostason... Markvörðurinn lagði heljarmennið 1. Hefurðu einhvem tímann notið ásta á strönd? 2. Myndirðu ryðjast inn í brennandi hús til að bjarga miðunum þínum á bikarúrslitaleikinn? 3. Hefurðu verið í lífshættu sem farþegi hjá hættu- legum ökumanni? 4. Færðu „kikk“ út úr því að skjóta fugla? 5. Hefurðu haft stærri mann undir í átökum? 6. Áttu það til að missa minnið tímabundið vegna stífrar áfengisneyslu? 7. Hveijum eftirtalinna vildirðu helst eyða nótt með: Hrafni Gunnlaugssyni, Guðna Ágústssyni eða Hjalta Úrsus Ámasyni? 8. Hefur hetjuskapur þinn einhvem tímann komið í veg fyrir slys? 9. Gerirðu við bílinn þinn sjálfur? 10. Ertu fastagestur á einhveiju öldurhúsi? 11. Finnst þér gott að fá þér viskí og vindil eftir góða máltíð? 12. Hefurðu einhvem tímann átt í ástarsambandi við tvær konur í einu? MVM: Já, en ég segi þér ekki nánar frá því. (1) BF: Nei, ég á það alveg eftir. (0) MVM: Nei, ég myndi bara kaupa nýja miða. Annars skipta bikarúrslitaleikir mig ekki það miklu máli. Ef um konuna og börnin væri að ræða myndi ég hins vegar ryðjast inn í brennandi hús. (0) BF: Það færi alveg eftir því hvaða lið væru að spila og alls ekki fyrir leik milli KA og Víkings. (1/2) MVM: Já, ég hef lent í því að vera farþegi í bíl með kol- brjáluðum ökumönnum erlendis. (1) BF: Já, einn af góðum vinum mínum hefur margsinnis sett líf mitt í stórhættu. Ég hef reynt að borga í sömu mynt. (1) MVM: Nei, ég byrjaði þó að fikta við þetta, en fann mig ekki í þessu skytteríi og sneri mér að annarri dellu. (0) BF: Já, þótt ég veiði ekki mikið núorðið fæ ég samt allt- af jafnmikið kikk út úr því. (1) MVM: Já, þegar ég var dyravörður á Hótel Borg var eitt heljarmennið að gera sig breiðan, en hann var nú ekki svo ýkja breiður þegar ég var búinn að snúa hann í gólfið. (1) BF: Já, það hef ég gert margoft. Til dæmis þegar ég lamdi Slána stóra í gaggó, en hann var tröll mikið og ferlegur að vöxtum. (1) MVM: Nei, enda umgengst ég áfengi með óttabland- inni virðingu. (0) BF: Það gerist annað veifið og slíkt minnisleysi er reyndar gjarnan mjög þægilegt. (1) MVM: Af þessum þremur myndi ég hiklaust velja Hrafn. Þó myndi ég ekki treysta mér í aðrar athafnir — akkúrat þá nóttina — en að sitja á spjaili yfir koníaki og kaffi. Það gæti verið mjög áhugavert. (1/2) BF: Tvímælalaust Hrafni og það væri ekki fráleit hug- mynd að grípa tækifærið og reyna að troða smávegis vitglóru í koilinn á honum. (1) MVM: Já, eitt sinn stökk ég í veg fyrir bíl til að bjarga barni frá því að lenda undir druslunni. (1) BF: Já, til dæmis þegar ég varði víti á lokasekúndunni gegn Val. Það hefði verið algert slys að tapa fyrir þeim. (1/2) MVM: Ja, ég gerði það hér áður fyrr en þetta er orðið svo flókið núna að ég treysti mér ekki til þess lengur. (1/2) BF: Nei, ég er ekki mjög leikinn í því. (0) MVM: Nei, en ég á það til að líta inn hjá kunningjum mínum sem vinna á Gauki á Stöng og Glaumbar. (0) BF: Nei, slík hamingja hvarf því sem næst algerlega við giftinguna — og með aukinni handknattleiks- ábyrgð. (0) MVM: Nei, ég drekk hvorki viskí né reyki vindla. (0) BF: Já, vitaskuld. Vindill og koníak er þó enn betra. (1) MVM: Já, en það varð nú svo flókið að ég missti þær báðar. (1) BF: Nei, ég hef aldrei þorað að hætta geðheilsu minni á þann hátt. (0) 1 ÚRSLIT: Bjarni rétt marði sigur á Magnúsi Ver, 7-6. Sérstaka athygli vekur að báðir vildu þeir helst eyða nótt með Hrafni 1 Gunnlaugssyni. Minna á óvart kom sú staðreynd, að þeir hafa báðir lagt sér stærri menn að velli í átökum. Kraftatröllið | virðist síðan vera öllu mýkri maður en handknattleikshetjan, enda hlaut sá fyrrnefndi lægra skor í karlmennskuprófinu. Til varncir minnihlutahópum: Betlarar Það er ein af mörgum sönnunum fyrir því hversu vanþróað íslenska lýðveldið er, að mönnum skuli vera bannað að betla á götum úti. Það er eins og ráða- menn geri sér ekki grein fyrir hversu hvetjandi áhrif betlarar hafa á samfélagið. Það er ekkert eins upplífg- andi og að sjá hálfklæðlausan og svangan betlara grát- biðja um fé þegar maður gengur um í rústum lífs síns, nýbúinn að tapa síðustu leifunum af mannorðinu. Þá sér maður í augum betlarans að það eru ennþá til enn meiri aumingjar en maður sjálfur. Maður getur huggað sig við að það er sama hversu langt niður maður hrap- ar í þjóðfélagsstiganum; alltaf er einhver hópur fyrir neðan mann til að níðast á. Alls staðar í hinum vest- ræna heimi eru betlarar jafnnauðsynlegir í stórborgum og félagsmálastofnun, lögregla og götuljós. Þeir hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Betlarar hugga ekki aðeins aumingja og minnipoka- menn heldur eru þeir einnig mikilvægir fyrir þá sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Eins og allir, sem það hefur tekist, vita þurfa menn oft að beita óheiðarlegum vinnubrögðum til að bjarga eignum sínum frá því að lenda í annarra manna höndum. Sumir fá slæma sam- visku af því að svíkja, svindla og ljúga fé út úr öðrum og þar koma betlarar til hjálpar. Þegar menn hafa komið góðu kapítali undir sig hafa þeir efni á að huga að lúx- usvörum eins og samvisku. Það er skylda ríkisins að gera ríkum mönnum kleift að kaupa sér góða samvisku með því að gefa betlara þúsundkall af og til. Framboði á syndaaflausnum er engan veginn fullnægt með reglu- bundnum söfnunum fyrir hús yfir fatlaða eða krabba- meinsfélagið. Auk þess eru slíkar syndaaflausnir of dýr- panar Q'Umrarsson ar. Það er meiri spurn eftir ódýrum syndaaflausnum sem hægt er að kaupa hvenær sem er. Rockefeller reiknaði það til dæmis út, þegar hann stóð á hápunkti óvinsælda sinna, að ódýrasta leiðin til vinsælda væri að grýta betlara með smápeningum. Með þessum litla kostnaðarauka skóp hann friðþægj- andi goðsögn af sjálfum sér sem vini litla mannsins. Þessi mýta var honum nauðsynleg til að geta stundað áhugamál sitt, sem var fjöldauppsagnir og lækkun launakostnaðar. íslenska ríkið, sem hefur aldrei skilið lögmál markað- arins, heldur að það eigi að hreinsa götur landsins af betlurum en fylla fjörur landsins af álverum til að bjarga efnahagslífinu. í raun myndi öfug aðgerð hjálpa efnahagslífinu. Ómengaðar fjörur draga að ferðamenn og betlarar draga fé af ferðamönnum, því þeir eru van- ir því frá heimalandi sínu að gefa betlurum fé. Víða er þetta virt starfsgrein og margar fjölskyldur taka gjafir til betlara með í áætluðum útgjöldum. Menn mega heldur ekki gleyma margfeldisáhrifun- um. Þegar heil starfsstétt fær leyfi til að stunda vinnu sína hefur það margtæk áhrif á þjóðfélagið. Atvinnu- leysi minnkar og aðrar starfsstéttir njóta góðs af meira „Frá því segir nóbelskáldið Nagíb Mahfúz að í Kaíró hafi margir atvinnulausir smiðir unnið sér inn góðan pening við að saga af samborgurum sínum löpp eða handlegg til að gera útlenda ferðam enn gjafmildari í garð viðkomandi. Mönnum finnst þeir gera meira góðverk ef þeir hjálpa slösuðum manni en fullkomlega heilbrigðum.“ peningaflæði. Víða þar sem betlarar eru virt stétt og betl stundað af metnaði og festu hafa aðrar starfsstéttir risið upp. Frá því segir nóbel- skáldið Nagíb Mahfúz að í Kaíró hafi margir atvinnulausir smiðir unnið sér inn góðan pening við að saga af samborgurum sínum löpp eða handlegg til að gera útlenda ferða- ew— menn gjafmildari í garð viðkomandi. Mönnum finnst þeir gera meira góðverk ef þeir hjálpa slösuðum manni en fullkomlega heilbrigðum. Og menn eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir meiri góðverk. Eina röksemdin sem hægt er að nota gegn betli blífur ekki hérlendis. Það eru þau rök að betl auki barna- jirælkun, þar sem það hefur margsannast að hagnaðar- vænna er að senda börn til að betla fé en fullorðið fólk. Hérlendis er barnaþrælkun hvort eð er landlæg og við- urkennd, þannig að betl myndi engu breyta þar um. Af framansögðu má ljóst vera að öll vötn renna til Dýrafjarðar; leyfum betl. Krefjumst betls. Höfundur hefur tekið það upp hjá sjálfum sér að vigbúast til vamar nokkmm minnihlutahópum sem honum þykir standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Fylgist spennt með umfjöllun hans um nirfla.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.