Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 6
6 aH FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR1996 Aö undanförnu hefur fólk tjáö sig opinskátt í fjölmiölum um reynslu sína af eiturlyfjum, um eyöileggingarmátt efnanna og sóknina sem þessi vágestur er T hér á landi. Hvaö er til ráöa? Er lausnin að þyngja refsingar viö fíkniefnaafbrotum og fylla fangelsin af fólki eins og gert er í Bandaríkjunum? Ættu yfirvöld kannski að draga úr refsingum og jafnvel leyfa neyslu kannabisefna eins og gert er í Hollandi? Eru orsakir vandans framar ööru félagslegar og efnahagslegar? Eru embættismenn ekki starfi sínu vaxnir í baráttunni við eiturlyfin? Hver er reynsla fíkniefnaneytenda og fanga? Gísli Þorsteinsson bar saman sjónarmiö einstaklinga úr ólíkum þjóöfélagshópum til refsinga í fíkniefnamálum, útbreiöslu og orsaka eiturlyfjaneyslu. „16-17 ara unglingar breyttust I forherta og miskunnarlausa glæpamenn á Litla-Hrauni" á umræðunni sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum. „Það er staðreynd að refsingar leysa ekki allan vandann. Þegar ég sat inni varð ég oft vitni að því hvernig 16-17 ára unglingar breyttust í forherta og miskunnarlausa glæpamenn með því að komast í kynni við náunga sem voru slæmir í eðli sínu. Ég tel mig reyndar hafa komið í veg fyrir eitt siíkt tilvik þegar ég tók að mér strák sem var hálfvilltur þegar hann var settur inn. Til allrar hamingju áttaði hann sig fljótlega og breytti um lífsviðhorf. Það er leiðinlegt þegar strákar eru sendir á Litla- Hraun, því flestir eiga ekki heima þar. Þeir eiga að vera á Kvíabryggju, en stundum brjóta þeir af sér með því að reykja hass og þá eru þeir oftast sendir í hegningarskyni á Litla- Hraun. Það er alröng aðferð.“ Sýnist þér dómar í fíkniefnabrot- um vera þungir miðað við dóma í öðrum afbrotamálum? „Mér finnst mikið ósamræmi í refs- ingum hjá þeim sem eru dæmdir fyrir fíkniefnabrot og hinna sem eru dæmd- ir fyrir önnur afbrot. Fíkniefnabrot eru kannski skipulögð í langan tíma á með- an önnur afbrot eru hvorki skipulögð eða eru án ásetnings og kvikna af ýms- um ástæðum. Af því leyti finnst mér dómar í fíkniefnaafbrotum of vægir og reyndar hef ég ekki séð þunga dóma Iengi í slíkum málum.“ Er almenningur meðvitaður um lengd og vœgi refsinga? „Nei, oft og tíðum er krafan um þyngri refsingar ekkert annað en sleggjudómar. Almenningur fylgist með því sem kemur fram í fjölmiðlum, sem stundum gera ekki grein fyrir mál- Fyrrverandi fangi á Litla- Hrauni: Þegar ég sat inni varð ég oft vitni að því hvernig 16-17 ára unglingar breyttust í forherta og mis- kunnarlausa glæpamenn með því að komast í kynni við náunga sem voru slæmir í eðli sínu. • ____________ ■ _________ - segir fyrrverandi fangi sem sat þar í nokkur ár Það er af sem áður var. Okkar hrjóstruga land er ekki lengur einangrað lengst úti í ballarhafi fyrir straumum og stefnum erlendra jjjóða. Með bættum samgöngum virð- umst við tengjast erlendum áhrifum æ sterkari böndum. Slíkar breytingar hafa ætíð sína kosti og galla. Ljóst er að einn af þeim annmörkum sem fylgja nýrri heimsmynd er fíkniefnavandinn. íslensk yfirvöld hafa í gegnum árin ekki þurft að heyja stríð gegn út- breiðslu fíkniefna eins ogyfirvöld í fjöl- mörgum löndum í kringum okkur. Nú kann að verða breyting þar á. Neyslan virðist ná meira til yngra fólks en áður og nýtt eiturlyf, Alsæla, hefur hafið innreið sína hér á landi. Afleiðingar neyslunnar eru skelfilegar, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undan- farna daga. í tengslum við aukna út- breiðslu eiturlyfja hefur nýr hópur sölumanna skotið upp kollinum; sölu- menn sem eiga ekkert skylt við „góð- kunningja lögreglunnar" sem ætíð voru á vísum stað. Þessir nýju sölu- menn dauðans virðast koma úr öllum stigum þjóðfélagins og eru stundum þeir aðilar sem fólk grunar síst af öll- um. Þeir beita nýrri tækni við innflutn- ing eiturlyfja og hafa þróað sölunet sem lögreglan stendur stundum ráð- þrota frammi fyrir. Almenningur virð- ist gera sér ljósari grein fyrir hættunni sem stafar af eiturlyfjum. í viðhorfs- könnun sem var gerð í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ kom þannig fram að 30% almennings telja að fíkni- efnaneysla sé alvarlegasta afbrota- vandamál í landinu. í framhaldi af umræðu um þá stóru vá sem fíkniefnavandinn er að verða hér á landi hafa margir leitt hugann að því hvort ekki sé skynsamlegt að þyngja refsingar í slíkum málum. Al- menningur og fjölmiðlar virðast oft vera á einni skoðun: Þyngri refsingar fyrir eiturlyfjasala. Það virðist síðan reyndar eiga við í flestum málaflokk- um þar sem krafist er harðari viður- laga gegn glæpum. I grófum dráttum má skipta við- brögðum yfirvalda gegn fíkniefnaaf- brotum í tvennt: í fyrsta lagi að beita refsilögum til að stemma stigu við út- breiðslu og neyslu þessara efna með aðstoð lögreglusveita og annarra refsi- viðurlaga. í öðru lagi er lögð áhersla á fræðslu um áhrif fíkniefna og meðferð fíkniefnaneytenda. Hér á landi hefur fyrri leiðin verið valin. Þegar dæmt er í málum sem tengjast eiturlyfjum er refsingin ákveðin eftir magni, tegund, verknaðaráformi og hagnaðarsjónar- miði. Dómstólar geta dæmt einstak- linga í allt að tíu ára fangelsi fyrir fíkni- efnamisferli, en slíkir dómar hafa þó enn ekki fallið. Þyngstu dómar eru fjögurra ára fangelsi. Samkvæmt heim- ildum blaðsins eru dómar að meðaltali nú um 12-24 mánuðir fyrir fíkniefnaaf- brot. Það er því áhugavert að bera saman viðhorf einstaklinga úr ólíkum áttum í þjóðfélaginu til refsinga í fíkniefnamál- Kerfið er eins og nátttröll aftan úr grárri forneskju miðalda Hvernig er refsingum beitt í löndum í kringum okkur þar sem baráttan við fíkniefnin á sér lengri hefð en á íslandi? í Bandaríkjunum hafa yfirvöld í háa herrans tíð reynt að berjast gegn fíkni- efnavandanum með ströngum refsing- um. Doktor Helgi Gunnlaugsson, lekt- or í félagsfræði, hefur rannsakað og kynnt sér þær leiðir sem Bandaríkja- menn og Hollendingar hafa farið og lætur í ljós efasemdir um ágæti slíkra leiða. „Fíkniefnavandinn er talinn eitt al- varlegasta vandamálið sem herjar á nútímasamfélag. í Bandaríkjunum hef- ur baráttan við eiturlyfin leitt til öflugs fangelsisiðnaðar. Síðan 1980 hefur fjöldi fanga meira en tvöfaldast þar í landi og tæp 60% þeirra eru inni vegna fíkniefnamála í alríkisfangelsunum, og um 30% í fylkisfangelsum. Til saman- burðar sitja 5-11% fanga inni í íslensk- um fangelsum vegna fíkniefnabrota. Bandaríkjamenn fylla fangelsin af fólki sem dæmt hefur verið í fíkniefnamál- um, en þurfa um leið að sleppa út nauðgurum, morðingjum og öðrum sakamönnum til að skapa pláss.“ En hverju hefur þessi herferð bandarískra yfirvalda gegn fíkni- efnum skilað? „Ekki nægilega miklu, því herferðin kostar bandaríska skattgreiðendur milljarða dollara á hverju ári og á sama tíma hafa 45-60% gagnfræða-, mennta- og háskólanema neytt eitur- lyfja. Svo virðist sem ekki sé erfitt að náígast þessi ólöglegu efni, enda er út- breiðslan umtalsverð og algengari en meðal flestra annarra iðnvæddra þjóða — og það þrátt fyrir þung viður- lög og mikinn viðbúnað yfirvalda. Ekki má þó gleyma því að neysla fíkniefna hefur að einhverju leyti dregist saman á undanförnum árum, en er þó enn umtalsverð." Helgi segir að rót fíkniefnavandans megi að miklu leyti rekja til félagslegs bakgrunns þeirra sem misnota fíkni- efni í Bandaríkjunum. „Hér er um að ræða ýmsa minni- hlutahópa sem eiga við margháttaða félags- og efnahagslega erfiðleika að stríða. Á íslandi er samfélagið mun einsleitara og hefur einkennst af meiri jöfnuði en gengur og gerist meðal flestra annarra vestrænna þjóða. Sem dæmi um þessa sýn á vandann má vísa í tölur frá fíkniefnalögreglunni. Þar kemur fram að um 40% þeirra sem höfð voru afskipti af árið 1990 voru at- vinnulausir, á meðan atvinnuleysi var 1-2% á ári. Tæp 40% til viðbótar til- heyrðu ófaglærðri verkalýðsstétt. Vandi vegna fíkniefna og annarra af- brota verður því ekki eins djúpstæður hér og þekkist víða erlendis, auk þess sem fámennið gefur meiri möguleika á óformlegu taumhaldi og eftirliti með einstaklingum en víða annars staðar. Orsakir fíkniefnavandans eru því fé- lagslegar, en felast ekki nema að litlu leyti í viðbrögðum yfirvalda eða þyngd viðurlaga, og lausnir á vandanum ættu að taka eitthvert mið af því. En vissu- lega geta þessar forsendur allar breyst og vandinn þar með um Ieið.“ „Við getum síðan skoðað land sem um og hvaða leiðir séu færar í barátt- unni við þau. Doktor Helgi Gunnlaugsson, lektor í félagsfræði við Háskóla íslands: hefur tekið mun vægar á neyslu og sölu fíkniefna. í Hollandi hefur neysla og sala á kannabis verið gefin frjáls með ákveðnum skilyrðum. Reyndar er ræktun kannabis talin næstalgengasta landbúnaðarframleiðsla HoIIands í stað túlípana, einungis tómatar eru al- gengari. Nú hafa sumar rannsóknir bent til þess að slíkt hafi ekki aukið neyslu á þessum efnum né leitt til aukningar á glæpum sem rekja megi beint til fíkniefnaneyslu. Þetta eru þó umdeild atriði. Það má þó bæta því við að neysla kannabisefna hefur ekki eins djúpstæð áhrif og neysla sterkari efna. í landinu er síðan ein lægsta fanga- tíðni sem þekkist á Vesturlöndum, en hefur farið vaxandi. Að því leyti er rétt- arkerfið ekki þjakað af fíkniefnamálum, en stjórnvöld annarra ríkja benda á að landið sé að ýmsu leyti veiki hlekkur- inn í varnarkeðjunni gegn útbreiðslu fíkniefna í álfunni. Undirmálshópar hvaðanæva úr heiminum sækja mikið til landsins og hafa greiða leið frá land- inu með fíkniefni. Hér á landi sem annars staðar virkar umfangsmikið og dýrt lögreglu-, dóms- og fangelsiskerfi — sem er stefnt gegn fíkniefnanotkun einstaklinganna — að sumu leyti eins og nátttröll aftan úr grárri forneskju miðalda, þrátt fyrir að kerfið sé rekið í þágu mannúðar og í ljósi almannaheilla. Það finnast ekki neinar töfralausnir en fólk verður að halda vöku sinni fyrir nýjum leiðum í stað þeirra sem hafa ekki virkað nægi- lega vel. Það hljóta að finnast aðrir kostir en afskipta- og skeytingarleysi frelsisins eða eftirlit lögreglu og fang- elsanir," segir doktor Helgi að lokum. Fyrrverandi fangi á Litla-Hrauni: Óskráð lög hjá fangavörðum að leyfa hassreykingar í klefunum Á afviknum stað í miðbæ Reykjavík- ur átti blaðamaður athyglisvert viðtal við mann sem sat inni á Litla-Hrauni í nokkur ár og hefur ákveðnar skoðanir Doktor Helgi Gunnlaugsson: Orsakir fíkniefna- vandans eru félags- legar, en felast ekki nema að litlu leyti í viðbrögðum yfirvalda eða þyngd viðurlaga og lausnir á vandan- um ættu að taka eitthvert mið af því.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.