Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 27
FlMIVmJDAGUR 25. JANUAR1996 27 „Við trúlofuðum okkur úti á Irlandi uppi í hæðinni þar sem James Joyce naut í fyrsta skipti ásta með sinni Nóru, þeirri sem gerði hann að manni. Ég hugsa að það hjálpi upp á sakirnar, en ég ráðlegg þó engum að fara að yngja upp hjá sér. Menn eiga hins vegar að hafa hugfastar ljóðlínur skáldsins Pineros: „Þeir sem elska af alhug deyja ungir, þeir kunna að verða ellidauðir en deyja samt ungir.““ Sigurður A. Magnússon: „Ég trúi á frjálsan vilja og ábyrgð mannsins á eigin lífi. Maður spyr sig þó stundum eins og um ástina: Vel ég hana eða velur hún mig?“ kynslóðinni hafi staðið sig eftir að þeir hœttu að þeysa um ritvöllinn undir hand- leiðslu þinni? „Sumir hafa haldið þessar hugsjónir, en miklu fleiri hafa samið sig að borgaralegum lífsháttum og orðið íhaldssam- ir. Allar fjöldahreyfingar hafa líka sína lwerúlanta sem spilla fyrir. Það er ekkert grín að fást við áratugagamlar valda- maskínur og fyrir þennan tíma var þetta gamalmennaþjóðfé- lag; meðalaldur alþingismanna var til dæmis yfir sextíu árin.“ Gamalmenna- þjóðfélag bænda Nú urðu miklar breytingar á þjóðfélagsgerðinni sjálfri hérna heima eftir þennan tíma, sem opnuðu ungu fólki dyr og fœrðu því tilbúin völd. Hefðu ekki átt að verða meiri og róttœkari breytingar til hins betra ef þetta allt hefði raunverulega komið frá hjartanu? „Kannski eru þetta bara fal- legar minningar og nostalgía hér heima, en þetta hafði vissu- lega áhrif á alþjóðavettvangi og allt austur fyrir járntjald. Is- lendingar eru í eðli sínu aftur- haldssamir bændur og eyjar- skeggjar, en nýir fjölmiðlar komu hér til sögunnar sem voru í járngreipum framan af. Ég var sjálfur til dæmis á bann- lista hjá Sjónvarpinu til margra ára. Þetta var lokaðra þjóðfélag en ungt fólk getur ímyndað sér, en umræðan varð frjálslegri með tímanum, hverju sem það er að þakka." Hefurðu aldrei látið freist- ast af neinum stjórnmála- flokki eftir að hafa verið grunaður um að halda við þá alla? „Nei, það var svo þröngt um mig í KFUM, að eftir að ég sagði skilið við þá hef ég ekki getað hugsað mér að binda trúss mitt við neinn flokk. Upp- eldi mitt — en ég er alinn upp af móður sem var sannfærður kommúnisti og föður sem var mjög hægrisinnnaður og kaus þjóðernissinna tvisvar — gerði það að verkum að pólitík varð hálfskrítið fyrirbæri í hugskoti mínu.“ Vel ég ástina? Hvað áttu nú sameiginlegt með Þeódórakis, svo við víkj- um aftur talinu að honum? „Já, hann er baráttumaður af ástríðu, haldinn trú á réttlætið og hefur tilfinningu fyrir hlut- skipti lítilmagnans. Hann er líka pólitískur flautaþyrill. Núna er hann til dæmis gagnrýndur fyr- ir að hafa færst til hægri, en ég vil trúa að það sé af hreinni uppgjöf vegna spillingarmála grískra sósíalista, — hann er sjálfsagt langþreyttur á Pap- andreou og hans spillta hyski. Uppgjör hans við vinstriöflin má reyndar rekja til áranna þar sem hann sat í fangelsi fyrir baráttu sína gegn herforingjun- um, en þar lýsir hann í dagbók- arskrifum andúð sinni á tengsl- um andspyrnumanna við Sov- étríkin og því fyrirkomulagi að taka við fyrirmælum varðandi framkvæmd andspyrnunnar þaðan en spyrja ekki þá sem stóðu í eldlínunni þar sem allt flaut í blóði. Sigurður Pálsson sagði um Mitterrand á dögun- um að hann hefði haft innri kjarna sem hann sveik aldrei og það má herma þau orð upp á Þeódórakis. Þeódórakis er líka til dæmis mjög trúaður og skrif- aði sjálfsævisögu sem heitir Vegir erkiengilsins, en hann heldur því fram að hann sé undir verndarvæng Mikaels erkiengils. Ég held á hinn bóg- inn að ég sé undir verndarvæng móður minnar. Þegar ég horfi á mitt Iíf núna þá sé ég ekki að þar sé neitt sem heitir tilviljan- ir. Það lýtur allt í lífinu sínum lögmálum.“ Bœði efnið og andinn? „Já, en við stöndum bara svo nærri að við skiljum ekki mynstrið. Þegar ég var rekinn frá störfum á sínum tíma fannst mér það harkalegt í fyrstu, en vegna þessarar bjargföstu trúar og þess sem ég vil kalla vernd reyndist það vera það besta sem fyrir mig gat komið.“ Erþetta ekki forlagatrú? „Ekki beinlínis. Ég trúi á frjálsan vilja og ábyrgð manns- ins á eigin lífi. Maður spyr sig þó stundum eins og um ástina: Vel ég hana eða velur hún mig?“ Hún er kannski köllun eins og trúin; kemur til þín ef þú ert tilbúinn að nálgast hana eins og barn? „Já, þú verður að trúa á hana og það verður að koma frá hjartanu.“ Lífsgleði í hámarki Hvað hefurðu fengist við undanfarið? „Ég hef verið að þýða og rita greinar og fyrirlestra hér heima og erlendis, svo er ég að lesa bækur sem voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, en ég sit í nefndinni fyrir hönd íslands. Núna er ég til dæmis að lesa verk sem heitir Þúsund og eitt Ijóð og er danskur ljóðabálkur. Svo er ég að skrifa kvikmyndahandrit fyrir írska menntamálaráðuneytið og að- stoða kínverskt ljóðskáld við að velja íslensk ljóð í safnrit sem á að koma út í Kína.“ Er bók í bígerð? „Ég ætla að setjast niður á þessu ári til að skrifa frá eigin brjósti, en það mun samt eiga sér stoðir í lífi mínu. Ég ætla ógjarnan að fara að líkja mér við meistarann sjálfan Þór- berg Þórðarson, en hann hafði þennan sama hátt á og sótti allt í lifandi fyrirmyndir.“ Það er af nógu að taka í þínu lífi. „Já, það er víst óhætt að segja það.“ Þú ert bráðum sextíu og átta ára gamall, átt tvö hjónabönd að baki og fimm börn með fjór- um konum en heldur ótrauður áfram eins og unglingur, það er söguefni. „Það kemur út bók í haust sem heitir Efri árin og þar skrifa ég grein um mín bestu ár, sem voru eftir að ég varð fimmtugur. Indverjar skipta mannsævinni í fernt. Það er bernskan, sem er öðru fremur ævintýraheimur, síðan koma skólaárin, þar sem menn taka út sinn þroska. Því næst koma manndómsárin, þar sem fólk stofnar gjarnan fjölskyldu og kemur sér upp börnum, þaki yfir höfuðið og bíl. Þau enda þegar maður er fimmtugur, þá er maður frjáls og fer að horfa inn í sjálfan sig.“ Og hvað blasir þar við aug- um? „Fyrir mér var það líf mitt, sem ég lýsi í uppvaxtarsögum mínum, en ég var einmitt 51 árs þegar ég hóf að skrifa þær. Áður en það gerðist gaf ég allt sem ég átti; allar þessar gervi- þarfir, bíl og sjónvarp, sem voru bara til trafala. Þegar til- gangslausir hlutir voru orðnir í lágmarki náði Iífsgleðin há- marki. Þá fannst mér ég verða frjáls. Svo lifði ég eins og mein- lætamaður næstu tíu árin. Borgaði lága húsaleigu og neit- aði mér um allt. Þannig nurlaði ég saman fyrir lítilli íbúð þar sem ég bý núna ásamt bókun- um mínum, en þeim hélt ég eft- ir.“ Ég mun deyja ungur En nú áttu kœrustu, Sigríði Friðjónsdóttur tónmennta- kennara, sem er helmingi yngri en þú. Það hlýtur að viðhalda œskuþróttinum? „Já, við kynntumst fyrir tveimur og hálfu ári en trúlof- uðum okkur úti á írlandi uppi í hæðinni þar sem James Joyce naut í fyrsta skipti ásta með sinni Nóru, þeirri sem gerði hann að manni. Ég hugsa að ástin hjálpi upp á sakirnar en ég ráðlegg þó engum að fara að yngja upp hjá sér. Menn eiga hins vegar að hafa hugfastar ljóðlínur skáldsins Pineros: „Þeir sem elska af alhug deyja ungir, þeir kunna að verða elli- dauðir en deyja samt ungir.“„ Svartsýnisfólk gœti skilið Ijóðlínurnar þannig að það borgaði sig ekki að kasta sér á ástarbálið, því það gangi alveg af fólki dauðu ogsíðan sé það afturgengið fram á efriárin? „Ég ætla að vona að enginn skilji það þannig. Sjálfur ætla ég mér að deyja ungur en ekki afturgenginn nema þá í barn- dóm. Það er reyndar allt annað að ganga í barndóm en fólk al- mennt álítur. Fyrir mér er það að endurheimta áhyggjuleysi og ævintýraþrá barnsins og sameina það þroska efri ár- anna.“ Ódysseifur yar þrotlaus erfiðisvinna Þegarþú horfiryfir ritstörf þín, bœði sem blaðamaður og rithöfundur, hvaða verk ertu ánœgðastur með? „Ég er einna stoltastur af þýð- ingunni á Ódysseifi, enda er það eitt það erfiðasta sem ég hef komist í, það var þriggja ára þrotlaus erfiðisvinna. Þegar því lauk var ég eins og hengdur upp á þráð og komst ekki aftur niður á jörðina. Þá tók ég til við Walt Whitman og þýddi ljóða- bókina Söngurínn um sjálfan mig, en það eru 52 söngvar og ég hafði þá þegar þýtt fjórtán þeirra á árum áður. Ég beit í mig að Ijúka þessu verki og lauk því á sex vikum, en eftir það lagðist ég í rúmið og fór ekki fram úr í viku. Þetta eru þau verk sem ég er stoltastur af í dag.“ Hvernig fœrðu útrás fyrir trúarþörf þína? „Ég er eiginlega svo að segja óvirkur trúmaður. Ég trúi en ræki ekki trúna í neinu opin- beru samhengi. Mér finnst þó leiðinlegt að trúarlífi fólks skuli hafa hrakað. í mínum huga er trúin nátengd siðgæð- inu og ég er viss um að trúar- legt uppeldi hefur mjög mikið að segja.“ Ábyrgðin og listin En svo við Ijúkum þessu spjalli eins ogþað byrjaði og snúum okkur aftur að Þeó- dórakis, þá má segja að þrátt fyrir að hann hafi fyrst og fremst verið listamaður þá tók hann ríkan þátt í pól- itísku starfi og baráttu. Hafa listamenn þessa ábyrgð gagnvart umhverfinu að þínu mati, eða eiga þeir einungis að beita sér í eigin listsköpun? „Góðir listamenn hafa til að bera næmi og tjáningarmátt, en það er auðvitað persónu- legt mál hvers og eins hvernig hann rækir sína ábyrgð. Ég hrífst af þeim sem láta til sín taka og margir listamenn hafa skrifað sín bestu listverk undir sterkum áhrifum mikilla hug- sjóna og nærtækasta dæmið er Halldór Laxness. En þetta er erfið spurning. Það eru til góð- ir listamenn sem hafa verið fasistar án þess að það rýrði gildi verka þeirra, eins og til dæmis Ezra Pound og Knut Hamsun." En listamenn sem hafa orðið handgengnir valdinu, hvort sem það hneigðist í átt til fasisma eða kommún- isma, þeir hafa dáið? „Já, það átti til dæmis við um listamenn sem störfuðu áfram í Þýskalandi nasismans og þá listamenn sem ekki flúðu Sov- étríkin heldur fóru að skrifa undir merkjum sósíalrealism- ans. Það er sjálfsagt það versta af öllu að verða handgenginn valdinu, — sama hvert það er. En ég hrífst af þeim mönnum sem láta til sín taka líkt og Þe- ódórakis, það eru mínir menn,“ sagði Sigurður að lok- um og hraðaði sér því næst heim til sín að lesa „Þúsund og eitt ljóð“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.